Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 236. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 20 ár frá kjöri páfa JÓHANNES Páll páfi minntist þess í gær að 20 ár eru liðin frá kjöri hans og bað pólska landa sína að biðja fyrir því að hann gæti stjórnað kaþólsku kirkj- unni fram yfír næstu aldamót. 25.000 Pólverjar, þeirra á meðal Aleksander Kwasniewski for- seti, söfnuðust saman á Péturs- torginu til að hylla þekktasta landa sinn. Margir héldu á pólskum fána og borða Sam- stöðuhreyfíngarinnar, sem páfi hjálpaði í baráttunni gegn pólsku kommúnistastjórninni á síðasta áratug. Talið er að páfí hafí átt ríkan þátt í faili stjórn- arinnar, sem olli síðan keðju- verkun í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Páfí hélt tilfinningaþrungið ávarp í tilefni tímamótanna, þar sem hann minntist kjörsins, föð- urlandsins og banatilræðisins sem honum var sýnt 13. maí 1981. Þegar Jóhannes Páll var kjör- inn 16. október 1978 varð liann fyrsti páfínn í 455 ár sem ekki er af ítölsku bergi brotinn og hefur ríkt lengur í Páfagarði en nokk- ur annar páfí á öldinni. Reuters Uppsveifla á fjármála- mörkuðum New York, London, Singapore. Reuters. MIKIL uppsveifla var á fjármála- mörkuðum í Bandaríkjunum og Asíu í gær vegna vaxtalækkunar banda- ríska seðlabankans í fyrradag og vonast margir til að hún hjálpi til við að koma efnahagslífinu upp úr öldu- dalnum. Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig og varð það til þess að Dow Jones-verðbréfavísitalan hækkaði um rúm 4% í fyrradag. Vísi- talan hafði hækkað um 1,4% til við- bótar í gærkvöldi og hefur hækkað meira á einni viku en nokkru sinni fyir. í Tókýó hækkaði verðbréfavísital- an um meira en tvö prósent en í Indónesíu, Singapore og Hong Kong um rúmlega níu prósent. „Þetta er eins og flugeldasýning,“ sagði Saturnino Mejia hjá Guoco- verðbréfafyrirtækinu á Filippseyj- um, en vaxtalækkunin hefur vakið með mönnum bjartsýni á að Banda- ríkin muni tryggja að ekki komi til meiri samdráttar. Gengi verðbréfa hækkaði einnig í helstu kauphöllum Evrópu í gær, um 1,5% í London, 1,8% í Frankfurt og 0,8% í París. Mest var hækkunin í Madrid, tæp 5%. Herlið Serba hefur ekki enn verið flutt frá Kosovo NATO framlengir frest Milosevic Brussel, Belgrad. Reuters. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) ákvað í gær að veita Slobodan Milosevic, forseta Júgó- slavíu, tíu daga frest til viðbótar til að binda enda á átökin í Kosovo- héraði í Serbíu. NATO áréttaði einnig að bandalagið myndi gera loftárásir á hemaðarleg skotmörk í Júgóslavíu ef Milosevic sendi ekki öryggissveitir sínar úr héraðinu áð- ur en fresturinn rennur út. Bandalagið hafði áður veitt Milosevic frest til klukkan 15 í dag til að verða við kröfunni en sendi- herrar aðildarríkjanna samþykktu í gær að framlengja hann til 27. októ- ber. Nokkur aðildarríkjanna, eink- um Frakkland, beittu sér fyrir því að Serbar fengju tíu daga til viðbót- ar til að flytja öryggissveitir sínar frá Kosovo og að þrýstingnum á Milosevic yrði haldið áfram þar til NATO og Oryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu (ÖSE) gætu sent eftirlitsmenn til héraðsins. Talsmaður NATO sagði ljóst að Serbar hefðu ekki staðið við loforð sín um að flytja allar öryggissveitir sínar frá Kosovo. „Það eru enn skýrar vísbendingar um að margar her- og lögreglusérsveitir séu enn í Kosovo og NATO er enn tilbúið að hefja loftárásir á Júgóslavíu." Sagðir hafa sent nýjar hersveitir til Kosovo Vestrænir stjómarerindrekar héldu í gær áfram tilraunum sínum til að fá Milosevic til að verða við kröfunni. Christopher Hill, sendi- herra Bandaríkjanna í Makedoníu, ræddi við Milosevic á skyndifundi í Belgrad og sagði honum að liðs- flutningar Serba frá héraðinu til þessa væri „langt frá því að vera fullnægjandi", að sögn vestrænna heimildarmanna. