Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 57
AÐSENPAR GREINAR
Kennari eða
flóttamaður?
ÞEGAR litið er yfir
íslenska skólasögu síð-
ustu áratuga er það
ekki beinlínis eins og
glæsileg skrúðganga
upp að altari manns-
andans er blasir við.
Víða hefur okkur orðið
á og við höldum áfram
að brenna okkur á
sama soðinu sem er
óafsakanlegt. Ekki
veit ég skýringu þessa
en mig grunar að oft
sé tískan látin ráða á
kostnað heilbrigðrar
skynsemi.
Skilgreiningar-
vandinn
Tískan er fyrirbrigði sem höfðar
til tilfínninga en ekki skynsemi -
en þó kannski aðallega til spé-
hræðslu. Þegar tískan á í hlut þor-
um við ekki að spyrja.
Það er þó fyllilega tímabært að
við veltum því fyrir okkur hvert
eigi að vera hlutverk grunnskól-
anna. Við settum mishæfa nem-
endur saman í deildir. Það átti öðr-
um þræði að gera einstaklingana
að betri manneskjum, hins vegar
að sannfæra okkur foreldrana um
að mannréttindi væru virt í skól-
um.
Við ákváðum að einsetja skólana.
Sú ráðagerð hefur alltaf lyktað af
vöntun okkar foreldranna á heils-
dagsgæslu fyrir börnin okkar. Það
er svo sem ekkert ljótt við að gera
geymsluhlutverkið að einu mikil-
vægasta stefí skólastarfsins. Það
er hins vegar ámælisvert að þora
ekki að horfast í augu við þessa
staðreynd.
Eg veit að margir, líklega flestir,
munu mótmæla þessari fullyrðingu
minni. En ég staðhæfí á móti að
hefðum við í raun og veru viljað
bæta menntun barna okkar þá
hefðum við mun frekar sett það á
oddinn að fækkað yrði í bekkjar-
deildum. Og við hefðum heimtað að
í íyrsta, öðrum og þriðja bekk (að
minnsta kosti) væru aldrei fleiri en
10 til 14 nemendur.
Eg er sannfærður um að ef þetta
kæmist í gegn þá myndi verkefn-
um sérgreinakennara fækka að
miklum mun og alvarleg agavanda-
mál í eldri bekkjum yrðu fátíðari.
Auðveldara yrði að fá kennara og
öllum myndi líða betur í skólanum.
Og enn erum við að innleiða nýja
kerfisbreytingu, að þessu sinni há-
vaðalaust, sem sækir helstu til-
verurök sín í uppeldishlutverk
skólanna líkt og blöndunin gerði að
einhverju leyti. Safnskólum, þar
sem miðskólabörn (8., 9. og 10.
bekkur) koma saman, er að fækka
en í staðinn spretta upp svokallaðir
heildstæðir skólar eða hverfísskól-
ar sem breiða sig yfír alla tíu bekki
grunnskólans. Afleiðingin er sú að
ófáir hverfisskólar verða það smáir
að sérgreinakennarar munu eiga
erfitt með að fá fulla kennslu í sér-
grein sinni og samfélag, t.d. stærð-
fræðikennara, myndast aldrei við
skólana.
Á meðan þessu fer fram hyggst
menntamálaráðherra færa hluta af
því grunnnámi, sem nú fer fram í
framhaldsskólum, niður í grunn-
Nýbýlavegi 30,
(Dalbrekkumegin),
símí 554 6300.
www.mira.is
skólana (þetta gildir
t.d. um bæði stærð-
fræði og íslensku).
Þörfín íyrir sérgreina-
kennara mun því enn
vaxa á sama tíma og
við gerum skólunum
erfíðara um vik að
bjóða þeim viðunandi
starfsumhverfi.
Menntamálaráð-
herra talar líka um að
efla þátt valgreina í
efri bekkjum grunn-
skólans (sem ég held
reyndar að sé alröng
stefna) og einnig að
gefa duglegum nem-
endum kost á að ljúka grunnskóla-
prófi í níunda bekk í stað tíunda.
Hvernig skyldi nú eiga að fram-
fylgja þessari stefnu í hverfísskóla
þar sem eru kannski þrjár til sex
bekkjardeildir samanlagt í elstu
árgöngunum þremur?
Stefnan sett
Okkar bíður það verk að viður-
kenna að grunnskólinn á fyrst og
fremst að vera kennslustofnun en
hvorki uppeldisstofnun né
geymslupláss fyrir bömin okkar.
Þegar tískan á í hlut
þorum við ekki að
spyrja, segir Jón
Hjaltason, í þriðju og
síðustu grein sinni um
skólamál.
Akvarðanir um framtíð skólans á
því að taka með tilliti til þess að
hinum gleymda manni skólastof-
unnar, kennaranum, verði gert
sem hægast að sinna starfi sínu.
Það á að fækka í bekkjardeildum,
efla miðskólann (8., 9. og 10. bekk)
með það að markmiði að kennarar
er lokið hafa háskólaprófi í
kennslugreininni fáist til skólanna,
bekkjarkennsla í yngri bekkjum á
að vera fullt starf og efla á sí-
menntun kennara.
Ég vil líka staðhæfa að með
þessu móti mun skólinn ná miklu
betri árangri í uppeldi barna okkar
en með því beinlínis að setja sér
reglur sem sniðnar eru að uppeld-
ismarkmiðum. Tökum dæmi. Ein
röksemdin fyrir heildstæðum
skóla er að hann bjóði síður heim
fíkniefnavanda og afbrotum en
unglingaskólinn. Mín sannfæring
er sú að það myndi ekki skila síðri
árangri ef bekkjardeildirnar væru
minnkaðar úr 20 til 30 nemendum í
kannski 10 til 14. Kennarinn ætti
þess þá loks kost að sinna hverjum
og einum nemanda sem yrði fyrir
vikið hæfari til að takast á við
námið og þá um leið lífið utan skól-
ans.
Þess vegna segi ég; gerum
grunnskólann að góðri kennslu-
stofnun og þá mun hitt fylgja á eft-
ir.
Höfundur er sagnfræðingur.
Ertþú
EINN
í heiminum?
Við erum til staðar!
VINALÍNAN
Jón Hjaltason
ORIGINAL
B E A V E R
gallarnir fást
rauðu, bláu
og
grænu
daður
skíða-
galli
4.995
erkur
lda-
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
www.mbl.is
>