Morgunblaðið - 17.10.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 29
Reuters
SAMTÖK heimavinnandi húsmæðra á Ítalíu hittu í gær leiðtoga
stjórnmálaflokkanna til að krefjast þess að ríkisstjórn Romanos Prodis
tæki aftur við völdum.
D’Alema falin
stj órnarmynd-
un á Italíu
Róm. Reuters.
OSCAR Luigi Scalfaro, forseti
Ítalíu, boðaði Massimo D’Alema,
leiðtoga Lýðræðislega vinstri-
flokksins sem er arftaki gamla
Kommúnistaflokksins, á sinn fund í
gær og fól honum stjórnarmyndun-
arumboð.
Hafði Francesco Cossiga, leið-
togi miðflokksins (UDR), fyiT í
gær sagt að flokkur sinn gæti vel
hugsað sér að styðja ríkisstjórn
undir forsæti D’Alemas en með
stuðningi UDR í neðri deild ítalska
þingsins hefði D’Alema þar starf-
hæfan meirihluta. Vonast menn því
til þess að loks hilli undir lok
stjórnarkreppunnar á Ítalíu, sem
staðið hefur í tvær vikur, eða frá
því að ríkisstjórn Romanos Prodis
féU.
Cossiga lagði hins vegar
áherslu á að D’Alema yrði að upp-
fylla ákveðin skilyrði ef af stuðn-
ingi UDR ætti að verða, t.a.m.
yrði D’Alema að hafa sýnt fram á
að hann hygðist taka á þeim
brýnu vandamálum sem að steðj-
uðu á Ítalíu, og ekki síður stærri
spurningum tengdum stjórnar-
skránni.
Romano Prodi, fyrrverandi for-
sætisráðherra, brást vel við yfirlýs-
ingu Cossiga og sagði að ný ríkis-
stjórn tæki væntanlega senn til
starfa. En D’Alema á sjálfsagt eftir
að standa í erfíðum hrossakaupum
við UDR áður en stjórn hans fer að
taka mynd á sig.
D’Alema getur nú treyst á
stuðning 290 þingfulltrúa og 31
fulltrúi UDR myndi því tryggja
honum hreinan meirihluta í neðri
deild þingsins, þar sem sitja 630
fulltrúar. Myndi hann þá ekki
þurfa stuðning fulltrúa hófsamra
kommúnista, sem eru 21 talsins,
sem sögðu skilið við flokk harðlínu-
kommúnista eftir að hann felldi
ríkisstjóm Prodis. Gæti reynst
erfitt að stýra ríkisstjórn er hefði
innanborðs bæði kommúnista og
UDR og því yrði D’Alema líklega
að fórna kommúnistum, sem þó
hafa boðið honum stuðning sinn.
Tölvu gefn-
ar skipanir
með hugsun
The Daily Telegraph.
LÖMUÐUM manni hefur ver-
ið gert kleift að gefa tölvu
skipanir með hugsun einni
saman, eftir að rafskaut var
grætt í heila hans, að því er
kemur fram í The Daily Tel-
egraph.
Dr. Roy Bakay, við Emory-
háskóla í Atlanta í Bandaríkj-
unum, skýrði frá þessu á ráð-
stefnu taugaskurðlækna í
Seattle á dögunum. Hann sagði
að hópur vísindamanna undir
sinni stjórn hefði grætt raf-
skaut í heila 53 ára manns, sem
lamaðist algjörlega eftir heila-
blóðfall. Maðurinn er tengdur
öndunai-vél og getur ekki talað,
en er með fullri meðvitund.
Eftir aðgerðina getur hann nú
stjórnað bendli á tölvuskjá og
gefið skipanir.
Bakay sagði að aðgerðin
fælist í því að tvær örlitlar
glerkeilur með rafskaut á end-
unum væi-u græddar í þann
hluta heilans sem stjórnar
hreyfingum. Heilafrumur gróa
smám saman inn í keilurnar og
tengjast rafskautunum. Sjúk-
lingurinn getur þá þjálfað sig í
að beita hugsun til að láta raf-
skautin senda boð til magnara,
sem festur er við höfuðkúpuna,
er sendir loks boð til tölvunn-
ar.
Könnun á afstöðu Svía til evrópska myntbandalagsins
Jafn margir eru með
og á móti EMU
Stokkhólini. Reuters.
SÆNSKUR almenningur skiptist
nú í tvær jafnstórar fylkingar með
og á móti aðild Svíþjóðar að Efna-
hags- og myntbandalagi Evrópu,
EMU, ef marka má niðurstöður
skoðanakönnunar sem birt var í
Stokkhólmi í gær.
