Morgunblaðið - 11.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 11.11.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 257. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneska þinginu kynnt efnahagsáætlun stjórnarinnar Fær líklcg'a stuðn- ing kommúnista Moskvu, Róm. Reuters. RUSSNESKA stjórnin lagði efna- hagstillögur sínar fyrir þingið í gær og kom það nokkuð á óvart, að jafnt kommúnistar sem miðflokksmenn lýstu stuðningi sínum við þær. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, FAO, áætlar, að kornuppskeran í Rússlandi hafi verið 43% minni á þessu ári en því síðasta og varar við alvarlegum skorti meðal sumra þjóðfélagshópa. Ekki hefur verið skýrt opinber- lega frá efnahagsáætlun stjórnar- innar og sjálfur hornsteinninn, fjár- lögin fýrir næsta ár, verður ekki kynntur íyrr en eftir nokkrar vik- ur. Jevgení Prímakov forsætisráð- herra leggur hins vegar mikla áherslu á, að þingið samþykki ýmis hliðarfrumvörp og kommúnistar, sem eru í meirihluta í Dúmunni, fögnuðu í gær þeirri stefnu stjórn- arinnar að auka afskipti ríkisins af efnahagslífinu og koma á „félags- legu markaðskerfi". Alexander Shokhín, leiðtogi Föð- urlandsflokksins, var einnig ánægð- ur með efnahagsáætlunina, sem hann sagði í raun boða mikið aðhald í fjármálum ríkisins. Varað við alvarlegum matarskorti I skýrslu frá FAO segir, að korn- birgðir í Rússlandi séu miklu minni en í fyrra og því sé hætta á, að vet- urinn verði mjög erfiður lands- mönnum og sérstaklega þeim, sem höllustum fæti standa. Hafa Rússar lítil efni á miklum innflutningi og auk þess eru kombirgðir litlar í þeim löndum, sem þeir hafa skipt við. Gennadí Kúlík, aðstoðarforsæt- isráðherra Rússlands, sagði í gær, að tekist hefðu samningar til bráðabirgða um matvælaaðstoð frá Evrópusambandinu, ESB. Verður um að ræða rúmlega hálfa aðra milljón tonna af korni, aðallega hveiti. Aður hefur verið samið við Bandaríkin um þrjár milljónir tonna af korni og verður helming- urinn gefinn. ;............................> Reuters Vígreifir leigubíl- stjórar ENGAR almenningssamgöngur eru í Róm um þessar mundir vegna verkfalls strætisvagna- og lestarstjóra. í gær bættust leigu- bflstjórar, sem raunar hafa verið í verkfalli meira eða minna í heil- an mánuð, í þeirra hóp en þeir eru æflr yfir fyrirætlunum borg- arstjórnarinnar um aukið frjáls- ræði í leigubflaþjónustunni. Efndu þeir til mótmæla á Fen- eyjatorgi íklæddir rómverskum hermannabúningi og hér bregð- ur einn þeirra brandinum til að •eggía áherslu á, að ekki verði gefist upp fyrr en í fulla hnefana. A Bill Clinton á fundi vegna deilunnar við Iraka Cohen segir tíma Iraka senn útrunninn Washington, London, Bagdad. Reuters. WILLIAM Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að tími íraka til að hlíta skilyrðum Sameinuðu þjóðanna um samstarf við vopnaeftirlitsnefnd SP (UNSCOM) væri senn á þrotum. „Svona getur þetta ekki gengið til lengdar," sagði Cohen á frétta- mannafundi en engin merki eru um að Irakar ætli að endurskoða ákvörðun sína um að slíta samstarfi við UNSCOM. Lagði Cohen hins vegar áherslu á að engin ákvörðun lægi enn íyrir um beitingu hervalds og sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseta enn vera að íhuga alla kosti í stöðunni. Var Cohen í gær viðstaddur fund sem Clinton átti með helstu ráð- gjöfum sínum vegna íraksdeilunn- ar. Voru þau Madeleine Albright utanríkisráðherra, Henry Shelton, yfirmaður bandaríska heraflans, og Sandy Berger