Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 11.11.1998, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Mótmæli í Jakarta TIL átaka kom í gær milli fylgj- enda og andstæðinga indó- nesískra stjórnvalda þegar löggjafarþing Indónesíu kom saman á sérstakan fjögurra daga fund í höfuðborginni Jakarta til að samþykkja pólitískar umbæt- ur. Höfðu námsmenn komið sam- an fyrir framan þinghúsið til að lýsa þeim skoðun að umbæturn- ar gengju alls ekki nægilega langt í umbótaátt en fylgjendur Indónesíustjórnar hópuðust hins vegar að í því skyni að halda aft- ur af námsmönnunum og til að lýsa stuðningi við frumkvæði Jusufs Habibies forseta. Námsmennirnir segja að löggjafarsamkundan sé ekki lík- leg til að koma á raunverulegu lýðræði í landinu. Habibie, sem tók við forsetaembættinu af Suharto í maí, hefur lofað lýðræðisumbótum en and- stæðingar hans efast um að hann standi við loforðin vegna náinna tengsla við Suharto. Gert er ráð fyrir að löggjafar- samkundan samþykki lög um að efnt verði til kosninga á næsta ári, en þær áttu að fara fram árið 2002. Á myndinni hrópa stuðnings- menn stjórnvalda slagorð að stúdentum. Köstuðu fylkingarnar einnig grjóti að hvorri annarri en engin alvarleg slys munu hafa orðið á mönnum. Réttarhöld yfír fyrrverandi varaforsætisráðherra Malasíu Háttsettir menn í kerf- inu sakaðir um samsæri Kuala Lumpur. Reuters. í RÉTTARHÖLDUNUM yfir Anw- ar Ibrahim, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra og fjármálaráðherra Malasíu, hefur undanfama daga ver- ið deilt um hvort til væri lögreglu- skýrsla, þar sem fram kæmu vís- bendingar um að tveir ráðheirar og aðrir háttsettir embættismenn hefðu staðið að samsæri um að koma hon- um úr embætti. Mohamed Said Awang, fráfarandi yfirmaður sérdeilda lögreglunnar, ritaði í ágúst 1997 skýrslu til Ma- hathirs Mohamads, forsætis- ráðherra Malasíu, þar sem Anwar er hreinsaður af ásökunum um kyn- ferðismisferli. Awang bar fyrir rétt- inum í síðustu viku að hugsanlega hefði hann ritað aðra skýrslu í sept- ember sama ár, þar sem fram kæmu vísbendingar um samsæri háttsettra aðila gegn Anwar, en dró þann framburð til baka á mánudag. Lögmenn Anwars fullyrða að seinni skýrslan hafi vissulega verið til og segjast hugsanlega munu krefjast þess að forsætisráðherrann láti hana af hendi. Ásakanir byggðar á ímyndun Réttarhöldin yfir Anwar hófust á mánudag í liðinni viku, en stjórn- völd saka hann um spillingu og ósið- lega kynhegðun. Anwar neitar öll- Reuters ANWAR Ibrahim heilsar stuðningsmönnum sínum á leið frá dómsaln- um í fyrradag og á myndinni til hægri snæðir Ummi Hafilda AIi, sem sakaði Anwar um kynferðisafbrot, morgunverð ásamt bróður sinum nálægt dómhúsinu í Kuala Lumpur. um sakargiftum og fullyrðir að ásakanirnar séu liður í pólitísku samsæri á hendur sér, þar eð hann hafi verið farinn að ógna stöðu Ma- hathirs. Framburður systur íyrr- verandi ritara hans, sem sakaði Anwar um kynferðismisferli á síðasta ári, þykir renna stoðum undir þessar fullyrðingar. í vitnisburði Ummi Hafilda Ali fyrir réttinum kom fram að Daim Zainuddin, ráðheiTa sérmála í ríkis- stjórn Mahathirs, hefði þrýst á hana að rita bréf til forsætisráðherrans í ágúst 1997, þar sem hún greinir frá grunsemdum sínum um að Anwar hafi átt í kynferðislegu sambandi við mágkonu hennar, eiginkonu rit- ara hans. Jafnframt sakaði hún Anwar um að hafa átt mök við fyrr- verandi bílstjóra hans, Azizan Ábu Bakar, en samkynhneigð er ólögleg í Malasíu. Ummi dró ásakanirnar síðar til baka skriflega og sagði þær hafa byggst á „ímyndun og getgátum“. EVRÓPA'j. Spánverj- ar hindra EES-sam- starfið Osló. Morgunblaðið. ,jALVARLEGASTA málið sem rætt var meðal ráðherranna hér í Osló er vandamálið í sam- starfi á Evrópska efnahags- svæðinu, þar sem Spánverjar hafa stöðvað mál vegna greiðslna í þróunarsjóð ESB,“ segir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra. Hann hefur fundað með starfsbræðrum sínum meðan á þingi Norður- landaráðs hefur staðið og hef- ur miklar áhyggjur af þessari þróun i EES. Pó EES-löndin hafi hætt greiðslum þar sem samningur um þær er runninn út, neita Spánverjar að viður- kenna þessa stöðu. „Ég á erfitt með að skilja eða útskýra afstöðu Spán- verja,“ segir Halldór. Hann bendir á að hlutdeild íslend- inga í útflutningi til Evrópu- landanna hafi minnkað. „Áuk þess erum við alls ekki með frjáls viðskipti á EES-svæðinu vegna tkkmarkana á mikilvæg- um innflutningsafurðum." Halldór segist eiga von á að samtölin haldi áfram. „Pað verður reynt að leysa þessi mál, en þau verða ekki bara leyst. með einu pennastriki, heldur aðeihs með gagnkvæm- um skilningi. Þennan skilning hef ég ekki fundjð og það hefur komið mér mjög á óvart.