Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 46
^46 ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mat á stj órnunarárangri - lausnarorð evrdpskra stjórnenda SJÁLFSMAT og notkun þess í heildar- stefnumótun fyrir- tækja var ofarlega huga margra stjórn- enda evrópskra stór- fyrirtækja sem héldu erindi á Evrópsku gæðaráðstefnunni sem var haldin í París á >-dögunum. Á ráðstefnunni, sem var sótt af á þriðja þús- und gesta frá öllum heimshomum og þar á meðal níu félagsmönn- um Gæðastjórnunarfé- lags íslands (GSFÍ), var fjallað um gæða- stjórnun í víðasta skilningi, nýjustu strauma og stefnur í heimi stjórn- unar og kynntir áhugaverðir hlutir sem stjórnendur fyrirtækja telja að skilað hafi verulegum ávinningi. I þessari gi'ein munum við segja frá því helsta sem er að gerast hjá evr- ópskum fyrirtækjum og fjallað var um á ráðstefnunni. Tveir aðilar héldu ráðstefnuna í Gæðastjórnunarfélag Islands hefur á undan- förnum árum unnið að þróun og kynningu á sjálfsmati sem aðferð við að ná bættum rekstrarárangri. Guðrún Ragnarsddttir og Haraldur A. Hjalta- son vekja athygli á ráðstefnu sem félagið gengst fyrir 5. nóvem- ber nk. sameiningu. Evrópusamtök gæða- stjórnunarfélaga (European Organ- isation for Quality, EÓQ) hafa ár- lega haldið ráðstefnu með svipuðu sniði, en aðildarfélög að þeim sam- tökum eru 31 talsins frá jafnmörg- um löndum. Hinn aðilinn er Evr- ópska gæðastjórnunaríélagið (e. European Foundation for Quality Management, EFQM) en það félag veitir árlega Evrópsku gæðaverð- launin og eru félagsmenn þar aðal- lega evrópsk fyrirtæki. Gæðastjórn- unarfélag Islands hefur í rúman áratug verið þátttakandi í EOQ en gerðist nýverið félagi í EFQM. Á ráðstefnunni kom fram mikil áhersla á sjálfsmat og líkan Evr- ópsku gæðaverðlaunanna hjá nokkrum helstu íyrirlesurunum. Líkanið er á ensku nefnt Business Excellence og verður ekki auðveld- lega þýtt á íslensku - hér á landi hef- ur GSFI þróað Innskyggni sem er hliðstætt því líkani. Æðstu stjórn- endur fyrirtækja á borð við Renault, Dassault, IBM og Lloyds komu þeim skilaboðum skýrt á framfæri að Excellence h'kan EFQM væri for- senda fyrir þeim góða árangri sem þeirra fyrirtæki hefðu náð. Með því væri sameinað öflugt umbótastarf, skýr stefna og markmið, skilvirk vinnuferli, athygli á starfsmannamál og ánægju viðskiptavina. I sjálfsmati er síðan metið hvemig stjórnun þessara þátta hefur skapað þann ár- angur sem náðst hefur í rekstrinum. Sumir þeiira kváðu reyndar svo sterkt að orði að það væri annað hvort „Business Excellence or Business Exit“, þ.e. að tileinka sér líkanið eða heltast úr lestinni. I sjálfsmatslíkaninu felst mjög margt og var í ýmsum erindum komið inn á ýmsa þá þætti sem þar er tekið á, m.a. stjórnun starfs- mannamála og sérstaklega hvemig hægt væri að rækta hæfni starfs- manna og þar með hæfni fyrirtækj- anna. Forstjóri Hilti fyrirtækisins kynnti t.d. niðurstöður ítarlegra rannsókna í íyrirtækinu sem sýndu bein tengsl á milli ánægju starfs- manna og ánægju viðskiptavina og þar með hagnaðar fyrirtækisins. Niðurstaðan kom ekkert á óvart, en skilaboðin voru mjög sterk: til að viðskiptavinir nái að verða ánægðir þarf að byrja á því að vinna í starfs- mannamálum og tryggja að starfs- menn séu ánægðir. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Hæst á ráðstefnunni bar afhend- ing Evrópsku gæðaverðlaunanna. I ár var það TNT fyrirtækið í Bret- landi sem fékk aðalverðlaunin en undanfarin þrjú ár hefur fyrirtækið komist í verðlaunasæti án þess að vinna. Verðlaunin í hópi lítilla og meðalstórra fyrirtækja hlaut Land: hotel Schindlerhof í Þýskalandi. í hópi lítilla og meðalstón-a dóttur- fyrirtækja hlaut Beko Ticaret frá Tyrklandi verðlaunin. Gæðastjórnunarfélag íslands hef- ur á undanförnum árum unnið að þróun og kynningu á sjálfsmati sem aðferð við að ná bættum rekstrarár- angri. Félagið er aðili að Islensku gæðaverðlaununum sem veitir verð- laun á grundvelli sjálfsmatslíkans- ins Innskyggnis, en þau verðlaun vom veitt í fyrsta skipti á síðasta ári. Nokkur íslensk fyi'irtæki hafa tekið sjálfsmat upp og miðað við skilaboð evrópskra stjórnenda á ParísaiTáðstefnunni er það afar hyggilegt val. Fimmtudaginn 5. nóvember mun GSFÍ gangast fyrir ráðstefnu sem ber yfirskriftina „Mat á stjórnunar- árangri - kjölfesta í betri rekstri" á Grand Hótel. Fyi'irlesarar verða bæði innlendir sem erlendir. For- stjóri Bruhn/Canon AS í Danmörku og fyi'rverandi forstjóri Milliken í Evrópu munu segja frá reynslu sinni af sjálfsmati og þýðingu þess fyrir fyrirtækin sem bæði hafa unn- ið til gæðaverðlauna. Auk þess munu stjórnendur íslenskra fyrir- tækja fjalla um sjálfsmat og mun þar m.a. verða skýrt frá hvernig það nýtist við stefnumörkun og áætl- anagerð. Þessi notkun sjálfsmats var einmitt rædd sérstaklega í París og mun án efa fá meiri athygli á komandi misserum. Guðrún Ragnarsdóttir, gæðastjóri Landsvirkjunar og varaformaður GSFÍ, Haraldur A. Hjaltason, sviðs- stjóri hjá VSÓ Ráðgjöf og formaður GSFÍ. BUSETI Búseturéttur til sölu Umsóknarfrestur til 10. nóvember 2ja herb. Suðurhvammur 13,Hafnarfirði 67m‘ íbúð, 102 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.441.066 Búsetugjald kr. 27.432 Miðholt 9, Mosfellsbæ 2 70m íbúð,302 Félagslegt lán 3ja herb. Skólatún 4, Álftanesi 2 93m íbúð, 101 Búseturéttur Búsetugjald Félagslegt lán kr. 1.251.024 kr. 33.279 Breiðavík 7, Reykjavík Almennt lán Búseturéttur Búsetugjald kr. 1.096.323 kr. 29,087 77m" íbúð, 201 Búseturéttur Búsetugjald kr. 866.749 kr. 46.886 3ja herb. Frostafold 20, Reykjavík 78m" íbúð, 502 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.051.556 Búsetugjald kr. 38.733 Frostafold 20, Reykjavík 78m’ íbúð, 705 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.051.556 Búsetugjald kr. 38.733 Garðhús 4, Reykjavík 92m" íbúð, 101 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.539.593 Búsetugjald kr. 36.412 4ra Iierb. Garðhús 6, Reykjavík 115m" íbúð, 201 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.941.384 Búsetugjald kr. 43.417 Miðholt 5, Mosfellsbæ 94m’ íbúð,i03 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.470.294 Búsetugjald kr. 40.420 4ra herb. Berjarimi 1, Reykjavík 2 87m íbúð,202 Búseturéttur Búsetugjald Félagslegt lán kr. 1.501.415 kr. 44.283 Frostafold 20, Reykjavík 2 88m íbúð, 506 Búseturéttur Búsetugjald Félagslegt lán kr. 1.577.426 kr. 41.667 Frostafold 20, Reykjavík 2 88m" íbúð, 60i Búseturéttur Búsetugjald Félagslegt lán kr. 1.138.795 kr. 42.617 Frostafold 20, Reykjavík 88m" íbúð, 606 Félagslegt lán Búseturéttur kr. 1.138.795 Búsetugjald kr. 42.617 Búseturéttur veitir öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegu verði. Oft fyrsta skerfið að kaupum á almennum markaði. Nýir félagsmenn velkomnir Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8.30 til 15.30. nema miðvikudaga 8.30 til kl. 12.00. