Morgunblaðið - 24.10.1998, Qupperneq 54
ö4 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Iflalti Óli Ei-
ríksson var
fæddur í Reykjavík
hinn 24. október
1980. Hann lést af
slysförum 14. ágúst
siðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Garðakirkju 21.
ágiíst.
Ég óska þér hjart-
anlega til hamingju
"* með afmælið, litli bróð-
ir. í dag hefðir þú
orðið 18 ára gamall.
18 ár eru ekki langur tími þegar
maður hefur mikið fyrir stafni og
ætlar að gera mikið úr lífí sínu eins
og þú varst búinn að ákveða.
Það er svo margs að minnast sem
okkur hefur tekist í gegnum lífið,
þegar þú varst lítill passaði ég þig
þegar mamma og pabbi þurftu að
skreppa frá. Það var stundum ekki
auðvelt að fylgjast með þér, að þú
rifír ekki og tættir úr skápum og
skúffum eða dyttir niður tröppurn-
ar í Lyngholti sem voru nokkuð
brattar. Þér þótti voða gaman að
vjeika með Playmo-dótið mitt og
’járnbrautarlestina. Já, þetta var
ekki auðveldur tími, ég 9-10 ára, þú
1-2 ára.
Tíminn leið svo hratt og þú
stækkaðir með hverjum deginum
sem leið og varst kominn á
leikskóla og síðan í barnaskóla áður
en ég vissi af og við brösuðum mik-
ið saman þennan tíma og áttum
góðar stundir.
Eitt sumarið fór ég í sveit á Snæ-
fellsnes og um sumarið fékkst þú að
^Jcoma til mín í heimsókn til að skoða
'sveitalífið. Ég held bara að þér hafi
litist nokkuð vel á að þurfa að moka
flórinn og reka beljurnar út á tún.
Þetta var kannski ekkert framtíð-
arstarf í þínum augum en samt
höfðum við gaman af að dunda við
þetta saman. Þú fékkst að keyra
traktorinn og stýra skellinöðrunni
minni. Það fannst þér best við
sveitina; að fá að keyra tækin.
Nokkrum árum síð-
ar fór ég til Þýska-
lands. Þá höfðum við
ekki eins oft samband,
en við gátum þó talað
saman í símann
nokkrum sinnum áður
en þú komst með
mömmu og pabba í
heimsókn, einu ári síð-
ar. Ég ætlaði varla að
þekkja þig, þú varst
orðinn miklu stærri og
sterkari en ég átti von
á.
Við fórum í ferðalag
um Þýskaland saman sem var mjög
gaman. Síðan flaug ég með ykkur
heim til Islands og var þar í
smátíma.
Ég held að það hafi verið sum-
arið ‘92 sem þú komst í fyrsta
skiptið einn til mín út, til að hjálpa
mér í hestabransanum. Þú hafðir,
að ég held, engan rosalegan áhuga
á hestum, en samt, það var hægt að
hugsa sér eitthvað verra en að ríða
út á góðum töltara í skínandi sól-
skini. Sumarið leið hratt og við átt-
um margar góðar stundir og sá tími
kom að þú þurftir að fara heim aft-
ur til að fara í skólann. Það var
aldrei auðvelt að þurfa að kveðja
þig og vera einn eftir, þó að við höf-
um oft rifist og slegist þau sumur
sem þú komst til mín. Én ég held
að það tilheyri góðri bræðravináttu
að vera ekki alltaf sammála. Að
minnsta kosti fannst okkur það.
Eitt af rifrildum okkar er mér
minnisstæðara en önnur. Við vor-
um að borða pylsur inni í stofu og
ég byrjaði að stríða þér. Þú stóðst
upp og hentir pylsunni beint í mig
án þess að hika, þannig að ég leit út
eins og ein með öllu. Síðan stukkum
við báðir út á gólf og þar var ekkert
gefið eftir, hnefamir og lappirnar
gengu í allar áttir. Það vildi þannig
til að mamma og amma höfðu kom-
ið í heimsókn til mín frá íslandi
nokkrum dögum fyrr. Ommu
fannst þetta ekkert íýndið og alls
ekki við hæfi og skellti sér út á gólf
til að stöðva slagsmálin og tók mig
taki, þannig að ég gat ekkert gert.
