Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 4

Morgunblaðið - 03.11.1998, Side 4
I haminggu! í dag kemur út annað bindi skáld- ævisögu Guðbergs Bergssonar, Eins og steinn sem hafið fágar. kvöld les höfundur úr henni og úr bók sinni um Sæmund Valdimarsson og stytturnar hans á Súfistanum. Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30 FORLAGIÐ 4 PRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÁLL Torfi Önundarson yfirlæknir var annar tveggja lækna sem unnu við rannsóknir á rannsóknarstofum Landspitalans í blóðmeina- og meinefnafræði í gær. eins að við semjum af okkur reynsluflokk eins og hjúkrunar- fræðingar gerðu og einn til tvo menntunarflokka sem eru 3-9%,“ sagði Anna Svanhildur. Hún sagði að flesta þá meina- tækna, sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum, langaði til að ráð- Uppsagnir meinatækna á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði ast þangað aftur til starfa, því þrátt fyrir launin hefði þeim Ukað mjög vel starfið og starfsandinn. Frum- kvæðið að frekari viðræðum yrði hins vegar að koma frá viðsemjend- um meinatækna. Angi af miklu stærra máli Bráðamóttaka var á Landspítal- anum í gær og þar er einnig bráða- móttaka í dag, og hefur þess verið farið á leit við héraðslækninn í Reykjavík að hann beiti sér fyrir því að læknar leitist við að fækka sjúklingum sem sendir eru á bráða- móttöku og freisti þess að beita öðr- um ráðum til úrlausnar. Þá er ætl- ast til þess að læknar sem hafa vís- að sjúklingum til rannsókna á Landspítalann vísi sjúklingum á aðrar rannsóknarstofur sé það mögulegt. Fimm meinatæknar og tveir læknar voru að störfum á dagvakt á Landspítalanum í gær og að sögn Páls Torfa Önundarsonar yfirlækn- is er nú aðeins unnið þar að algeng- ustu og nauðsynlegustu rannsókn- um, en hins vegar fara engar sér- hæfðar rannsóknir fram. „Spítalinn er ekki í standi til þess að greina sjúkdóma á þann hátt sem ætlast er til af þessum spítala og við erum að bjóða upp á rannsóknir núna sem eru líkar því sem boðið er upp á á læknastofum úti í bæ, eða heilsugæslustöðvum og litlum sjúkrahúsum úti á landi,“ sagði hann. Páll Torfi sagði að launamál meinatækna væru aðeins angi af miklu stærra máli þar sem þrátt fyrir góðæri undanfarin ár hefðu fjárveitingar til Landspítalans raunverulega minnkað allt frá árinu 1991. „Sjúkrahúsinu er sagt að halda sig innan fjárveitinga ár eftir ár, en þær standa ekki undir kostnaði og sjúkrahúsið heldur varla í horfinu. Við erum að missa starfsfólk og við getum ekki ráðið hingað nýtt fólk vegna þess að starfsfólki bjóðast sambærileg störf fyrir miklu betri laun hjá einkafyrirtækjum," sagði Páll Torfi. Læknaráð Landspítalans hefur lýst yfir áhyggjum sínum af þeirri takmörkun á rannsóknarþjónustu sem nú er unnt að veita á rannsókn- arstofum spítalans í blóðmeina- og meinefnafræði. Unnið sé eftir neyð- aráætlun og fyrirséð að ekki verði unnt að halda úti sólarhringsvakt nema í nokkra daga. Samkvæmt neyðaráætlun verði reynt að láta þá bráðastarfsemi hafa forgang sem sérhæfð sé fyrir spítalann og ekki unnt að fá annars staðar. Þá hafi strax eftir uppsagnir meinatækna reynst nauðsynlegt að draga úr starfsemi legudeilda, bráðamóttöku og göngudeilda. Uppsagnir meinatækna ræddar á Alþingi UPPSAGNIR meinatækna á Landsspítalanum voru ræddar í fyr- irspurnartíma á Alþingi í gær. Þar spurði Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Þingflokki jafnaðarmanna, Geir H. Haarde fjármálaráðheiTa hvort hann hygðist grípa inn í kjaradeilu meinatækna á Landspít- alanum með því að leggja fram meira fjármagn fyrir hönd ríkisins til að hægt væri að greiða meina- tæknum hærri laun. Asta Ragnheiður sagði að í frétt- um hefði komið fram að lífi og heilsu sjúklinga væri stefnt í hættu á Landspítalanum, en þar væru nú 5 meinatæknar starfandi þar sem 47 hefðu starfað fyrir helgina. Læknar töluðu um neyðarástand og að ljóst væri að einhverjir sjúkling- ar væru mögulega í lífshættu þar sem þessir fáu meinatæknar önn- uðu því ekki að fylgjast með þeim. Hafði Asta Ragnheiður eftir Páli Torfa Önundarsyni yfirlækni á rannsóknadeild Landspítalans að deilan myndi ekki leysast nema fjármálaráðherra og jafnvel forsæt- isráðhen-a kæmu að málinu og til kæmi aukið fjármagn. Ekki hefðbundin kjaradeila Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að ekki væri um að ræða kjaradeilu í hefðbundnum skilningi. í gildi