Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ + Halldór Ás- grímsson fædd- ist á Borg í Mikla- holtshreppi 3. ágúst 1931. Hann lést 6. okóber síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Anna Stefánsdóttir, f. 1897, d. 1967, og Ásgrímur Gunnar Þorgrímsson, f. 1895, d. 1983 á Borg. Halldór kvæntist Ingu Guð- jónsdóttur, f. 26. júní 1943, frá Hrútsholti í Eyjahreppi, hinn 17. júní 1963. Foreldrar hennar eru Erla Hulda Valdimarsdótt- ir, f. 1923, og Guðjón Magnús- son, f. 1913. Systkini Halldórs eru: Soffía, f. 1917; Stefán, f. 1919, d. 1981; Ósk, f. 1921; Ágúst, f. 1924; Inga, f. 1927, og Karl, f. 1935. Börn Halldórs og Ingu eru ljögur: 1) Helga, f. 2.9. 1962, gift Gunnari Jóns- syni, f. 2.5. 1960. Þeirra börn eru: Hafjjór Ingi, f. 15.9. 1981, Halldór Óli, f. 1.4. 1988, og íris * f. 15.9. 1990. 2) Erla Hulda, f. 1.5. 1966, gift Arnþóri Gunn- arssyni, f. 3.2. 1965. Þeirra börn eru: Ásgeir Örn, f. 2.5. 1990, og Eik, f. 22.1. 1998. 3) Ásgrímur, f. 7.6. 1968, kvæntur Elsku hjartans pabbi minn. Nú á sorgarstundu er svo ótal margt sem fer um hugann. Ótal minningar um yndislegan fóður. Mér er efst í huga þakklæti fyrir alia þá ást og umhyggju sem þú ávallt sýndir mér og seinna einnig eiginmanni mín- um og bömum. Ef þú mögulega gast aðstoðað okkur á einn eða annan hátt var það gert með ánægju og gleði. Það eru forréttindi að alast upp í íslenskri sveit með fagra fjallasýn og í stórri og ástríkri fjölskyldu. Áhyggjuleysi æskuáranna mótaðist meðal annars af því að alltaf gat ég treyst á vináttu þína og ást. Eg átti svo stóran og sterkan pabba, pabba sem gat allt. Eg sé þig fyrir mér stíga á bak Glæsi, hestinum þínum. Hann dans- ar af fjöri á hlaðinu og brátt hverfíð þið á hraðferð niður holtið. Eg sé þig fyrir mér einn dag um hásláttinn. Þú fórst út eldsnemma að . slá. Lítil stúlka heimsækh- þig í * flekkinn með kaffi í brúsa, mjólk á flösku og brauð í boxi og fær góðar móttökur. Seinna er heyið keyrt heim og þú stoppar ekki. Rauða hár- ið þitt stendur í allar áttir og þykkar augabrýrnar þungar af heyryki. Barnabörnin þín öll sakna nú sárt afa í sveitinni. Ég er þakklát fyrir árin sem þau fengu með þér. Þú get- ur verið þess fullviss að um ömmu ætla þau, og við öll, að hugsa afskap- lega vel. Þú hlakkaðir svo til að eiga góð og rólegri ár með mömmu í nýju íbúð- inni ykkar. Þú vissir að starfsþrek þitt var lítið og varst sáttur við starfslok í sveitinni þinni. „ Elsku pabbi minn. Þungur harmur "•"•er nú kveðinn að fjölskyldunni en efth' lifir minningin um yndislegan mann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ástarþakkir fyrir allt. í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn, Halldór Ásgríms- son bóndi á Minni-Borg. Ég hef haft náin kynni af Dóra frá árinu 1985, eða frá því að við Erla tókum saman. Um þetta leyti stóðu Dóri og Inga á tímamótum í búskapnum. Þau ráku „ meðalstórt fjárbú og áttu góðar rínjólkurkýr en sáu fram á að þurfa Dagnýju Berglindi Jakobsdóttur, f. 3.4. 1968. Börn þeirra eru: Halldór Freyr, f. 21.5. 1988, og Ásta María, f. 8.3. 1994. 4) Guð- jón, f. 24.12. 