Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 53
Vertu Guð faðir, faðir minn
í frelsarans Jesú naM.
Hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(H. Pétursson)
Jóhanna Svanlaug
Sigurvinsdóttir.
Kveðja frá Stórstúku íslands
Horfinn er einn hinna traustu
liðsmanna úr templarasveit. í meira
en hálfa öld skipaði Kjartan As-
geirsson sæti í framvarðarsveit ís-
lenskra bindindismanna, sívökull í
baráttunni fyrir hinum góða mál-
stað, sem hann lagði lið af lífí og sál.
Kjartan fæddist á ísafirði en
flutti suður í Garð 16 ára að aldri,
hóf þar sjómennsku og í Garðinum
ól hann allan sinn aldur upp frá því.
I Garðinum kynntist hann þeirri
konu, sem varð hans æskuást og
trúfasti lífsförunautur. Hún heitir
Marta Guðrún Halldórsdóttir frá
Vörum í Garði, því víðkunna menn-
ingarheimili, þar sem allir voru ein-
huga í að starfa í Góðtemplararegl-
unni og leggja hvers konar bindind-
isstarfi það lið, sem í þeirra valdi
stóð. Á þeim vettvangi tók Kjartan
sér frá upphafi stöðu við hlið unn-
ustu sinnar og síðar eiginkonu.
Hann gerðist félagi í stúkunni
Pramfór 1940 og starfaði þar af lif-
andi áhuga, drengskap, dáð og fóm-
fýsi allt til lokadægurs.
Árið 1943 gengu þau Kjartan og
Marta í hjónaband og um svipað
leyti byggðu þau hús sitt, Bjarma-
land, sem hefir verið heimili þeirra
alla tíð. Par var góðu og hamingju-
ríku lífi lifað. Bjarmaland var þeirra
bjarti unaðsreitur. Þau eignuðust 6
börn, bamabömin era orðin 18 og 4
langafabörn hafa litið dagsins Ijós.
Bamalánið leit Kjartan löngum á
sem stærstu lífsgæfu sína. Þau
hjónin vora samhuga í því að ganga
gæfuveg með börnunum sínum og
gefa þeim það fordæmi sem þau
sjálf vom sannfærð um að ekld
mundi bregðast.
Um langt árabil var Kjartan um-
boðsmaður Stórtemplars í stúku
sinni og fulltrúi hennar var hann á
mörgum Stórstúkuþingum. Þar
reyndist hann bæði bjartsýnn og til-
lögugóður, en þó umfram allt rétt-
sýnn og raunsær. Það duldist eng-
um, sem kynntust honum á þeim
vettvangi, að hann var heill og sann-
ur Góðtemplar.
Kjartan var mikill félagsmála-
maður. Þó að bindindismálið stæði
sennilega hjarta hans næst kom
hann miklu víðar við sögu, þegar
góð mál vora annars vegar. Hann
var meðal stofnenda tónlistarfélags-
ins í Garðinum, þá var hann einn af
máttarstólpum Leikfélagsins þar
syðra og virkur var hann einnig í
starfi Slysavarnafélagsins. Með-
hjálpari í Útskálakirkju var hann í
24 ár.
Mannkostir hans vora miklir og
margþættir. Góðhugur og glað-
værð, drengskapur og löngun til
þess að láta gott af sér leiða ein-
kenndu hann máske öðra fremur.
Það birti alltaf yfir þegar Kjartan
bar að garði. Því er nú víða skarð
fyrir skildi við fráfall hans. Við Góð-
templarar eigum einum okkar besta
bróður á bak að sjá. Og svo mun
fleirum finnast. En mestur er þó
missirinn og sárastur söknuðurinn
hjá eiginkonunni og fjölskyldu
þeirra. Við templarar sameinumst
hinum fjölmenna vinahópi okkar
burtkvadda bróður í hlýjum samúð-
arkveðjum og einlægri fyrirbæn til
handa ástvinunum öllum, um leið og
við blessum gengin spor hins góða
drengs og þökkum allt það sem
hann lagði af mörkum til þess að
mannlífið á okkar kalda landi mætti
verða bjartara, fegurra og betra.
Björn Jónsson Stórtemplar.
Enginn fer með meðhjálpara-
bænina eins og hann gerði. Hann
var meðhjálpari í Útskálakirkju í 23
ár. Saman störfuðum við í kirkjunni
í níu ár.
Það var ómetanleg lífsreynsla
fyrir ómótaðan og reynslulítinn
prestinn að kynnast og starfa með
honum. Hann var mun meira en
INDÍANA
S TURL UDÓTTIR -
meðhjálpari, því að í honum kynnt-
ist ég vélstjóranum og sjómannin-
um, lista- og ævintýramanmnum,
grallaranum og trúmanninum
Kjartani Ásgeirssyni.
