Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SÓLSKINSBLETTUR á heiði eftir Erlu Axels. Hug’hrif í náttúrunni MYNDLIST IVorræna húsið MÁLVERK/ERLA AXELS Opið 14 til 18 alla daga nema mánu- daga. Aðgangseyrir 200 kr. Sýning- unni lýkur 18. október. í NORRÆNA húsinu sýnir Erla Axels nú olíumálverk, en hún hefur á undanfornum fímmtán árum sýnt í ýmsum helstu söfnum og sýning- arsölum landsins og síðast sýndi hún í Norræna húsinu árið 1984. Myndirnar á sýningunni eru margar, fjörutíu og sex alls, og eru þær flestar um fermetri að stærð svo þétt er raðað á veggina. Myndir Erlu eru innblásnar af náttúrunni og hún leitast við að fanga þar flók- ið samspil forma og litbrigði lands- lagsins. Aðeins fimm myndanna bera titla sem tengja þær við ákveðna staði enda er það greini- lega ekki ætlun Erlu að apa eftir landslaginu, heldur frekar að vekja hughrif sem við getum orðið fyrir andspænis náttúrunni hvar sem er, sama hvað hún heitir. Þetta krefst óhjákvæmilega mikillar yfirlegu og nákvæmra vinnubragða og því mið- ur skortir nokkuð uppá í mörgum myndum Erlu að þær nái að magna upp sterka tilfinningu fyrir töfrum þess fjölbreytta umhverfis sem hún tekur sér að myndefni. Líklega kemur þar margt til, en einkum virðist liturinn í meðförum hennar of mattur og grunnur til að í honum geti lifnað sú birta sem þarf, ef undan er skilin myndin „Morg- unmunstur" þar sem skærblátt vatnið sem er miðja myndarinnar skín djúpt og ögrandi í dökku landslagi. En í flestum myndunum eru litfletir stórir og litbrigði máluð frekar gróft. Þegar hlutir í for- grunni myndar eru málaðir með þessum hætti - til dæmis fjall - fellur öll bygging myndarinnar og athygli áhorfandans beinist frá myndefninu að einstökum pensil- fönim og litaskilum. I sumum myndum gengur aðferð Erlu þó vei upp, einkum þar sem bætt er við landslagið svo í því vaknar saga eins og í myndunum „Sleppt“ og „Furðuverur" þar sem fallhlífastökkvarar svífa í himninum yfir fjalli. Þessar myndir og „Morg- unmunstrið“ sem áður var getið sýna hve áhugaverðar landslags- myndir Erlu geta verið og því flýg- ur manni í hug hvort ekki hefði ver- ið betra að hafa færri myndir á sýn- ingunni, eða jafnvel að hafa færri myndir undir í vinnslunni og leggja þá meira í hverja. Jón Proppé Kvöld TÓMLIST sinfóníunnar lláskól abfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Þorstein Hauksson, Rakhmaninov. Debussy og R. Strauss. Einleikari: Cristina Ortiz Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 15. október, 1998. TÓNLEIKARNIR hófust á verki eftir Þorstein Hauksson, sem hann nefnir Bells of Earth og er nafnið tilvísun til myndlistar- verks í Japan. Tónvefur verksins er mjög þéttur, svo að vart má greina að einstaka tónferli hljóð- færanna, sem oft er einnig byggt á samskipan liggjandi tóna. Þessi óræði samhljómur er svo afmark- aður með mjög sterkum áherslum slaghljóðfæranna. Tölvuhljóðin voru stillt allt of veikt og hljóm- uðu því eins og bakgrunnur á móti miklum hljómi hljómsveitar- innar. Undir lokin hljóma jarðar- klukkumar og þykkur hljómmassinn stefnir í einn tón, sama tón og í klukkunum, sem smám saman hljóðnar. Þetta er kraftmikið verk, þétt og skýrt í formi, frumstætt og jarðarlegt hljóðverk, vel unnið og var sann- færandi í góðum flutningi sveitar- innar. Annað viðfangsefni tónleikanna var annar píanókonsertinn eftir Rakhmaninov, sennilega fræg- asta verk hans, er rekja má til stefja verksins, sem eru einstak- lega lagræn og þannig útfærð sérstaklega fyrir hljómsveitina, að þau „syngja", með svipuðum hætti og t.d. C-dúr stefið fræga í þeirri fyrstu eftir Brahms. Með þessu móti nær Rakhmaninov að skapa píanóinu skemmtilegar andstæður og þrátt fyrir að hlut- verk þess sé á köflum erfitt í út- færslu, verður það minna áber- andi en oftlega í svonefndum „pí- anókonsertum", þar hljómsveitin er oft nánast í hlutverki undirleik- ara.. Cristina Ortiz er skemmtilegur píanisti og lék verkið í heild með glæsibrag og á köflum einstak- lega fallega, þó hún ætti ekki, þar sem mest gekk á fyrir hljómsveit- Morgunblaðið/Ásdís