Morgunblaðið - 17.10.1998, Page 72

Morgunblaðið - 17.10.1998, Page 72
i 72 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ a HASKOLABIO HASKOLABIO __UJll! -V;^.L-L-IllJll LlLUáJÍIj F « NÝTT OG BETRA' SA6A- Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ^ HK DV SV Mbl tom fiánks rivate ryan 1 -i FfPHf f "VJPV 11 ' Sýndkl. 5og9. B.i. 16. ■ , ■ iiilLdLá Sýndkl.9og11.15. B.i.16. www.samfilm.is Stærsta og eina safn auglýsingamynda í heiminum Nótt auglýsinga- ætanna Jean Marie Boursicot hefur safnað auglýs- ingamyndum síðan hann var 10 ára og á orðið ríflega 450 þúsund myndir. Valið sýn- ishorn úr þeim verður sýnt í kvöld og nótt í Háskólabíói. Pétur Blöndal ræddi við hann um auglýsingar sem listform. Morgunblaðið/Þorkell Jean Marie Boursicot. IJR fyrstu auglýsingamyndinni. „PEGAR ég var tíu ára heillaðist ég af kvikmyndum,“ segir Jean Marie Boursicot. „Ég byrjaði því að safna afgangs filmubútum í kvikmynda- húsi í heimabæ mínum Marseilles í Suður-Frakklandi.“ Hann brosir og virðist vera við- felldinn og viðræðugóður eins og Frakkar eiga að vera og er staddur hérlendis til að kynna Nótt auglýs- ingaætanna sem hefst í Háskólabíói í kvöld. ^ „Vitaskuld hentu eigendur kvik- myndahússins ekki kvikmyndum," heldur Boursicot áfram. „En þeir hentu auglýsingum og það varð úr að ég byrjaði að safna þeim.“ Skapandi auglýsingar Þegar Boursicot óx úr grasi byrjaði hann að vinna á auglýsingastofu en ástríðan fyrir auglýsingamyndum fylgdi honum. Enda varð honum snemma ljóst að hvergi var til nein skrá yfir auglýsingar og þeim var hent jafnóðum og þær höfðu verið notaðar. „Petta byrjaði sem áhugamál en varð brátt fullt starf,“ segir Bo- ursicot. „Einhvem veginn varð ég að fjármagna þetta fyrirtæki enda er safnið komið upp í ríflega 450 þúsund auglýsingamyndir og mikið starf að halda utan um skrásetn- ingu á þessu öllu saman. Pað varð því úr að stofna til Nætur auglýs- yingaætanna þar sem almenningi gæfíst kost á að deila með mér ástríðunni fyrir skapandi auglýs- ingum.“ Boursicot segir að þetta komi vel heim og saman við þá köllun sína í lífinu að gera fólk meðvitað um að auglýsingar geti verið annað og meira en að selja vöru - þær geti einnig verið listform. Bönnuð í múslímalöndunum Myndin Nótt auglýsingaætanna hefur verið sj'nd í 41 landi um all- an heim ef Island er meðtalið og eru borgirnar orðnar 90 talsins. Er það allt frá Síberíu til Ástralíu. „Hún hefur jafnvel verið sýnd í Kína þótt yfirvöld þar hafi ritskoð- að myndina og stytt hana úr sex klukkustundum í fjórar,“ segir Bo- ursicot. „Ritskoðunin var ekki pólitísk heldur meira félagslegs eðlis og tók Kínverjana þrjá mánuði. Þeir tóku fyrir að það mættu ekki sjást rass- ar, kossar eða brjóst. Dalai Lama var algjörlega bannaður og einnig mannréttindi og smokkar." Þá hafa múslímalöndin bannað sýningu myndarinnar ef Túnis og Marokkó eru undanskilin. 100 ár frá fyrstu auglýsingunni Safn Boursicots er það stærsta sinnar tegundar í heiminum og raunar hið eina. Hann er með skjal frá Heimsmetabók Guinness upp á það. „Safnið er sögulega hrífandi mynd af heiminum," segir Bo- ursicot. í safninu er elsta auglýsing sem gerð hefur verið og er hún ald- argömul. Það var auglýsing frá Sunlight-sápufyrirtækinu og er til marks um framsýnina á þeim bæ að fyrirtækið er starfrækt enn þann dag í dag.“ „En þetta er einnig spegilmynd af þróun samfélagsins um allan heim,“ segir Boursicot. „í mynd- inni má gjörla sjá hversu smekkur manna breytist og hraðinn eykst sífellt í þjóðfélaginu. Hann er jafn- vel mun meiri núna en fyrir tíu ár- um.“ Það verður mikið um dýrðir í kvöld. Ásamt Nótt auglýsingaæt- anna verður sýnt safn íslenskra auglýsinga og mun Jean Marie Bo- ursicot gefa álit sitt á þeim. Þá geta áhorfendur hvílt sig inni á milli á myndinni, sem er sex tím- ar, og þegið veitingar í anddyri Há- skólabíós þar sem búið verður að koma fýrir bar og þar verða ýmsar kynningar. Þá verða þeir leystir út með gjöfum. Aðgangseyrir er 1.200 krónur. MYNDBOND Ævintýri úr hafdjúp- unum Litla hafmeyjan (The Little Mermaid) 'I' o i k n i m y n d ★★★ Framleiðsla: Howard Ashman og John Musker. Leikstjórn: John Musker. Handrit: John Musker. Tónlist: Howard Ashman og Alan Menken. 82 mín. Sam-myndbönd, október 1998. Þessi hugljúfa mynd, sem byggð er á sögu H.C. Andersens, segh- frá hafmeyjarprinsessunni Aríel sem verður ástfangin af tvífætlingnum og prinsinum Eric. Faðir Aríelar er á móti sambandinu, og því leitar Aríel á náðir Ursúlu, sæ- nomarinnar illu. Ef hún nær ástum prinsins í tæka tíð er hún hólpin, ann- ars eignast nomin sál hennar. Per- sónumar em einstaklega vandaðar, þótt einfaldar séu og heilla áhorf- endur jafnt nú og fyrir níu áram. Sáraeinfalt og sígilt ævintýrið um Aríel er einkar vandlega fram sett af töframönnum Disney fyrir- tækisins og markaði ótvíræð tíma- mót í teiknimyndagerð þegar það kom út árið 1989. Frábær mynd fyrir yngstu áhorfenduma en líður nokkuð fyrir íslensku talsetning- una, sem þrátt fyrir ágæt vinnu- brögð ágætra leikara nær ekki því flugi sem upprunalega talsetningin gerði. Þetta er mest áberandi í fjöl- mörgum söngatriðum myndarinn- ar, en „Litla hafmeyjan" hlaut tvenn Oskarsverðlaun á sínum tíma, fyrir tónlist og lagasmíðar. Frábær teiknimynd sem bömin fá seint leið á. Guðmundur Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.