Suðurnesin birtast manni í marg-
víslegum myndum. Þau hafa í senn
verið straumbrjótur ólgandi Atl-
antshafsins með straumum sínum
og stríðandi bylgjum. Fast þeir
sóttu sjóinn þeir Suðumesjamenn
og gera það enn. Þar hefur gætt er-
lendra menningaráhrifa af ýmsum
toga og þar hefjast ævintýraferðir
okkar eyjaskeggja á vit framandi
heima.
Oft blæs hressilega á flatri
Reykjanestánni þar sem opið haf
blasir við í þrjár höfuðáttimar. Eins
era kyrrlátar sumamætumar ein-
stakar. Þar sér maður Snæfellsnes-
jökull sitja tignarlega á haffletinum
í fjarska, í næturlogninu. Jökullinn
vitnar um fegurð sköpunarverksins
og vísar upp til himnasmiðsins. Og
enn utar út við ysta sjóndeildar-
hring, sameinast himinn og jörð.
Áhrif veðurfarsins móta allt mannlíf
undir Garðskagavita, ekkert er þar
undan skilið, jafnt í sál sem sinni.
Árið 1939 rak á strendur Garð-
búa, landleiðina þó, ungur 16 ára
drengur, fæddur vestur á ísafirði
en upp alinn í Reykjavík frá níu ára
aldri. Það var góður fengur að fá
slíkan mann í byggðarlagið. Hann
átti eftir að reynast Garðbúum ein-
staklega vel, var trúr sinni heima-
byggð og mörgum sönn fyrirmynd.
Hann hafði ungur misst föður
sinn og komið með móður sinni Jó-
hönnu Amelíu Jónsdóttur ljósmóður
suður til Reykjavíkur.
Aðeins 15 ára gamall hafði hann
ráðið sig sem messadrengur á varð-
skip.
En það var fyrir tilstuðlan móður
sinnar að hann réð sig í vinnu að
Kothúsum í Garði til Sveinbjarnar
Amasonar.
Kjartan var glæsilegur á að líta.
Sterklega byggður, dökkur á brún
og brá, með leiftrandi augu eldhug-
ans og ævintýramannsins.
Hann hefur sagt mér að aðeins 17
ára að aldri réð hann sig á þýskt
vöruflutningaskip sem leitað hafði
skjóls í Reykjavíkurhöfn. Sú sjóferð
reyndist hin mesta óvissu ferð og
alls ekki áhættulaus, á afar viðsjár-
verðum tímum. En til Islands
komst hann aftur um síðir, reynsl-
unni ríkari.
En þá þegar höfðu örlögin gripið
í taumana því að í Garðinum hafði
Kjartan kynnst þeirri stúlku sem
síðar varð traustur lífsföranautur
hans, henni Mörtu Guðrúnu Hall-
dórsdóttur.
Hún er dóttir heiðurs hjónanna
Halldórs Þorsteinssonar sem var
annálaður sjósóknari og útvegs-
bóndi í Vörum og Kristjönu Pálínu
Kristjánsdóttur húsfrúar.
Reisn og atorkusemi hefur löng-
um einkennt Varafólkið sem er
stórt í dugnaði sínum og vinnusemi
en einnig stórt í elsku sinni, sam-
heldni og innileika.
Kjartan þráði einnig öryggi og
samheldni stórfjölskyldunnar og
það fann hann einmitt í Varafólkinu
þegar hann kynntist henni Mörtu
sinni og þar átti hann vel heima.
Þau Kjartan og Marta gengu í
heilagt hjónaband hinn 28. nóvem-
ber árið 1943 og hefur hjónaband
þeirra í alla staði verið farsælt og
hamingjuríkt.
Sumarið ‘43 reistu þau sér hús
þar sem þau bjuggu fallegt heimili
og nefndu Bjarmaland. Sex börn
þein-a og fjölskyldur eru öll búsett í
Garði, hið mesta sómafólk og hafa
ásamt Mörtu, veitt honum ómetan-
legan stuðning í veikindum hans
undanfama mánuði.
Kjartan lauk mótorvélstjóraprófi
árið 1942. Á sínum yngri árum
stundaði hann lengst af sjóinn og
var vélstjóri á mörgum bátum. Um
nokkurra ára skeið gerði hann út
bátinn Þorstein Gíslason ásamt
mági sínum Gísla Halldórssyni.
