Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Breytt og bætt í Pennanum Eymundsson í Austurstræti
í ANDDYRI verslunarinnar. Frá vinstri: Bryndís Loftsdóttir verslunarstjóri, Ingimar Jónsson forstöðumað-
ur verslunarsviðs Pennans og Gylfi Eyjólfsson yfirsniiður.
Lokað í þrjár vikur meðan
á framkvæmdum stendur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VERIÐ er að breyta og stækka húsnæði Pennans
Eymundssonar við Austurstræti 18.
VIÐAMIKLAR framkvæmdir
standa nú yfir í verslunarhúsnæði
Pennans Eymundssonar í Austur-
stræti 18 í Reykjavík og er stefnt
að því að taka í notkun nýtt og
bætt húsnæði hinn 14. nóvember
nk. Vegna breytinganna verður
versluninni lokað í dag laugardag
og hún ekki opnuð fyrr en að
þremur vikum liðnum. Að sögn
Ingimars Jónssonar forstöðu-
manns verslunarsviðs Pennans er
verið að breyta þeim húsakynn-
um sem verslunin hefur hingað til
haft til afnota en einnig er verið
að stækka húsnæði verslunarinn-
ar og bæta við aðstöðu í kjallara,
þar sem áður var lager og á efri
hæð þar sem fyrir voru skrifstof-
ur og kaffistofa starfsmanna.
Markmiðið með þessum breyting-
um er, að sögn Ingimars, að taka
þátt í því að endurreisa miðbæinn
og skapa menningarlega bóka-
verslun.
Ingimar segir að í kjallara
verslunarinnar verði barnadeild,
þar sem hægt verði að kaupa
barnabækur og leikföng auk þess
sem stefnt sé að því að hafa lestr-
arhorn þar sem lesið verði fyrir
börnin. Ritfangadeild verður
áfram á sama stað og sömuleiðis
deildin sem selur íslenskar bæk-
ur og tímarit. Á efri hæðunni er
síðan ætlunin að
hafa stórt pláss
undir erlendar
bækur og segir
Ingimar að lögð
verði áhersla á
að þar verði ró-
legt og bjart
umhverfí. Stórir
gluggar verði á
einni hlið rýmis-
ins eða þeirri
hlið sem snýr út
á Austurstræti.
Þá segir Ingi-
mar að anddyri
verslunarinnar,
þar sem áður var erlenda bóka-
deildin, verði stækkað og að fyr-
irhugað sé að þar verði seldar
árstíðabundnar vörur.
Kaffihús á þakinu
Að sögn Gylfa Eyjólfssonar yf-
irsmiðs hófst endurnýjun hús-
næðisins fyrir um þremur vikum
og var þá farið í það að rífa út
gömlu kaffistofuna á efri hæð-
inni. „Smám saman höfum við
verið að færa okkur inn í sjálfa
verslunina," segir hann og nú er
svo komið að loka verður versl-
uninni meðan á framkvæmdun-
um stendur. Auk þeirra fram-
kvæmda sem hér hafa verið
nefndar er stefnt að því að
byggja og innrétta kaffihús á
sléttu þaki hússins sem snýr út í
port og verður gengið inn í það
frá versluninni. Að sögn Ingi-
mars hefur sú hugmynd verið
kynnt borgaryfirvöldum og ef
hún verður samþykkt er miðað
við að kaffihúsið verði opnað
snemma á næsta ári. Ingimar
bendir að síðustu á að ætlunin sé
að vera með sölugám frá verslun-
inni á Lækjatorgi þær vikur sem
framkvæmdirnar standa yfir til
þess að uppfylla nauðsynlegustu
þjónustu viðskiptavina búðarinn-
ar. Sölugámurinn verður fyrst
opnaður á mánudag.
tírskurður í fiskverðsdeilu Árness hf.
við áhöfn Fróða ÁR
10% þorskaflans
tengd verði
á fiskmörkuðum
ÚRSKURÐARNEFND sjómanna
og útvegsmanna kvað á fimmtudag
upp úrskurð í fiskverðsdeilu milli
áhafnar Fróða AR og Árness hf. í
Þorlákshöfn. Meirihluti nefndarinn-
ar hafnaði kröfu fulltrúa hagsmuna-
samtaka sjómanna um að allur afli
skipsins yrði seldur á uppboðs-
markaði. Fulltrúar útvegsmanna í
nefndinni féllust hins vegar á að
tengja 10% af þorskafla skipsins við
meðalverð á fiskmörkuðum.
Fulltrúar hagsmunasamtaka sjó-
manna í úrskurðarnefnd bentu á að
samkvæmt gildandi kjarasamning-
um útvegsmanna og sjómanna bæri
útgerð að tryggja skipverjum sín-
um hæsta gangverð alls afla sem
landað væri og aldrei lægra en út-
gerðarmaður fengi í sinn hlut.
