Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 03.11.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikill áhugi á hlutabréfum í FBA MIKILL áhugi hefur verið fyrir hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) í dag hjá bank- anum og öðrum seljendum að sögn Bjarna Armannssonar, forstjóra FBA Óheimilt er að gefa upp hve mikið hefur verið selt af bréfunum en Bjami segir að mjög margir hafí sýnt áhuga hjá seljendum og eins hafí margir farið inn á heimasíðu FBA, þar sem einnig er hægt að nálgast skráningarlýsingu, ásamt Landsbankinn lán- ar fyrir kaupunum áskriftar- og tilboðsblöðum. FBA mun ekki lána sérstaklega fyrir hlutabréfakaupum en Lands- banki Islands hefm- tilkynnt að hann hyggist bjóða þeim, sem vilji fjár- festa í FBA, sérstök hlutabréfalán fyrir allt að 80% kaupverðs. í til- kynningu frá Landsbankanum segir að eitt meginmarkmiðið með þess- um lánaflokki sé að auðvelda sem flestum að eignast hlutabréf og stuðla þannig að dreifðri eignaraðild fyrirtækja í eigu ríkisins, sem era á leið á hlutabréfamarkað. Lántakendur verða að fullnægja skilmálum útlánareglna Landsbank- ans og mun bankinn almennt taka handveð í bréfunum sem tryggingu fyrir greiðslu. Lánið er í formi skuldabréfs til allt að þriggja ára og ber 9,85% fasta ársvexti. Lántöku- gjald nemur 2%. Islensk útgáfa Axaptii komin iít ÍSLENSK útgáfa Axapta-við- skiptahugbúnaðarins er komin út, en hugbúnaðurinn er, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Coneorde Axapta Island, vottað- ur af Microsoft og tilbúinn fyrir aldamótin 2000. „Axapta er ný kynslóð Coneor- de-viðskiptahugbúnaðar sem mörg stærstu fyrirtæki Islands hafa notað um árabil en auk þess er hann ráðandi viðskiptahug- búnaður á Norðurlöndum. Axapta sameinar m.a. fjárhags- bókhald og vöra- og framleiðslu- kerfi og er því heildstætt upplýs- ingakerfi fyi-ir öll fyrirtæki, allt frá litlum heildverslunum til alþjóðlegra stórfyrirtækja," seg- ir í tilkynningunni. Vinnuumhverfi Axapta er á ís- lensku og meirihluta notenda viðskiptahugbúnaðar á Islandi býðst að uppfæra búnað sinn í Axapta. Axapta er í eigu IBM og Dam- gaard Internatinonal í Dan- mörku. Concorde Axapta ísland ehf. sér um dreifingu og gæðaeft- irlit hér á landi en söluaðilar eru Hugur forritaþróun, Tæknival hf. og Þróun ehf. Námstefna Gæðastj órnunarfélagsins Mat á stjórnunar- árangri fyrirtækja Samkeppnisstofnun * Oskar eftir gögnum frá Sements- verksmiðj- unni SAMKEPPNISSTOFNUN hefur óskað eftir umsögn Sementsverk- smiðjunnar hf. vegna ásakana mal- bikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar- Colas um óeðlilegt undirboð vegna tilboðs verksmiðjunnar í gerð flug- hlaðs við Flugstöð Leifs Eiríksson- ar á Keflavíkurflugvelli. Hlaðbær- Colas sendi erindi til samkeppnis- ráðs vegna málsins, kærði það til kærunefndar útboðsmála og skaut því jafnframt til iðnaðarráðherra. Samkeppnisstofnun hefur nú óskað eftir upplýsingum um al- menna verðlagningu Sementsverk- smiðjunnar á sementi og röksemd- um og útreikningum á því verði á portlandssementi, sem nefnt er í erindi Hlaðbæjar-Colas, og bjóðast mun vegna stækkunar flughlaðs við flugstöðina. „Þá óskar Sam- keppnisstofnun eftir gögnum sem sýna það verð, sem boðist hefur verktökum eða öðrum vegna fram- kvæmda, sem eru að umfangi álíka miklar og sú framkvæmd mun verða sem um er fjallað í þessu máli. Loks er beðið um frekari upplýsingar og gögn, sem kunna að varða málið,“ segir í bréfi Sam- keppnisstofnunar til Sementsverk- smiðjunnar. Þar sem opnun tilboða vegna umrædds útboðs verður 12. nóvem- ber nk., óskar Samkeppnisstofnun eftir því að umbeðin gögn og at- hugasemdir berist henni eigi síðar en 5. nóvember. GÆÐASTJÓRNUNARFÉ LAG ís- lands heldur nómstefnu undir heit- inu Mat á stjórnunarárangri - kjöl- festa í betri rekstri næstkomandi fimmtudag frá kl. 8-12. Á námstefn- unni mun Clive Jeanes, fyrrverandi forstjóri Milliken í Evrópu, skýi-a frá reynslu sinni og fyrirtækisins af notkun sjálfsmats í rekstri undir yf- irskriftinni: „Hvers vegna ættu æðstu stjómendur að hafa áhuga á sjálfsmati?