Þegar Kjartan var um fertugt
hætti hann á sjó og starfaði lengst
af við pípulagningarstörf á Kefla-
víkurflugvelli og lauk sveinsprófi í
pípulögnum árið 1982.
Kjartan hefur vissulega átt stór-
an þátt í því að móta félagsiíf í
Garði. Bindindismálin hafa verið
honum hjartfólgin allt frá unga
aldri. Hann var umboðsmaður
stúkunnar Framfarar frá árinu
1974 og hefur í gegnum árin einnig
veitt bamastúkunni Siðsemd ómet-
anlegan stuðning.
Listamaðurinn Kjartan naut sín
jafnt í söng og nikkuleik sem og á
leiksviði Litla leikfélagsins þar sem
hann tók þátt í mörgum uppfærsl-
um á yngri áram sínum. Þá var
hann einn af stofnendum Tónlistar-
félags Gerðahrepps.
Hann var formaður Sjálfstæðisfé-
lags Gerðahrepps um tíma og var
sjálfstæðismaður af lífi og sál.
Kjartan var gefandi í lífi og starfi
og maður stórra tilfinninga. Hann
gaf sig allan í hvert það verk sem
hann tók sér fýrir hendur. Vissu-
lega gat hann verið beinskeyttur og
hvass ef vindar blésu þannig. En
umfram allt var Kjartan sannur
maður, hafði þor til að lifa lífi sínu
lifandi, allsgáður og með sterkum
tilfinningum.
Hann átti sanna trú á Jesúm
Krist og tókst á við veikindi sín af
hjartans trúar einlægni. Honum
þótti afar vænt um kirkjuna sína,
Útskálakirkju, og helgaði henni ótal
verk og vinnustundir.
En allt hefur sinn tíma.
Þetta átti að verða ein af okkar
allra síðustu útfara athöfimm sam-
an. Ég á leið til að taka við þjónustu
í öðram söfnuði og hann hafði
ákveðið að hætta sem meðhjálpari.
Það var Suðumesja rok, kuldinn
beit í kinn og það virtist taka okkur
lengri tíma en oft áður að láta síga,
úti í kirkjugarði. Eftir þennan dag
lagðist Kjartan fársjúkur og var í
gjörgæslu á sjúkrahúsi um tíma.
Það kom í ljós mein í lunga sem
hafði búið um sig í nokkum tíma og
hann náði sér aldrei aftur að fullu.
Þó náðum við að ljúka okkar sam-
eiginlegu guðsþjónustu saman. Hún
var á fógram degi í Fríkirkjunni við
Tjömina í Reykjavík, við skírðum
ungan son minn og Kjartan flutti
lokabænina eins og honum einum er
lagið, af reisn og hjartans trúartil-
finningu. Þeirri stund mun ég aldrei
glejma.
I sálminum „Þú Guð sem stýrir
stjarna her“ sem var honum svo
kær segir í síðasta versi:
Stýr mínu fari heilu heim
í höfh á fiiðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó Guð minn allsvaldandi.
Kjartan hefur nú náð landi í
hinstu friðar höfn.
Einlægur samstarfsmaður, óvið-
jafnanlegur meðhjálpari, bróðir í
trúnni á Jesúm Krist og fóðurlegur
vinur, er hér kvaddur í hjartans
þökk og djúpri virðingu.
Megi kærleikans Guð blessa og
styrkja Mörtu, börn, alla afkomend-
ur og ástvini.
Hjörtur Magni Jóhannsson.
Þá ert þú farinn, elsku afi minn,
og skilur eftir þig mikinn söknuð í
hjarta mínu. En góðar minningar
og það að vita að þú kvelst ekki
lengur gerir söknuðinn léttari að
bera.
Elsku afi, minningamar um þig
era allmargar, en þessar era meðal
annarra efstar í huga mér: Þegar þú
sast með harmonikuna þína og spil-
aðir og söngst öll þín uppáhaldslög.
Og allar sögurnar sem þú sagðir
mér sem lítilli stúlku um alls konar
álfa og tröll, þar á meðal hann
Snjólf sem bjó í litla bóndabænum á
blettinum þínum. Einna vænst þyk-
ir mér þó um þá minningu þegar þú
sýndir mér fallegu nýju jakkafötin
þín, sem þú hafðii- keypt alveg sér-
staklega fyrir fermingardaginn
minn. Ég fylltist ótrálegu stolti þeg-
ar þú gekkst inn í kirkjuna, svo
myndarlegur maður afi minn.