1977. Halldór ólst upp á Borg, naut skóla- vistar í sinni sveit, þá var farkennsla í sveitum og síðan fór hann einn vetur í fþróttaskólann í Haukadal. Halldór vann um árabil við akstur fólksflutninga hjá Sér- leyfisbflum Helga Péturssonar og Snælands Grímssonar. Enn- fremur vann hann um tíma hjá Karli bróður sinum sem sá um vöru- og mjólkurflutninga í Borgarnes. Arið 1958 stofnaði Halldór nýbýlið Minni-Borg, hluta úr Borgarjörðinni, og bjó þar til síðustu mánaðamóta. Meðfram búskap sinnti Halldór ýmsum störfum, m.a. eftirliti varnargirðinga Sauðfjárveiki- varna, og var hann um árabil verkstjóri í kjötfrystingu í Slát- urhúsi Kaupfélags Borgfirð- inga. Utför Halldórs fer fram frá Fáskrúðarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að byggja nýtt fjós og að fjölga kún- um ef búskapurinn átti að eiga fram- tíð fyrir sér. En shk framkvæmd var dýr og áhættusöm. Á þessum árum voru bændur hvattir tÚ að snúa sér að loðdýrarækt og voru stjórnvöld óspör á að veita þeim lán sem vildu reyna fyrir sér í þessari nýju bú- grein. Það varð úr að Dóri og Inga byggðu myndarlegt hús árið 1986 fyrir minka- og refarækt en hættu kúabúskapnum. En mörg er bú- mannsraunin. Skinnaverð hríðféll og næstu árin urðu margir loðdýra- bændur að hætta búskap vegna þess að reksturinn stóð ekki undir sér. Þrátt fyrir að Dóri og Inga kæmu sér upp ágætum loðdýrastofni dugði það ekki til og fyrir nokkrum árum seldu þau síðustu dýrin. Dóri átti við ýmiss konar líkamlega vanheilsu að stríða hin síðari ár og var því óhægt um vik að byggja búið upp á nýjan leik. I rauninni var hann slitinn um aldur fram eins og títt er um ósér- hlífna bændur af hans kynslóð. Dóri hélt ávallt reisn sinni og lífs- gleði og gekk til allra verka þrátt fyrir að líkamlegu atgervi hrakaði með árunum. Það var ekki hans hátt- ur að barma sér. Þótt Inga hefði alltaf tekið virkan þátt í búskapnum mæddi vissulega meira á henni en áður og oft hef ég undrast hve miklu hún gat komið í verk á tveimur víg- stöðvum: inni á heimilinu og í úti- verkum. Börnin léttu undir með for- eldrum sínum eftir því sem tími gafst til frá annarri vinnu og námi og margir fleiri lögðu hönd á plóginn. Ég minnist þess hve Dóri var alltaf þakklátur fyrir veitta aðstoð og vildi helst launa margfalt íyrir sig. Hann mælti jafnan mörg þakkarorð áður en farið var inn að loknum verkum og hafði það fyrir sið að þakka öllum fyrir daginn áður en gengið var til náða, hvort sem dags- verkið var mikið eða lítið. Nú er komið að því að við þökkum Dóra fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur. Það sem gaf okkur Erlu og börnunum okkar mest var einfald- lega að vera í návist hans í sveitinni. Hversdagsleg athöfn eins og að sitja eða liggja hjá honum inni í svefnher- bergi yfir sjónvarpsfréttum eða íþróttakappleik heyrir sögunni til. Ferðirnar vestur á Minni-Borg voru ófáar, þær síðustu fórum við nú í haust til að smala fénu. Ásgeir Örn, sonur okkar, varð oft eftir hjá afa og ömmu eða fór sjálfur í sveitina með rútunni. Sama er að segja um hin bamabörnin. Ekki fór á milli mála hve sveitadvölin var þeim gefandi og þroskandi og afi og amma nutu þess að hafa þau hjá sér. MINNINGAR Það var þungbært fyrir Dóra og Ingu hve margir af þeiira ættingjum og vinum í nágrenninu lögðu niður búskap á liðnum áratug. Ber þar helst að nefna hjónin Pál og Ingu, systur Dóra, á Borg og Auðun son þeirra, bónda á Borg. íbúðarhúsin á Minni-Borg og Borg standa nánast á sömu þúfunni og var alltaf mjög kært og góð samvinna þar á milli. Þótt oft komi maður i manns stað getur enginn fyllt upp í tómarúm sem skapast þegar áratugalangt ná- býli er rofið. Nú í haust hættu þau Dóri og Inga búskap og fluttust í Borgarnes. Þessi flutningur var óumflýjanlegur og átti sér nokkurn aðdraganda. Fyrir u.þ.b. einu ári stóðum við Dóri úti á hlaði og talið barst að búskaparlokunum. í miðju samtali leit hann norður fyrir hús- hornið, virti fyrir sér hlíðina og fjall- lendið um stund en sagði svo: „Mikið ofboðslega á maður eftir að sakna þess að vera ekki hér.