Þú notaðir tækifærið og gafst mér
einn beint á andlitið, þannig að ég
fékk svona hálft glóðarauga og
þannig enduðu slagsmálin og við
vomm orðnir bestu vinir eftir
nokkra klukkutíma, enda ekkert
illt í gangi, bara verið að láta vita
hvor var hraustari þennan daginn.
Þú varst hjálpsamur við tamn-
ingar og hirðingu hrossanna sem
ég var með. Ég man sérstaklega
eftir einum rauðum hesti sem þú
varst ekki mjög hrifinn af. Hann
var kallaður Hlaupa-Rauður vegna
þess að hann átti það til að rjúka,
en samt sem áður varst þú tilbúinn
að prufa hann strax eftir að hann
kom til okkar. Þú lagðir á hestinn
og skelltir þér á bak á hringvellin-
um. Fyrst var riðið hægt, síðan
jókst þú ferðina í tölt og kallaðir til
mín: „Af hverju þorðir þú ekki á
bak, bróðir?“ A sama augnabliki
rauk hesturinn á fulla ferð. Hann
hljóp svo hratt að ég hélt að þetta
yrði þín síðasta ferð. Ég stökk út á
völlinn og reyndi að stoppa hann,
en hann var alveg trylltur og jók
ferðina enn meira. Ég stökk til
hliðar til að verða ekki undir hon-
um. Beygjurnar á vellinum eru
næstum því 90 gráður og varla
hægt að ná þeim á þessari ferð. Ég
kallaði til þín: Ekki stökkva af
baki, ég stoppa hann í næstu
beygju. Hesturinn kom í beygjuna
og þá sá ég nú bara hvar þú flaugst
í stórum boga og lentir langt utan
við völlinn. Ég hélt að þú værir
stórslasaður og hljóp til þín til að
athuga með þig. Það fyrsta sem þú
sagðir var: „Náðu í stóru stangim-
ar, ég ætla að sýna þessari bikkju
hvar Davíð keypti ölið,“ og stóðst
upp og burstaðir af þér drulluna.
Ég átti ekki orð yfir þetta hug-
rekki. Ég hefði aldrei farið á bak
aftur, en þú gerðir það og sýndir
hestinum hvað þú gast.
Það eru svo margar ógleyman-
legar samverustundir sem hægt er
að rifja upp, en þegar maður ætlar
að skrifa þær niður gengur ekkert,
ég er eins og dofinn. Kannski vil ég
bara halda þeim fyrir okkur, en
samt langar mig að minnast þess
tíma sem þú varst hjá mér síðast.
Hann var sá skemmtilegasti og
besti sem við áttum. Þú hringdir í
mig í desember ‘97 og spurðir
hvort þú gætir ekki komið til mín.
Ég átti ekki orð. Hvað! Ætlarðu
ekki í skólann? „Nei,“ sagðir þú,
„get ég komið eða hvað?“ Ég fann
strax að það þýddi ekkert að reyna
að fá þig ofan af því að hætta við að
fara í skólann. Það var ekki það að
ég vildi ekki að þú kæmir. Mér
fannst réttara að þú færir í skólann
en samt hlakkaði ég rosalega til að
þú kæmir og spurði strax: Hvenær
ertu að hugsa um að koma? Þú
sagðir: „Einhvem tímann í janúar,
ég er að vinna í póstinum núna og
kem þegar ég verð búinn þar.“ Ég
gat varla beðið eftir þeim degi sem
þú kæmir, enda orðinn hundleiðm-
á að þurfa að vinna verkin alltaf
einn og ég hlakkaði til að fá góðan
félagsskap. Dagurinn sem þú
skyldir koma rann upp og ég fór út
á flugvöll að ná í þig. Spennan yfir
að sjá bróður sinn var mikil. Ég
vissi varla hvað ég átti að segja, því
svo mikið hafði gerst síðan við
sáumst síðast og sögumar vora
margar sem segja þurfti. Það var
eins og við hefðum ekki sést í
fjölda ára. Daginn eftir að þú
komst fóram við að ná í tölvuna
þína en hana hafðir þú sent með
frakt. Hún var sett upp og gerð
klár fyrir notkun. Síðan tengdum
við tölvuna þína við tölvuna mína
og uppáhaldsleikurinn okkar var
settur inn, við spiluðum hvor á
móti öðram klukkustundum og
dögum saman en alltaf vannst þú,
það var sama hvað ég reyndi. Það
var varla tími til að vinna verkin
fyrstu dagana, áhuginn á tölvu-
leikjum og forritum var svo mikill
að við sátum langt fram á nætur.
