Morgunblaðið - 24.10.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á þriðja hundrað manns á ráðstefnu um aðstæður og kjör jaðarhópa í þjóðfélaginu
KARL Sigurðsson sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun
Iiáskólans og Jón Torfi Jónasson prófessor.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÍÐUR Jónsdóttir hjá rannsóknar- og þróunarsviði Félagsmálastofnunar í ræðustól
þar sem hún flutti erindið „Það er erfitt að geta ekki séð fyrir sjálfum sér“.
Fátækt er við-
varandi á Islandi
*
Fjölmörg erindi voru flutt á ráðstefnunni A jaðrinum í gær um
aðstæður og kjör hópa, sem af ýmsum ástæðum geta ekki tekið
þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Örlygur Steinn Sigurjónsson
hlýddi á nokkur þeirra, en fram kom, að fátækt er raunverulegt
vandamál í íslensku nútímasamfélagi.
RÁÐSTEFNUGESTIR voru hátt á þriðja hundrað í Súlnasal Hótels Sögu og fór sá fjöldi
fram úr björtustu vonum aðstandenda ráðstefnunnar.
IERINDINU „Fátækt í nú-
tímaþjóðfélagi", sem Karl Sig-
urðsson sérfræðingur hjá Fé-
lagsvísindastofnun hélt, ræddi
hann m.a. almennt um fátæktarhug-
takið og vai-paði ljósi á aðstæður og
viðhorf fátækra á íslandi. Hann fjall-
aði um hverjir væru fátækir hér á
landi og sýndi samanburð milli
Norðurlandanna í þeim efnum.
Árið 1997 miðuðust fátæktarmörk
einhleypra við mánaðartekjur undir
44 þúsund krónum. Fyrir barnlaus
hjón eru mörkin við 75 þúsund krón-
ur, hjón með eitt bam 97 þúsund
krónur, par með tvö börn 119 þús-
und krónur og einstætt foreldri 66
þúsund krónur. Þetta kom fram í
niðurstöðum rannsóknar Félagsvís-
indastofnunar sem náði yfir tímabilið
1986 til 1997. Á þessu tímabili náði
fátækt hámarki árið 1995 með 12%
þjóðarinnar undir fátæktarmörkum.
Fátækt hafði aukist hægt og bítandi
frá 1989 og sagði Karl að fátæktin
fylgdi efnahagsástandi þjóðarinnar.
1 dag eru um 9% þjóðarinnar undir
fátæktarmörkum og eru konur þar í
meirihluta eða 12% á móti 8% karla.
Þegar fátækt er greind út frá stöðu á
vinnumarkaði kemur í Ijós að í hópi
einstæðra foreldra eru hutfallslega
flestir fátækir eða 21%. Sé fátækt
greind út frá atvinnugrein eru 26%
af þeim sem stunda landbúnað undir
fátæktarmörkum, en í þeirri at-
vinnugrein er hlutfallið áberandi
hátt þar sem næst koma fiskveiðar
og -vinnsla með 10% fólks undir fá-
tæktarmörkum.
Um átta þúsund íslendingar
Iifa við stöðuga fátækt
Samkvæmt niðurstöðum danskra
rannsókna, sem Karl heimfærði með
varkárni upp á íslenskan veruleika
má segja að um átta þúsund manns á
Islandi lifi við stöðuga fátækt, þótt
mun fleiri lifi við fátækt í skemmri
tíma, frá einu til fimm ára. „Segja
má að fátækt sé raunverulegt vanda-
mál í nútímasamfélagi og er ísland
þar engin undantekning,“ sagði Karl
í samantekt sinni. „Það er hins vegar
misjafnt milli þjóðfélaga hvaða hóp-
um er hættast við að lenda í undir fá-
tæktarmörkum. Þannig er greinileg-
ur munur á íslandi og hinum Norð-
urlandaþjóðunum, m.a. hvað varðar
aldraða og lífeyrisþega. Þá bendir
margt til þess að velferðarkerfið
styðji ekki með verulegum hætti við
bakið á þeim sem höllustum fæti
standa í þjóðfélaginu, svo sem ör-
yrkjum og langveikum."
Gallaðar konur
í erindinu „Konur á jaðrinum",
sem Rannveig Traustadóttir dósent
við Háskóla íslands flutti, fjallaði
hún um íslenska rannsókn á konum í
minnihlutahópum, sem hún hefur
unnið að síðastliðin fjögur ár ásamt
fleirum. Þar greindi hún frá þremur
hópum kvenna á íslandi sem eiga
það sameiginlegt að hafa skertan að-
gang að viðurkenndum kvenhlut-
verkum. „Það eru ekki allar konur
konur,“ sagði Rannveig og nefndi
hugtakið „ókonur“. Það eru konur,
sem eiga fátt annað sameiginlegt
með öðrum konum en að vera af
sama kyni. Félagslega og efnahags-
lega eru „ókonur" ekki viðurkennd-
ar í samfélaginu, en til „ókvenna"
taldi Rannveig fatlaðar og þroska-
heftar eða seinfærar konur, lesbíur
og innflytjendakonur af asískum
uppruna.