“ I ljósi að- stæðna var Dóri þó sáttur við bú- ferlaflutninginn en örlögin gripu í taumana og höguðu því svo til að hann yfirgaf aldrei sveitina sína heldur brá sér aðeins frá í nokkra daga. I dag kemur hann til baka og hverfur í faðm hennar. Dóri lætur eftir sig digran sjóð góðra minninga og myndbrota og ég veit að ég tala ekki bara fyrir mig þegar ég segi að þar beri engan skugga á. Arnþór Gunnarsson. Það var þriðjudagskvöldið 6. októ- ber að Auðunn frændi hi'ingdi og sagði mér að hann Dóri væri dáinn. Ég kom ekki upp orði góða stund og gat bara ekki trúað að ég heyrði rétt. Ég sem talaði við hann svo ánægðan á laugardagskvöldið, þau Inga og bömin nýkomin að vestan úr síðustu smalamennsku haustsins og ræddum við fjárheimtur og frágang búsins sem hann virtist orðinn svo sáttur við og sagði, nú hefl ég það gott, bróðir, ligg hér upp í rúmi og tala í símann. Á morgun ætlum við Inga aftur vest- ur því það verður hrútasýning og við eigum tvo veturgamla sem við viljum láta meta, ganga frá og taka um leið það sem eftir er af okkar. Ekki datt mér í hug þá að ég ætti ekki eftii' að tala við bróður minn aft- ur hér í þessari tilvist, en enginn veit hvenær kallið kemur, kannski sem betur fer. Stuttur fínnst mér samt tíminn sem hann fékk að njóta með Ingu sinni í nýju fallegu íbúðinni í Borgar- nesi, en svona er víst lífið. Halldór Ásgrímsson var sterk- byggður maður, íþróttamaður góður, lipur og léttur glímumaður svo orð fór af og kornungur hljóp hann á höndum aftur og fram langar leiðii' og hefði náð langt með nútíma að- stöðu, enda hundrað prósent reglu- maður á vín og tóbak alla tíð. Mikið er að þakka á stund sem þessari sem orð ná ekki yfir og þakk- ir fyrir að alast upp með og umgang- ast þann mann sem Halldór var. Sonur minn Gústav Adolf vai- öll sumur hjá þeim hjónum frá unga aldri langt fram yfir fermingu og vildi helst alltaf hjá þeim vera. Elsku Inga, börnin ykkar elsku- legu, tengdaböm og bamabörn sem nutu afa svo alltof stutt og kvöddu hann svo elskulega með bréfi eða teikningu og létu í kistu hans hvert með sínu lagi. Við hjónin og börn okkar biðjum góðan guð að styrkja ykkur og styðja. Guð blessi minningu um góðan dreng. Karl Ásgríinsson. Það er ekki langt síðan ég vai' á Minni-Borg að hjálpa til við smölun. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti Halldór Ásgrimsson og að hann fengi ekki að nóta lífsins með Ingu í nýju íbúðinni þeirra í Borgarnesi. Það eru líklega 12 ár síðan þau Halldór og Inga tóku Dagnýju dóttur okkar inn í sína fjöl- skyldu. Þau tóku á móti henni opn- um örmum með hlýju og ástúð sem ekki gleymist. Það varð strax mikill samgangur á milli okkar og alltaf jafn gott að koma í heimsókn að Borg. Við komum jafnan við þar á ferðum okkar til Ólafsvíkur. Fórum kannski hjá í eitt eða tvö skipti vegna þess hve langt var liðið á kvöld. y,52 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Það var gaman að vita hvað börnin sóttu mikið heim eftir að þau voru komin með maka og börn á eigin heimilum. Það var ósjaldan sem hús- ið á Borg var fullt þegar þau voru öll komin í heimsókn. En þar sem er hjartarými er alltaf nóg pláss. Þannig var þetta þegar við Halldór áttum okkar síðustu samverustund, sem var um helgi. Við vorum saman í bílnum meðan unga fólkið hljóp á eft- ir fénu. Þá talaði Halldór um hvað hann væri heppinn með börn og tengdaböm og svo blessuð barna- börnin sem væru orðin sjö talsins. Ekki vomm við Jóna síður heppin með tengdafjölskyldu fyrir Dagnýju okkar. Halldórs er sárt saknað og þá ekki síst af barnabörnunum, sem elskuðu Dóra afa sinn svo heitt. Elsku Inga, börn, tengdaböm og barnaböm. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Jóna og Jakob. Hver af öðrum til hvfldar rótt halla sér nú og gleyma vöku sinni um væra nótt vinimir gömlu heima. (Þorst. Vald.) Rauðar gerast nú brokmýramar fyrir vestan; sölnar lauf og lyng og blikna grös í brekkum og hliðum. Enda er komið haust og hillir undir vetur. Þetta haust hefur farið mild- um höndum um menn og málleys- ingja, og enn höfum við ekki séð héluhvíta jörð. Það hafa verið margir dýrðardagar og einn slíkur var þriðjudagurinn 6. okt. sl. Þann dag skein sól og logn var um allar jarðir, en undir kvöld lagðist lágþoka, voð- felld og kynleg, yfir láglendið. Seinna um kvöldið fór að rigna þungt af suðri, og sem ég hlusta á regnið bylja á þaki og horfi á það renna í taumum niður rúður og ég er eitthvað að krota á pappír, þá er knúð dyra og utan úr haustmyrkrinu er mér borin fréttin um að Halldór á Minni-Borg sé látinn. Ef til vill var sú frétt ekki allsendis óvænt, þvi vissu- lega var heilsu þessa góðvinar míns illa brugðið upp á síðkastið. Þó varð ég höggdofa í fyrstu, orðs og hugsun- ar vant, en fljótlega tóku leiftur minninganna flugið og erfitt að fanga þau, enda verður lítt til þess reynt. Enn einn æsku- og ævifélaga geng- inn úr leiknum og horfinn sjónum, verður fyrsta hugsunin mínir; vinir fara fjöld. Ósanngjarnt hugsa ég næst, í fávisku minni. Hann sem var einmitt þessa dagana að hverfa frá amstri og erfiði bóndans eftir langa búskapartíð og skyldi nú næðis notið og hvíldar í nýjum heimkynnum og horft til liðinna tíma með ástríkri og umhyggjusamri eiginkonu. Ekki var honum þeirrar hvíldar unnt. Örlögin felldu sinn dóm og framfylgdu hon- um og auðvitað veit fáviska mín að dómum þeirra verður hvorki áfrýjað eða hrundið. Virkir vorum við forð- um, ungir og sprækir, í íþróttum og félagsstörfum og háðum marga keppnina, ýmist okkar á milli, eða saman, gagnvart öðrum félagsliðum á Snæfellsnesi og gekk á ýmsu. Langt er nú síðan þá, en margar eru góðar minningarnar frá þeim ung- dómsárum. Saman vorum við í stjórn íþrótta- félagsins okkar heima um tíma og síðar meir um árabil saman í sóknar- nefnd Fáskrúðarbakkakirkju og eru þá hvergi nærri gerð skil öllu því sem við áttum samstarf um og ætíð var samvinna okkar Ijúf og hnökralaus. Annars var Halldóri, vini mínum, það aldrei neitt sérlega hugleikið að klífa metorðastigann; hefur ef til vill vitað það fullvel að oft er hrapgjarnt í þeim stiga. Það voru búskapurinn, bústörf- in og búféð sem fyrst og fremst áttu huga hans óskiptan, en vegna þess að þessum skrifum mínum var aldrei ætlað að vera nema örfáar línur, verð ég að gera langt mál stutt um sjálft ævistarf hans, vitandi það að aðrir munu bæta um betur í þvi atriði. Halldór var hinn mesti atorkumaður við búskapinn, eins og allir vita sem til hans þekktu, kappsamur, metnað- arfullur og ósérhlífinn, og ekki var hún honum síðri konan hans, hún Inga, gæfan hans í lífinu, dugnaðar- forkur til verka, hvort sem var úti eða inni og þau samboðin hvort öðru á allan hátt. Því kynntist ég æ betur eftir því sem árin liðu. Það var hins- vegar þannig, eins og löngum hefur viljað við brenna í búskap, að afrakst- ur þeirra hjóna varð ekki í samræmi við erfiðið og engri auðsöfnun í pen- ingalegum skilningi til að dreifa hjá þeim. Því fór fjarri, og fjárhagslega erfiðleika biðu þau af Ioðdýraeldinu sem þau helltu sér út í á sínum tíma, bæði að eigin frumkvæði, en ekki síð- ur að áeggjan fróðra manna. Ekki skildi það eftir sig nema vonbrigði og skuldahala og sátu reyndar margir uppi með slíkan hala. Sá auður Hall- dórs var aftur á móti ómældur sem hann hafði af búfé sínu og ógleyman- legt að sjá hann handleika og benda með