“ Milliken hlaut Evrópsku gæða- verðlaunin árið 1993 að því er fram kemur í fréttatilkynningu fi-á Gæða- stjórnunarfélaginu. Á námstefnunni mun hann jafnramt skýra frá þeim ávinningi, sem hlotist hefur af notk- STOFNAÐUR hefur verið starfsþróunar- og fræðsluhópur innan Gæðastjórnunarfélags Is- lands (GSFÍ). Samkvæmt fréttatil- kynningu hefur þörfin fyrir fræðslu og umræðuvettvang um þessi mál farið vaxandi undanfarin ár. Kemur þar til bæði utanaðkomandi þrýst- ingur vegna harðnandi samkeppni og hertra opinberra reglna, auk vaxandi áhuga og viðleitni í fyrir- tækjum til að auka gæði í starfs- un sjálfsmats hjá Milliken, og fjalla um hlutverk og mikilvægi viður- kenninga og gæðaverðlauna í því samhengi. Meðal annars mun hann skýra frá því hvernig tókst að fækka frábrigðum, auka ánægju viðskipta- vina, virkja starfsfólk betur og auka framleiðni. Mogens Molgaard Jensen, fram- kvæmdastjóri Bruhn/Canon AS í Danmörku, mun á námstefnunni fjalla um gæðakerfi fyrirtækisins og hvemig það nýtir Evrópska sjálfs- matslíkanið til að meta árangur í rekstri undir „Mat á eigin starfsemi sem hluti af stjórnunarkerfi Bru- hn/Canon A/S.“ Fyi-irtækið hlaut dönsku gæðaverðlaunin árið 1995. manna- og fræðslumálum. Meðal framtíðarverkefna hópsins verður að skapa vettvang fyrir þverfaglegar og þverstjórnunarleg- ar umræður um hvernig megi auka gæði í starfsþróunar- og fræðslu- málum í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Hópurinn mun m.a. halda mánaðarlega fundi þar sem af- mörkuð viðfangsefni era tekin fyr- ir, formlega kynnt og rædd. Hann mun jafnframt ræða um teng- ingu líkansins við gæðakerfi fyiir- tækisins og hvemig það er nýtt til að koma á stöðugum umbótum og nýsköpun hjá því. Þá munu Eysteinn Helgason íramkvæmdastjóri Plastprents hf., Ágúst Guðmundsson framkvæmda- stjóri Bakkavarar hf. og Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri Kvennaskólans skýra frá reynslu fyrirtækja sinna af notkun sjálfsmats út frá mismunandi sjónarhóli. Að lokum mun Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. hugleiða þróunina í stjómun næstu árin. Skráning fer fram hjá Gæða- stjórnunarfélaginu. Olíufélög í Japaní eina sæng Tókýó. Reuters. JAPÖNSKU olíufélögin Nippon Oil Co Ltd og Mitsubishi Oil Co Ltd hafa ákveðið að sameinast 1. apríl vegna minni hagnaðar heima fyrir og harðnandi samkeppni. Með samrunanum verður til stærsta olíufyrirtæki Japans. Það mun ráða yfir einum fjórða markaðarins innanlands og skjót- ast fram úr einkafyrirtækiunu Idemitsu Kosan Co Ltd, sem hefur 16% markaðshlutdeild. Bókarisi tekur upp netsíma- þjónustu Bonn: Reuters. BERTELSMANN AG, umsvifa- mesta útgáfufyrirtæki heims, hefur komið á fót nýju fyrirtæki, sem mun bjóða fjarskiptaþjónustu byggða á alnetinu og keppa við símarisann Deutsche Telekom. Viðskiptavinir geta notað þjónust- una með því að hringja að- gangskóta og verða langlínu- og millilandasamtöl allt að 60% ódýr- ari en nú þekkist, að sögn fyrirtæk- isins. Fyrirtækið telur að þjónustan verði vinsæl meðal fólks, sem notar mikið síma, ferðast mikið og þarf að laga sig að breytilegum aðstæðum samkvæmt tilkynningu frá forstjóra fyritækisins, Tonio Bogdanski. Með því að taka upp þessa þjón- ustu stígur Bertelsmann, stærsta fjölmiðlafyrirtæki Evrópu, stórt skref í þá átt að verða heilsteypt margmiðlunarfyrirtæki, sem lætur að sér kveða á sviðum sjónvarps, út- varps, netþjónustu, hljóðritunar og tölvudiskaútrgáfu, bókaklúbba og bókaútgáfu. Samvinna við America Online Boðið verður upp á net- símaþjónustuna í náinni samvinnu við tölvuþjónustumar America On- line Inc. og CompuServe-deild hennar. í boði verða langlínusamtöl í Þýzkalandi fyrir 18 pfenninga mínútan, til Bandaríkjanna fyrir 49 pfenninga mínútan og samtöl við farsímanotendur fyrir 64 pfenninga. Notendur geta einnig hringt frá tölvum sínum. Símtöl við aðrar tölvur eru ókeypis og símtöl frá tölvu í síma munu kosta 12-14 pfenninga. Gæðastjórnunarfélag íslands Stofna starfs þróunarhóp | Vefur Flugleiða d Intemetinu: www. icelandair. is Netfang fyrir almennar upþlýsingar: info@icelandair.is j VIÐ FLJÚGUM TIL LONDON TÍU SINNUM IVIKU Á Saga Business Class vinnur þú tíma og sparar peninga. Nú getur þú farið til London að morgni og komið heim aftur að kveldi.* Á Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og sveigjanleiki sem miða að því að stytta viðskiptaferðir og auka þannig afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og gilda engin skilyrii um lágtnarks- eða helgardvöl erlendis. *Fimmtudag, föstudag og sunnudag FLUGLEIÐIR £6 Trauilur íslemkur feriafélagi jft Fundarmöppur Sölumöppur Nafnspjaldamöppur Nafnspjaldahylki Dagskinna Seðla- og kortaveski Lyklaveski oq margtfleira Handunnið úr fyrsta flokks hráefni Sérmerkjum með nafni og/eða vörumerki LEÐURIÐJAN ehL Sími 5610060 • Fax 5521454 •atson@simnet.is »Verslun Laugavegi 15 • Sími 5613060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.