Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 53 Kvikmyndin Vajið sýnd í bíósal MÍR VALIÐ eða „Vybor“ nefnist kvik- mynd sem sýnd verður í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. október kl. 15. Mynd þessi var gerð í samvinnu Mosfilm og banda- rísks kvikmyndafélags á árinu 1989 og er nú í íyrsta sinn sýnd hér á landi. Leikstjóri er Vladimir Naumov en meðal leikara eru Mik- haíl Uljanov, Natalja Belok- hvostikovas og Algis Matulenis. Kvikmyndin er byggð á skáld- sögu eftir Júrí Bondarév. Þekktur listmálari frá Moskvu, Valíliev, og Masha, eiginkona hans, eru stödd í Feneyjum á Italíu. Hann hefur komið þangað áður og málverk hans vakið athygli ítalskra sýning- argesta. Málarinn hefur hrifist af fegurð Feneyja og hlakkar til að sýna konu sinni hallir borgarinn- ar, síki og torg. En allt fer á ann- an veg en til stóð er hann fær þær fréttir að vinur hans úr skóla og her, Ilja Ramzin, sem hann taldi sig hafa séð deyja í stríðinu, sé á lífi og vilji hitta listmálarann, seg- ir í fréttatilkynningu. Það var erfitt fyrir Vasiliev, nær ómögu- legt, að þekkja aftur bernskuvin- inn Ilja í þessum þyrrkingslega og kaldlynda útlendingi. Hvað kom fyrir Ilja á vígstöðvunum? Af hverju þagði hann þunnu hljóði öll þessi ár og skrifaði jafnvel aldrei móður sinni? Svör fást ekki við þessum spurningum nema horft sé til fortíðar, þannig að í sögunni er brugðið upp svipmyndum af þeim félögum í Moskvu fyrir stríð og árið 1941 og á vígstöðvunum. Minningar frá æsku þeirra, húsa- garðinum, skóla, einlægri vináttu, tilfinningum þeirra til Moskvu, vígvellinum. Skýringar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Athugasemd vegna Viagra-fréttar í DV HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið hefur beðið Morg- unblaðið að birta eftirfarandi at- hugasemd: „í fréttum DV miðvikudaginn 7. október er fjallað um innflutning stinningarlyfsins Viagra. Fullyrt er að Lyfjanefnd hafi veitt „læknum undaþágu til að ávísa stinningar- lyfi“. Þetta er rétt. Læknar hafa á árinu sótt um undanþágur fyrir tíu einstaklinga til að fá lyfið afgreitt og fengið hana. Haft er eftir yfirmanni söludeild- ar Pharmaco að fyrir liggi „bunki af undanþágum" um afgreiðslu Vi- agi-a. Þetta er rangt. Samkvæmt upplýsingum fá Lyfjanefnd ríkisins í dag liggja engar undanþágubeiðn- ir hjá nefndinni. Ahuginn á lyfinu er því hvorki almennur né skil- gi-eindur og þess utan í engu sam- ræmi við beinar og óbeinai- auglýs- ingar á Viagi'a-stinningarlyfinu. Rétt er að taka fram að Lyfja- nefnd ríkisins hefur ekki veitt markaðsleyfi fyrir Viagi-a. Ekki er að vænta markaðsleyfis á þessu ári að því best er vitað. Það kemur ekki á óvart að sölu- menn beiti vafasömum aðferðum til að koma á framfæri auglýsingum um lyf og vonist til að eftirspurnin aukist. Undran vekur að lítt dul- búnar lyfjaauglýsingar skuli eiga gi-eiða leið inn í fréttadálka eða fréttatíma fjölmiðils, og hann þannig verða „varnarlaust fórnar- dýr“ þeirra sem telja sig þurfa að auglýsa lyf. Þess má geta að Lyfjaeftirlit ríkisins hafnaði sl. þriðjudag beiðni Pharmaco um heimild til að senda öllum læknum auglýsingar um lyfið.