Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ * Ferdinand Smáfólk YES, TOUR MONOR,MY CLIENT WA5 STANPIN6 ALONE IN THE FIELP MINPINS HI5 OWN BU5INE55.. „Já, herra (lómari, skjólstæðing- ur minn stóð aleinn á akrinum { eigin liugleiðingum. Skyndilega, án nokkurar viðvör- unar, réðust þijár krákur bónd- ans á hann! Hann segist hætta að dreifa stráum á gólfið." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lögin eiga að þjóna fólkinu en ekki fólkið lögunum Frá Jóni Oddssyni: VEGNA greinar hr. Ragnars Hall- dórs Hall, hrl., í Morgunblaðinu 14. október 1998, varðandi svonefnt Geirfinnsmál, leyfi ég mér að gefnu tilefni, að koma að eftirfarandi at- hugasemdum varðandi tilgreint lygamælispróf. Ragnar H. Hall vitnar í tilgreind bréf hr. hrl. Ragn- ars Aðalsteinssonar, dags. 13. maí 1997, þar sem Ragnar Aðalsteins- son, varðandi beiðni um endurupp- töku málsins, hafnar því að lyga- mælisprófið sé lagt fram, en um- rætt próf fór fram við rannsókn málsins árið 1976. í bréfi Ragnars Aðalsteinssonar, er getið um að ekki hafi verið tekið tillit til við- horfa sakbornings við framkvæmd lygamælisprófsins og ekki verið rætt við verjanda hans. Ég leyfi mér að árétta hér og staðfesta, að ég átti ágæta fundi með dr. Gísla Guðjónssyni umrætt próf varðandi og var viðstaddur prófið, enda skjólstæðingur minn, mjög áfram um, að málið yrði upplýst og fylli- lega samþykkur því að undirgang- ast prófið umfram lagaskyldu. Astæður ákvörðunar Ragnars Að- alsteinssonar rúmum tuttugu árum síðar, eru mér ekki kunnugar. Af því sem ég hefi fylgst með í fjöl- miðlum hafa þeir báðir Ragnararn- ir lagt mikla vinnu í endurupptöku- málsbeiðnina, enda góðir fræði- menn og traustir lögmenn og að mínum dómi kostur, að þeir komu báðir nýir að málinu. í áðurnefndri grein Ragnars H. Hall, í Morgun- blaðinu 14. október 1998, er vikið að því, að hvergi sé að finna í gögnum málsins óskir mínar um að lyga- mælisprófið væri lagt fram. Nýlega hefi ég ekki farið yfir gögn málsins, en við vinnslu þess gerði ég mér grein fyrir að í mörgum tilvikum komu fram athugasemdir verjanda án þess að þær væru sérstaklega bókaðar, en í málflutningi mínum bæði fyrir Sakadómi Reykjavíkur og fyrir Hæstarétti Islands, tók ég þetta sérstaklega fyrir, ásamt gagnrýni á að ýmis önnur gögn væru horfin úr málinu, einkum gögn varðandi svonefnda Keflavík- urrannsókn. Skýringin sem ég fékk var sú, að öll gögn varðandi umrætt lygamælispróf væru horfin og glöt- uð. Ég leyfi mér að lokum að taka fram, að ég tel þetta mál ekki upp- lýst og brýn nauðsyn sé að umrætt mál verði endurupptekið svo úr megi bæta, þrátt fyrir nokkra hor- titti í réttarfarslögum er binda dómstóla, en ekki löggjafarvaldið. Hafa ber í huga að lögin eiga að þjóna réttlætinu og fólkinu, en ekki að vera hindrun fyrir framgang réttlætis og þannig sé fórnað hags- munum almennings fyrir vanhugs- aðan bókstaf lagatexta. Umrædd endurupptökubeiðni féll vegna hortitts í réttarfarslögum, sem Alþingi getur breytt en ekki dómstólar, sem samkvæmt stjórn- arskrá „skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum“. JÓN ODDSSON, hæstaréttarlögmaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Kuldaskór í miklu úrvali á alla fjölskylduna Til dæmis þessir barna Moonboots Litir: Rautt og svart Stærðir: 25-35 Tegund:193 Verð kr. 2.995. DDMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 3STSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSUTTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.