Morgunblaðið - 24.10.1998, Side 27

Morgunblaðið - 24.10.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 27 Jeltsín segir Rúss- land á réttri leið BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að þó efna- hagsástandið í landinu væri vissulega erfitt, væri Rússland að rétta úr kútnum. Fæstir emb- ættismenn eru honum sammála, enda hefur ástandið sjaldan verið verra. Ráðuneyti efnahagsmála til- kynnti í gær að búist væri við því að verðbólga yrði um 100% á árinu. Bretar íhuga lokun sendi- ráða BRESK stjórnvöld íhuga lok- un nokkurra sendiráða og ræðismannsskrifstofa, sem lið í endurskipulagningu utanrík- isþjónustunnar, að því er tals- maður breska utam-íkisráðu- neytisins skýrði frá í gær. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um hvaða sendiráð- um verður lokað. Tyrkir myrða 69 Kúrda TYRKNESKIR hermenn myrtu 69 uppreisnarmenn úr röðum Kúrda í gær og í fyrra- dag, að því er haft var eftir heimildamönnum innan hers- ins. Tíu tyrkneskir hermenn féllu í átökunum. Flóð í Wales UM 400 manns neyddust til að flýja heimili sín í Wales í gær, eftir að miklar rigningar ollu mestu flóðum sem orðið hafa í 20 ár. Veðurfræðingar spá því að ár muni enn vaxa næstu daga. Páfinn gagn- rýnir samlíf utan hjóna- bands JÓHANNES Páll páfi for- dæmdi í gær samlíf fólks utan hjónabands og sagði að kjama- fjölskyldan væri eina viðunandi fjölskylduformið. Hann lýsti yf- ir áhyggjum sínum af því að sambönd, önnur en hjónaband karls og konu, hlytu lagalega staðfestingu. Spennusagna- höfundur deyr BRESKI spennusagnahöfund- urinn Eric Ambler er látinn, 89 ára að aldri, að því er greint vai- frá í gær. Ambler umbylti formi spennusagna og hafði mikil áhrif á höfunda eins og Len Deighton og John Le Carré. Hann skrifaði einnig mörg kvikmyndahandrit, en hann hóf einmitt feril sinn á gerð áróðursmynda fyrir bresk stjórnvöld í síðari heimsstyrj öldinni. Spjótin standa á Tudjman Zagreb. Reuters. HNEYKSLISMÁL, sem komið hafa upp að undanförnu í Króatíu, hafa valdið Franjo Tudjman, for- seta landsins, nokkrum vanda. Stjórnmálaskýrendur telja þó völdum hans ekki ógnað um sinn, en segja að óánægja meðal al- mennings sé að aukast og geti haft áhrif á úrslit þingkosninga á næsta ári. Óútskýrður auður Nýjasta hneykslismálið kom upp fyrir nokkrum dögum, þegar fregnaðist að Ankica, eiginkona Tudjmans, ætti hálfa milljón króat- ískra marka á bankareikningum. Engin skýring hefur verið gefin á því hvernig Ankica, sem er ellilíf- eyrisþegi, hafi rakað saman þvílík- um auði. Jafnvel þó engai- vísbend- ingar séu fyrir því að peninganna hafi verið aflað á vafasaman hátt, krefst almenningur skýringa, því forsetinn og eiginkona hans þurfi að vera hafin yfir allan grun um misferli, og eigi að vera þjóðinni góð fyrirmynd. Tudjman gaf út yfirlýsingu um eignir fjölskyldu sinnar í síðasta mánuði, en samkvæmt henni voru einu eigur konu hans bifreið. Bankastarfsmaður, sem misbauð að forsetinn skyldi ekki greina frá upphæðunum á reikningum Ankicu, lak upplýsingum um þær og var hylltur sem þjóðhetja fyrir vikið. Aðstoðarmenn forsetans hafa gefið þá skýringu eina að fjár- munir á bankareikningum teljist ekki til eigna. Njósnir um flokksfélaga Ekki er langt síðan hneykslismál kom upp innan Lýðræðissambands Króatíu, flokks Tudjmans, er hátt- settir flokksfélagar settu fram ásakanir um að harðlínumenn inn- an fiokksins létu njósna um frjáls- lynda meðlimi. Ásakanirnar voru dæmdar ómerkar eftir rannsókn, sem stjórnarandstaðan sagði að hefði ekki verið neitt annað en póli- tísk leiksýning. TUDJMAN er hann fagnaði endurkjöri á sfðasta ári. Kertastjaki Blaðagrind Vínrekki Stóll J Stóll m/örmum 'J 1 i - -: - - • - i Sófaborð U, 0 0 U kr. 1 VHI i 4811% Æ á[ i 1r mf -. 'íjyE J | HAGKAUP Melra úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.