væri kjarasamningur milli ríkisins og þessara starfsmanna og einnig væri í gildi úrskurður sem hefði verið kveðinn upp eftir að aðil- ar náðu ekki saman í aðlögunar- nefnd. Framkvæmd kjarasamnings gengi að því er virtist allvel á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hópur starfsmanna á Landspítalanum vildi greinilega ekki sætta sig við þessa niðurstöðu og hefði sagt upp störf- um. „Eg geri ráð fyrir því að yfir- menn á Ríkisspítölum vinni nú baki brotnu við að reyna að leysa þessa deilu, en formlega séð hafa starfs- mennirnir látið af störfum vegna eigin uppsagna. Ég held hins vegar að öllum megi vera það Ijóst að svona mál leysast ekki hér í sölum P Alþingis," sagði Geir. Ásta Ragnheiður sagði að vitað væri að Landspítalinn greiddu lægstu laun til meinatækna. Mikil gróska væri komin í störf sem meinatæknar gætu starfað við, einkum hjá íslenskri erfðagrein- ingu, og það hefði hækkað laun meinatækna úti í þjóðfélaginu. Geir sagði að sér væri kunnugt um að áður en uppsagnir meina- ■ tækna komu til framkvæmda hefðu W verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu yfirstjórnar Landspítalans að koma til móts við kröfur hópsins. „Ég hygg að það liggi á borðinu til- boð til þessa fólks sem er svo ríflegt að það myndi orka mjög tvímælis að ætla að ganga lengra miðað við aðra starfshópa á þessum spítölum og miðað við það sem gerst hefur í k launamálum í landinu, og er þá haft 1 til viðmiðunar m.a. það sem aðrir ■ hópar í heilbrigðiskerfinu hafa knú- w ið fram fyrir sjálfa sig,“ sagði Geir. Mál og menning • Laugavegi 18 • Síml 515 2500 Tímaspursmál hvenær eitthvað fer úrskeiðis LJÁÐD ÞEIM EYRA Vegna uppsagna 47 meinatækna af 60 á rannsóknarstofum Landspítalans í blóð- meina- og meinefna- fræði er í undirbúningi að senda sýni til rann- sókna erlendis og leitað hefur verið eftir því að sjálfstæðar rannsókn- arstofur mæli sýni. Rætt hefur verið við Sjúkrahús Reykjavíkur um aðstoð og verða sýni mæld þar ef nauð- syn krefur. PÁLLl Torfi Önundarson, yfirlækn- ir á rannsóknarstofum í blóðmeina- og meinefnafræði, segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær eitt- hvað fari úrskeiðis vegna ástandsins á spítalanum. „Þetta er stórhættu- legt ástand ef þetta varir meira en örfáa daga,“ segir hann. Enginn fundur verið boðaður Enginn fúndur hafði í gær verið boðaður með meinatæknum og við- semjendum þeirra og í fréttatil- kynningu, sem skrifstofa Ríkisspít- ala sendi frá sér í gær, segir að fyrir liggi gildur kjarasamningur við meinatækna á Ríkisspítölum. I tilkynningunni segir að í nýleg- um kjarasamningum opinberra starfsmanna hafi verið samið um til- teknar launahækkanir í miðlægum samningum og síðan gert ráð fyrir að stofnanir semdu hver fyrir sig við starfsmenn sína um röðunar- reglur. Báðum þessum þáttum kjarasamninganna væri lokið og stofnanaþáttur kjarasamnings Rík- isspítala við meinatækna væri alveg sambærilegur við stofnanaþátt kjarasamnings meinatækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þar hefðu meinatæknar hins vegar sætt sig við sambærilegar röðunarreglur og boðnar hefðu verið á Ríkisspítölum. Þá segir að sú heildarlaunahækk- Morgunblaðið/Ásdís HELGA Ólafsdóttir meinatæknir var ein að störfum þar sem venjulega starfa fjórir meinatæknar. un sem meinatæknum hafi verið boðin á grundvelli þessara samn- inga og röðunarreglna stofnunar sé að meðaltali 24,8% á þessu ári til viðbótar almennri 4% launahækkun í ársbyrjun. Þar af sé hækkunartil- boð stofnunar í nýju röðunarkerfi 16,8%. Hækkunartilboðið sé fylli- lega í samræmi við það sem öðrum sambærilegum stéttum hafi verið boðið, en þó hækki laun meina- tækna eitthvað umfram laun ýmissa annarra stétta vegna þess að launa- tafla meinatækna í miðlægum kjarasamningi hafi hækkað meira en annarra vegna vaktakafla sem bætt var í samning þeirra. Farið fram á aukið vinnuframlag Anna Svanhildur Sigurðardóttir, talsmaður meinatæknanna sem sagt hafa upp störfum, segir að raunveruleg hækkun, sem falist hafi í síðasta tilboði til meinatækna, sé á bilinu 6-10%, annað í tilboðinu sé þegar bundið í kjarasamningi eða þá að farið sé fram á aukið vinnu- framlag frá meinatæknum á móti. „Við viljum bara miða okkur við hækkanir sem aðrar ríkisstofnanir hafa fengið og að það sé farið eftir kjarasamningi. Þeir eru að reyna að fá aukið vinnuframlag á móti og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.