Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 31

Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 31 NEYTENDUR Kálfakjöt í matinn Lítil hefð er fyrir neyslu kálfakjöts hér á landi. Hildur Friðriksdóttir rakst á gott kálfakjöt og velti fyrir sér hvers vegna það fæst ekki í öllum kjötborðum. Morgunblaðið/Júlíus ÞRÁTT fyrir að kjötúrvalið sé töluvert vantar kálfakjöt hér inn í. KÁLFAKJÖT er bæði léttmelt og fítusnautt. Þrátt fyrir þessa ótví- ræðu kosti á tímum hollustubylgju er lítil hefð fyrir neyslu þess hér á landi. Kálfakjöt er flokkað í tvo flokka; ungkálfa, sem er slátrað 0-3 mánaða og alikálfa 3-12 mánaða. Menn eru ekki á einu máli um af hve gömlu dýri kjötið er bragðbest, en mest er framboðið af ungkálfa- kjöti af 2-8 vikna gömlum dýrum. Dæmi eru um að verslanir semji sérstaklega við sláturleyfíshafa um kaup á eldri dýrum og sama á við um veitingastaði. Fáar uppskriftir og framandi Astæður þess, að hvorki er mikið né reglulegt framboð af kálfakjöti á Islandi eru ýmsar. I fyrsta lagi er eftirspurnin ekki mikil vegna þess að kjötið er framandi fyrir marga. Það er ljóst á lit, fremur lint í sér og bragðlítið. í öðru lagi liggja upp- skriftir af kálfakjöti ekki á lausu í íslenskum matreiðslubókum. I þriðja lagi er ræktun svokallaðra „mjólkurkálfa" sérstaklega vand- meðfarin og í fjórða lagi er kálfarækt ekki hagkvæm og ræður þar mestu verðið á mjólkinni. Mjólkurkálfar, eins og nafnið ber með sér, eru eingöngu aldir á mjólk. Það er gert til þess að kjötið haldist hvítt, en um það snúast gæði kálfa- kjötsins og það verður auðmeltan- legt og létt undir tönn. Um leið og kálfurinn er farinn að fá gras, fóður eða aðra fæðu sem inniheldur járn roðnar kjötið og það verður seigara. Kálfum, sem aldir eru eingöngu á mjólk, er hætt við jám- skorti og öðrum kvillum. Fyrstu þrír mánuðimir dýrastir Guðmundur Þorsteins- son bóndi að Skálpastöð- um í Skorradal hefur reynslu af kálfaræktun, en undanfarin tvö ár hefur hann aukið kvígurækt og því ekki haft aðstöðu til kálfaeldis. Hann hefur þó áhuga á áframhald- andi ræktun kálfa fái hann aðstöðu til þess. „Þetta er viðkvæm fram- leiðsla sem þarf góða aðstöðu. Fyrstu þrír mánuðirnir eru dýrastir í fóðri og þegar menn eru komnir yfir þann tíma horfa þeir til þess að gera gripinn 200 kílóa þungan af heyi,“ segir hann. Hann kveðst ekki vita hvort for- senda sé til að ala kálfa til manneld- is almennt, því hann þekki ekki markaðinn og viti því ekki hvort menn séu tilbúnir að greiða svo hátt verð fyrir kjötið sem þurfi. „Við töldum gi-undvöU fyrir þeirri rækt- un sem við vorum með, en því fylgdi töluverð fyrirhöfn vegna þess að við seldum kjötið beint til veitingahúsa og sáum um að selja og innheimta. Við seldum afturpart í heildsölu- verði á 850 krónur kflóið,“ segir Guðmundur. 600 lítar af mjólk á 70 dögum Guðbjörn Árnason framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda bendir einnig á óhagkvæmni ung- kálfaræktunar og segir að um 70 daga taki að ala kálf að 100 kflóa líf- þunga. „Á þessum 70 dögum þarf hann að fá 600 lítra af mjólk, svo það svarar ekki kostnaði. Verðið á mjólkinni er mjög hagstætt núna og Mjólkursamlögin hafa þurft alla þá mjólk sem þau hafa getað fengið til að viðhalda jafnvægi á mjólkurvörumarkaðnum. Nú getur bóndinn fengið hátt í 37.000 kr. fyrir þá mjólk sem fer í að ala kálfinn. Til að fá mjólkurverðið borgað þarf kflóverðið á kálfinum að vera 800- 900 kr. Bóndinn fær hins vegar 207 krónur á kfló fyrir 2-4 mánaða gamla kálfa og 190 krónur fyrir viku til tíu daga gömul dýr eða kannski um 4.000 kr. fyrir kálfinn," segir Guðbjörn. Hann tekur fram að kálfakjöt sé talið með hollara kjöti sem fáist á markaði. „Það er leitt að alltof fáir hafa gefið sig út í framleiðslu á kálfakjöti. Við gætum verið með markað fyrir alikálfa en höfum þvi miður ekki náð að sinna honum.