Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 21
VIÐSKIPTI
Murdoch
fíjálst að
semja við
Itala
Kóm. Reuters.
YFIRMENN fjarskiptamála á
Italíu segja að ítölsk stjórnvöld
muni ekki koma í veg fyrir að
Rupert Murdoch taki þátt í að koma
á fót öðru stafrænu sjónvarpi í land-
inu, svo framarlega sem það sjón-
varp varðveiti ítölsk sérkenni.
BSkyB-gervihnattasjónvarp
Murdochs, sem hefur hafið stafræn-
ar sendingar í Bretlandi, á í viðræð-
um við Telecom Italia og ríkissjón-
varpið RAI um möguleika á
stafrænu bandalagi. RAI og Tel-
ecom Italia tóku upp samvinnu um
stafrænar sjónvarpssendingar á
Italíu í apríl.
Telecom Italia hefur staðið í sam-
bandi við Murdoch síðan í júlí. RAI
hefur ekki tekið afstöðu til þríhliða
bandalags.
Antonio Maccanico fjar-
skiptaráðherra hefur tekið vel í
hugsanlega samvinnu við Murdoch,
en síðan dregið í land. „Margir hafa
haft áhyggjur af ummælum mínum
um slíkt samstarf," sagði hann. „Eg
vil taka fram að ég er ekki að
hleypa inn rekstraraðilum eða loka
þá úti, hvort sem þeir eru ítalskir
eða ekki.“
----------------
Góð sala á
Swisscom-
bréfum
Zlirich. Reuters.
HLUTABRÉF í Swisscom seldust
vel fyrsta daginn sem þau voru í
boði í kauphöllum og sannar það
réttmæti umdeildrar ákvörðunar
um mesta hlutabréfaútboð Evrópu
á þessu ári þrátt fyrir markaðsum-
rót.
Lokaverð hlutabréfa í fjarskipta-
fyrirtækinu var 376,50 svissneskir
frankar. Verð hlutabréfa lækkaði
yfirleitt á svissneskum markaði. Út-
gáfuverðið var 340 og hæst komst
verðið í 395 franka.
------♦-♦-♦-----
*
Arétting vegna
Lundúnaflugs
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í
gær um væntanlegt kvöldflug Flug-
leiða á föstudögum til Lundúna vill
fyrirtækið taka það fram að sú 42%
aukning farþega á Saga Business
Class fyrstu 8 mánuði ársins, sem
talað var um í fréttinni, eigi ein-
göngu við um farþegafjölda á
leiðinni frá Islandi til London.
Ekki er um 42% heildaraukningu
á farþegafjölda í Saga Business
Class að ræða hjá félaginu, eins og
skilja hefði mátt af fréttinni.
34 naiUjóna tekjuaukning
Að sögn Símons Pálssonar for-
stöðumanns sölu og markaðsmála á
Islandi hjá Flugleiðum voru tekj-
urnar af sölu í Saga Business Class
á flugleiðinni ísland - London, 112
milljónir króna fyi’stu 8 mánuði árs-
ins en til samanburðar voru tekj-
urnar fyrir sama tímabil í fyrra 78
milljónir króna.
Sala í Saga Business Class á flug-
leiðinni er nú um 23% af heildarsöl-
unni á flugleiðinni.
Innlausn á spariskírteinuni ríkissjóðs 1993/2.Í1.D-5 ár
Skiptu d skírteinum
10. október er lokagjalddagi á spariskírteinum ríkissjóðs
1993 2.Í1.D-5 ár. Eigendum þessara skírteina er boðið að skipta yfir
í ný spariskírteini í markflokkum með daglegum markaðskjörum.
Þessi kjör eru í boði til föstudagsins 23. október.
Það borgar sig að tryggja sér áfram örugga ávöxtun og skipta strax
yflr í ný. Komdu með gömlu skírteinin í Lánasýslu ríkisins og við
aðstoðum á allan hátt við skiptin.
♦♦ ♦♦
Orugg ákvörðun - Orugg ávöxtun!
Tryggðu þér ný spariskírteini í 1994/1 .fl.D-10 ár
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • sími: 562 6040 • fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is