Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 59

Morgunblaðið - 24.10.1998, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 59^ Bangsadagur í Borgar- bókasafni Reykjavíkur ALÞJÓÐLEGUR bangsadagur verður haldinn hátíðlegur í Borg- arbókasafni Reykjavíkur þriðju- daginn 27. október. Hann verður einnig haldinn hátíðlegur í mörg- um öðrum bókasöfnum, bæði á Is- landi og hinum Norðurlöndunum. „Þrátt fyrir mismunandi þjóð- erni og uppeldi höfum við flest átt bangsa eða annað tuskudýr í æsku. Þangað höfum við sótt ör- yggi og hlýju hvað sem annars hef- ur á dunið og vilja bókasöfnin heiðra þennan ástsæla vin og sálu- félaga sem sameinar fólk á öllum aldri víðs vegar um heiminn," seg- ir í frétt frá Borgarbókasafninu. í öllum söfnum Borgarbóka- safns verður dagskrá þennan dag, svo sem bangsasögustundir, bangsagetraunir og sýningar á böngsum og öðrum tuskudýrum. Þá mun förubangsi á vegum Þall- ar, samstarfshóps um barnastarf á íslenskum bókasöfnum, leggja af stað frá aðalsafni, Þingholtsstræti 29a í hringferð um landið. Hann sver sig í ættir flakkara og föru- manna í íslenskum bókmenntum og menningu og mun hann segja börnum sögur á bókasöfnum víðs vegar um landið. Ferð hans hefst klukkan 14.30 og verður honum þá gefið nafn. Förubangsinn mun einnig bera sögur og fréttir frá börnum á milli safna í sérstakri bók. Að launum fær hann húsa- skjól og annan viðurgjörning á söfnunum og verður meira að segja borgað undir hann í rútur og flugvélar. Bangsasögustundir verða sem hér segir: Aðalsafn, Þingholts- stræti 29a kl. 14.30, Bústaðasafn v/Bústaðaveg kl. 10 og 14, Folda- safn v/Fjörgyn kl. 10.30, Sól- heimasafn, Sólheimum 27, kl. 10. --------------- Ólafur Laufdal fær viðurkenn- ingu frá FÍH í KÖNNUN sem Félag íslenskra hljómlistarmanna gerði á starfs- umhverfi tónlistarmanna starfandi á veitingahúsamarkaðnum kom í ljós að mjög mismunandi er hvern- ig vinnu- og hvíldaraðstöðu veit- ingastaðmnir búa þeim. í mörgum tilfellum er um mjög slæma að- stöðu að ræða og jafnvel heilsu- spillandi. „Áberandi bestur aðbún- aður er á Broadway, en þar er að- staða hljómlistarmannanna rúm- góð, snyrtileg og reyklaus. Mun ðlafi Laufdal veitingamanni á Broadway verða af því tilefni af- hent sérstök viðurkenning Félags íslenskra hljómlistarmanna," segir í fréttatilkynningu frá FÍH. Könnunin náði yfir 17 veitinga- staði á Stór-Reykjavíkursvæðinu. ------♦-♦-♦---- Fj ölskyldubingó í Hafnarfírði KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði heldur fjölskyldubingó sunnudaginn 25. október kl. 15 í íþróttahúsinu Álfafelli við Strand- götu. Allur ágóði af bingóinu rennur til Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði. www.mbl.is SKEGGI G. Þormar, stærðfræðing- ur og sérfræðingur í hugbúnaðar- þróun hjá Islenskri erfðagreiningu, mun halda erindi um notkun tölvu- tækni við kvikmyndagerð í dag, laugardaginn 24. október, að Lyng- hálsi 1. Erindið nefnist: Að búa til nýja veröld. Það hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rann- sóknarstofur Islenskrar erfðagrein- ingar. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. „í erindi sínu mun Skeggi greina frá þeirri tækni sem notuð er til að gera útreiknaðar raunmyndir (Photorealistie Rendering) sem hef- Notkun tölvutækni í kvikmyndagerð ur fleygt fram á síðustu ái-um. Þessi tækni hefur m.a. gjörbreytt kvik- myndaheiminum þar sem hún er notuð bæði í hefðbundinni kvik- myndatöku og einnig til að framleiða algjörlega tilbúna veröld þar sem engin myndavél kemur nálægt. I er- indinu verður farið yfir nokkur atriði úr sögu tækninnar og lýst með al- mennum orðum helstu þáttum reikni- og eðlisfræði sem eru notaðar við raunmyndareikning. Einnig verðúr reynt að gefa heildarsýn yfir hugbúnaðarkerfí, ferli og stjórnun sem þarf til að útfæra slíka tækni við gerð kvikmynda. Með erindinu verða sýndar nokkrar frægar stuttmyndir, m.a. Geri’s Game, sem hlaut Óskarsverðlaun á þessu ári. Skeggi G. Þormar lauk B.Sc. prófi í stærðfræði og eðlisfræði við Háskóla Islands árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám í stærðfræði við U.C. Berkeley 1980-1987. Hann vann við hugbúnaðarþróun við IDD 1989-1992, m.a. notendahugbúnaðinn MacDraft og Dreams. Frá árinu 1992 starfaði Skeggi við þróun notenda- hugbúnaðar og hugbúnaðarkerfa fyr- ir innri framleiðslu hjá bandaríska íyrirtækinu Pixar, sem er í meiri- hlutaeigu Steve Jobs og er heims- þekkt fyrir framleiðslu á tölvugerðum kvikmyndum," segir í fréttatilkynn- ingu frá Islenskri erfðagreiningu. ; mmaás i I [ _ 'OLER & SPEGLAfi SHARR Q PIOINJCFEn fns 31 »J5| ,/■ stBtimitfiii Itlltfl NÝHERil averð kr. 400 - fyrir börn og 800 fyrir fullorðria

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.