Morgunblaðið - 17.10.1998, Page 8

Morgunblaðið - 17.10.1998, Page 8
8 LAUGAKDAGUR 17. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Siv Friðleifsd.óttir vill breyta sljórnarskránni ÞAÐ fýkur í flest skjól, hvar eiga þá vondir að vera??? Sjúkrahúsið Vogur stækkað um 1.400 fermetra Ný göngudeild eyðir löngum biðlistum Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRARINN Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kynnir framkvæmdirnar. TEIKNING af uúverandi húsi og viðbyggingum sjúkrahússins Vogs. STJÓRN SÁÁ hefur ákveðið að hefja byggingu á tveimur nýjum álmum við sjúkrahúsið Vog. í annarri álmunni verður göngudeild og í hinni meðferðardeild fyrir ungt fólk. Byggingamar verða alls um 1.400 fermetrar. Áætlað er að taka álmumar í notkun í september á næsta ári. Byggingarkostnaður er áætlaður 200 milljónir kr. en rekstr- arkostnaður um 40 milljónir kr. á ári. Þetta er stærsta framkvæmd sem SÁA hefur ráðist í síðan sjúkrahúsið Vogur var byggt 1993. Rúmlega tvö þúsund einstakling- ar innritast á sjúkrahúsið Vog á hverju ári. Þar er rúm fyrir 60 sjúk- linga. Göngudeildin verður á 500 fermetrum og verður rekin í nánum tengslum við sjúkrahúsreksturinn. Með henni verður stuðlað að lægri meðferðarkostnaði því hægt verður að sinna fjölda sjúklinga án innlagn- ar á Vog. Einnig verður betra eftir- lit með andlegri og líkamlegri heilsu sjúklinga eftir að þeir útskrifast. Hægt verður að útskrifa sjúklinga fyrr en hingað til hefur tíðkast sem hefur vemlegan sparnað í för með sér. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði að með göngudeildinni yrði biðlistum eftir meðferð útrýmt. 200-300 manns em að jafnaði á biðlista. Um 800 manns fara árlega í fram- haldsmeðferð að Staðarfelli í Dölum eða Vík á Kjalamesi. Viðbúið er að nýjar álmur á Vogi leiði til breyt- inga fyrir marga á þann veg að þeir geti stytt framhaldsmeðferðina. Á nýrri meðferðardeild fyrir 19 ára og yngri verður rúm fyrir 10-12 manns á 500 fermetrum. í fyrra komu 206 einstaklingar undir tví- tugsaldri í meðferð á Vog sem er tvöfalt fleiri en fyrir þremur ámm. Þórarinn segir að beitt verði nýjum meðferðarúrræðum á deildinni. Unglingar sem komi í meðferð geri það oft í kjölfarið á mikilli vímu- efnaneyslu. Vanlíðan þeirra sé mik- il. Á deildinni verður m.a. sálfræði- og geðþjónusta. Leitað eftir fjárstuðningi SÁÁ ætlar að leita eftir fjár- stuðningi við framkvæmdimar hvarvetna í þjóðfélaginu. Samtökin ráðgera að afla 40 milljóna kr. hjá almenningi, 100 milljóna kr. hjá ríki og sveitarfélögum, 40 milljóna kr. hjá fyrirtækjum, verkalýðsfélögum og öðrum og sjálf ráðgera þau að fjármagna framkvæmdimar með 20 milljónum kr. Þórarinn sagði að SÁÁ hefði þeg- ar leitað til þessara aðila um stuðn- ing við framkvæmdirnar og hafi undirtektir verið góðar. Hleypt verður af stokkunum fjáröflun með- al almennings í lok þessa mánaðar. Þrátt fyrir áætlanir um fjármögnun taka samtökin um 100 milljóna kr. skammtímalán til að hefja fram- kvæmdimar. Unesco ráðstefna um upplýsingatækni Ritskoðun á Netinu tækni- lega möguleg Sveinn Einarsson Menningarmála- stofnun Samein- uðu þjóðanna Unesco hélt ráðstefnu um siðferðislegan, lagalegan og félagslegan vanda í tengslum við öra þróun á sviði upplýsingatækni í Monte Carlo dagana 1.-3. október sl. Ráðstefnan er önnur ráðstefna Unesco um sama efni undir yfir- skriftinni „Infoethics". Fyrri ráðstefnan var hald- in á síðasta ári. Sveinn Einarsson, rit- höfundur og leikstjóri, og formaður íslensku Unesco- nefndai'innar, lagði út af Unesco-skýrslunni „Okkar skapandi fjölbreytni" í er- indi undir yfirskriftinni „Tungumál og samskipti í ljósi skapandi fjölbreytni". Sveinn sagði í samtali við Morgunblaðið að alþjóðlegar stofnanir á borð við Unesco, Evrópuráðið og Evr- ópusambandið hefðu sýnt hinni nýju upplýsingatækni mikinn áhuga. Ein aðalástæðan væri fólgin í ótrúlegum möguleikum til þekkingarleitar og sköpunar. „Eins og alltaf fylgir ákveðinn vandi nýjum möguleikum. Ein hliðin snýr að því að tryggja að- gang til að stuðla að því að