Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 37
Stafrænn vörulisti
FYRIR tveimur árum reið Johan
Rönning hf. á vaðið með útgáfu á
vörulista sínum á geisladiski. Nú
er komin út ný útgáfa og ekki
bara á geisladiski og á prenti,
heldur er vörulistinn aðgengilegur
á Netinu.
Prentaður er vörulistinn alls 464
blaðsíður með 1.800 myndum, en
einnig er til smærri gerð hans í
plastkápu. A geisladiskinum er aft-
ur á móti ýmislegt fleira efni að
finna en vörulistann, því þar var
sett inn ýmislegt ítarefni frá er-
lendum ft’amleiðendum.
Eins og getið er má einnig finna
allan vörulistann á Netinu í Adobe
PDF-formi. Þar verður ævinlega
að finna nýjustu útgáfu listans,
enda hæg heimatökin að uppfæra
þau gögn. Reyndar hefur vefútgáf-
an verið í fullum gangi frá því síð-
asti listi kom út fyrir tveimur ár-
um.
Fyrirtækið Johan Rönning hf. er
einn stærsti rafbúnaðarinnflytj-
andi landsins, stofnað árið 1933 af
Norðmanninum Johan Rönning
sem kom til íslands árið 1920 til að
vinna við uppsetningu á Elliðaár-
virkjun. Rönning hefur umboð fyr-
ir ABB-samsteypuna, 3M, Erics-
son, Phoenix Contact, Wibe, Thor-
sman, Thorn Lighting, Hager og
Elko og svo mætti lengi telja. AIls
eru vöruflokkar í listanum um 70
talsins, og vörunúmer á lager eru
yfn; 7.400.
Asgeir Brynjar Torfason sér um
útgáfuna fyrir Rönning og sá
einnig um útgáfu á síðasta lista.
Hann segir að þá hafi menn al-
mennt ekki verið viðbúnir tækninni
og því hafi verið um að ræða braut-
ryðjandastarf þar sem enginn gat
sagt fyrir um bestu leiðina fyrir
rafræna útgáfu. Prófa þurfti ýms-
an hugbúnað og þróa aðferðina við
útgáfuna því enginn hafi verið bú-
inn að gera þetta áður hér á landi
þá. Asgeir vinnur vörulistann í Pa-
ge Maker, sem hann segir henta
einkar vel til útgáfu á stórum bók-
um eins og vörulistanum, auk þess
sem aðgengilegt sé að ganga frá
skjölum á PDF-formi úr Page Ma-
ker. PDF-formið býður síðan upp á
mikla möguleika við að útbúa teng-
ingar í vörulistanum auk þess sem
öll leit verður auðveld fyrir not-
endur. Síðan er Page Maker-
skráin send í prentsmiðju ,
hérlendis og PDF-skráin til
geisladiskaframleiðanda
ytra, og um leið er vönilist-
inn líka kominn á heima-
síðuna, www.ronning.is.
Hjá Rönning er 25 tölvu
staðamet tengt við NT-
þjón og Notes-þjón og vef-
þjón. NT-þjónninn keyrir
Fjölni og vöruskráin er
keyrð þaðan yfir í Access
þar sem unnið er með vöru- -
númerin. Asgeir segir að
myndir séu flestar fengnar frá
erlendum birgjum á tölvutæku
formi og sendar Rönning á geisla-
diskum eða yfir Netið.
Síðan er vörulistinn settur upp á
síður í PageMaker og sendur í því
formi til prentsmiðju. Pagemaker-
skránni er jafnframt breytt í PDF-
skrá og Acrobat notað til að ganga
frá efnisyfirlitum, kaflayfírlitum,
tenglum og lyklun fyrir leit. Síðan
er PDF-skráin ásamt Acrobat
Reader-forritinu og viðbótarefni
brennt á geisladisk sem sendur er
út til fjöldaframleiðslu.
PDF-skránni er skipt í minni
skrár fyrir Netið þar sem menn
geta sótt þann hluta vörulistans
sem þeir þurfa. Alls er vörulistinn
15 MB á vefnum, en 32 MB í hærri
upplausn á geisladiskinum.
Ymislegt ítarefni er á diskinum
sem ekki er að finna í prentútgáf-
unni, enda hafa erlendir birgjar
Rönning útbúið tölvutæka vöru-
lista sem sumir
Nýr Netscape
Communicator
:w»/.
eru á geisla-
diskinum auk nokkurra hjálpar-
forrita og Ásgeir segir að það
verði eflaust aukið í næstu útgáfu.