“ Aðallega notað sem bindiefni Að sögn Jóns Gunnars Jónssonar framleiðslustjóra Sláturfélags Suð- uriands á HvolsvelU kaupa einungis fáar verslanir kálfakjöt hjá íyrir- tækinu og þá aðallega ungkálfakjöt. Segir hann að framboð sé umíram eftirspurn. Heildarmagn kálfakjöts sem tfl fellur hjá SS er 20-25 tonn á ári, en aðeins lítill hluti þess fer á markað og aðeins brotabrot þessa magns er alikálfakjöt. „Af alikálf- um, sem eru 3-12 mánaða, fáum við aðeins örfáa gripi á ári. Við höfum engan veginn stöðugt framboð af þeim,“ segir hann. Hjá kjötvinnslunni Höfn á Sel- fossi falla 10-15 kálfar til á viku og þá eingöngu ungkálfar og flestir innan við mánaðargamlir. Lang- mestur hluti framleiðslunnar bæði hjá SS og Höfn fer tfl kjötvinnslu, þar sem náttúrulegt bindiefni er í ungu kálfakjöti og hentai’ það því vel sem íblöndunarefni til alls kyns pylsugerðar og áleggs. Kjötvinnsla Sigurðar Ólafssonar selur nær eingöngu kjöt til mötu- neyta og veitingahúsa en ekki til verslana. Guðmundur Emil Jónsson yfirmaður kjötvinnslunnar segir að eftirspurnin sé töluverð, sérstak- lega eftir að ítölsk matargerð fór að ryðja sér tfl rúms hér á landi. Að hans sögn er framboðið yfirleitt nægilegt, nema helst í sláturtíðinni. Hann segir að ungkálfakjötið sé eft- irsóknarverðara en alikálfakjötið. „Hins vegar er nýtingin verri því gripimir eru holdlitlir. Það borgai’ sig jafnvel ekki að verka þá, þvi verðið verður of hátt. Við erum þess vegna eingöngu með kjöt af 3-6 mánaða gömlum dýrum.“ Kflóverðið 499-1.298 krónur Verslanir Nóatúns hafa lengi ver- ið með kálfakjöt til sölu. Ragnar Lárusson starfsmaður í kjötborði Nóatúns í Austurveri segir að fram- boð kálfakjöts í þeirra verslunum sé allt árið, að undanteknum 2-3 vikum. Nóatún selur aðallega ungkálfa- vöðva og segir Ragnar að þó nokkur eftirspum sé eftir kjötinu. Við- skiptavinurinn getur fengið vöðvann heilan eða skorinn niður í snitsel eða gúllas. Kflóið af ungkálfavöðva kost- ar 1.298 krónur. Aðalsteinn Gunnai’sson yfirmaður kjötborðs Nýkaupa í Kringlunni segir að yfirleitt séu það sömu við- skiptavinirnir sem spyrji um kálfa- kjötið. Hann telur að kenna þurfi ís- lendingum að borða það. „Þetta er mun bragðminna en annað kjöt en á móti kemur að fólk getur leikið sér meira með kryddtegundir,“ sagði hann. Hann segii’ að eftirspumin sé meiri en framboðið. „Við kaupum bæði frá Sláturfélaginu og Höfn og það koma stórlega eyður, þar sem við höfum ekkert kjöt og þurfum oft að bíða í 1-2 vikur.“ Aðalsteinn segir að mest sé spurt um snitsel, sem kosti 1.259 krónur kg. Verslunin býður einnig upp á læri og hryggi og er kílóverðið 499 krónur. Edvard Friðjónsson yfirmaður kjötborðs Fjarðarkaupa segist ekki vera með kálfakjöt að staðaldri. Fremur erfitt sé að fá ungkálfakjöt og eftirspumin sé ekki sérlega mik- fl, en ákveðinn hópur viðskiptavina spyrji þó reglulega um það, einkum eldi’a fólk. „Eg tek skepnuna í heilu og sel lærisneiðar, kótilettur, fram- hryggjarsneiðar, læri, hryggi og súpukjöt. Það hefur farið nokkuð jafnt af öllum hlutum. Kílóverð af lærissneiðum hefur verið 568 kr. og 528 kr. af kótilettum.“ „Það er leitt að alltof fáir hafa gefið sig út í fram- leiðslu á kálfa- kjöti.