hin nýja tækni verði til að minnka og ekki stækka gapið á milli mennt- aðra og ómenntaðra þjóða. Hvað aðganginn varðar er hægt að nefna að af 18 milljónum hafa að- eins 10.000 Gana-búa aðgang að tölvum. I hinum vestræna heimi er ekki óalgengt að sami maður hafi aðgang að tveimur til þrem- ur tölvum. Unesco vill stuðla að því að þjóðir heims verði meðvit- aðar um ástandið og taki höndum saman um að brúa bilið. Þarna komi inn í skólastofnanir, stór- fyrirtæki og framleiðendur tölvu- búnaðar svo aðeins fáir séu nefndir." -Hvaða spumingar snúa að núverandi notendum? ,Að núverandi notendum snúa fyrst og fremst siðferðislegar og menningarlegar spumingar. Is- lendingar hafa sérstaklega verið á verði í tengslum við tungumálið enda ekki nema von. Langstærstur hluti upplýsinga og efnis í tölvuheiminum er á ensku. Enskumælandi þjóðir velta því ekki svo mikið fyrir sér heldur líta svo á að tungumálið sé tæki til þekkingarleitar. Ann- ars staðar er litið svo á að tungu- málið sé lifandi afl og hluti af menningarverðmætum þjóðanna. Þama þarf að efna til tvíþætts átaks. Annars vegar þarf að þýða stýribúnað tölvukerfa yfir á þjóðtungur við- komandi landa. Bjöm Bjamason, mennta- málaráðherra, hefur verið mjög meðvitað- ur um þennan vanda og átt í bréfaskriftum við yfir- menn hjá Microsoft í því sam- bandi. Hinn vandinn felst í því að á bilinu 80-90% af öllu efni er á ensku. Hlutfallið verður og á eft- ir að breytast. - Ertu nú alveg viss um það? „Já, ég er alveg viss um að ég hef rétt fyrir mér. Mun fleiri em að verða meðvitaðir um að svona hlýtur þróunin að þurfa að vera. Eg fann þama á þinginu tals- verðan mun á því hvað sami sér- fræðingahópur lagði meiri áherslu á þjóðtungurnar nú en fyrir tveimur ámm. Sú hugsun er í samræmi við stefnu Unesco ► Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, er fæddur 18. september árið 1934 í Reykja- vík. Hann er stúdent frá MR ár- ið 1954, fil.kand. í almennri bók- menntasögu, leiklistarsögu og heimspeki frá Stokkhólmshá- skóla árið 1958 og fil.lic. í leik- húsfræði frá sama skóla. Fram- haldsnám í samanburðarbók- menntum og leiklist stundaði Sveinn við Sorbonne-háskóla. Sveinn var leikhússtjóri LR frá 1963 til 1972, Þjóðleikhús- stjóri frá 1972 til 1983, menn- ingarráðunautur í menntamála- ráðuneytinu frá 1983 til 1989, dagskrárstjóri innlendrar dag- skrárgerðar í sjónvarpi 1989 til 1993 og á starfslaunum sem listamaður frá 1995 til 1998. Skáldsagan Rafmagnsmaðurinn kemur út eftir Svein fyrir jólin. Nú er hann að leikstýra Pétri Gaut fyrir Leikfélag Akureyrar. Eiginkona Sveins er Þóra Kristjánsdóttir sagnfræðingur og eiga þau eina dóttur. um að örva hina skapandi fjöl- breytni. Síðan eru lögfræðilegar og sið- fræðilegar spurningar. Hver þjóð verður að hafa tækifæri til að vernda eigin siðgæðisboð eins og Islendingar eru t.a.m. að gera með lagasetningu, kvikmyndaeft- irliti og áfram væri hægt að telja. Á Netinu er engin slík lögregla og á því þarf að finna lausn um leið og staðinn er vörður um hið frjálsa orð. Ég get nefnt í tengsl- um við þetta hluti eins og ofbeldi, klám, eiturlyfjasölu, persónu- leynd og verndun einkalífsins. Enn eigum við talsvert í land til að geta leyst þennan vanda. Þó eru að koma upp lausnir á hluta vandans. Ein lausnin felst í því að farið er að vera tæknilega mögulegt að útbúa eins konar ritskoðun til að ákveðið efni á Netinu komist ekki inn fyrir ákveðin landamæri. Hvort nýta á þennan mögu- leika er hins vegar talsvert um- deilt eins og fram kom á ráð- stefnunni." —Sóttu aðrir íslendingar ráð- stefnuna? „Við vorum þrjú. Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur, fulltrúi fyrir fjölmiðla- og upplýsingamál í íslensku Unesco-nefndinni, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands og formaður Alþjóðaráðs Unesco um siðferði í vísindum og tækni. Vigdís sleit ráðstefnunni og fjallaði einkum um hugbúnaðarfrelsi í lokaorð- unum. Orð hennar vöktu mikla athygU.“ „Tungumálið hluti af menn- ingarverð- mætum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.