Þú varst ekki í vandræðum með
að búa til heimasíðu á Intemetið
fyrir mig, hugmyndimar streymdu
frá þér í sambandi við það. Þegar
við fóram útí það að búa til við-
skiptaforrit fyrir fyrirtækið hjá
mér, endaði það með því að við gát-
um selt eitt eintak af því fyrir góð-
an pening. Þá voram við stoltir af
okkur enda bara tómstundaforrit-
unarmenn.
Þennan vetur þurfti að smíða
mikið og gera á búgarðinum hjá
HJALTIOLI
+ Sigríður Ólöf
Jónsdóttir fædd-
ist á Höfðaströnd. í
Grunnavíkurhreppi
17. febrúar 1911.
Hún lést 19. október
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Arnórsson, f.
27.8. 1852, d. 28.3.
1931, og Kristín
Jensdóttir, f. 20.8.
1869, d. 19.5. 1946.
Sigríður var tekin
í fóstur aðeins
tveggja mánaða
gömul af. bróður
sínum Áma og konu hans Elínu
Jónsdóttur sem bjuggu í
Furufirði. Hún var hjá þeim til
22 ára aldurs, er hún flutti hún
til ísaijarðar. Á ísafirði lærði
hún fatasaum á klæðskera-
verkstæði Einars og Kristjáns
og vann hún við saumaskap eftir
það. Systkini: 1) Árni Jónsson, f.
1880. 2) Elísabet Jónsdóttir, f.
1881. 3) Valgerður Jónsdóttir, f.
1885. 4) Kristján Jónsson, f.
1888. 5) Ólafía Jónsdóttir, f.
1890. 6) Arnór Jónsson, f. 1892.
7) Valgeir Jónsson, f. 1899. 8)
Við viljum minnast ömmu okkar,
Sigríðar Olafar Jónsdóttur, er lést
19. október síðastliðinn.
Amma giftist Guðbjarti Jónssyni,
skipstjóra, sem lést árið 1991 og
var hjónaband þeirra var afar far-
sælt, þar sem reglusemi, dugnaður
og heiðarleiki vora í hávegum höfð.
#>au vora einstaklega samrýnd.
Sérstaklega minnumst við þess
Kristján Jónsson, f.
1901. 9) Karl Jóns-
son, f. 1903. 10)
Indriði Jónsson, f.
1905. 11) Leó Jóns-
son, f. 1909. Fóstur-
systkini: Kristín
Árnadóttir, Guð-
mundur Árnason,
Jósef Stefánsson,
Albert Krisljánsson
og Jóhanna L.
Hrafnfjörð. Maki
Sigríðar Ólafar var
Guðbjartur Jónsson,
f. 18.8.1911 í Efsta-
dal í Ögurhreppi, d.
22.6. 1991. Þau gengu í hjóna-
band. 2.1. 1938 og eignuðust
þijá syni. Þeir eru: 1) Sveinn
Ámi, f. 15.9. 1939, kvæntur
Maríu Ingibjörgu Hagalínsdótt-
ur frá Hrauni Ingjaldssandi. 2)
Benedikt Einar, f. 16.6. 1941,
kvæntur Eddu Sigríði Her-
mannsdóttur frá Vestmannaeyj-
um. 3) Jón Kristinn, f. 26.12.
1946, kvæntur Sigríði Rósu
Símonardóttur frá Isafirði.
títför Sigríðar fer fram frá
ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.30.