Könnunin, sem Demoskop-stofn-
unin gerði á vegum Merita-
Nordbanken meðal 1.002 Svía,
sýndi að 40% aðspurðra væru fylgj-
andi EMU-aðild en 40% andsnúin.
20% eru óákveðnir. I sambærilegi'i
könnun sem gerð var í janúar sl.
voru 29% fylgjandi, 42% á móti og
29% óákveðin.
„Jákvæðari afstaða í skoðana-
könnunum eykur til muna líkumar
á EMU-aðild Svíþjóðar. Þetta bæt-
ist við horfurnar á að krónan styrk-
ist og að vaxtamunurinn fari minnk-
andi,“ segir í fréttatilkynningu frá
MeritaN ordbanken.
Sænsk stjórnvöld ákváðu að land-
ið stæði utan við myntbandalagið
þegar ellefu ESB-lönd taka upp
hina sameiginlegu Evi'ópumynt um
næstu áramót. Stjórnin hefur lýst
því yfir að ákvörðun um EMU-aðild
landsins verði aðeins tekin með
samþykki þjóðarinnar, annaðhvort í
þjóðaratkvæðagreiðslu eða með
þingkosningum.
A riæstunni á að hefjast opinber
upplýsingaherferð um myntbanda-
lagið, sem valdið hefur togstreitu
milli jafnaðarmanna og vinstriflokk-
anna sem styðja minnihlutastjórn
þeirra.
Staða sænsks útflutningsiðnaðar
og fjárfestingar í Svíþjóð hefur
versnað við þann hamagang sem
gengið hefur yfir fjármálamarkaði
heimsins að undanfómu. Merita-
Nordbanken les það út úr niðurstöð-
um skoðanakönnunarinnar, að marg-
ir Svíar líti svo á, að þessar hremm-
ingar á heimsmarkaðnum gerðu að-
ild Svíþjóðar að EMU brýna.
Indverjar og
Pakistanar hefja
friðarviðræður á ný
Islamabad. Reuters.
FRIÐARVIÐRÆÐUR hófust á ný
milli Indverja og Pakistana í
Islamabad, höfuðborg Pakistans, í
gær. UtanríkisráðheiTar landanna
munu freista þess að finna lausn á
deilunni um Kashmír-hérað, og
embættismaður sagði að loknum
fyrsta fundi þeirra að viðræðurnar
hefðu verið hreinskilnislegar og á
vingjamlegum nótum.
Samskipti landanna hafa verið af-
ar stirð undanfarið ár, vegna deilna
um héraðin Jammu og Kashmír í
Himalaja-fjöllum. Bæði telja sig eiga
tilkall til héraðanna, og hafa tvisvar
farið í stríð vegna þeirra. Indverjar
ráða yfir tveimur þriðju hlutum Kas-
hmír og saka Pakistana um að styðja
við baldð á uppreisnarmönnum
músh'ma í héraðinu. Stjómvöld í
Pakistan hafa vísað því á bug, og
segjast aðeins veita Kashmírbúum
siðferðilegan stuðning í baráttu
þeirra fyrir sjálfsákvörðunarrétti.
Shamshah Ahmad, utanríkisráð-
herra Pakistans, sagði fréttamönn-
um að ekki væri von á neinum
„skyndilausnum" á deilumálum Ind-
verja og Pakistana. „Við erum að
fást við mjög flókin ... og erfið mál“.
Ahmad sagði að bæði löndin horfð-
ust í augu við nýjar áskoranir eftir
að þau framkvæmdu tilraunir með
kjarnorkuvopn í maí síðastliðnum.
„Það er nauðsynlegt að afstýra
hættu á átökum og koma í veg fyrir
vígbúnaðarkapphlaup,“ sagði hann
við fréttamenn á leið til fundar við
K. Raghunath, utanríkisráðherra
Indlands.
Álnabúðin
Mlðbæ v/Háaleltlsbraut
• Mikið úrval af ódýrum púðaborðum
• Eldhúskappar - blúndu - f mörgum litum
• Tilboðshillur með ódýrum efnum
• Full búð af nýjum efnum
Opið laugardaga kl. 10-14. Sími 588 9440.
OPNUNARTILBOÐ
Ný rúmgóð verslun Skútuvogi 6
Mikið úrval - skóskápar - tölvuborð - bókahillur -
lampar og fl.
Opið kl. 10-18:30, laugard. kl. 11-16,
sunnud. kl. 13-16.