Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.1998, Blaðsíða 56
^#»6 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Forvarnir í orði og á borði Dömu- ogherra- náttföt KRINGLUIMNI SÍMI 553 7355 HÉR Á dögunum fór ég í beinþéttnimælingu að áeggjan heimilis- læknis míns. Ekki væri bað í frásögur færandi % ða ástæða til að fara með það í blöðin, nema af því að mér ofbauð hversu illa er að þessu mikilvæga forvamar- starfi búið. B einþéttnimæling- arnar eru til húsa í litlu, u.þ.b. 20 fermetra herbergi, í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. í raun er þetta herbergi hluti af takmörkuðu húsnæði heilsugæslustöðvarinn- ar í Fossvogi. í þessu eina herbergi er komið íyrir mælitæki því og tölvubúnaði, sem notuð eru við bein- jjfttnimælingarnar. Þar er einnig að finna skrifborð fyrir þær tvær kon- ur sem að mælingunum vinna, og í þessu sama herbergi afklæðast þeir sem til mælinga koma. Það er því þröng á þingi í þessari litlu stofu, en þökk sé starfskonunum og fram- komu þeirra er þægilegt að koma þar inn. Ég er þeirrar skoð- unar að gæði þjónustu fari ekki eftir glæsi- leika þess húsnæðis sem hún er veitt í, en þessi fátæklega að- staða vakti með mér til- finningu um að þessi mikilvæga forvamar- starfsemi væri ekki sérlega hátt skrifuð hjá ráðamönnum heilbrigð- isþjónustunnar. Þessi tilfinning varð enn sterkari þegar kom að því að greiða fyrir þjónustuna. Það kom sem sé í ljós að sjúkra- tryggingar taka engan þátt í kostnaði af beinþéttnimæling- um. Sjúkratryggingar fara þá fyrst að borga þegar ógæfan hefur barið að dyrum í formi beinbrota, sem hafa í för með sér ómældar þjáning- ar og sjúkrakostnað. Er ekki eitt- hvað bogið við svona ráðslag? Hvaða skýringar eru á því að þessar mælingar era ekki felldar undir sjúkratryggingar? Svari sá sem veit. Beinþéttnimæling kostar nú kr. 4.000. Stjómvöldum í heilbrigðis- þjónustu kann að finnast það lítil- ræði, en þá gleymist að sá hópur sem líklega þarf mest á þessari þjónustu að halda eru eldri konur, margar þeirra eftirlaunaþegar og Guðrún Jónsdóttir T vær nýjar Debbie Mumm'i bækur komnar, Ammt fjólcla annara bóka. Yfir 1000 nýjar tegundir bútasaums efna. VIRKA Mðrkin 3 - S: S68-7477 opió lau. 10-16 tll 20 des. * C p samkvæmt opinberam gögnum sá hópur í þjóðfélaginu sem lægstar hefur tekjurnar og þá skiptir hver þúsundkallinn miklu máli. Heilbrigðisráðherra okkar svo og aðrir ráðamenn tala oft fjálglega um forvarnir í heilbrigðismálum. Ein af brýnum forvamaraðgerðum á sviði heilbrigðismála er að vinna gegn beinþynningu meðal eldra fólks, en konum er hættara við henni en körlum. Beinþéttnimæl- ingar era mikilvægt tæki til þess að fylgjast með ástandi beina og þar með er hægt að grípa markvisst inn í þetta ferli, stefni í óefni. Þar er því ótvíræðurfjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild að vel sé staðið að forvarnarstarfi vegna beinþynningar. Það er ekki nóg að Fátækleg aðstaða bein- þéttnimælinganna vakti þá tilfinningu hjá Guðrúnu Jónsdóttur, að þessi starfsemi væri ekki hátt skrifuð hjá ráðamönnum þjóðarinnar. stefna og framkvæmd heilbrigðisyf- irvalda í þessu máli sé aðeins í orði, hún verður Iíka að vera á borði. Þingmenn eru nú þessa dagana að ræða „sólskins“-fjárlagafrum- varp fjármálaráðherra. Það er því kjörið tækifæri fyrir þingheim að láta hendur standa fram úr ermum og að tryggja að þegar á næsta ári verði kostnaður notenda vegna beinþéttnimælinga greiddur af sjúkratryggingum á sama hátt og t.d. röntgenmyndir. Finnist þing- mönnum þetta lítið verk og löður- mannlegt væri vel við hæfí að ein- hver þeirra, t.d. heilbrigðisráð- herra, flytti um það tillögu á þingi að koma á fót sérstakri þjónustu- og fræðslumiðstöð um beinþynningu, þar sem m.a. væri hægt að fá bein- þéttnimælingu og að þjónustan væri notendum að kostnaðarlausu. Þá væri hægt að tala um forvörn bæði í orði og á borði. Höfundur er doktor í félngsráðgjöf og eftirlaunaþegi. Sjúkradagbók- in og vísindin í DAG er dagpr dagbókarinnar. Ég ætla að eyða kvöldinu í að skýra frá þeirri dagbók, sem hefur verið daglegur fylgi- nautur minn í starfi á þriðja áratug. Sjúkra- dagbókin. Satt að segja er ekki vanþörf á því, þegar meira að segja heilbrigðisráð- herrann skilur ekki eðli þeirra gagna sem í henni felast eins og margoft hefur komið í ljós, síðast á Alþingi í dag. Fyrir alllöngu fór ég til afleysinga í læknishérað, þar sem lækni hafði verið gert að víkja úr starfí vegna áfengisvandamáls. Sjúkradagbækur héraðsins vöktu aðdáun mína og báru fagmennsku hans fagurt vitni. Þær auðvelduðu mér starfið mikið, en