Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.11.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 47^ P AÐSENDAR GREINAR Að breyta gögn- um í upplýsingar GÖGN eru ekki sama og upplýsingar. Gagna- grunnur er safn gagna sem geymd hafa verið þannig að vinna megi úr þeim upplýsingar. Til sölu eru margvísleg kerfi sem sérstaklega er ætlað að halda utanum gögnin, tryggja öiyggi þeirra og auðvelda út- vinnslu. Þessi kerfí hafa verið kölluð gagna- grunnskerfi. Þannig er stór greinarmunur á gögnum og upplýsing- um. Þegai' talað er um „upplýsingasamfélagið“ er í raun verið að tala um „gagnasamfélagið". Gögn eru úti um allt en miklu minna er af upplýsingum. Til að skerpa enn á þessum mun á gögnum og upplýsingum tek ég eitt nærtækt dæmi. Símanúmera- birtir sýnir úr hvaða símanúmerum, einu eða fleirum, hefur verið hringt. Númerið sem við sjáum í birtinum er gagn sem ekki verður að upplýs- ingum fyrr en við flettum upp á eig- anda númersins eða við þekkjum eigandann. I þessu dæmi þarf ein- hverja sérstaka aðgerð til að breyta þessum gögnum í upplýsingar. Einnig má líkja gagnagrunni við raforkuvirkjun. Orka fallvatnanna er beisluð og komið á það form að hún nýtist til ýmissa gagnlegra hluta. Þannig er Islensk erfðagrein- ing eins og álver sem vill nýta sér auðlindina eftir að hún hefur verið beisluð. Einkaleyfi íslenskr- ar erfðagreiningar á að snúast um heimild til að breyta gögnum í upplýsingar. Þetta einkaleyfi getur verið skilyrt og tímabundið og varðað ákveðin gögn. Þannig er hægt að veita öðrum t.d. ís- lenskum vísindamönn- um aðgang að einhverj- um öðrum hluta gagn- anna til úrvinnslu. Uppbyggingu og rekst- ur gagnagrunnsins á að bjóða út á eiga að vera í höndum óháðs aðila, sömuleiðis dulkóðunin. A Islandi eru íyrirtæki með langa reynslu að baki sem sér- hæfa sig í slíkum rekstri. Skipulag gagnavinnslu í þróuðum Auk ÍE ættu fulltrúar hagsmunaaðila ásamt fagmönnum úr hópi almennings, segir Guðni B. Guðnason, að sjá um rekstur gagnagrunnsins. gagnasafnskerfum byggist á eftir- farnadi þrískiptingu: 1. Eigéndum gagna 2. Notendum gagna 3. Rekstraraðila gagnagrunns Guðni B. Guðnason 1. Eigendur gagna Eigandi gagna er oftast fulltrúi þeirra/þess sem verður til þess að gögnin verða til. í hefðbundnu stóru deildaskiptu fyi-irtæki er eigandi gagnanna sú deild sem stýrir þeirri starfsemi þar sem gögnin urðu til. 2. Notendur gagna Notendur gagnanna eru þeir sem hafa fengið heimild eigandans til að breyta gögnum í upplýsingar. Sú heimild getur verið skilyrt t.d. um ákveðinn tíma. í þessu sambandi er gerður samningur á milli notanda og eiganda. 3. Rekstraraðili gagnagrunns Rekstraraðili gagnagrunnsins sér um daglegan rekstur grunnsins, í samræmi við fyrirmæli eiganda út- hlutar rekstraraðili aðgangsréttind- um og sér til þess að öryggiskröfu sé fullnægt. Rekstraraðili er því einungis bundinn af samningi við eiganda en ekki notanda. Þegar íslenska ríkið og Alusuisse gerðu samning varðandi álfram- leiðslu í Straumsvík var ekki samið um að Alusuisse byggði upp og ræki Búrfellsvirkjun. Að sama skapi eiga uppbyggingin og rekstur gagna- grunns ekki að vera í höndum ís- lenskrar erfðagreiningar þótt auð- vitað ætti IE að eiga fulltrúa í þeim hópi sem byggir upp gi’unninn. Þennan hóp eiga að skipa fulltrúar hagsmunaðila ásamt fagmönnum úr hópi eiganda (almennings). Að öll- um líkindum myndi ríkja mun meiri sátt um þessa tilhögun. Alveg eins og stóriðjan hefur greitt fyrir virkj- anaframkvæmdir á íslandi á verðið sem greitt er fyrir aðgang að þess- um gögnum að borga upp uppbygg- ingu grunnsins. Mér er það óskilj- anlegt að umræðan hafi aldrei kom- ist í þennan fai-veg. Höfundur er tölvunarfræðingur og framkvæmdastjóri Álits ehf. 'víoam SÝNISHORNIÐ SÝNISHORNIÐ er OPIN SJÓNVARPSRÁS sem þú færð sjálfkrafa aðgang að þegar þú tengist breiðbandinu. Sýnishornið næst einnig á kapalkerfi Rafveitu Hafnarfjarðar. í Sýnishorninu eru kynntar þær stöðvar sem í boði eru á Breiðvarpinu. Hver stöð er send út opin í heilan mánuð að jafnaði og þannig gefst góður tími til að kynna sér efni hennar. SÝNISHORN ‘ í NÓVEMBER '[unofifflM í nóvember verður eurosport íþróttarásin kynnt í Sýnishominu. eurosport sendir út úrvals íþróttaefni allan sólarhringinn á Breiðvarpinu. FÓTBOLTI Eurosport sýnir beint frá Evrópukeppni félagsliða í fótbolta í nóvember. Einnig er hægt að fá góða yfirsýn yfir síðustu leiki hverju sinni þegar sýnd eru mörk vikunnar í þættinum Eurogoals. HNEFALEIKAR Á hverjum þriðjudegi er bein útsending á boxi í hæsta gæðaflokki. Auk þess eru sýndar upptökur úr eldri keppnum á öðrum tímum. SKÍÐI í seinni hluta nóvember hefjast beinar útsendingar frá skiðamótum í bestu og glæsilegustu brekkum Evrópu. Meðal keppenda á mótum í vetur verður skíðakappinn Kristinn Bjömsson. LYETTNGAR í nóvember verður sýnt beint frá heimsmeistarakeppninni í lyftingum sem fram fer í Lahti í Firmlandi. Þá verður einnig sýnt frá keppninni Sterkasti maður heims í Las Vegas. ALLAR HINAR ÍÞRÓTTIRNAR Á Eurosport er hægt að fylgjast með öllum hugsanlegum íþróttum, s.s. kappakstri, tennis, pilukasti, golfi, snóker, frjálsum íþróttum, trukkatogi og þannig væri endalaust hægt að telja. fritt KOSTNAÐARMAT 20.000 HEIMILIEIGA ÞESS NU KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hringdu strax OG KYNNTU frÉR MÁLID! QT*rn 7474 Opið allan sólarhringinn BREIÐVARPIÐ SjáNVAKPSÞIÓNUSTA SÍMANS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.