Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ * Hagfræðingur ASI um það ákvæði í skuldabréfum að höfuðstóll geti ekki lækkað niður fyrir grunnvísitölu bréfsins Ekki í samræmi við hugsun- ina á bakvið verðtryggingu EDDA Rós Karlsdóttir, hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands, segir að ákvæði í verðtryggð- um skuldabréfum spai-isjóðanna um að höfuðstóll skuldarinnar geti ekki lækkað niður fyrir grunn- vísitölu bréfsins brjóti í bága við hugsunina sem liggi til grundvallar verðtryggingu. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt samkvæmt upplýsingum sparisjóðanna að því er fram kom í Morgunblað- inu í gær. Edda Rós sagði að verðtrygging hlyti að gilda í báðar áttir, hvort sem um verðbólgu eða verð- hjöðnun væri að ræða. Með því að setja svona gólf væru lánveitendur að tryggja sig sérstak- lega. Þetta væri mjög undarlegt ákvæði, enda kæmi fram í frétt Morgunblaðsins að sögn tals- manns sparisjóðanna að þetta ákvæði yrði senni- lega tekið út. „Hugsunin á bak við verðtryggingu er að tryggja kaupmátt einhverrar upphæðar. Ef það verður verðhjöðnun og upphæðin lækkar af þeim orsökum er kaupmátturinn sá sami,“ sagði Edda Rós. Hún sagði að þess vegna bryti ákvæði eins og þetta í bága við hugsunina á bak við verðtrygg- ingu. Auk þess væri einkennilegt að hafa slíkt tryggingarákvæði í skuldabréfunum, því mjög ólíklegt væri að á ákvæðið reyndi. Ef til kæmi myndi þetta virka eins og viðbótarraunvextir fyr- ir lántakandann. Hins vegar væri sá sem veitti lánið ekki að tapa neinu þó um verðhjöðnun væri að ræða, því kaupmáttur viðkomandi upphæðar væri sá sami og áður. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði að verðtrygging ætti að virka í báðar áttir, bæði til hækkunar og lækkunar. Það væri því eðlilegt hjá sparisjóðun- um að beita ekki þessu ákvæði. Bæði lántakandi og lánveitandi væru að taka áhættu með verð- tryggingunni. Væru lán til dæmis gengistryggð, sem á sínum tíma hefði verið ákveðinn valkostur við verðtryggingu, þá hefðu þau bæði getað hækkað og lækkað í samræmi við breytingar á viðkomandi mynt. Hann sagðist telja eðlilegt að sparisjóðirnir felldu niður þetta ákvæði úr skuldabréfum sínum, enda væri það ekki í sam- ræmi við hugsunina með verðtryggingunni. Jón Magnússon, varaformaður Neytendasam- takanna, sagði að ákvæði þessa efnis í skulda- bréfum sparisjóðanna væri með öllu óeðlilegt. Ef lántakandi tæki áhættu varðandi þróun vísitölu væri eðlilegt að lánveitandi gerði það með sama hætti. Þarf ekki að vera óeðlilegt Ragnar Hafliðason, forstöðumaður bankaeftir- lits Seðlabanka Islands, sagði að ákvæði eins og það sem væri í skuldabréfum sparisjóðanna þyrfti ekki að vera óeðlilegt. Það hefði aldrei reynt á þetta ákvæði og hann skildi þar af leiðandi ekki hvers vegna væri verið að fjalla um þetta nú. Aðspurður hvort svona ákvæði í skuldabréfum gæti brotið í bága við lög sagði Ragnar að það hefði ekki verið skoðað sérstaklega. Hann vissi hins vegar ekki annað en ákvæði eins og þetta væri í lagi og gæti verið hluti af samningi milli aðila. Að auki væri afar ólíklegt að á svona ákvæði reyndi og þá einungis fyrstu mánuðina eftir að lán væri tekið, ef um verðhjöðnun væri að ræða. Nýjar reglur um verðtryggingu hefði tekið gildi á þessu ári og nú yrðu verðtryggð útlán að vera að minnsta kosti til fimm ára og verðtryggð innlán ekki til skemmri tíma en þriggja ára. Morgunblaðið/Jón Svavarsson STARFSFÓLK veitufyrirtækjanna fjölmennti á kynningarfund um sameininguna í Háskólabíói í gær. Lausir úr haldi TVEIR piltar, sem úrskurðað- ir voru í gæsluvarðhald til 16. október eftir