Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 52
1j2 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KJARTAN ÁSGEIRSSON + Kjartan Ás- geirsson fædd- ist á Isafirði 8. júní 1922 og bjó þar til níu ára aldurs og siðan í Reykjavík til 1939. Síðasttalda árið flutti hann í Garðinn og bjó þar til æviloka. Hann lést á Landspítalan- um 15. október síð- astliðinn. Foreldrar Kjartans voru Da- víð Ásgeir Bjarna- son, sjómaður, f. 9.6. 1878, d. 28.8. 1926, og Jóhanna A. Jónsdóttir ljósmóðir, f. 7.10. 1885, d. 23.8. 1963. _ Bróðir Kjartans, Guðmundur Ásgeirsson, f. 24.9. 1920, d. 30.6. 1978. Hálfsystkini Kjart- ans sammæðra, Jónína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1910, d. 19.9. 1919. Grettir Guð- mundsson, f. 30.9. 1912, d. 11.10. 1967. Bragi Magnússon, f. 14.1. 1917, lögregluþjónn og síðar gjaldkeri hjá bæjarfóget- , anum á Siglufirði. Magnús Kri- ’ stján Magnússon, f. 22.2. 1919, búsettur erlendis. Jón Gunnar Ásgeirsson, f. 11.10. 1928, tón- skáld ogprófessor við Kennara- háskóla Islands. Kjartan kvæntist 28.11. 1943 Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur, f. 12. febrúar 1923, húsmóður. Foreldrar hennar voru Halldór Þor- steinsson, útvegs- bóndi Vörum í Garði, og kona hans, Kristjana Pá- lína Kristjánsdóttir húsfreyja. Börn Kjartans og Mörtu eru 1) Kristjana Halldóra, f. 20.7. 1943, kennari við Gerðaskóla. Maki Jóhannes Sigurður Guðmundsson stýri- maður, nú varð- stjóri á Keflavíkur- flugvelli; þau eiga þrjú börn. 2) Davíð Asgeir, f. 13.11. 1948, húsasmíðameistari. Maki Sól- veig Björk Gránz hjúkrunar- fræðingur, þau eiga fjóra syni og tvö barnabörn. 3) Þorvaldur, f. 21.11. 1953, húsasmíðameist- ari. Maki Jóhanna Svanlaug Sigurvinsdóttir sjúkraliði, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. 4) Jóhanna Amelía, f. 17.10. 1957, verkakona. 5) Gísli Lúðvík, f. 21.11. 1960, húsa- smíðameistari. Hann á tvær dætur. 6) Ólafur Þór, f. 29.11. 1965, tækjastjón á Keflavíkur- flugvelli. Maki Álfhildur Sigur- jónsdóttir ritari, þau eiga þrjú börn. _ títför Kjartans fer fram frá títskálakirkju laugardaginn 24. október kl. 14. Þegar komið er að kveðjustund er sjóður minninganna okkur dýr- mætur og verður ekki frá okkur ^ckinn. Öll eigum við systkinin svo bjartar og yndislegar minningar um föður okkar, að þær hjálpa okk- ur nú þegar sorgin hefur barið að dyrum. Við skiptumst á að segja hvert öðru frá þeim gleðistundum sem við áttum með pabba og minn- ingarnar hrannast upp. Hann hafði svo margt að gefa okkur því hæfí- leikaríkur var hann. Hann var mjúkhentur þegar hann sinnti okk- ur litlum börnum, hafði sérstakan hátt við að þvo okkur og snyrta. Hann hafði yndi af söng og fengum við að njóta þess, því hann kunni ógrynnin öll af lögum sem hann söng fyrir okkur og lék á munn- hörpu, gítar og litlu harmonikuna, sem var ómissandi á jólaböllunum 'okkar nú síðustu 16 árin. Hann hafði auðugt ímyndunarafl og gat sagt okkur ævintýri sem hann spann jafnóðum svo að meira að segja myndskreytt ljósakrónan í svefnherberginu varð að ævintýra- heimi. Æskuminningar hans urðu að lærdómsríkum og skemmtileg- um frásögnum, þær gáfu okkur inn- sýn í ævi hans og störf á yngri ár- um, sem