Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 29

Morgunblaðið - 03.11.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 29 ERLENT Efnahags- og myntbandalag Evrópu Danir jákvæðari og Bretar auka undirbtíning Kaupmannahöfn, London. Reuters, Daily Telegraph. HELMINGUR Dana er nú reiðu- búinn að gefa undanþáguna frá þátttöku Danraerkur í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, upp á bátinn, ef marka má niður- stöður skoðanakönnunar sem birt- ar voru um helgina, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bret- lands, kynnti í gær tilmæli til brezkra fyrir- tækja um undir- búning fyrir aðild að myntbandalag- inu. Fimmtíu af hundraði að- spurðra í könnun Megafon-stofnunarinnar dönsku, sem niðurstöðumar vour birtar úr á sjónvarpsstöðinni TV2 um helg- ina, voru fylgjandi því að Danmörk gengi í EMU, sem stofnað verður um áramótin með þátttöku ellefu af fimmtán aðildarríkja Evrópusam- bandsins (ESB). Þetta er fyrsta skoðanakönnunin af þessu tagi, þar sem stuðnings- menn EMU-aðildar Danmerkur mælast afgerandi fleiri en and- stæðingar. 38% aðspurðra sagðist andsnúinn henni og 12% sögðust óákveðnir. Efna verður til þjóðar- atkvæðagreiðslu í Danmörku ef nema á úr gildi undanþágurnar við Maastricht-sáttmála ESB sem Danir sömdu um árið 1993. EMU-stefna Breta sögð óbreytt A ársþingi sambands brezkra iðnrekenda í Birmingham kynnti Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í gær meðal annars til- lögur ríkisstjóm- ar Verkamanna- flokksins um hvemig ráðlegt sé fyrir brezk íyrirtæki að búa sig undir að stunda viðskipti í hinum sameiginlega Evrópugjald- miðli, evróinu. Að sögn The Daily Telegraph fjallar áætlun Browns um þau skref sem bæði stjórnvöld og fyrir- tæki þurfi að taka til að vera undir það búin að taka upp viðskipti í evróum í stað sterlingspundum. Að sögn talsmanna fjármálaráðuneyt- isins í Lundúnum mun þetta þó ekki þýða neina stefnubreytingu; stjórnin haldi sig við að stefna að því að bera EMU-aðild undir þjóð- ina eftir næstu þingkosningar, en þær fara væntanlega fram árið 2002. Schröder hælir Blair GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, sagði í Lundúnum í gær að Bretland væri undir for- ystu Tonys Blairs að sýna raun- verulegan vilja til uppbyggi- Iegrar þátttöku í Evrópusam- vinnunni. Hér heilsast leiðtog- arnir kankvísir á svip á sameig- inlegum blaðamannafundi að loknum viðræðum þeirra. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Schröders út fyrir landsteinana frá því hann tók formlega við kanzlaraembættinu í liðinni viku. Reuters Jataverslanir Barnakot Du Pareil Au Méme DýrBlingarnir Helly Hansen Hagkaup Lapagayo Lipurtá Monsoon Polarn og Pyret Rollingar Sportkringlan börnin Afgreiðslutími: mánudaga til fimmtudaga frá kl. lOtil 18.30, föstudaga frá kl. 10 til 19, laugardaga frá kl. lOtil 18. Ceikfangaverslanir Hagkaup Leikfangabúáin Vedes Penninn Skóverslanir Hagkaup Steinar Waage Skæði RR - skór KRiNGMN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.