Mér þykir svo innilega vænt um
að þú skyldir fá að sjá nýfæddan
son minn áður en þú yfirgafst þenn-
an heim. Ég mun varðveita allar
mínar minningar um þig í hjarta
mínu og þegar hann vex úr grasi
mun ég segja honum allt um
öðlingsmanninn hann langafa hans.
Ég kveð þig elsku besti afi minn.
Jóhanna Þorvaldsdóttir.
+ Indíana Sturlu-
dóttir fæddist
12. nóvember 1909 í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á dvalar-
heimili aldaðra,
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum,
15. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Sturla Indriðason,
f. 19.9. 1877 frá
Vattarnesi við
Reyðarfjörð, d. 1.1.
1945, og Fríður
Lárusdóttir, f. 17.4.
1880, frá Búastöðum í Vest-
mannaeyjum, d. 7.10. 1959. Ind-
íana átti þrjú systkini, Alfreð,
Láru og Pétur. Eiginmaður
Indiönu var Már Frímannsson,
f. 20. mars 1904 á Kvíslarhóli á
Tjömesi, S-Þingeyjarsýslu, d.
27.12. 1965.
Synir Indíönu og Más eru 1)
Friðþjófur Sturla, f. 25.3. 1927,
maki Jómnn Einarsdóttir, f.
5.8. 1928. Böm þeirra era Inda
Mary, Einar, Anua, Már og
Svanhvít, áður átti Friðþjófur
tvíburasynina Guðlaug og
Við systkinin viljum í fáeinum Orð-
um mirmast ömmu okkar, Indu í Val-
höll, en það var hún oftast kölluð. í
Valhöll bjuggu hún og afi Már lengst-
um. Valhöll var stórt hús á þessum
tíma, þrjár hæðir og ris, og bjuggum
við á efstu hæðinni. Þar af leiðir vora
samskipti okkar ömmu Indu og afa
Más mjög mikil og náin. Þau hjón
voru frekar ólík í skapi og háttemi,
hann rólegur og ekki kannski mjög
félagslyndur en hún var alltaf í góðu
skapi, félagslynd og sér í lagi söng-
elsk, enda voru heilu aríumar fluttar
sí og æ á hæðinni fyrir neðan við und-
irleik hennar, bæði á píanó og gamalt
orgel, er henni þótti hinn mesti dýr-
gripur. Hún var einnig mikil tildur-
rófa, hafði gaman af að eiga falleg fót
og sá vel til þess að afi Már ætti það
einnig. Hún hafði mikil og góð sam-
sldpti við konumar í nágrenninu. Það
var oft mikið drukkið af kaffi og
spjallað í eldhúsunum í Valhöll, hjá
Svövu á Fögruvöllum og Tótu í Land-
lyst. En víst er að hún amma Inda gat
látið fjúka og þá var betra að láta sig
hverfa, t.d. er hún áleit að karlpen-
ingurinn í fjölskyldunni væri orðinn
of hávær við bridsspilamennsku
kvöld eitt og sleit samkomunni.
Heimili þeirra afa Más og Indu
ömmu í Valhöll var afar glæsilegt og
amma Inda vai’ mikil og góð húsmóð-
h'. Við bömin komum ekki að tómum
kofunum er við litum inn á neðri hæð-
inni. Hún hafði mikinn metnað fyrir
okkur barnabörnin og hvatti okkur
óspart til mennta og að nýta þá hæfi-
leika er hún áleit að okkur væru í blóð
bomir. Hún var nokkuð stjómsöm,
stundum kannski um of að áliti hús-
móðurinnar á efri hæðinni, t.d. er hún
ætlaði að gera píanóleikara úr Einari
og söngkonu úr Indu Mary, en því
miður vantaði áhugann í þá daga hjá
okkur.
Fljótlega eftir að afi dó flutti hún til
Reykjavíkur og bjó á Klapparstíg,
þar sem hún undi vel við sitt. Þar var
toppurinn á tilveranni að hitta vin-
konumar og fá sér smátár, eins og
hún orðaði það.
Síðustu tuttugu árin bjó hún á
Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra
í Vestmannaeyjum. Lét hún mjög vel
af dvöl sinni þar og talaði jafnan um
að þetta væri eins og að búa á hóteli.
Á starfsfólk Hraunbúða miklar þakk-
ir skildar fyi-ir umönnun ömmu Indu.
Minninguna um glaðlynda, félags-
lynda konu og umfram allt sterkan
persónuleika munum við bamabömin
geyma um ókomin ár.
Inda Mary, Einar, Anna, Már
og Svanhvít Friðþjófsbörn.