“ SMÁIR HERMENN FRUMSÝND í KVÖLD HÁSKÓLABÍÓ FRÉTTIR Opinber fyrirlestur við Háskóla Islands HAUKUR Einarsson, jarðeðlis- fræðingur, flytur fyrirlestur fýr- ir meistarapróf í umhverfis- og byggingaverkfræði, sem ber heitið: Olíuslys á hafi, í dag, föstudaginn 9. október, kl. 15.30 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. I íyrirlestrinum verður fjallað um umhverfisáhrif og mengun af völdum mikils olíuleka, sem get- ur orsakast við slys á hafi úti eða í höfnum vegna óhapps við losun olíufarma. Haukur mun gera grein fyrir helstu umhverfisá- hrifum og lýsa aðferðum til að meta og reikna dreifingu olíu- mengunar í sjó. Fyrirlesturinn er lokaáfangi meistaraprófsverkefnis Hauks í umhverfisverkfræði, en aðalleið- beinendur hafa verið: Júlíus Sól- nes, prófessor, Jónas Elíasson, prófessor og dr. Snorri Páll Kjaran, verkfræðistofunni Vatnaskil. Margrét Eir og Hunang á Kaffí Reykjavík HLJÓMSVEITIN Hunang leik- ur föstudags- og laugardags- kvöld á Kaffi Reykjavík. Hljóm- sveitinni hefur bæst liðstyrkur sem er Margrét Eir, söngkona. Margrét Eir er stödd á land- inu í þrjá daga, en hún hefur dvalist við nám í Bandaríkjun- um sl. þrjú og hálft ár þar sem hún út- skrifaðist með BFA-gráðu í leikhúsmúsík og leiklist frá Emerson College í Boston í vor. Hún hefur tekið þátt í mörgum uppfærslum á vegum skólans og á lokaönn í vor tók hún þátt í tveimur stærstu uppfærslum skólans. Kaffi Reykjavík verður með humarveislu fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld og kostar t.d. 1 kg af humri og flaska af freyðivíni 4.800 kr. ELÍNBORG B. Benedikts- dóttir hársnyrtimeistari. ■ NÝ HÁRSNYRTISTOFA, Hár-Ellý, hefur verið opnuð að Bröttukinn 1 í Hafnarfirði. Eig- andi stofunnar er Elínborg Birna Benediktsdóttir hár- snyrtimeistari. Hársnyrtistofan verður opin alla virka daga frá kl. 13-18 og frá kl. 10-14 á laug- ardögum. Veitt er öll almenn hársnyrtiþjónusta. I tilefni af opnun stofunnar verður veittur 15% afsláttur af allri vinnu í október. Athvarf fyr- ir geðfatl- aða opnað í Kópavogi DVÖL, athvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi, verður opnað formlega í dag, á alþjóðageðheilbrigðisdaginn, 10. október. Opið verður fyrir al- menning frá kl. 10-15 en regluleg stai-fsemi hefst mánudaginn 12. október. Athvarfið er til húsa að Reyni- hvammi 43. Að því standa Kópa- vogsbær, Rauði kross íslands, * Kópavogsdeild og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi. Rauði kross íslands hefur ráðið Sigi'íði Hrönn Bjarnadóttur, hjúki'- unarfræðing, sem forstöðumann at- hvarfsins og mun hún annast dag- lega umsjón og rekstur. I athvai-finu verður áhersla lögð á rólegt umhverfi þar sem fólk kemur til að njóta samvera við aðra. I húsinu er aðstaða til að leggja stund á myndlist, boðið verð- ur upp á heita máltíð í hádeginu og þvotta- og baðaðstaða er fyrir hendi. Fyrirmyndin að Dvöl er sótt í Vin, athvarf Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða í Reykjavík. ----------------- LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn í FRÉTT um mótmæli Kvenfé- lagasambands íslands gegn af- námi orlofs húsmæðra í blaðinu í gær var Drífa Hjartardótth’, for- maður Kvenfélagasambands ís- lands, sögð vera Sigfúsdóttir í myndartexta. Beðist er velvirðing- ar á mistökunum. • Skeifunni f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.