CRISTINA Ortiz er skemmtílegur pfanóleikari og lék 2. pfanó- konsert Rakhmaninovs með glæsibrag, segir m.a. í dómnum. inni, afl til að halda í við hljóm- sveitina að öllu leyti. Þriðja viðfangsefnið er eftir Debussy, en það voru tveir fyrstu þættirnir, Ský og Hátíð, úr Næt- urljóðunum, er hann samdi um 1900. Þriðji þátturinn, Hafgúurn- ar, er einnig saminn fyrir kór „án orða“ og þvi oft sleppt, þegar verkið er flutt á tónleikum. Þama má heyra ýmislegt í rithætti fyrir hljómsveit og mótun tónhug- mynda, sem síðar gat að heyra í verkum Stravinskis, t.d. f Vorg- blóti, er var samið 1913. Loka- verkið var Rósariddara-svítan eftir R. Strauss, glæsilegt hljóm- sveitarverk, sem er safn ýmissa atriða úr samnefndri óperu, þar sem heyra má stef forspilsins, innkomu rósariddarans, dúettinn á milli Soffíu og Oktavíusar og síðast en ekki síst brot úr völsun- um frægu og ástardúettinum í lokin. Hljómsveitin, undir stjóm Petri Sakari átti marga góða spretti, sérstaklega í Debussy, þar sem tær ritháttur hans naut sín oft mjög vel og sömuleiðis í Rósariddara-svítunni, sem var þó helst til hrá í byrjun. Ýmislegt í þessari óperu þykir minna á Tristan, eftir Wagner og ástar- dúett Soffíu og Oktavíusar í lokin, bera í sér eitthvað sem rekja má til Mozarts og jafnvel Schuberts en er, þegar betur er að gáð, ekta Richard Strauss. Svítan er skemmtileg að allri gerð og engin furða þó valsastefin hafi orðið vin- sæl, enda útsetti höfundurinn valsana sérstaklega skömmu eftir frumsýningu óperunnar. Nærri lá að frumuppfærsla óperunnar yrði „fiaskó“, vegna framkvæmdaörð- ugleika en hljómsveitarstjórinn Max Reinhardt bjargaði sýning- unni, þegar allt virtist vera komið í strand. Þetta var kvöld hljóm- sveitarinnar og Petri Sakari, er blómstraði í Næturljóðunum og Rósariddara-svítunni. Jón Asgeirsson Nútíminn kemur MYMDLIST Lislasaíii íslanils MÁLVERK/SKÚLPTÚR ÝMSIR Opið 11 til 18 alla daga nema mánu- daga. Aðgangseyrir 300 kr. Sýningin stendur til 18. október. AFSTRAKSJÓN í málverki á sér rætur í listrænum umbrotum fyrsta áratugar þessarar aldar og breiddist hratt út um Evrópu að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni, en ekki er hægt að segja að hennar gæti í íslenskri listasögu fyrr en heilli kynslóð seinna, upp úr 1950. Þá nær hún hins vegar afar sterk- um tökum á íslenskum listamönn- um og um nokkurt skeið má segja að hrein afstraksjón sé nær allsráð- andi, að minnsta kosti í verkum yngra fólks. Það hvers vegna ís- lendingar tóku svo seint við sér og hvers vegna þeir heilluðust þá svo mjög eru spurningar sem vakna þegar skoðuð er yfirlitssýningin „Draumurinn um hreint form“ í Listasafni íslands. Að nokkru leyti er svarið að finna í sögu meginlandsins þar sem af- straktlist átti í upphafi mest ítök í Þýskalandi og í Rússlandi. Á fjórða áratugnum einangruðust listamenn í þessum löndum og urðu fyrir barðinu á íhaldssönum valdhöfum; í Þýskalandi fordæmdi Hitler af- straktlistina og kallaði hana úr- kynjaða og í Sovétríkjum Stalíns var hún látin víkja fyrir nýjum real- isma. Blómaskeið afstraktsins milli stríða var því stutt þótt þessi nýja hugsun hefði gífurleg áhrif meðal myndlistarmanna. Upp úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar reis svo París á ný sem höfuðborg list- anna. Þangað leituðu myndlistar- menn, skáld og fræðimenn, og tóku upp þráðinn að nýju eftir hörmung- ar stríðsins. Árið 1945 hélt Nelly, ekkja afstraktmálarans og arki- tektsins Theos van Doesburg, sýn- ingu sem hún nefndi „Art concret" þar sem sýnd voru verk eftir marga helstu forvígismenn afstraktsins, Domela, Herbin, Mondrian, Kand- inski, Táuber, Arp og Pevsner. Árið eftir var sett á laggimar stofnun sem fékk nafnið Salon des Réalités Nouvelles sem átti eftir að hafa mikil áhrif á íslenska listamenn, sem margir tóku síðar þátt í sýn- ingum undir þessum titli. Þar var sýnd geómetrísk afstraktlist eins og menn höfðu iðkað hana fyrir heimsstyrjöldina og í fyrsta sinn náði þessi listhugsun almennri við- urkenningu. Árið 1950 var opnaður skóli í geómetrískri