“ balsamedik (fæst í Heilsuhúsinu og nokkrum stórmörkuðum) ólífuolía salt LESANDI Morgunblaðsins hringdi og kvartaði yfir því að sér fyndist of lítið úrval af fitusnauðum og sykurlitluin mjólkurafurðum á markaði. Óskaði hann eftir svari við því hvort vænta mætti nýrra, hollra mjólkurafurða, svo sem fituminni AB-mjólkur, sykurminni jógúrtar og fleira í þeim dúr. Við- komandi sagðist skoða mikið af erlendum uppskriftum og sá að í þeim er notast við mun fituminni afúrðir, s.s. „gríska jógúrt" og rjómaost með mun lægra fituhlut- falli en hér er til. Stöðug vöruþróun Hjá þeim mjólkursamsölum sem Morgunblaðið hafði samband við kom fram, að stöðug vöruþróun á sér stað og þá bæði í fituminni vörum sem og öðrum. Menn voru sammála um að sala á léttafúrðum væri aðeins brot af heildarsölunni, þrátt fyrir að þróunin væri hægt og sigandi í þá átt. Það sem virðist seljast einna best af léttum vörum Fituminni afurðir seljast verr en þær fitumeiri er sýrður ijómi og fituminni mjólk, en iéttjógúrt er einnig að vinna á. íflá Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar að tæpast væri að vænta nýrrar línu í léttvörum til matargerðar á næstunni. Hjá Mjólkursamlagi Búðardals hefur koinið til tals að framleiða nýja tegund af sýrðum rjóma, þ.e. upp- hrærðum, sem væri ágætur til matargerðar. Július Kristjánsson sem sér um rannsóknir og vöruþróun hjá mjólkuriðnaðarsviði KEA segir að þar séu menn smám saman að fikra sig inn á léttari fram- leiðsluiínu, t.d. framleiði þeir tvær tegundir léttjógúrtar á móti fjórum venjuleguni, sýrður rjómi sé 18% og 9%. Fari fitu- magnið niður fyrir 9% teljist af- urðin ekki lengpir rjómi. „Við sinnum bara Eyjafjarðarsvæðinu með AB-mjólkina og spurningin er hversu markaðurinn væri stór fyrir fituminni afurð. Þessi mál eru alltaf í skoðun hjá okkur,“ sagði hann. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna segir að upp á siðkastið hafi verið uppi ákveðnar hugmyndir um nýja útfærslu á vörum til matargerðar, þar sem hugsan- lega yrði boðið upp á mismun- andi fituinnihald. „Það eru fyrst og fremst vörur í líkingu við rjómaost, en við erum ekki til- búnir að gefa neitt út um það á þessu stigi,“ sagði hann. Þá sagði hann að vangaveltur væru um að framleiða fituminni AB- mjólk en ekkert væri ákveðið í þeim efnum. skerið þá í um það bil 1-2 sm þunn- ar sneiðar. Hitið olíuna á pönnu og steikið nokkrar sneiðar í einu. Kryddið sneiðarnar eftir að þær hafa verið settar á pönnuna. Þegar þær hafa verið brúnaðar báðum megin er þeim raðað í fat, sem sett er í ofninn. Þegar allt kjötið hefur verið steikt er vatn sett á pönnuna ásamt sítrónusafa, um það bil úr V4 sítrónu (ekki meira nema bragða soðið til). Þetta er soðið í smástund Kálfavöðvi með sítrónu Fyrir 4-5 1 kg. kálfavöðvi 2 mtsk. ólífuolía (eða önnur olía) 1 grænmetis-, kjúklinga- eða kjötteningur salt pipar 1 -2 tsk. oregano 1-2 tsk. basilikum 'h sítróna Vh dl vatn Hitið ofninn í 175-200°C. Hreins- ið vöðvana af mestu sinunum og og því síðan hellt yfir kjötið, sem látið er vera í ofninum í um það bil 10-15 mínútur. Ef soðið er of lítið má bæta við örlitlu vatni, græn- metistening og jafnvel sítrónu og kryddi. Borið fram með kartöflum, feta- ostsalati og kryddlegnum tómötum. Fetaostsalat Magnið fer eftir smekk hvers og eins. I salatið fer eftirfarandi: % haus jöklasalat (brytjað niður) 1/2 paprika skorin í bita Vi kúrbítur skorinn í bita 2 radísur skornar í þunnar sneiðar kryddleginn fetaostur (nokkrir bitar) nokkrar ólífur Kryddlegnir tómatar 4-5 tómatar meðalstórir pipar hvítlaukskrydd salvía (mulin milli fingranna) oregano (mulin milli fingranna) Tómatarnfr eru skomir í fremur þunnar sneiðar og þeim raðað á fat. 1 mtsk. af ólífuolíu og 2 mtsk. af balsamediki blandað saman. Kryddað örlítið og bragðbætt eftir smekk. Leginum hellt yfir tómatana. Gott er að láta tómatana standa í 'h tíma áður en þeir eru bornfr fram. Ný sending af MORE MORE yfirstærðir St. 42-^8. Síðu jakkarnir komnir aftur Jakkar frá 5.900 Buxur frá 2.900 Pils frá 2.900 Blússur frá 2.800 Kjólar og vesti Mikið úrval af fallegum velúrgöllum frá 4.900. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. d I st 36 Spurt og svarað um neytendamál

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.