einlægu stolti á góða einstak- linga í hjörðinni, hvort sem það voru lagðprúðar ær eða bústin felddýi'. Annars komu nær allar búfjárteg- undir við sögu í búskap Halldórs. Mestan auð átti hann þó í sinni ágætu konu, og þau saman, í fjórum ástríkum og mannvænlegum börnum sem reynt var af fremsta megni að búa sem best út í lífið og miklu til þess kostað. Jafnvel ekki trútt um að stundum yrði rausnin fjárhagsget- unni yfirsterkari. I líkingum talað mun sú fjárfesting þó hafa skilað þeim hjónunum besta arðinum. Hall- dór lét sér öldungis einstaklega annt um börn sín og þá ekki síður barna- börnin sem trítluðu með honum um tún og garða hvenær sem tækifæri gafst, eða sátu hjá honum á fjórhjól- inu - maður lifandi! Afkomendurnir voru mesta stolt hans og gleði. Hörmulegast hinsvegar hvernig sjúkdómar og kvillar ýmsir, herjuðu á hann mörg síðari árin og hömluðu starfsgetu hans að mjög miklu leyti. Þó held ég mér sé óhætt að fullyrða að hann hafi staðið öðrum fyllilega á sporði er hann var sestur undir stýri dráttaivélar og laginn var hann að beita fjórhjólinu og kom sér vel, svo erfitt sem hann átti um gang og hreyfingar. Starfsviljann átti hann óbugaðan til loka. Ég átti því láni að fagna á liðnu vori að geta Iítillega rétt þeim hjónunum á Minni-Borg hjálp- arhönd á þeirri erfiðu tíð sem sauð- burðurinn gjarna vill verða, og vakti þar um nætur yfir ánum sem voru að bera, og var auk þess að sýsla við að gefa fénu hluta dagsins og sinna þvi, eins og gengur. Það voru ljósar og lygnar vomætur og ágætir dagar og mér verða þessir, of fáu dagar, minn- isstæðir. Einkanlega vegna þess hvað glatt var á hjalla, þrátt fyrir allt og allt. Og enda þótt vitað væri að þetta var í síðasta sinn sem þau hjónin sinntu sauðburði á Minni-Borg, var ekki að finna neinn tiltakanlegan trega hjá þeim. Það vom miklar hræringar í sveitarfélaginu og sitt- hvað á seyði. Þess utan fóru fram sveitarstj ómarkosningar, einmitt þessa dagana, og Dóri var alla tíð óskaplega spenntur fyrir kosningum og allra helst þeim sem fram fóm í sveitarféiagi hans - Inga líka - og ég, þótt brottfluttur væri. Það varð því margrætt um ýmislegt það sem uppi var í sveitinni frá degi til dags, og lá við að sauðburður hyrfi í skugga suma dagana, enda fór hann áhyggju- lítið fram. Næg voru heyin og hús- rýmið og tíðin góð. Fyrir mér liðu þessir dagar eins og í dýrðlegum fagnaði. Kom svo að haustdögum og skyldi ég þá fá greidd laun fyrir við- vik mitt í vor. Að hluta til greiddust þau í lambshausum, og einn sólskins- fagran haustmorgun sátum við Dóri hvor gegn öðrum og sviðum hausana. Okkúr sóttist verkið fremur seint, því að við þurftum margt að ræða og urð- um stöðugt að vera að draga niður í hvæsandi gastækjunum svo við gæt- um heyrt hvor til annars. Mest vom það smáskondnar sögur úr sveitinni sem Dóri þurfti að koma á framfæri við mig og eitthvað varð ég að leggja af mörkum á móti og ýmislegs að spyrja. Að lokum hafðist þó verkið af. Skömmu síðar lukum við uppgjöri okkar og kvöddumst innilegu faðm- lagi. Báðum var okkur ljóst að við voram að kveðjast síðustu kveðju í heimasveit, en ekki óraði mig fyrir því að sú yrði hinsta kveðja í heimi hér, svo sem raunin varð á. Sameig- inlega vorum við, hjónin í Dal, svo lánsöm að eiga þau Minni-Borgar- hjón að vildarvinum til fjölda ára og einnig hefur okkar börnum og þeirra orðið vel til vina. Fjölskyldu okkai' er því söknuður í sinni þessa dagana. glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana. Vera má að þetta heilræði Háva- mála, þótt glæsilegt sé, gerist heldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.