hversu dugleg þau vora að stunda
gönguferðir, helst snemma á
morgnana, fara í útilegur og á
gönguskíði. Það vora ófáar stund-
imar sem við áttum með þeim í
berjamó og stundum fengum við að
fara með þeim í útilegur og var það
alltaf mjög skemmtilegt. Tjaldið
þeirra var sérstakt, en afi hafði
saumað það sjálfur. Himinninn var
úr dökkbláu seglefni og var því al-
gjört myrkur inni í tjaldinu þegar
honum hafði verið tjaldað. Ef til vill
er það til marks um hve samrýnd
þau vora að þau saumuðu bæði
mikið, amma buxur og afi segl, en
þvi starfi sinnti hann sem auka-
starfi. Hún amma lærði ung fata-
saum hjá Einari & Kristjáni,
klæðskeram á Isafirði, og hafa
margir Isfirðingar gengið í buxum
sem hún saumaði og jafnvel jakka-
fötum. Hún saumaði einnig talsvert
á okkur krakkana. Stundum feng-
um við að leika okkur í saumavél-
inni, en hún amma hafði meira
gaman af því ef við sýndum ein-
hvern áhuga á því að læra að sauma
á hana.
Heimili ömmu og afa var lengst af
á Smiðjugötu 13, Isafirði, og við eig-
um eftir að byggja mikið á því vega-
nesti sem við fengum þaðan. Ávallt
leið okkur vel í Smiðjugötunni þar
sem viðurgjömingur var hinn besti.
Við minnumst þess öll hversu gott
bakkelsi ömmu var. Hún bakaði
hveitikökur alla daga og átti þær
heitar þegar frímínútur voru í skól-
anum. Einnig voru alltaf til
brúnkökur, lagkökur, kleinur og
hún átti alltaf nokkrar gerðir af
smákökum allt árið um kring. Það
var alveg fi-ábært að fylgjast með
ömmu að baka eða elda, ef eitthvað
vantaði þá var hún snögg að hlaupa
út í Björnsbúð, jafnvel með svunt-
una framan á sér. Það var henni
einnig kappsmál að vera tímanlega
með matinn þegar afi kom heim í
hádeginu. Það vai- alltaf mjög gest-
kvæmt á Smiðjugötunni. Fólk kíkti
inn og tyllti sér í eldhúsinu til þess
að tala um daginn og veginn, einnig
komu margir til þess að láta sauma
á sig. Fyrst komu þeir til þess að
láta taka mál og áður en flíkin var
tilbúin þmfti að máta a.m.k. einu
sinni. Bæði amma og þeir sem komu
höfðu gaman af þessum heimsókn-
um.
Amma var trúuð kona. Hún fór
reglulega í kirkju, en sótti einnig
samkomur hjá Hjálpræðishernum
og Hvítasunnusöfnuðinum. Hún
kenndi sumum okkar að fara með
bænirnar fyrir svefninn þegai- við
gistum hjá henni og afa. Það var
alltaf svo gott að vera hjá ömmu og
afa. Hún amma var svo hlý og mjúk
og það var svo gott að halla sér að
henni ef manni leið illa.
Við viljum kveðja ömmu með
bæn (sálmi) sem hún kenndi okkur:
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. EgOsson.)
Barnabörn.
Sigríður Ólöf Jónsdóttir er far-
in heim til Guðs. Hún hefur lokið
langri sendiför fyrir hann og nú
hefur hún heyrt orðin hljóm-
fögru: Gott, þú trúi þjónn, gakk
inn til fagnaðar Herra þíns. Hún
treysti Guði og elskaði orð hans
og nú hefur það ræst fyrir henni.
Sú himneska von sem hún hafði
alla ævi fyrir augum er nú veru-
leiki.
Ég minnist þess ekki að ég hafi
nokkra sinni lokið upp kirkjudyram
á Isafirði þau tólf ár sem ég var þar
að ekki væri Sigríður einna fyrst til
þess að ganga inn um þær. Aldrei
lét hún sig vanta nema þá hún væri
af bæ eða rúmföst sem sjaldan kom
þó fyrir.
Hún var bænakona og fyrirbiðj-
andi kirkjulegs starfs á Isafirði og
bænir hennar þess og mín vegna
sérstaklega margar og einlægar.
Þær vora samhuga í bæn og verki
SIGRÍÐUR ÓLÖF
JÓNSDÓTTIR
mér. Þér fannst stundum voðalegt
vesen á mér þegar ég byrjaði að
telja upp hvað við ættum að gera
næstu daga en varst samt alltaf
klár í slaginn. Þú kynntist
nokkram stelpum nánar og varst
nokkuð montinn með þig að segja
frá hvað gerðist en samt fékk ég
aldrei að vita allt þótt ég hafí reynt
mikið enda rosalega forvitinn.