einkenndust af dugnaði og samviskusemi. Sár söknuður bjó ætíð í brjósti pabba vegna þess að hann missti foður sinn svo ungur að árum en minningarnar um duglega og hug- myndaríka móður, sem ól hann upp í trú og kærleika bættu honum fóð- urmissinn og þau áhrif frá móður- inni fylgdu honum alla tíð. Bræður hans voru honum mjög kærir, hann unni þeim af hjarta og var innilega stoltur af þeim. Allir erfðu þeir Sérfræðingar í blómaskreytingum við (>ll tækifæri bræðurnir listrænar gáfur móður sinnar og kærleiksríkt viðmót þein-a er okkur til eftirbreytni. Við systkinin gátum alltaf treyst ráðum föður okkar, hann bjó yfír reynslu og hæfileikum á mörgum sviðum og gat kennt okkur svo margt. Við þau elstu vorum svo heppin að fá að vera með honum til sjós sem unglingar og þar sáum við hve hann var traustur vinur vina sinna og hve vandvirkni hans og ósérhlífni var mikils metin af starfsfélögum. Pabbi var mikill hagleiksmaður, hann smíðaði t.d hjónarúm og barnarúm sjálfur. Hann smíðaði líka leikfóng handa okkur, stóran dúkkuvagn, dúkku- vöggur, bíla, báta og alls konar smá dót sem við lékum okkur mikið með. Allt voru þetta vandaðir hlut- ir og fallega málaðir. I bílskúrnum áttu strákarnir lærdómsríkar stundir með pabba, hann vissi allt um bfla og gat gert við hvað sem var. Pabbi söng með karlakórnum Víkingum á sínum yngri árum og minntist oft þeirrar gleði sem hann upplifði með þeim og stjórnandan- um séra Eiríki Brynjólfssyni, sem pabbi mat mikils. Hann lék einnig með leikfélaginu hér í Garðinum og hafði gaman af því. Yngsti bróðir okkar á góðar minningar um þær stundir sem hann fékk að fylgjast með pabba á æfíngum hjá leikfélag- inu og okkur þótti öllum gaman að sjá hann í hinum ýmsu gervum á leiksviðinu, enda var hann ágætur leikari. Pabbi var alltaf mikill og góður heimilisfaðir, hann unni heimilinu sínu og hlúði vel að því. Hann elskaði mömmu heitt og lét ást sína óspart í ljós bæði í orðum og verki. Það var gott fyrir okkur börnin að alast upp hjá foreldrum sem höfðu svo mikið að gefa hvort öðru, því ástin og væntumþykjan veittu ör- yggi og hlýju, sem mun alltaf fylgja okkur. Þau voru samhent í uppeld- inu, við vissum alltaf hvers þau væntu af okkur og þau sýndu okkur mikið traust og skilning á því sem við tókum okkur fyrir hendur. Stuðning þeirra áttum við vísan og þau gátu miðlað okkur af reynslu sinni því við treystum innsæi þeirra og eðlisgreind sem kom fram í ráð- leggingunum. Alltaf fundum við kærleikann og velviljann í okkar garð. Tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin fengu að njóta alls þessa éngu síður en við börnin þeirra og þau kunnu líka að meta góðvildina sem streymdi frá þeim. Mamma hefur sýnt það í veikind- um pabba hve sterk hún er. Hún þráði að hann fengi að vera sem mest heima, það var einnig hans einlæga ósk og þetta tókst þeim í sameiningu, hún hjúkraði honum og gerði það sem hún gat til að hon- um gæti liðið sem best og hann var þægilegur sjúklingur, eins og hún orðaði það. En engum dylst þó að stærsta hlutinn í því að allt gekk svo vel á Sólveig Björk tengdadótt- ir þeirra, sem er hjúkrunarfræðing- ur. Hún var alltaf til staðar og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta undir með þeim og sýndi þeim svo mikinn kærleika. Þetta verður aldrei fullþakkað, en ég veit að Björk fékk mikið til baka, því þau elskuðu hana bæði og kunnu að meta hana að verðleikum. Einnig á Jóhanna Amelía, sem býr í foreldrahúsum, sinn stóra þátt í því að allt gekk vel, hennar hjálpsemi og hressilega viðmót gerði andrúmsloftið heima létt og skemmtilegt, enda var oft glatt á hjalla við eldhúsborðið þegar gam- ansemin þeirra pabba fékk að njóta sín. Pabbi var henni innilega þakk- látur fyrir alla hjálpina og mamma nýtur þess nú að eiga hana að á heimilinu því þær eru einstaklega samrýndar mæðgur og góðir vinir. Pabbi var meðhjálpari í Utskála- kirkju um árabil og vann verk sín þar af mikilli alúð. Hann var mjög trúaður og þótti innilega vænt um kirkjuna sína. Eg naut aðstoðar hans þegar ég sá um kirkjuskólann fyrir yngstu börnin því hann mætti alltaf með mér í kirkjuna og voru þá yngstu barnabömin með afa sín- um og bíllinn hans nokkurs konar kirkjubfll, fullur af börnum. Hann kom líka til mín í kirkjustarf níu til tólf ára barnanna og heillaði þau með harmonikuleik og fallegum sögum úr æsku sinni. Börnin báðu fyrir honum og spurðu oft um hann þegar hann var hættur að geta komið til okkar og veit ég nú að hans er sárt saknað því þau áttu þá von eins og hann að mega hittast aftur. Hann átti eitt uppáhaldslag sem alltaf var sungið fyrir hann, það var lagið „Hver er í salnum“ lag sem minnti hann á góðar stund- ir í KFUM þegar hann var drengur og fékk að njóta leiðsagnar séra Friðriks Friðrikssonar. Pabbi elskaði landið sitt og naut þess að ferðast þegar hann átti þess kost, en hann gat líka setið heima og ferðast í huganum með hjálp góðra bóka um landið okkar. Bók um Vestfírði var honum afar kær, því hans kærustu minningar voru frá Isafírði þar sem hann átti sín bernskuár. Við hjónin fórum í nokkrar ferðir um landið með mömmu og pabba, en minnisstæð- ust er ferðin okkar vestur á firði. Þá gistum við á Isafirði og skoðuð- um okkur einnig um í nágranna- byggðarlögunum. Þarna rifjaðist margt upp og nutum við þess að heyra hann segja frá og sjá gleðina sem lýsti af honum. Það er erfítt að hugsa sér tilver- una án pabba, hann var okkur öll- um svo kær og gaf okkur svo mikið af sjálfum sér, en minningin um hann lifir og við munum ylja okkur og gleðjast við að rifja upp allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum. Börnin okkar og barnabörnin eiga sínar góðu minn- ingar um afa sem gaf þeim ást og umhyggju, sagði þeim sögur, söng og spilaði fyrir þau, fór með þeim í fjöruferðir og lék við þau úti og inni. Tengdabörnin minnast hlýj- unnar sem streymdi frá honum. Mamma sér nú á eftir ástkærum eiginmanni sínum. Þau áttu næst- um 60 ár saman og nýttu hverja stund vel, hún getur yljað sér við minningarnar og horft yfir hópinn sinn, sem þau pabbi í sameiningu gáfu gott veganesti út í lífið og voru alltaf góðar fyrirmyndir í orði og verld. Eg kveð pabba minn með inni- legu þakklæti. Blessuð sé minning hans. Kristjana H. Kjartansdóttir. Kæri Kjartan, það er skrítið til þess að hugsa að þú sért ekki leng- ur í næsta nágrenni. Þú varst alltaf svo glaður og líflegur og aldrei