afstraktlist í rue de la Grande-Chaumi' ere, höf- uðvígi hefðbundinna lista. Þar með var afstraksjónin orðin að akademískri, viðurkenndri list. Um þetta leyti stefndi hugur ungra íslenskra listamanna til Parísar eins og annarra og margir þeirra héldu þangað í lok fimmta áratugarins og í upphafi þess sjötta. Þessir listamenn fluttu síðan afstraktlistina heim til Islands aft- ur. Áhrifanna gætti fyrst á Septem- bersýningunum 1947 og 1948, en árið 1951 sýndi Valtýr Pétursson fyrst verk í anda hreinnar geómetr- íulistar. Á Septembersýningunni ári seinna höfðu síðan margir bæst í hópinn, þau Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason, Kjartan Guð- jónsson, Guðmunda Andrésdóttir, Karl Kvaran, Sverrir Haraldsson og Hjörleifur Sigurðsson. Öll höfðu þau drukkið áhrifin í sig í París, líkt og Gerður Helgadóttir, Eiríkur Smith, Benedikt Gunnarsson, Hörður Ágústsson og Jóhannes Jó- hannesson. Greinilegt var að geómetrían höfðaði mjög til þessa unga fólks, en það mætti allharðri andstöðu heima. Bæði almenningur og stjórnvöld kunnu þessari nýju list í fyrstu illa og auk þess voru margir eldri listamenn henni mjög and- snúnir. Þessi viðbrögð áttu eflaust stóran þátt í því hve róttækur þessi hópur varð og af hve mikilli einurð afstraktlistamennimir héldu fram skoðunum sínum, jafnvel svo að sumum fannst sem hér væri á ferð- inni einhvers konar hreintrúar- stefna eða fanatík. Það er hins veg- ar auðvelt að gera sér í hugarlund hvað listamönnunum ungu hefur þótt það mikil forpokun af löndum sínum að kunna ekki að skoða list sem var þá fyrir löngu orðin viður- kennd og virt alls staðar annars staðar í Evrópu. I þeirra huga snerist baráttan aðeins um að færa Islendinga inn í nútímann. Öld geómetrískrar afstraksjónar eða hreinflatarlistar stóð í um ára- tug á Islandi og það er tímabilið sem sýning Listasafns íslands fjall- ar um. Á henni má sjá verk eftir tuttugu íslenska listamenn, en auk þeirra sem þegar er getið eiga Ás- gerður Búadóttir, Ásmundur Sveinsson, Bragi Ásgeirsson, Gunnar S. Magnússon og Svavar Guðnason verk á sýningunni. Þá eru þar verk eftir Þrjá erlenda listamenn, Auguste Herbin, Ric- hard Mortensen og Victor Vasar- ely. Val verkanna hefur verið vand- að og verk fengin að láni víða að, úr opinberum söfnum og einkasöfnum, til að fylla út í heildarmyndina. Verkin draga vel fram stíleiginleika hvers listamanns fyrir sig og þar má líka sjá vel hvernig geómetríu- málverkið þróaðist frá því að þeir fyrstu fóru að fást við það og þar til yngri menn á borð við Braga Ás- geirsson og Hafstein Austmann komu til sögunnar. Hluti sýningarinnar er helgaður arkitektúr, enda er það fyrst í húsagerð sem nútímaleg viðhorf geómetríunnar berast til íslands, um tveimur áratugum áður en þeiira verður vart að ráði í mynd- listinni. Þar voru á ferðinni Gunn- laugur Halldórsson, Ágúst Pálsson og Einar Sveinsson, ásamt fleiri ungum arkitektum. Á fjórða og fimmta áratugnum voru hús með þessu sniði byggð víða í Reykjavík og annars staðar og eru nú gjarnan kennd við funkisstefnu, þótt fleiri viðhorf hafi verið á ferðinni. Arki- tektúrinn er mikilvæg viðbót við sýninguna því vissulega var það ekki aðeins í málara- og högg- myndalist sem hin nýja sýn blómstraði, heldur ekki síður í hvers konar hönnun, húsagerð og húsgagnasmíði. Stór skrá fylgir sýningunni og á hún eftir að vera mikilvæg heimild um þetta merka tímabil í íslenskri listasögu þótt full ástæða sé til að meira verði gefið út um efnið. I skrána skrifa greinar þau Júlíana Gottskálksdóttir, Pétur H. Ár- mannsson, Gunnar J. Árnason og Ólafm- Gíslason, auk þess sem birt er grein eftir Þoi*vald Skúlason frá árinu 1955. Hreinflatarlistin varð að víkja fyrir nýjum straumum þótt nokkrir listamenn þróuðu hana áfram. En þar með er ekki sagt að hún hafi orðið úrelt eða hætt að skipta máli. Tímabil hennar var eitt hið frjóasta í íslenskri listasögu og með henni má segja að í fyrsta sinn hafi Is- lendingar náð að færa sig inn að meginstraumi evrópskra lista. Jón Proppé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.