Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 25
stofur: Kosningaskn 565 7341, 565 7342. mgardag frá kl. 10:00-18:00 Fyrst og fremst 66 7645, 566 7655. gardagfrákl. 10:00-18:00. - Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1989-91 - Situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdastjórn hans Kjósum Sigrtði Önnu í 1. sœti í prófkjöri sjálfstœðismanna í Reykja- neskjördœmi 14. nóvember nk. Stuðningsmenn í fyrsta sinn í 70 ar höfum við sjálfstœðismenn tœkifœri til að kjósa konu í leiðtogasœti fyrir alþingiskosningar Reyknesingar! Látum þetta tœkifœri ekki renna okkur úr greipum SigríðurAnna Þórðardóttir hefur með störfum sínum sýnt að hún er framkvæmdakona með víðtœka reynslu í stjórnmálum og ávallt hefurhenni verið falin forysta: - Hún er formaður þingflokks sjálfstæðismanna - Formaður menntamálanefndar Alþingis - Formaður nefndar um mótun menntastefnu - Formaður stefnumótunar- nefndar um endurskoðun aðalnámskrár grunn- og framhaldsskóla - Á sæti í iðnaðarnefnd og heilbrigðis- og trygginga- málanefnd MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 25 ERLENT Meint kosning’a- svik í Mexíkó Mexíkóborg. Reuters. ÍHALDSFLOKKURINN PAN í Mexíkó hefur sakað stjórnarflokk- inn, PRI, um umfangsmikil kosn- ingasvik eftir að hafa beðið ósigur í ríkisstjórakosningum í þremur ríkjum á sunnudag. Hann sagði í óvenju harðorðri gagnrýni á PRI, sem hefur verið við völd í landinu frá 1929, að stjómarflokkurinn hefði horfið aftur til ólýðræðislegra aðferða, sem stefndu forsetakosn- ingunum árið 2000 í hættu. PAN (Partido Acción Nacional), beið ósigur fyrir PRI (Partido Revolucionario Institucional) í rík- isstjórakosningum í Puebla og Sinaloa. Frambjóðandi vinstri- flokksins PRD (Partido de la Revolución Democrática) var hins vegar kjörinn ríkisstjóri í Tlaxcala og er þetta aðeins í annað sinn í sögu Mexíkó sem flokkurinn fer með sigur af hólmi í ríkisstjóra- kosningum. PAN-flokkurinn sagði að stjórn- arflokkurinn hefði notað opinbert fé og starfsfólk í ríkjunum þremur í eigin þágu í kosningabaráttunni. Hann kvaðst ætla að efna til mót- mæla um allt land vegna þessa og leggja fram frumvarp á þinginu um breytingar á lögum um fjármögnun stjórnmálaflokka. PAN sakaði stjómarflokkinn um að hafa einnig stundað umfangs- mikil atkvæðakaup í mikilvægum ríkisstjórakosningum fyrr á árinu. Hann kvaðst óttast að PRI myndi reyna að halda völdunum með ólýð- ræðislegum aðferðum í forseta- kosningunum árið 2000, sem stefna í að verða mesta kosningauppgjör aldarinnar í Mexíkó. PAN og PRD vonast til þess að geta þá loksins bundið enda á hartnær 70 ára valdatíma PRI. ♦ ♦♦ Yilmaz sagð- ur ætla að sitja áfram Ankara. Reuters. MESUT Yilmas, forsætisráðherra Tyrklands, er sagður íhuga að brjóta samkomulag um að hann víki úr stóli forsætis- ráðherra um ára- mótin og hyggj- ast sitja áfram. Stjórnmála- skýrendur telja að hann gæti not- fært sér klofning í hópi andstæð- Mesut inga sinna og ótta Yilmas við öfgafulla múslima til að halda völdum. Yilmas gerði fyrr á þessu ári samkomulag við Deniz Baykal, leið- toga vinstrimanna, um að segja af sér í árslok. Þá á bráðabirgðastjórn að taka við völdum og halda um stjórnartaumana fram að þingkosn- inum í byrjun apríl 1999. í staðinn hét Baykal stuðningi flokksmanna sinna við frumvarp ríkisstjórnar Yilmaz um efnahagsumbætur. Hins vegar hafa atkvæði ekki enn verið greidd um frumvarpið, vegna þrefs á þingi, og Yilmaz gæti því lýst samkomulagið ógilt. Stjórnmálaskýrendur telja að Baykal, sem er harðvítugur and- stæðingur stjórnmálasamtaka múslima, sé tregur til að steypa minnihlutastjórn Yilmaz, því þannig myndi hann greiða leiðina fyrir stjórnarmyndun heittrúaðra, en þeir eru stærsti flokkurinn á tyrkneska þinginu. Sú óvissa sem fylgdi í kjölfarið myndi einnig valda enn frekari vanda í efnahagslífinu. Reuters DALAI Lama, útlægur trúar- leiðtogi Tíbeta er í níu daga heimsókn í Bandaríkjunum. Bill Clinton varaður við fundi með Dalai Lama Peking. Reuters. KÍNVERJAR réðu í gær Bill Clint- on Bandai-íkjaforseta frá því að ræða við Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta, sem er í níu daga heimsókn í Bandaríkjunum. Búist er við að Dalai Lama fari í Hvíta húsið síðar í vikunni til að ræða við Clinton. „Við óskum eftir því að leiðtogar Bandaríkjanna hafni fundi með Dalai Lama til að komast hjá því að skaða tengsl Kína og Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins og sakaði Dalai Lama um að beriast fyrir sjálfstæði Tíbets. Dalai Lama tók þátt í friðarráðstefnu í Virginíu á föstudag þar sem hann og sex aðr- ir handhafar friðarverðlauna Nó- bels hvöttu Kínverja til að sam- þykkja formlegar viðræður „til að finna friðsamlega lausn á Tíbetmál- inu“. Dagblað alþýðunnar í Kína sagði Dalai Lama beita „óheiðarlegum" aðferðum með því að vekja athygli á málstað Tíbeta á alþjóðavettvangi í stað þess að ræða við kínverska embættismenn. „Viðræður milli rík- isstjómarinnar og Dalai Lama eru innanríkismál Kína,“ sagði blaðið. „Við höfum alltaf lagst gegn því að erlend ríki hafi afskipti af innanrík- ismálum Kína.“ Dalai Lama, sem fékk friðarverð- laun Nóbels árið 1989 fyrir friðsam- lega baráttu fyrir aukinni sjálf- stjórn Tíbets, ítrekaði að hann berð- ist ekki fyrir sjálfstæði Tíbets. Dag- blað alþýðunnar kvaðst ekki trúa þeirri yfirlýsingu. „Hann er aðeins að hagræða stefnu sinni og beita bellibrögðum," sagði blaðið. - Formaður starfshóps um verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra - í stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga - í stjórn forsætisnefndar Norðurlandaráðs og í stjórn Norræna hússins í Reykjavík - Var í sveitarstjórn í Grundarfirði 1978-90 - Oddviti sveitarstjórnar í Grundarfirði í 6 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.