Hann segir að fyrirtæki ytra verði
sífellt meðvitaðri um möguleika
stafrænnar útgáfu og íslensk fyr-
irtæki eigi eftir að fara sömu leið;
útgáfa í slíku formi sé ódýrari og
einfaldari í framkvæmd þegar
menn séu búnir að koma sér upp
viðeigandi tækjakosti.
NÝ ÚTGÁFA af Commun-
icator vafravöndlinum frá
Netscape kom á markað á
fimmtudag. Nokkuð er síðan
seinni beta-útgáfa kom út af
Communicator, en nú er sem
sagt komin lokagerð vafra-
vöndulins.
Netscape lagði mesta
áherslu á að auðvelda
notkun vafrans og
treysta undirstöður
hans, en minni á að
hraða vinnslunni.
Að sögn verður
þess meiri áhersla
lögð á þá þætti í
Communicator
5.0 sem væntan-
legur er á næsta
ári.
Meðal nýjunga í
Communicator 4.5
er það sem
Netscape-menn kjósa
jP að kalla Smart Brows-
ing og byggist meðal
annars á aðgangi að sér-
stökum gagnagrunni á
vefslóð Netscape. Þannig er
nóg að slá inn í slóðagluggann
heiti eða vörumerki og vafrinn
leitar að því. Einnig má smella
á hnapp sem gefur lista yfir
svipaðar slóðir og sækir í
Alexa-gagnagrunn sem
Netscape hefur sett upp.
Hægt er að velja slóðir sem
vafrinn á ekki að sýna svipað
og hefur verið hægt í Explorer
4.0, en einnig er hægt að setja
í gang siðsemissíu ef vill. Ein-
faldara er að uppfæra 4.5 en
fyrri gerðir og þarf ekki að
eyða heilu dögunum í að sækja
risapakka fyrir smávægilega
uppfærslu, nóg er að sækja
bara kóðann fyrir það sem á
að uppfæra. Forritið tekur
ekki meira pláss en eldri gerð,
þ.e. 4.07, sem er sú síðasta sem
kom út, en einnig getur forrit-
ið séð um að uppfæra sjálft sig
reglulega sé þess óskað. Með
fylgir uppsetningarforrit sem
auðveldar Explorer-notendum
að skipta.
Búið er að fella Collabra
hópvinnuhugbúnaðinn inn í
póstforritið Messenger sem
fylgir. Messenger styður
IMAP-staðalinn, sem nýtur æ
meir hylli, en hann byggist
meðal annars á þvf að póstur-
inn er vistaður hjá þjónustuað-
ila í stað þess að vera sóttur á
vél viðkomandi. Fyrir vikið er
hægt að komast í póstinn
hvaðan sem er í heiminum og
ekkert glatast ef heimavélin
hrynur til að mynda.
Ný útgáfa af Communicator
er væntanleg á næsta ári eins
og getið er og líklega kemur
fyrsta betaútgáfa af Conunun-
icator 5.0 fyrir áramót og um
líkt leyti útgáfa 5.0 af Explorer
Microsoft þannig að uppfærslu-
hraðinn er óbreyttur á vafra-
sviðinu. Ókeypis eintak af
Communicator 4.5 má sækja á
slóðina
http://home.netscape.com/com
puting/do wnload/index.html.
WWW.CjieQnagrUnnUr.ííí
HeímíIutt
þekkÍNq
Laugardaginn
24. október
kl. 14 - 16
Kynningarfundaröð
íslenskrar
erfðagreiningar
Skeggi G. Þormar Cand. Phil.:
Notkun tölvutækni í
kvikmyndagerð
Skeggi G. Þormar stærðfræðingur
starfar við hugbúnaðarþróun í upp-
lýsingatæknideild íslenskrar erfða-
greiningar. Hann lauk Cand. Phil. prófi í
stærðfræði frá U.C. Berkeley 1997. í erindi
sínu fer hann yfir reikni- og eðlisfræði sem
notuð er við gerð útreiknaðra raunmynda
og lýsir hugbúnaði og ferlum sem þarf til að
útfæra slíka tækni við gerð kvikmynda.
Gestum fundarins gefst kostur á að
oS skoða rannsóknarstofur íslenskrar erfða-
T3
greiningar undir leiðsögn vísindamanna og
þiggja kaffiveitingar að því loknu.
í S L E N
erfðagrei
S K
n i n g
Lyngháls 1,110 Reykjavík
. OKTÓBER
NYJAR VORUR
með sérstökum afsleetti
20%-50%