í dag er borin til grafar tengda-
móðir mín Indíana Sturludóttir og
langar mig að minnast hennar með
nokkram orðum. Hún Inda eins og
hún var alltaf kölluð var mikill fagur-
keri og bar heimili hennar þess
Helga. 2) Reynir
Frímann, f. 29.1.
1933, d. 19.6. 1979,
maki Helga Tómas-
dóttir, f. 6.7. 1936.
Böra þeirra era
Dagný, Helgi Már,
Fríður og Geir. 3)
Drengur, f. 10.11.
1940, d. sama dag.
4) Kjartan, f. 6.9.
1942, d. 16. mars
1943. 5) Kjartan, f. *"
17.4. 1946, maki
Sigfríður Sigurðar-
dóttir, f. 15.4. 1948.
Dætur þeirra eru
Bryndís og Gunnheiður.
Indiana vann mestan hluta
ævi sinnar sem húsmóðir en í
nokkur ár vann hún hjá Nátt-
úrulækningafélagi íslands 1
Reykjavík og á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja. Hún var félagi
í Oddfellow-reglunni í mörg ár,
Kvenfélaginu Líkn og Sjálf-
stæðiskvennafélaginu Eygló í
Vestmannaeyjum.
títför Indfönu fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan **
14.
glöggt merki. Hún hafði glöggt auga
fyrir fallegum fötum, hlutum og
skarti, það var sama hvort hún var að
fara í fiskbúðina á morgnana eða á
einhver merkilegri mannamót, hún
gætti þess að líta vel út og vera fín.
Mér eru minnisstæð jólaboðin sem
hún og tengdafaðir minn, Már
Frímannsson, héldu fyrir fjölskyld-
una, þá lagði hún áherslu á að skreyta
jólaborðið og steikina, sagði hún mér_
að maturinn bragðaðist betur ef mað^
ur legði hann fallega fram og ekki
þyrfti maður meiri tíma, Jsað ætti
bara að undirbúa sig vel. A þessum
árum var ekki svo mikið til af borð-
og matarskrauti en hún fóndraði úr
álpappír og servíettum. Þegar yngri
dóttir okkar Kjartans var skýrð um
páska kom hún úr Reykjavík með
mikið af páskaskrauti sem hún ætlaði
að skreyta borðið með. Eitthvað hef-
m- svipurinn verið skrýtinn á mér
þegar hún sýndi mér allt fína borð-
skrautið, því hún sagði: „Ég treysti
því að þú sért búin að baka eitthvað
gott og fínt, þó að skrautið verði mik-
ið þarf að vera gott að borða“. Enda
var meira dáðst að borðinu en bakk-
elsinu. Hún tengdamóðir mín vajt.
mjög söngelsk og félagslyr.d kona,
enda tók hún mikinn þátt í félagslíf-
inu í Eyjum, hún var í Kvenfélaginu
Líkn ásamt fleiri félögum, á árunum
áður sá kvenfélagið um jólaböllin fyr-
ir bömin og var henni mikið í mun að
sem flest böm fengju að njóta þeirrar
skemmtunar. Hún passaði upp á að
bammargar fjölskyldur fengju miða,
það mátti enginn vera útundan.
Hún söng í kh'kjukómum í Landa-
kirkju og spilaði á píanóið heima.
Konumar á Hraunbúðum sögðust
eiga eftir að sakna þess að mæta
henni syngjandi á göngunum. Fjöl-
skylda hennar vill þakka starfsstúlk-
um Hraunbúða fyrir góða umönnun
sem þær veittu henni. Eftir að ég,
kynntist Indu knúði sorgin tvisvai'
dyra hjá henni, fyrra skiptið var þeg-
ar hún missti sinn besta vin og fé-
laga sem var eiginmaður hennar
Már Frímannson, en hann lést 26.
desember 1965. Hún talaði ekki um
söknuð sinn eða sorg en við sem vor-
um með henni fundum að hún sakn-
aði hans mikið. Seinna skiptið var
þegar hún missti son sinn, Reyni,
sem var verslunarstjóri á Tanganum
og andaðist hann árið 1979. En þá
sagði hún: „Svona er lífið, maður
verður að taka því eins og það er og
reyna að gera gott úr hlutunum."
Hún bar sorgir sínar í hljóði. HúfT
tengdamóðir mín var kennd við Val-
höll og fannst mér það passa vel fyr-
ir hana því hún var sannkölluð
drottning.
Elsku Inda mín, haf þú þakkir fyrir
allt sem þú kenndfr mér, allt sem þú
sagðir mér og allt sem þú gerðir fyrii'
mig. 4;
Þín tengdadóttfr
Sigfríður I. Sigurðardóttir.