Morgunblaðið - 24.10.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.10.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 19 Oska aðild- ar að nýrri fag'þjónustu SJÖ sveitarfélög sem taka þátt í Skólaþjónustu Eyþings hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjóm Akureyrar um hugsanlega aðild eða samstárf um rekstur og skipulag nýrrar fagþjónustu við skólastarf sem þjónað gæti fleiri sveitarfélög- um en Akureyri eingöngu. Jafnframt fara sveitarfélögin fram á viðræður um samstarf um félagsþjónustu, barnavemdarmál og fleira. Sveitar- félögin sem um ræðir em Grýtu- bakkahreppur, Svalbarðsstrandar- heppur, Eyjafjarðarsveit, Glæsibæj- arhreppur, Ai’narneshreppur, Skriðuhreppur og Öxnadalshreppur. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær og fagnaði ráðið áhuga sveitarfélaganna á samvinnu við Akureyrarbæ á þessu sviði. Bent er á að nú sé unnið að skipulagningu þess hjá Akureyrarbæ að taka við þeim verkefnum sem Skólaþjónustu Eyþings eru falin og við þá vinnu er gert ráð fyrir að þjónusta Akureyr- arbæjar verði byggð þannig upp að unnt verði að veita öðram sveitarfé- lögum þjónustu. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sagði að þegar gengið hefði verið frá fyrir- komulagi þessara mála yrði öðrum sveitarfélögum í nágrenninu boðið að kynna sér þá þjónustu sem boðið yrði upp á og nýta sér hana gegn gjaldi. Samningar yrðu væntanlega gerðir við sveitarfélögin og taldi Sig- urður að þeir gætu orðið þeim jafn hagfelldir og núverandi fyrirkomu- lag, en sveitarfélögin sem standa að Skólaþjónustu Eyþings standa undir rekstrinum. Samstarfssamningar undirritaðir á Listasafninu á Akureyri Sýning á úrvali verka í eign safnsins opnuð SÝNING sem ber yfirskriftina „5 ár“ verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 24. október, en þar er um að ræða sýningu á úrvali verka sem safnið hefur eignast frá því það hóf starfsemi sína fyrir rúmum 5 ár- um; í ágúst 1993. A sýningunni era fjölmargar myndir eftir myndlistarmenn frá Norðurlandi, m.a. Jón Laxdal, Sigurð Áma Sigurðsson,' Guð- mund Armann og Dröfn Frið- finnsdóttur. Einnig hefur safnið eignast verðmæt verk eftir Roj Friberg, Erro, Guggi Rowan, Jan Knap og Komar og Melamid auk fjölda annarra. Sama dag verða undirritaðir samstarfssamningar milli Lista- safns íslands og Listasafnsins á Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjaráðs. Þess- ir samningar tengjast verkefnum á sviði menningar sem Akureyr- arbær hefur tekið að sér sem reynslusveitarfélag. Samningurinn sem Listasafn íslands og Listasafnið á Akur- eyri gera með sér er tvíþættur, annars vegar er kveðið á um sýn- ingarsamstarf og hins vegar um samstarf á sviði safna-, tækni- og fræðslumála. Allt frá stofnun Listasafnsins á Akureyri hefur það átt gott samstarf við lista- stofnanir á Reykjavíkursvæðinu og þá ekki síst Listasafn íslands, en með gerð umrædds samnings verða samskiptin í fastari farvegi og gerir hann Listasafninu á Akureyri kleift að efla sitt safn- aðarstarf í samvinnu við Lista- safn Islands. Fyrir Listasafn ís- lands sem þjóðlistasafn er það mikOvægt metnaðarmál að efla tengsl við listasöfn utan höfuð- borgarsvæðisins og er samning- urinn mikilvægur liður í þeirri stefnu. Samningurinn mOli Minjasafns- ins og Þjóðminjaráðs styðst við heimild í þjóðminjalögum og felur hann í sér að Minjasafnið mun sjá um minjavörslu í Eyjafirði sam- kvæmt sérstök erindisbréfí. Minjasafnið mun í samráði við minjastjóra Þjóðminjasafns Is- lands hafa umsjón með menning- arminjum og fornleifavörslu, skáningu og eftirliti forngripa og gamalla bygginga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og aðstoðar. Akureyrarbær auglýsir breytingu á deiliskipulagi í Giljahverfi Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akur- eyrarbær breytingu á deiliskipulagi við Snægil í Giljahverfi. Lóð- arhafi Snægils 19-23 hefur lagt til að skipulagi lóðar verði breytt þannig að í stað þriggja hæða fjölbýlishúss með 18 íbúðum verði byggð þrjú tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 12 íbúðum. Húsin verði byggð utan byggingarreita skipulagsins og lóð verði minnkuð að norðan. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna liggur frammi almenn- ingi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 7. desember 1998, (áannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athuga- semdafrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 7. desember 1998. At- hugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeim, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breyting- arinnar, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljist þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar. 3. F k Glerárgata Þegar greitt er í mælinn kemur kvittun sem segir til um hvenær greiddur tími er útrunninn. Miðann skal leggja á mælabori bifreiðarinnar þannig að hann sjáist í gegnum framrúðu fyrir stöðuvörð. Stöðumælar Hámarkstími 1 klst. Miðamælar Enginn hámarkstími GJALD 1000-1730 VIRKA DAGA . Mánudaginn 26. október nk. verðurtekið í notkun nýtt gjaldskylt stæði við Hóla- braut vestan Borgarbíós. Miðamælir verður á stæðinu og gjald verður það sama og í þá mæla sem fyrir eru eða 10 kr. á hverjar byrjaðar 15 mín. Hægt verður áð greiða með 5,10, 50 og 100 kr. mynt. Þó aldrei minna en 10 kr. (2x5 kr.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.