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember kl. 15.30. íbúðirnar eru til sýnis á umsóknar- tímanum eftir samkomulagi. Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu 3ja ára ásamt ijölskylduvottorði frá Hagstofu. Uthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 11. nóvember kl. 12 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta og staðfesta úthlutun sína. Búseti hsf. Skeifunni 19 s í m i 5 2 0-5 788 www.buseti.is Friður byggist á festu ÞAÐ ER merkileg sú árátta mannsins, að vilja alltaf ráða yfir öll- um í kringum sig og eyðileggja það, sem honum er gefið. Hver hefur leyft ykkur þetta? Er einhvers staðar skrifað, að þið eigið það, sem í nánd ykkar er? Það alræðisvald, sem þið eignið ykkur, finnst hvergi. Stjórnarskrá landa var gjörð til varnar mannkyni og þörfum þess. Enginn einn get- ur notað hana sér til framdráttar. Allt fylgi þjóðar byggist á þeim lögum sem hún býður. Allir vilja hafa lög í landi, segir Gylfi Sveinsson, og geta treyst því að þau haldi. Mannkynið á það vit að gefa sér reglur, dýrin hafa óskráð lög, sem þau fylgja kynslóð eftir kynslóð án umhugsunar. Það er leitt þegar einstaklingar misnota vald sitt og brjóta á öðrum í nafni þjóðar sinn- ar og svífast einskis sér til fram- dráttar. Ef hægt er að brjóta lög í nafni valdsins og komast upp með það finnast engin lög lengur. Ef æðstu mönnum þjóðar stendur á sama um stjórnarskrá sína og forsmá hana með því að láta misnota hana; þá eru þeir ekki stjórnendur. I raun eru þeir meðsekir og hræddir einstaklingar. Það er enginn maður svo blindur að hann sjái ekki hvað verið er að gera, og enginn svo latur, að hann láti það viðgangast. Allir þurfa að aga sig, hvar svo sem þeir eru staddir í metorðastiganum. Hver og einn hefur sjálfan sig að dæma fyrir mistök sín, ekki aðra. Ef einhver vill láta gott af sér leiða, þá gerir hann það eftir lögum landsins. Yfir- gangur einstaklinga skal ekki viðgangast, ef vel skal leiða ríkis- stjórn. Það vill enginn vita sig svik- ara við land og þjóð, vegna brota annarra, og vera meðsekur vegna afskiptaleysis. Látið ekki skrum- skælda einstaklinga vaða taum- laust yfii' allt. Gefið til kynna þekk- ingu ykkar og sannið það, sem rétt er. Stjórnarskrá er heilög hverju landi, og ber að halda skilyrðis- laust. Ef verndumm hennar mis- tekst, þá er ekkert efth'. Líf ykkar byggist á þeim sannleika, sem skrifaður er og trú manna á þjóð sinni verður að halda. Þeir sem landið byggja þurfa að- stoð jafnt í stóru sem smáu og ef þeir komast að því að grunnurinn er að hrynja, þá gefast þeir upp. Frið- ur byggist á festu, það er akkeri þjóðanna. Þið komist aldrei frá þeirri staðreynd að allir vilja hafa lög og geta treyst því að þau haldi. Þeir vilja geta gengið að því vísu að þeir séu öruggir á leið sinni um lífið, svo lengi sem reglur eru haldnar. Höfundur er forstöðumaður reiknistofu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.