Áhuginn á hestamennskunni óx
mikið hjá þér þennan vetur og nú
var komið að því að þú ætlaðir að
fara á hestamannamót og keppa.
Við fengum lánaða tvo hesta, sem
vora nokkuð góðir, þremur dögum
fyrir mót og æfðum okkur eins og
hægt var, enda tíminn ekki mikill.
Svo kom að keppninni, þú fórst, að
springa úr spennu, inná völlinn og
gerðir það sem hægt var að gera.
Hesturinn var ekld nógu góður,
þannig að þetta gekk ekki upp og
þú varst ekki ánægður með það en
samt reynslunni ríkari og til í
næsta mót.
Tíminn leið hratt en ljúft, nú
kom sá dagur sem ég var að vona
að aldrei þyrfti að koma, þú fórst
að tala um að fara heim, ég vissi
strax að fyrst þú minntist á að fara
heim þá varstu búinn að ákveða
það og því yrði ekki breytt. Þú
hringdir í mömmu og lést vita að
þú værir á leiðinni heim og ætlaðir
að reyna að fá vinnu í póstinum aft-
ur. Auðvitað fékkstu vinnu þar
strax, enda vel liðinn starfsmaður
þar.
Dagurinn rann upp, 22. júní. Ég
keyrði þig á flugvöllinn, kveðju-
stundin var komin. Ég vissi að við
myndum ekki hittast strax aftur
enda hafðir þú miklar áætlanir fyr-
ir framtíðina, skólinn var framund-
an. Þú ætlaðir ekki að verða
„ólærður skítmokari“, einsog þú
lýstir mínu starfi stundum, nei, þú
varst ákveðinn í að verða ríkur
barón á Islandi og geta leyft þér að
gera það sem þér djhti í hug í
framtíðinni. Ég kvaddi þig hálf-
stamandi enda ekki auðvelt að
kveðja sinn besta vin og bróður eft-
ir svona langan og góðan tíma. Ég
á aldrei eftir að gleyma þessari
stundu, það var einsog mér fyndist
að við myndum aldrei hittast aftur,
mér fannst ég vera svo einmana og
mágkonurnar Guðrún heitin Jóns-
dóttir í Hafnarfirði, og vestra var
Sigríður fulltrúi starfs Guðrúnar.
Ferðir hennar með Fagnaðar-
boðann, blað starfsins, um Isafjörð
og nærliggjandi byggðir gáfu henni
tækifæri til þess að hvetja fólk til
bænariðju og breytni í trú. Hún var
óþreytandi í þjónustu sinni. Sigríð-
ur var saumakona og lét af hendi
vandaðar flíkur. Til þess að fá þær
þurfti þrjár ferðir tH hennar. Éina
til þess að afhenda efnið og láta
taka af sér mál. Aðra til þess að
máta hálf samsetta flík og þá þriðju
til þess að sækja og greiða fyrir.
Ekki íþyngdi upphæðin neinum og
ef um efnalítið fólk var að ræða
hrapaði verðið niður úr öllu valdi.
AUar þessar heimsóknir nýtti
Sigríður til þess að minna á Guð.
Hún gerði það á eðlilegan hátt, var
ekki ágeng en eindregin og
málefnaleg. Kannski: Þú sem ert
svo vel gerð stúlka og af góðu fólki
komin ættir að fara vel með líf þitt
og varðveita þig handa manninum
sem þú átt eftir að giftast. - Þú
skalt vara þig á áfenginu, vinur.
Það hefur margur farið illa út af
því. Guð hefur gefið þér margar
góðar gjafir, nýttu þær og vertu
ráðvandur. - Guð hefur gefið þér
yndisleg börn. Kenndu þeim að
elska hann og biðja til hans. Betur
getur þú ekki tryggt farsæld
þeirra.
Af umhyggju og einarðleik flutti
hún boðskapinn um Guðsríkið hvar
sem hún kom. Margir leituðu til
hennar um fyrirbæn. Þá hringdi
hún jafnan í Guðrúnu og þær báðu
saman og voru bænheyrðar og
lofuðu Guð.
Sigríður átti vænan mann. Hann
Guðbjartur Jónsson, skipstjóri og
síðar seglasaumari og lagérmaður,
var lífsförunautur hennar frá
æskudögum og til gamalsára. Það