Þessu markmiði yrði best náð með
því að selja allan afla á uppboðs-
markaði, því þar væri fiskverð
hæst.
Fulltrúar útgerðarinnar í nefnd-
inni höfnuðu kröfum fulltrúa sjó-
manna um fiskverð til áhafnar
Fróða ÁR og vísuðu til þess að í
gildi væri fískverðssamningur við
áhafnir tveggja af þremur bátum
Árness hf. Því væri eðlilegt að
samið yrði um sama fiskverð tij
áhafnar Fróða ÁR.
I úrskurði formanns nefndarinn-
ar segir að með hliðsjón af hinurrf
mikla verðmun á þorski á fiskmörk-
uðum annars vegar og í beinni sölu
hins vegar skuli verð á 10% af
þorskafla Fróða ÁR tengjast meðal-
verði á fiskmörkuðum á svæðinu frá
Þorlákshöfn til Akraness en 90% á
föstu verði. Þá skuli helmingur alls
ýsu-, ufsa- og karfaafla á ársgrund-
velli seldur á fiskmarkaði. Úrskurð-
urinn gildir til 2. desember nk.
Ánægður með
markaðstengingu
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, segir úrskurð nefnd-
arinnar marka viss tímamót að sínu
mati. „Hér eru útgerðarmenn lík-
lega í fyrsta sinn að samþykkja
mai’kaðstengingu á afla. Okkur
fannst 10% markaðstenging í þorski
hins vegar of lág og gátum ekki
samþykkt hana þess vegna. Engu
að síður er ég ánægður með þessa
viðurkenningu á því að þeir ætli að
taka tillit til markaðsaflanna í fram-
tíðinni," segir Guðjón.
SVFR leigir Gljúfurá
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykja-
víkur og Veiðifélag Gljúfurár í
Borgarfirði hafa gert samkomulag
um leigu á laxveiðiréttindum til
SVFR til næstu fimm ára. Áin fór í
útboð fyrr í haust, fimm tilboð bár-
ust, en Veiðifélag Gljúfurár hafnaði
öllum. Gerði SVFR síðan gagntilboð
sem gengið var að. SVFR hefur haft
ána á leigu um árabil og að sögn
Bergs Steingrímssonar íram-
kvæmdastjóra SVFR eru menn þai’
á bæ hæst ánægðir með að málið
fengi þessar lyktir.
Ekki fékkst leiguverð upp gefið,
en það var ekki samið um skipta
áhættu eins og SVFR hefur haldið
sig fast við í samningum við ýmsa af
leigusölum sínum. Að öllum líkind-
um verður stöngum fækkað úr fjór-
um í þrjár á besta veiðitímanum og
stefnt' er að því að nýtt veiðihús
verði komið í gagnið fyrir vertíðina
árið 2000. Að sögn Bergs verður
„trúlega einhver verðskrárhækk-
un“, en hún lægi ekki fyrir enn sem
komið væri.
LEIKLIST
Leikfélag
lt eykja víkni’
MÁVAHLÁTUREFTIR
KRISTÍNU MARJU
BALDURSDÓTTUR
Leikgerð: Jón J. Hjartarson. Leik-
stjóri: Þórhildur Þorieifsdóttir. Leik-
arar: Björn Ingi Hilmarsson, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Halldór Gylfason, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Hildigunnur Þráinsdótt-
ir, Inga María Valdimarsdóttir, Jó-
hann G. Jóhannsson, Jón J. Hjartar-
son, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Pétur Einarsson, Rósa Guðný Þórs-
dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Soffía Jakobsdóttir, Sóley Elíasdóttir,
Theodór Júlíusson, Valgerður Dan
og Þórhallur Gunnarsson. Leikmynd:
Sigurjón Jóhannsson. Búningar: Una
Collins. Lýsing: Lárus Björnsson.
Tónlist: Pétur Grétarsson. Danshöf-
undur: Örn Guðmundsson. Hljöð:
Baldur Már Amgrímsson. Stóra svið
Borgarleikhússins, 23. október.
SKÁLDSAGA Kristínar Marju
Baldursdóttur vakti verðskuldaða
athygli þegar hún kom út hjá Máli
og menningu haustið 1995. Með út-
komu hennar kvað við nýjan tón í
íslenskum samtímabókmenntum.
Héma var komin saga eftir konu
sem að mörgu leyti var hliðstæð
„Hvað eru konur
að bralla?u
skáldsögum höfunda á borð við
Einar Kárason og Einar Má Guð-
mundsson, með litríku persónugall-
eríi og leiftrandi húmor, nema hér
er sjónarhorninu beint að konum
og þeirra basli og brasi. I frásagn-
armiðju er stelpan Agga sem er á
sífelldum gægjum; snuðrar og ligg-
ur á hleri og miðlar til lesandans
því auðuga kvennalífi sem iðar allt í
kring um hana. Aðalpersónan er
hins vegar Freyja, frænkan sem
búið hefur í Ameríku og kemur eins
og stormsveipur inn í líf fólksins í
litla sjávarplássinu og umturnar því
svo um munar.