heyrði ég þig tala illt um nokkurn mann. Þín verður lengi saknað. Efst í huga mínum eru allar þær sögur sem þú sagðir mér, og öðrum kunningjum þínum, þegar ég var yngri. Þú varst einstakur maður á því sviði. Vinsælastar voru sögurn- ar af Snjólfi, álfinum sem átti heima hjá þér og var alltaf í kring- um þig. Þú bjóst jafnvel þannig um hnútana að þegar ég sá ekki til þá faldir þú þig uppi á loftinu hjá þér og kallaðir svo niður og sagðir álfa- sögur með skringilegri röddu sem gleymist seint. Og ekki dró litli torfbærinn á lóðinni hjá þér úr frá- sagnagleðinni. Að heimsækja þig og Mörtu konu þína á Bjarmaland var einstök upplifun fyrir lítinn strák sem lét oft vita af sér í gegn- um bréfalúguna. Þú áttir glæsilega harmonikku og hafðir mikla ánægju af því að spila á hana enda miklir tónlistar- menn í þinni ætt. Og ósjaldan spil- aðir þú fyrir gesti þína og ættingja á Bjarmalandi og heyrðist tónlistin vel heim til mín og það er sárt að nú skuli sú tónlist vera þögnuð. Kjartan reyndist mér, systkinum mínum og foreldrum afar vel og verður hans lengi minnst á heimili okkar. Sjá, ævin Iíður furðu fljótt, sólin hnígur, húraið stígur. Senn er kominn svartanótt. Sem þverhönd ein er ævi vor. Líkur hjómi lífs er blómi, fánýt öll vor ævispor. Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. (V. Briem) Elsku Marta og aðrir ættingjar, Guð styrki ykkur á þessum erfiða tíma því ykkar missir er mikill. Megi Guð blessa og geyma Kjartan um alla eilífð. Þorvaldur Halldór Bragason. Það var mjög gott að alast upp í Garðinum fyrir hálfri öld. Lítil byggð var þá fyrir ofan veg. Húsin fjögur, Varir, þar sem afi og amma bjuggu, Brekka, Borg og Bjarma- land, heimili þriggja systkina frá Vörum, stóðu svo þétt að þau voru í kallfæri hvert við annað. Við systk- inabörnin hlupum á milli bæja og lékum okkur, alls staðar velkomin en að sjálfsögðu var ég mest á Bjarmalandi að leika mér við Sjönu. Kjartan spilaði stundum fyrir okkur á munnhörpu, sagði okkur sögur og lét okkur segja sér sögur. Það er ekki langt síðan hann var að rifja upp slíka sögu, þar sem hann sat við heita pottinn sinn, sæll með að vera heima þrátt fyrir veik- indin. Það er dýrmætt að eiga bara góðar minningar um fólk, þær á ég um Kjartan, hann var mér alltaf einstaklega góður. Kjartan var mik- ill fjölskyldumaður, vildi helst vera heima, féll sjaldan verk úr hendi, alltaf að laga eitthvað og snyrta til, en hafði samt alltaf tíma ef maður þurfti einhverja hjálp. Kjartan og Marta voru einstak- lega samhent hjón, og eiga barna- láni að fagna. Hann naut þess ekki síst síðustu mánuðina í veikindum sínum. Kjartan var bindindismaður og var í stúkunni Framför, vann þar vel, síðustu árin var hann umboðs- maður stúkunnar. Kjartan lifði lífinu með reisn, kvaddi það með reisn. Bjarta brosið hans og léttur hláturinn lifir. Missir fjölskyldu Kjai'tans er mikill. Megi góður Guð styrkja Mörtu konu hans, börnin þeirra og fjölskyldu alla. Kristjana Vilhjálmsdóttir. Gott er að vera gestur að Bjarmalandi í Garði. Hlýlegt er við- mót húsráðenda. Nú hefur hús- bóndinn kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Hann sat gjaman við eldhúsgluggann og naut útsýnis yfir