þjóðaröryggisráð- gjafi einnig meðal fundarmanna en fréttaskýrendur telja Bandaríkja- menn nú nær því en nokkru sinni iyrr að ákveða beitingu hei’valds í Irak og að loftárásir gætu jafnvel hafist innan tveggja vikna. Clinton heldur á laugardag í tíu daga ferðalag tU Asíu og Kyrra- hafslandanna en The New York Times greindi frá því í gær að lík- legt væri að ferðinni yrði frestað eða hún stytt svo Clinton geti verið staddur í Washington þegar og ef hafnar yrðu loftárásir á Irak. Vildi Joe Lockhart, talsmaður Hvíta hússins, ekki staðfesta þessar upp- lýsingar í gær. Bandaríkjamenn einir? Associated Press-fréttastofan greindi frá því að Bandaríkjamenn hefðu áhyggjur af litlum stuðningi við aðgerðir meðal Evrópu- og Ar- abaþjóða og að líkur væru á að þeir yrðu að standa einir á bak við loft- árásir á Irak. Ljóst þykir hins veg- ar einnig að þolinmæði umheimsins gagnvart Saddam Hussein er senn á þrotum og t.d. hafa Frakkar ekki beitt sér opinberlega gegn valdbeit- ingu að þessu sinni, en þeir hafa hingað til talað máli Iraka í örygg- isráði SÞ. Reuters Olmert spáð sigri í Jerúsalem BÚIST er við að Likud-maður- inn Ehud Olmert verði endur- kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem í kosningum sem frarn fóru í gær og verði kjörfylgi hans jafn- mikið og síðustu skoðanakann- anir bentu til gæti það aukið mjög likurnar á því að hann yrði næsti forsætisráðherra Israels. Skoðanakönnun vikublaðsins Kol Ha’Ir benti til þess að 01- mert fengi 64% atkvæða og að Shimon Shetreet, frambjóðandi Verkamannaflokksins og fyrr- verandi ráðherra, yrði í öðru sæti með 16% fylgi. Fréttaskýrendur segja að gangi þetta eftir auki það lík- urnar á því að Olmert geti steypt Benjainin Netanyahu for- sætisráðherra sem leiðtoga Likud-flokksins. Frelsissamtök Palestínu- • manna (PLO) hvöttu íbúa aust- urhluta borgarinnar til að snið- ganga kosningarnar og efndu til allsheijarverkfalls þar í gær til að mótmæla innlimun borgar- hlutans í Israel eftir að hann var hernuminn árið 1967. „Þessar kosningar eru ólöglegar vegna þess að innlimun Austur-Jer- úsalem í Israel var ólögmæt frá upphafi,“ sagði Faisal al- Husseini, háttsettur embættis- maður PLO. Palestínumaður gengur hér framhjá kosningaspjöldum með myndum af Olmert. ■ Samningurinn/24 Stefnuræða Ger- hards Schröders Herör gegn at- vinnuleysi Bonn. Reuters. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hét því í stefnu- ræðu sinni sem hann flutti á þinginu í Bonn í gær að breyta landinu í „nýtt lýðveldi miðj- unnar“ sem myndi vinna heima fyrir sem á Evrópuvettvangi að því að berjast gegn atvinnuleysi og fyrir félagslegu réttlæti. Fyrirrennari Schröders, Helmut Kohl, sem sagði af sér flokksformennsku Kristilegra demóki-ata eftir versta kosn- ingaósigur þem-a í hálfa öld í þingkosningunum í september, fylgdist með flutningi stefnu- ræðunnar og umræðum um hana aftan úr sal úr sæti sínu sem óbreyttur þingmaður. „Innihaldsrýrt“ Wolfgang Scháuble, sem var kjörinn eftirmaður Kohls í flokksformannsembættið á aukaflokksþingi CDU á laugar- dag, mælti fyrir stjómarand- stöðunni. Hann endurtók fyrri gagnrýni á Schröder um að hann og stefna hans væri inni- haldslaus sýndai-mennska. „í stefnuræðu yðar og í stjómar- sáttmálanum hef ég ekki fundið neitt af hinni nýju miðju en yfrið af gamalli vinstrimennsku, og jafnvel enn meiri rugling," sagði Scháuble. „Þetta var ein- staklega innihaldsrýrt.“ ■ Þýzkaland verði/24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.