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði að bandalagið hefði fengið áreiðanlegar upplýsingar um að serbneskar hersveitir hefðu ekki enn verið fluttar frá héraðinu. Ibrahim Rugova, leiðtogi Albana í Kosovo, sagði að Serbar hefðu sent nýjar her- og lögreglusveitir til hér- aðsins og vestrænir eftirlitsmenn staðfestu að sést hefði til nokkurra öryggissveita á leið til héraðsins. ■ Reynir á rætur/30 Reuters JOHN Hume og Pat, kona hans, ræða við kampakáta blaðamenn í gær eftir að ljóst var að Hume hlyti friðarverðlaun Nóbels. Hume og Trimble fá friðarverðlaunin Ósló, London, Derry. Reuters. STJÓRNMÁLAMENNIRNIR John Hume og David Trimble deila friðarverðlaunum Nóbels í ár fyrir þátt sinn í tilraunum til að binda Samið um mestu hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna á friðartímum frá 1985 Utgjöld til hersins stóraukin Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og leiðtogar repúblikana og demókrata á þinginu hafa náð samkomulagi um að auka útgjöldin til vamarmála á næsta ári um 10% og heija mestu hemaðar- uppbyggingu í landinu á friðartímum frá 1985. M.a. er ráðgert að tvöfalda framlögin til eldflaugavama. Útgjöldin til varnarmála eiga að verða um 280 milljarðar dala, and- virði 19.000 milljarða króna. Stjómin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa dregið um of úr útgjöldunum á síð- ustu árum og herráðið kvartaði ný- lega yfir því að ekki væri búið nógu vel að hemum, sagði hann vanta 15 milljarða dala, sem svarar rúmum 1.000 milljörðum króna, á ári. Þeir sem gagnrýna stjórnina telja að hernaðarmáttur Bandaríkjanna hafi minnkað svo mikið að það stefni öryggi landsins í hættu. Herinn sé illa í stakk búinn að takast á við hættur, sem stafi af ýmsum óvin- veittum ríkjum, útbreiðslu gereyð- ingarvopna og óstöðugleika í heimin- um eftir lok kalda stríðsins. Bandaríkjamenn hafa einkum áhyggjur af Norður-Kóreumönnum, sem eiga nú þegar eldflaugar sem gætu dregið til Hawaii og Alaska. Talið er að Norður-Kóreumenn séu einnig að hanna eldflaugar sem hægt væri að nota til árása á Los Angeles og stórt svæði vestan Klettafjalla. enda á 30 ára vargöld á Norður-ír- landi. Sagði Francis Sejersted, for- maður Nóbelsnefndarinnar, þegar hann tilkynnti valið í gærmorgun, að þeir Hume og Trimble væru höfund- ar Belfast-samkomulagsins sem náð- ist á páskunum og vonast væri til að myndi færa frið á Norður-írlandi. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, fagnaði þessum tíðindum í gær og hið sama gerði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sem kvaðst telja að enginn ætti verðlaun- in frekar skilin en þeir Hume og Trimble, þau væru þakklætisvottur fyrir hugrekki þeirra og framlag í þágu friðar. Vonaðist Blair til þess að verðlaunin yrðu til að efla menn í baráttunni við þær hindranir sem enn standa í veginum á Norður-ír- landi. ■ Vonast til/28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.