sjóinn og rifjaði upp liðna tíð, ígrundaði nútíðina og velti fyrir sér framtíðinni. Það var margs að minnast eftir hartnær hálfrar aldr- ar sjósókn. Útsýnið sem þessi gluggi bauð upp á var gamla vél- stjóranum ómetanlegt. Skip sigldu framhjá eða voru að veiðum. Veðra- brigði og straumar birtust þar í óteljandi myndum, allt frá spegil- sléttum haffleti í stafalogni, í veð- urofsa sem reif upp raðir af hol- skeflum með brimgný. Kjartan hafði upplifað tímana tvenna. Sem ungur drengur missti hann föður sinn í sjóslysi og er varla hægt að ímynda sér annað en lífsbaráttan hafi verið erfið, þó ekki hafi hann gert mikið úr því þegar hann rifjaði upp æskuárin. Hann fór snemma til sjós, sigldi á þýsku flutningaskipi í heimsstyrjöldinni seinni, síðan var hann á fisldskipum og seinni árin gerði hann út Þorstein Gíslason ásamt Gísla Halldórssyni mági sín- um. Það skip bar eigendum sínum vitni um góða umhirðu og snyrti- mennsku, enda sinnti Kjartan þeim störfum sem hann tókst á hendur af trúmennsku. Hægt væri að rita mikið um þau störf sem sjómaðurinn, vélstjórinn, iðnaðarmaðurinn og meðhjálparinn Kjai-tan Ásgeirsson fékkst við um dagana, en það er þó fyrst og fremst hans innri maður sem minn- ingu hans tengist. Hann var lífs- glaður maður, vildi hvers manns vanda leysa. Mikill fjölskyldumaður var hann og þegar hann ræddi um einhvem úr þeim stóra hópi sem fjölskyldan var orðin, ljómaði and- litið af stolti, og hann hafði fulla ástæðu til að vera stoltur. Marta eiginkona hans var honum allt, enda voru þau ung að árum þegar þau kynntust. Sú hlýja sem hann hafði til að bera náði langt út fyrir fjöl- skylduna og mörg eru þau börnin sem bera söknuð í brjósti þegar hans nýtur ekki lengur við. Þau áttu þar góðan vin og börn eru mann- þekkjarar. Nú er hann skilinn við ungi drengurinn sem snemma hellti sér af krafti út í lífsbaráttuna og skilur eftir sig mikil auðævi, þau auðævi sem hann mat mest, fjöl- skylduna. Blessuð sé minning Kjartans Ás- geirssonai'. Stefán, Kristjana og börn. Elsku tengdapabbi. Nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt að hafa þig ekki hjá okkur lengur, því þú varst okkar fasti punktur í tilverunni. Alltaf varstu tilbúinn að hlusta á okkur, leiðbeina okkur og rétta hjálparhönd. Afa- börnin gátu alltaf komið í heimsókn og þú sagðir þeim sögur, sumar þeirra skáldaðir þú jafnóðum. Þú varst mikill fjölskyldumaður og hrókur alls fagnaðar í fjölskyldu- boðum. Þú hafðir yndi af tónlist og spilaðir á munnhörpu og harmoniku og smám saman stækkaði Bjarma- landshljómsveitin eftir því sem barnabörnin urðu stærri, og mörg þeirra spila á hljóðfæri. Þú íylgdist vel með fólkinu þínu og baðst fyrir okkur öllum, því þú varst sterkur í trú þinni. Þú varst stoltur af fólkinu þínu og kvaddir okkur rétt fyrir andlát þitt með brosinu þínu bjarta og augun þín ljómuðu eins og tvær bjartar stjörn- ur. Það var eins og það birti í kring- um þig, sú minning mun ylja okkur um hjartarætur um ókomna fram- tíð. Þú elskaðir okkur mikið og lést okkur vita af því. Ég kveð þig með virðingu, ást og söknuði og bið Guð að geyma þig og vaka yfir ástkærri eiginkonu þinni, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.