þær voru ekki vísindi. Nokkru síðar fór kunningi minn út á land til að taka við starfi af kollega sem var að flytja eftir áralangt starf. Helgina áður en gamli læknirinn kvaddi sátu þeir félagar saman og sá eldri fór yfír bæi og íbúa héraðsins og sagði þeim yngri, sem skráði jafn- harðan hjá sér allt um hagi og heilsu héraðsbúa. Því næst var hann floginn til Reykjavíkur og með (í) honum allur gagnagrunnur- inn um heOsufar fólksins í hérað- inu. Hér vora tveir læknar sem höfðu mjög ólíkan hátt á. Báðir ágætir fagmenn. Og þannig er það í klínisku læknisstarfi. Sumir af ágætustu og færustu læknum þessa lands hafa verið orðlagðir fyrir hvað þeir skráðu lítið í sjúkradagbækur. Aðrir þekktir fyrir málalengingar. Sumir skrá lítið og treysta á minni sitt. Aðrir lítið vegna leti. Læknar eru ólíkir í þessu sem öðra. En hvemig sem skráð er, er tilgangur- inn sá sami að varðveita sjúkra- sögu sjúklingsins á að- gengilegan hátt. Það ferst mönnum auðvitað misjafnlega. Sjúkra- dagbækur era skráðar sem minnisblöð ekki vísindagögn. Það er mergurinn málsins. Ályktun einn daginn reynist oft léttvæg við nánari skoðun. Rétt eins og margt í lífi okkrar allra. Ég ímynda mér að sjúkradagbækur „mín- ar“ séu í góðu meðal- lagi og margar hef ég skráð enda hafði ég þegar í háskólum feng- ið útrás og viðurkenningar fyrir hæfni til vísindaiðkana. En þessar dagbækur eru engin vísindagögn og verða ekki. Það Sjúkradagbækur eru skráðar sem minnisblöð, ekki vísindagögn, segir Jóhann Tómasson. Alyktun einn dag reyn- ist á stundum léttvæg við nánari skoðun; það er mergurinn málsins. getur verið að fjölstörfungar á Sel- tjarnarnesi og í Hafnai’firði séu vísindalæknar, en ég er það ekki. Ég er þó eins og skáldið sagði með góðan rass og er gjaman við minn bekk. Mér finnst það gróf móðgun við læknisstarf mitt að taka gögn sem ég skrái sem minnisblöð og gera að vísindagögnum. Það er að- för ef gera á það með valdi. Því mótmæli ég og það munu fleiri gera. Höfundur er læknir. Jóhann Tómasson Samstarf við björgun ÞORGEIR Jó- hannsson skipverji á björgunarskipinu Eld- ingu heldur áfram um- ræðunni um nauðsyn björgunarskipa og er það vel, því slík skoð- anaskipti eru af hinu góða. Þegar síðasta grein hans birtist í Morgunblaðinu 14. október sl. vildi svo til að í sama blaði var sagt frá ánægjulegri björgun 22 skipverja af japanska túnfisk- veiðiskipinu Fukuyos- hi Maru 68 sem strandaði á Jörundar- boða í Skeijafirði. Að björgunar- aðgerðum stóðu björgunarskip og Jersey-, krep- og flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavörðuslig 21a, Reykjavík, sími 551 4050. bátar Slysavarnafé- lagsins, björgunar- menn Slysavarnafé- lagsins (sjálfboðalið- ar), varðskipið Ægir og áhöfn þess og þyrla Landhelgisgæslunnar. í þessari björgunarað- gerð komu kostir björgunarskipanna vel í ljós. Þau eru grunn- rist og auðveld í snún- ingum við erfíðar að- stæður í höndum vel þjálfaðra björgunar- manna. Fyrst fluttu þau áhöfn strandaða skipsins yfir £ varð- skipið og þegar skipið losnaði skyndilega af strandstaðn- um og rak stjóralaust, komst eitt björgunarskipið að hinu stjórn- lausa skipi, náði að koma í það dráttartaug og draga það út á frí- an sjó, þar sem varðskipið tók við því og dró til hafnar. Ég vil leiðrétta þann leiða mis- skilning Þorgeirs að ég geri lítið úr mikilvægi þyrlunnar sem björgun- artækis. Ég hef margoft á opinber- um vettvangi og innan Slysavarna- félagsins tekið undir og lagt áherslu á nauðsyn öflugs björgun- arþyrlureksturs hér á landi. Slysa- varnafélagið var fyrst hér á landi til að kynna þyrlu sem björgunar- tæki, nánar tiltekið árið 1949, og þegar fyrsta þyrlan var keypt hingað til lands árið 1965 lagði Slysavamafélagið fram rúmlega helminginn af kaupverðinu. Aila tíð síðan hefur félagið barist fyrir því að Islendingar hefðu til taks björg- unarþyrlur. Þrátt fyrir þetta hefur félagið ekki hætt að byggja upp björgunarskipaflota félagsins. Það er mín skoðun að fækkun banaslysa til sjós megi að miklu Fækkun banaslysa til sjós má að miklu leyti þakka öflugum björg- unarþyrlum, segir Gunnar Tómasson, notkun björgunarflot- galla, vel þjálfuðum sjómönnum og björg- unarmönnum. leyti þakka öflugum björgunar- þyrlum, notkun björgunarflotgalla, vel þjálfuðum sjómönnum og björgunarmönnum. Ég vil hvetja Þorgeir til að hætta að efast um notagildi björg- unarskipanna og að síðustu óska ég honum og félögum hans vel- famaðar í aðstoðar- og björgunar- störfum á björgunarskipinu Eld- ingu. Höfundur er forseti Slysnvnmnfélngs íslnnds. Gunnar Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.