Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 76

Morgunblaðið - 24.10.1998, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 24. OKTOBER 1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR.-MEÐ VSK einstakir miðlarar 10-11 og vörudreifíngarmiðstöð Baugs í samstarf um innkaup og lagerhald 011 þurrvara verslan- anna keypt frá Aðföngum TÍU-ELLEFU-verslanirnar hafa náð samkomulagi við Aðföng, vöru- dreifingarmiðstöð Baugs hf., sem er móðurfélag Hagkaups, Nýkaups, Bónuss og Hraðkaups, um innkaup á allri þurrvöru fýrir 10-U-verslan- irnar. Oskar Magnússon, stjórnar- formaður Baugs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að Baugur hefði tekið yfir innkaup og lagerhald fyrir 10-11-verslanirnar. Hann vildi ekki ó «p£já sig nánar um málið að öðru leyti en því að félagið hefði yfir að ráða ónýttu húsnæði, sem fullur vilji væri til að nýta. Hann sagði að það gæti staðið fleirum til boða að koma þangað í viðskipti að uppfylltum eðlilegum skilyrðum. „Augljóst hagræði“ Hertha Þorsteinsdóttir, inn- kaupastjóri 10-11-verslananna, seg- ir að Aðföng hafi boðið verslana- keðjunni til samstarfs um innkaup. Eftir að hafa velt málinu fyrir sér ákvað fyrirtækið að hefja viðskipti við Aðföng, þar sem það taldi það skynsamlegan kost, og hefjast þau viðskipti í næstu viku. Hertha segir augljóst hagræði að því að versla við einn birgi og einn heildsala í stað þess að versla við marga. Nú muni vörurnar, sem áð- ur komu í mörgum bflum, koma með einum bíl í verslanimar. Um fimmtungur af veltu 10-11-verslananna Hún segir að sér finnist ekkert óeðlilegt við að 10-11-verslanirnar versli við fyrirtæki í eigu stærsta keppinautarins. Það komi í raun best út fyrir viðskiptavininn og það sé það sem skipti öllu máli fyrir 10-11-verslanirnar. Eingöngu verður um kaup á pakkavöru að ræða, en pakkavara er nú um 20% af veltu 10-11-versl- ananna. Öll ferskvara kemur áfram frá þeim heildsölum sem 10-11 hef- ur verslað við til þessa, að sögn Herthu. „Þetta er mjög hagstæð og hag- kvæm lausn. Þeir eru með nær allar vörur sem við bjóðum í verslunum okkar og það sem er umfram það verður keypt sérstaklega frá heild- sölum,“ sagði hún. ■ Ekkert óeðIiIegt/24 Snjór eins og um - hávetur MIKINN snjó hefur sett niður á skömmum tíma norðanlands og á Vestfjörðum í vonskuveðrinu sem gekk yfir landið á fimmtu- dag og í gær. Ófært var í gær um Víkurskarð og var mokstri frestað þar til í dag. Slæmt veð- ur var víða í Þingeyjarsýslum í allan gærdag og fram eftir kvöldi og vegir meira og minna ófærir. Töluverðar skemmdir urðu á hafnarsvæði og flot- bryggju í höfninni á Húsavík í fyrrinótt þegar mikill sjór gekk inn í höfnina. __ Siyó hefur kyngt niður í ' Ólafsfírði síðasta sólarhring. í gær rofaði aðeins til og fóru þá margir út að moka siyó, þeirra á meðal var Pawel Kolosowski, sem sjá má á efri myndinni moka frá bíl foreldra sinna. Á innfelldu myndinni sést snjómoksturstæki á ferðinni á Isafirði í gærdag við að hreinsa snjó af götum bæjarins. Fjárflutningabíll fauk út af Hjá Fossvöllum, 25 km norð- ur af Egilsstöðum, fuku tveir bflar út af veginum, að sögn fréttaritara Morgunblaðsins. í '“‘gærmorgun fauk fjárfiutninga- bfll með 80 lömb út af án þess Morgunblaðið/Guðmundur Þór að velta. Hann var bundinn við tvær dráttarvélar til þess að hann fyki ekki um koll. Var lömbunum gefið 1 vagninum. I gærkvöldi valt gærubfll út af veginum og fór á hliðina. Engan sakaði. Þá fór bifreið út af Djúpvegi, rétt norðan við Hólmavík, um sexleytið í gær vegna hálku. Tvær konur voru í bflnum og sakaði þær ekki, en töluverðar skemmdir urðu á ökutækinu. Moka á helstu vegi í dag. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Atlanta Tímabund- ið bann á flug fyrir bresk félög BRESK flugmálayfirvöld hafa sett tímabundið bann á flug flugfélagsins Atlanta fyrir bresk flugfélög vegna alvarlegra frávika á reglum um vott- un varahluta. Islensk flugmálayfir- völd hafa gert athugasemdir við ýmsa viðhaldsþætti félagsins. Þor- geir Pálsson flugmálastjóri segir að íslensk flugmálayfirvöld hafi gert ákveðnar athugasemdir við með- höndlun varahluta hjá Atlanta, en sjái ekki ástæðu til að takmarka flugrekstrarleyfi félagsins. Hafþór Hafsteinsson, flugrekstrarstjóri Atl- anta, segir að vissulega komi þetta illa við félagið, en fjárhagslegt tjón sé ekki verulegt. „Eg á ekki von á öðru en að þetta leysist strax eftir helgi,“ sagði hann. „Bresku flug- málayfirvöldin gerðu þessar athuga- semdir beint við íslensk yfirvöld og við höfum ekkert heyrt beint frá þeim. Við eigum fund ytra strax á mánudag og munum þar fá tækifæri til að koma skoðunum okkar á fram- færi.“ ------------- Sj dmannasam- bandsþing Félög verði færri og stærri 21. ÞING Sjómannasambands ís- lands samþykkti ályktun í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að fækka félögum, sem hafi samningsumboð til að semja um kaup og kjör sjó- manna. Þingið taldi að markmiðið væri að í framtíðinni yrði samið um kaup og kjör sjómanna á einu borði og því markmiði mætti ná með stofn- un eins landsfélags sjómanna. Sævar Gunnarsson, sem endur- kjörinn var formaður Sjómannasam- bandsins á þinginu, segist ekki leyna þeirri skoðun sinni að landsfélag sjó- manna eigi að stofna mjög fljótlega. „Þá á ég við innan tveggja til þriggja ára. Ef við ætlum að styrkja okkur og efla í baráttunni fyrir sjómenn, eigum við að verða með sem fæstar einingar. Þeim mun færri og stærri, þeim mun styrkari,“ segir Sævar. ■ SSÍ leggur til/26 Konan enn Rannsókn Félagsvísindastofnunar á fátækt á Islandi ófundin BIFREIÐ konunnar frá Akra- nesi, sem saknað hefur verið frá því síðastliðinn þriðjudag, fannst mannlaus í gærmorgun við Meyjarsæti á Uxahryggja- leið skammt frá Armannsfelli. Víðtæk leit björgunarsveitar- manna og þyrlu Landhelgis- gæslunnar fór fram á svæðinu í gærdag en án árangurs. Hlé var gert á leitinni þegar myrk- ur var skollið á upp úr kl. 19 í gærkvöldi en leit átti að hefj- ast að nýju í birtingu í morgun, skv. upplýsingum varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. 12% kvenna á Islandi undir fátæktarmörkum UM 9% þjóðarinnar eru undir fá- tæktarmörkum, og eru konur þar í meirihluta, eða 12% á móti 8% karla, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar. I sömu könnun kemur fram að sé greint út frá atvinnugreinum er áberandi hæst hlutfall undir fátæktarmörk- um meðal þeirra sem stunda land- búnað, eða 26%. Næst hæst hlutfall er meðal þeirra sem stunda fisk- veiðar eða fiskvinnslu, eða 10%. Þetta kom meðal annars fram á ráð- stefnu sem Háskóli íslands, Rauði krossinn og Félagsmálastofnun stóðu fyrir um aðstæður og kjör jaðarhópa í íslensku samfélagi. „Segja má að fátækt sé raunveru- legt vandamál í nútímasamfélagi og er ísland þar engin undantekning," sagði Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun á ráð- stefnunni. Sagði hann einnig að greinilegur munur væri á íslandi og hinum Norðurlandaþjóðunum hvað varðaði hópa sem hættast væri við að lenda undir fátæktarmörkum. Margt benti til þess að velferðar- kerfið á íslandi styddi ekki nægi- lega við bakið á þeim sem stæðu höllum fæti í þjóðfélaginu, s.s. ör- yrkjum og langveikum. I könnun sem gerð var á vegum Félagsmálastofnunar og Sigríður Jónsdóttir kynnti á ráðstefnunni, kom í ljós að 55% Reykvíkinga þurfa oft að neita sér um eitthvað, en samsvarandi hlutfall er 37% á hinum Norðurlöndunum. 57% aðspurðra telja sig vera fátæk Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu sig vera fátæka sögðust 57% aðspurðra í Reykjavík telja sig vera fátæk, en 67% þeirra reyndust falla í þann hóp að vera fá- tæk i raun og veru. I Helsinki reyndist hlutfall fátæki-a vera 33%, en 72% sögðust aftur á móti telja sig fátæk. ■ Fátækt er/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.