Þótt skáldsaga Kristínar Marju
sé ekld löng, í blaðsíðum talin, kem-
ur hún til skila breiðri samfélagslýs-
ingu og segir sögur af mörgum per-
sónum sem búa við misjöfn kjör á
tímum kreppu og samdráttar í at-
vinnulífinu. I sögumiðju er þó ætíð
kvennafansinn sem býr í húsinu hjá
þeim hjónum Júlíönu og Lúter,
ömmu og afa Öggu. Skáldsagna-
formið hentar vafalaust öðrum
formum betur til að koma slíkri
sögu á framfæri en leikgerð Jóns
Hjartarsonar er unnin af fag-
mennsku og trúnaði við söguna og
kemst mjög nærri því að miðla and-
rúmslofti skáldsögunnar um leið og
hún heldur vel til haga hinum marg-
víslegu þráðum frásagnarinnar.
Það eru tæpir tveir tugir leikara
sem fara með enn fleiri hlutverk í
þessari sýningu. Hér eru gamal-
reyndir og nýlega útskrifaðir leik-
arar í bland og kvenhlutverkin flest
og fjölbreytt, aldrei þessu vant.
Halldóra Geirharðsdóttir fer með
hlutverk hinnar fógi-u og húðköldu
Freyju sem er (a.m.k. í huga um-
hverfisins) eins konar sambland af
álfkynjaðri veru og fordæðu. Hall-
dóra skilar þessari skemmtilegu
kvenlýsingu ágætlega og sýndi hún
bæði vald og veikleika Freyju á lif-
andi hátt. Hildigunnur Þráinsdóttir
leikur hina forvitnu Öggu af miklu
öryggi og leikgleði.
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Pétur Einarsson ei’u í hlutverkum
ömmu og afa Öggu. Margrét Helga
skilaði heilsteyptri og röggsamri
persónu en persóna afa líður nokk-
uð fyrir niðurskurð höfundar leik-
gerðar á frábærri karllýsingu
skáldsögunnai’. Fyrir vikið er per-
sónan nokkuð flöt þótt Pétur Ein-
arsson gerði eins vel og hlutverkið
bauð upp á. Hanna María Karls-
dóttir var bráðskemmtileg sem
gamla frænkan í kjallaranum.
Systurnar Dódó og Ninnu leika
þær Edda Björg Eyjólfsdóttir og
Sóley Elíasdóttir. Edda Björg er
að leika á sviði Borgarleikhússins í
fyrsta sinn en hún útskrifaðist úr
Leiklistarskóla íslands síðastliðið
vor. Hún smellpassaði í hlutverkið.
Túlkun Sóleyjar á hinni þroska-
heftu Ninnu var mjög heilsteypt.
Björn Ingi . Hilmarsson leikur
kavalerinn Björn Theodor og
skeikaði honum hvergi, samleikur
hans og Halldóru, sem og hans og
Sigrúnar Eddu Björnsdóttur (í
hlutverki sýslumannsdótturinnar
Birnu) var mjög góður. Jóhann G.
Jóhannsson lék Magnús lögreglu-
mann af hlýju og kímni. Guðrún
Ásmundsdóttir var bráðfyndin í
hlutverki apótekarafrúarinnar.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri
hefur haldið vel á spöðunum því
óhætt er að hæla öllum leikurum
fyrir góða frammistöðu, hvort sem
um aðal- eða aukahlutverk var að
ræða. Einnig voru margar sviðs-
lausnir afar snjallar og myndrænt
vel hannaðar.
Sögusviðið er eins og áðui’ segir
lítið sjávarþorp. Sviðsmynd Sigur-
jóns Jóhannssonar samanstenduí
af færanlegum hæðum og hólum,
hjúpuðum jarðarlitum klæðum,
sem dreifast um allt sviðið og eru
bæði í hlutverki landslags og híbýla
manna. í bakgrunni er sjávarsíðari
þar sem svartur hamar gnæfir yfir.
Þessi umgjörð átti mikinn þátt í að
skapa sýningunni það andrúmloft
dulúðar, kulda og ástríðu sem ein-
kennir Freyju, örlagavald kvenn-
anna í þorpinu.
Búningar Unu Collins eru raun-
sæislegir og sýna vel stöðu og stétt
einstakra persóna. Kjólar Freyju
er fallegir og smekklegir,'. auk£
kvenlegan þokka hennar og farí
ekki yfir strikið í sundurgerð. Tón
list Péturs Grétarssonar setti. síðai
punktinn yfir i-ið í þessari ágæti
uppfærslu á Mávahlátri. Eftir sitj;
hrollkenndar hugsanir um vald oj
veikleika kvenna, eða með orðun
Magnúsar lögreglumanns: Hva<
eru konur að bralla?
Soffía Auður BirgisdóttiJ