alvarlega árás á mann á Ingólfstorgi um síð- ustu mánaðamót eru báðir lausir úr haldi. Rannsókn málsins er á lokastigi og verða málsgögn fljótlega send sak- sóknara. Tveir enn í varðhaldi Tveir aðrir piltar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna alvar- legrar árásar á mann í Aust- urstræti, sem átti sér stað skömmu eftir hina fyrri. Gæsluvarðhaldi annars þeirra lýkur á mánudag, en þá verð- ur tekin ákvöi'ðun um fram- lengingu. Hinn árásarmaður- inn verður í gæsluvarðhaldi til 30. nóvember. Hafnarfjörður 90 ára Kátt verður í Firðinum HAFNFIRÐINGAR halda upp á 90 ára afmæli bæjarins um helgina. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar bæjarstjóra varð bæjarfélagið 90 ára 1. júní sl. Engu að síður þótti til- efni til að halda upp á afmælið þótt farið væri að líða á árið. Magnús segist ekki efast um að kátt verði í Firðinum um helgina. „Ég veit að þetta verður mjög skemmtileg afmælishátíð. Veður- spáin er góð og ég hvet Hafnfirð- inga til að taka þátt í afmælinu, og auðvitað hvet ég íbúa annarra bæj- arfélaga einnig til að heimsækja okkur.“ Fjölþætt hátíðardagskrá Hátíðardagskrá afmælisins er fjölþætt. í dag, laugardag, milli klukkan 18 og 23, verða upptöku- tónleikar í félagsmiðstöðinni Vitan- um undir yfirskriftinni „Hafn- firskar unglingahljómsveitir í 90 ár.“ Það troða meðal annars upp hljómsveitirnar Stæner, Ensími, Bara burt Reynir, Himbrimi, Teknó Atli, Rennireið, Pppönk, Nuance og Svarta síða skeggið. A sunnudag milli klukkan 15 og 17, verður fjölskyldudagskrá í Iþróttahúsinu Strandgötu. Kynnir verður Steinn Ármann Magnússon, Lúðrasveit Hafnaríjarðar og hljóm- sveitin í mestu makindum leika fyr- ir gesti, Bergþór Pálsson, Sirkustrúðar, Snuðra og Tuðra, Steinn Ármann og Helga Braga skemmta gestum, bæjarstjóri flytur ávarp og boðið verður upp á risaaf- mælistertu. Milli 16 og 17 syngja barnakórar úr kirkjum og gi-unn- skólum Hafnarfjarðar, og Kam- merkór og Kvennakór Hafnarfjarð- ar í Tónlistarskólanum. Einnig verða hátíðartónleikar í Hafnarborg kl. 20.30 þar sem Magnús Kjartans- son, Björgvin Halldórsson, Björn Thor, Bjarni Ara, Alda Ingibergs- dóttir, Sigríður Guðnadóttir, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Ragnar Sólberg og fleiri. Víða verður opið hús í Hafnarfírði í tilefni afmælisins, frítt verður í sund og öll söfn bæjarins auk þess sem boðið verður upp á skemmti- siglingu, skútusiglingu og fleira. Sjálfstæðismenn við umræður um sameiningu orkufyrirtækja Þörf á skýrari stefnumótun Varðskipin ígildi her- skipa í þorskastríðunum í UMRÆÐUM á borgarstjórnar- fundi í fyrradag um fyrirhugaða sameiningu Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur kom fram sú skoðun borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins að þörf væri á skýr- ari markmiðum og stefnumótun áður en sameiningarferlið hæfíst. Vörp- uðu þeir fram í bókun nokkrum álita- málum sem þeir telja nauðsynlegt að athuga nánar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins telja mikilvægt að sá frumkvæð- isandi, sem lengst af hefur einkennt rekstur veitufyrirtækja borgarinnar, haldist og til að tryggja það verði að liggja fyrir í upphafí sameiningar- ferlisins hver séu helstu markmið fyrirtækisins. Borgarstjórn eigi að vera mótandi aðili og leggja skýrar línur. Þá segir að ekki virðist hafa verið skoðað með hvaða hætti sam- keppnislög snerti nýtt fyrirtæki og að hvaða leyti framtíðarstefnumótun fyrirtækisins þurfi að taka tillit til samkeppnislaga og breytts umhverf- is innanlands nái fyrirætlanir ríkis- ins um hlutafélagavæðingu orku- geirans fram að ganga. Tryggja verði varðveislu