Rannveig vék orðum að „ókonum“
í móðurhlutverkinu og sagði að
þroskaheftar konur ættu erfiðan að-
gang að móðurhlutverkinu, þar sem
þær væru sjálfar álitnar böm. Þá
væri lesbíum því síður treyst fyrir
barnauppeldi því samfélagið teldi
börn skaðast af því að vera á fram-
færi þeirra. Hins vegar væru engar
rannsóknir sem bentu til þess að svo
væri og hér væri því eingöngu um
fordóma að ræða. Komið væri í veg
fyrir að lesbíur gætu sinnt móður-
hlutverki með því að banna þeim að-
gang að tæknifrjóvgun. Asískar kon-
ur hefðu þá einnig neikvæða ímynd
sem eign íslenskra manna sinna og
væri ekki treystandi til að ala upp
íslendinga.
Þetta viðhorf samfélagsins gagn-
vart jaðarkonum leiðir að mati Rann-
veigar til félagslegs útskúfunarferlis,
sem skapar sameiginlegt mynstur í
lífi þeirra. Þær reyna að bregðast við
mótlætinu með því að reyna að verða
„venjulegar“ konur og tók Rannveig
dæmi af þroskaheftum konum, sem
töldu sig hafa náð verulega langt í líf-
inu þegar þær höfðu hlotið alh-a hefð-
bundnustu kvenhlutverk samfélags-
ins. Lesbíur reyndu að breyta sér frá
samkynhneigð til gagnkynhneigðar
og asískar konur reyndu að falla inn í
íslenskt kvenmynstur.
Jaðarkonur eiga erfitt með að
birta sjálfsmynd sína og tjá sig sem
kynverur, en samkvæmt rannsókn
Rannveigar er t.a.m. opinber tjáning
ástar þeirra ekki viðurkennd.
Gengju lesbíur hönd í hönd á götu og
væru strákslegar í útliti, vekti slíkt
framferði hneykslan. Sama væri að
segja um þroskaheftar konur sem
virtust klunnalegar í ástaratlotum
sínum við elskendur sína, en svo
virtist sem enginn hirti um að kenna
þeim neitt í þeim efnum, enda væri
ekki gert ráð fyrir að þær tjáðu ást
opinberlega. Asísku konurnar ættu
þá einnig erfitt uppdráttar á kyn-
ferðissviðinu því litið væri á þær sem
lauslátar ef þær gengju í þeim fótum
sem þeim sjálfum þættu endur-
spegla sjálfsmynd sína.
„Við sjáum með þessari rannsókn
að hin félagslega viðurkennda kona á
íslandi er ófötluð, hún er hvít, af
norrænum uppruna, og hún er gagn-
kynhneigð," sagði Rannveig að lok-
um. „Viljum við vera samfélag þar
sem jaðarhópar halda áfram að vera
ósýnilegir og valdalausir eða viljum
við vera samfélag þar sem við reyn-
um að skapa andrúmsloft sem fagn-
ar fjölbreytileikanum og býður alla
velkomna burtséð frá kynþætti, fötl-
un eða kynhneigð?"
„Það er erfitt að geta ekki séð fyr-
ir sér sjálfur" var heiti rannsóknar,
sem unnin var á þróunarsviði Fé-
lagsmálastofnunai- Reykjavíkur-
borgar og kynnt á ráðstefnunni.
Rannsóknin var gerð á aðstæðum
fólks sem fær fjárhagsaðstoð til
langs tíma í Reykjavík 1996-1997.
Sigríður Jónsdóttir hjá Félagsmála-
stofnun kynnti niðurstöður rann-
sóknarinnar, en henni er ekki að
fullu lokið. Markmið rannsóknarinn-
ar var þríþætt: að varpa ljósi á að-
stæður þeirra sem fá fjárhagslegan
stuðning til langs tíma og fá saman-
burð við Helsinki, Osló, og Stokk-
hólm, fá fram viðhorf neytendanna
sjálfra tii þess hvaða úrræða sé þörf
til að koma til móts við vanda þeirra
og að leita leiða til að þróa þá þjón-
ustu sem veitt er og bæta hana.