jarðvarma Einnig er bent á gera verði skýra grein fyrir því hvemig tryggt verði að jarðvarminn verði nýttur og varð- veittur, spurt hvort fyrirhugað sé að nýtt fyrirtæki yfirtaki eignarhluta Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun og bent á að meðan á sameiningar- ferlinu standi þurfí að gera grein fyr- ir hvemig stofnun nýs fyrirtækis gefi tækifæri til endurskipulagningar og endurskoðunar einstakra starfsþátta. Að lokum er bent á það sem grund- vallaratriði að nýr forstjóri hefji störf í upphafí sameiningarvinnunnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins styðja sameiningu með hliðsjón af þessum ábendingum og telja fulla þörf á skýrari stefnumótun. Tillagan um sameininguna var samþykkt en vísað tO meðferðar borgarráðs á breytingartillögu um að sameining gæti orðið fyrir næstu áramót. JÓN Steindór Valdimarsson lög- fræðingur segir í lögfræðiáliti sem hann vann fyrir Samtök iðnaðarins að færa megi sterk rök fýrir því að smíði íslensks varðskips sé ekki út- boðsskyld. Ekki þurfí að bjóða út verk sem varði öryggishagsmuni þjóðarinnar. Hann bendir jafn- framt ó að í þorskastríðunum hafí enginn efast um að íslensk varðskip væru ígildi herskipa. í 123. gr. EES-samningsins segir að ekkert í EES-samningn- um hindri samningsaðila í að gera ráðstafanir „sem hann telur nauð- synlegar til að girða fyrir upp- ljóstrun upplýsinga andstætt mik- ilvægum öryggishagsmunum sin- um.“ Jafnframt segir í tilskipun um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra samninga um vörukaup: „Tilskipun þessi gildir ekki um ... vörukaupasamninga sem lýstir eru leynilegir eða ef sérstökum öryggisráðstöfunum verður að beita við framkvæmd þeirra í samræmi við gildandi lög eða stjórnsýslufyrirmæli í viðkom- andi aðildarríkjum eða ef grund- vallarhagsmunir ríkisins krefjast þess.“ Lögfræðingur Samtaka iðnaðar- ins telur smíði varðskips ekki út- boðsskylda Jón Steindór bendir á í áliti sínu að íslensk stjómvöld hafi haldið því fram að Islendingar byggðu tilvist sína á fískimiðum umhverfís landið. Það megi því halda því fram að gæsla þessarar auðlindar falli undir öryggishagsmuni ríkisins. Islensku varðskipin séu í aðalatriðum byggð eins og hver önnur skip sem hjá öðrum þjóðum kallist herskip þótt þau séu alls ekki notuð til hernað- arþarfa. Jón Steindór segir að íslensk stjórnvöld geti sjálf ráðið miklu um það hvernig viðeigandi ákvæði EES-samningsins séu túlkuð í þessu sambandi vegna þess að þeg- ar upp sé staðið séu það þau sem ákveði hvað séu öryggishagsmunir og grundvallarhagsmunir íslenska ríkisins. Jón Steindór minnir á að í þorskastríðum Islands og Bret- lands hafi varðskipunum verð beitt gegn breskum freigátum og tund- urspillum. Island hafi beitt klippun- um víðfrægu í þessum stríðum og með þær hafi verið farið sem hvert annað hernaðartól. Enginn hafi þá efast um að íslensk varðskip væru ígildi herskipa. Það sé ekki nauð- synlegt að þjóð hafi her til þess að hún hafí grundvallarhagsmuni sem hún verji með tiltækum ráðum. Danir hafa byggt sín varðskip sjálfir Jón Steindór bendir á að Danir hafí aldrei boðið út smíði strand- gæsluskipa sinna. Ástæðan sé sú að þeir telji þessi skip undanþegin út- boðsreglum. Björn Friðfinnsson, ráðgjafí rík- isstjórnarinnar í EES-málum, dreg- ur niðurstöðu Jóns Steindórs í efa í álitsgerð sem hann sendi smíða- nefnd nýs varðskips. Hann segir að varðskipin séu eingöngu smíðuð til löggæslu og björgunarstarfa en ekki til hernaðarnota. Þau séu ekki bi-ynvarin eins og eigi að einhverju leyti við um dönsku varðskipin. t m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.