. Reykvíkingar fátækastir miðað
við íbúa í norrænum borgum
Þeir voru beðnir að svai’a þeirri
spurningu meðal annarra í hve mikl-
um mæli þeir þurftu að neita sér um
athafnir vegna takmarkaðra fjár-
ráða. Þetta voru lífsgæði og lífsnauð-
synjar eins og heit máltíð, nauðsyn-
legur fatnaður, borga reikninga, bíó,
leikhús, bjóða gestum heim, heim-
sóknir út á land, gefa gjafir, áskrift
að dagblaði og ástundun áhugamála.
Meðaltalshlutfall Reykvíkinga sem
þurfa oft að neita sér um eitthvað er
55% samanborið við við 37% saman-
lagt meðaltal á Norðurlöndunum.
„Reykvíkingar segjast þurfa að
neita sér oft um ýmis lífsins gæði og
lífsnauðsynjai' í mun ríkari mæli en
meðaltal hinna Norðurlandanna,"
sagði Sigi’íður. Fátækrahlutfall vai’
fundið með því að taka þá sem sögð-
ust fimm sinnum eða oftai’ þurfa að
neita sér um einhver fyrrgreind at-
riði og með þessari aðferð kom
Reykjavík út með langhæst hlutfall
fátækra. Hins vegar skáru Reykvík-
ingai’ sig úr þegar lögð var fyrir
spurningin. Telur þú þig vera fátæk-
an?Þá lækkaði prósentustig fátæki-a
úr 67% af styrkþegum í 57%. Á
Norðurlöndunum hækkaði hún hins-
vegar og var misræmið mest í
Helsinki. Þar var lægst hlutfall fá-
tækra eða 33%, en snarhækkaði í
72% þegar svarendur áttu að meta
sig huglægt.
Sigii'ður sagði að ýmislegt væri á
döfinni í því skyni að bæta ástand fá-
tækra. „Við erum t.d. að fara af stað
með átaksverkefni, sem sérstaklega
snúa að þeim sem hafa fengið aðstoð
til langs tíma eða hafa verið atvinnu-
lausir lengi,“ sagði Sigríður í samtali.
„Verkefnin fela það í sér að talað
verður sérstakiega við þann hóp og
reyna á einstaklingsgrunni að sjá
hvað hægt er að gera í hverju ein-
stöku máli. Einnig ætlum við að gera
átak í því að skoða hvert einasta mál
sem komið er yfii’ ákveðinn tíma.
Þetta kostar mannafla og peninga,
en þetta er okkar framlag til úr-
bóta,“ sagði Sigríður.
Að loknum stuttum lokaorðum
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra, Páls Skúlasonar há-
skólarektors og erindi Önnu Þrúðar
Þorkelsdóttur sleit Guðrún Kristins-
dóttir dósent við Kennaraháskólann
ráðstefnunni.
Þegar ráðstefnunni var slitið lýsti
ráðstefnustjórinn, Guðrún Kristins-
dóttir dósent, yfir ánægju sinni með
daginn og sagði að ráðstefnan myndi
skilja mikið eftir sig. „Eg held að svo
margt gott og gagnlegt hafi komið
fram í dag að það megi ekki sitja við
orðin tóm heldur munum við marka
okkur stefnu og fara að gera eitt-
hvað. Ég lýsi því hér með yfir að ég
mun kalla saman fulltrúa allra hópa
sem tóku þátt í dag til dagsfundar
þar sem við ræðum hvað við lærðum
og hvað við ætlum að gera næst.
Lára Björnsdóttir félagsmála-
stjóri setti ráðstefnuna kl. 9 í gær-
morgun og Helgi Hjörvai’, formaður
félagsmálaráðs, flutti ávarp. Þá las
Einar Már Guðmundsson rithöfund-
ur úr Englum alheimsins. Ian
Gough, prófessor frá háskólanum í
Bath á Englandi, flutti erindi. Leik-
hópurinn A senunni flutti atriði úr
sýningunni Hinn fullkomni jafningi
og Kristján Sturluson, skrifstofu-
stjóri innanlandsdeildai’ Rauða
krossins, flutti erindið Er einhver
þama úti? Kirsten Rytter frá Gæða-
og atvinnumálaskrifstofunni í Ósló
fiutti erindi um virka félagsþjónustu
og Börje Mattson, verkefnisstjóri
Innflytjendaþjónustunnar í Finn-
landi, kynnti nýjar leiðir í atvinnu-
sköpun. Að ráðstefnu lokinni þáðu
gestir veitingar í Ráðhúsinu í boði
borgarstjóra.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar, Félagsvísindastofnun Há-
skóla Islands og Rauði krossinn á Is-
landi héldu ráðstefnuna. Um 250
manns voru á ráðstefnunni en sá
fjöldi fór fram úr björtustu vonum
aðstandenda ráðstefnunnar.