“ Um stuðning frá noiTænu ESB- löndunum segir Halldór að þar gæti kannski frernur skilnings en stuðnings enn sem komið . sé. 7-. . EMU hefur fjörgað norrænt samstarf Ósló. Morgunblaðið. Ljósmynd/ScanFoto FORSÆTIS- og Qármálaráöherrar íslands hittast á fundi Norðurland- aráðs í Ósló. Frá vinstri: Gudmund Restad, fjármálaráðherra Noregs, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Kjell Magne Bondevik forsætis- ráðherra og Geir H. Haarde íjármálaráðherra. MYNTBANDALAG Evrópusam- bandsins er að margra mati stærsta mál, sem Evrópa stendur frammi fyrir um þessar mundir. Þetta mikil- vægi hefur einnig endurspeglast í umræðum-. á 60. þingi Norðurland- aráðs í Ó%ló. Norðurlöndin fara hvert sína leið, eti spurningin hvort þau gætu í sameiningu fengið einhverju áorkað á þessu sviði hefur einnig komið upp. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að enginn vafi sé á að mynt- bandalagið hafi hleypt fjöri í sam- starf fjár- og efnahagsmálaráðherr- anna. Á þeim vettvangi gefist Islend- ingum kostur á að fylgjast með frá fyrstu hendi. Jafnvel þótt þrjar helstu evrópsku viðskiptaþjóðir ís- lendinga gangi í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU, þurfi Is- lendingar ekki að hugsa sér til hreyf- ings, því þeir hafi búið vel um sig með EES-samningnum. EMU: sameinandi eða sundrandi afl? Eins og alltaf á þingum Norður- landaráðs kviknar spurningin hvort einasta marktæka atriðið um árang- ur norræns samstarfs sé að löndin standi öll saman um ákveðna stefnu, eða hvort dugi að þau skiptist á skoðunum. Hvað EMU varðar er ljóst að Norð- urlöndin fimm fara fimm mismun- andi Ieiðir. Carl Bildt, leiðtogi Hægriflokksins, var að venju ögrandi er hann spurði Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Dana, hvernig og hvenær nórrænu forsætisráðherr- arnir ætluðu að sameina Norðurlönd- in í EMU. Svar Nyi’ups var að hvert land yrði að velja sína Ieið, en hvað Dani varðaði kvaðst hann sannfærður um að Danir myndu í fyrirsjáanlegri framtíð gi-eiða atkvæði um aðild að EMU, sém þeir hafa undanþágu frá. Ögrun Bildts féll í grýttan jarðveg, því þótt allir geti verið sammála því að ÉMU sé veigamesta málið á dag- skrá Evrópu er eins og Torbjörn Jagland, leiðtogi norskra jafnaðar- manna, benti á engin hefð fyrir að Norðurlöndin séu samstiga í málum af þessu tagi. Samhliða umræðum um EMU bar á góma vamir gegn efnahagssveifl- um. Eins og við var að búast mátti greina glöggar pólitískar línur í þeirri umræðu. Jagland og fleiri flokksbræður hans töluðu með ein- hvers konar alþjóðlegri skattlagn- ingu eða gjaldi á gjaldeyrisflæði milli landa til að draga ögn úr þeim mikla flaumi fjármagns sem daglega flæðir um markaði heimsins. Sú gamalkunna hugmynd að Samein- uðu þjóðirnar kæmu þar við sögu heyrðist einnig. Bildt og aðrir hægrimenn þvertaka hins vegar fyr- ir slíka skattlagningu. „Við fylgjumst vel með, erum vel undirbúnir en teljum ekkert bráðað- kallandi að gera sérstakar ráðstaf- anir vegna gildistöku EMU um áramótin,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra í tilefni ákafra um- ræðna í Noregi um að Norðmenn verði að tryggja sinn hag með því að ná tvíhliða samningi við Evrópska seðlabankann. „Áhyggjur Norðmanna eru skiljan- legar, því þeir hafa orðið áþreifan- lega fyrir barðinu á gjaldeyrisspá- kaupmönnum og velta því skiljan- lega fyrir sér hvernig þeir geti tengst EMU til að skapa stöðugleika í gengismálum." Andstætt Norðmönnum, sem hafa rekið það sem þeir kalla „sveigjan- lega fastgengisstefnu", hafa íslend- ingar rekið hreina fastgengisstefnu, sem Geir segir að hafi dugað vel. „Með EES-samningnum hafa ís- lendingar búið vei um sig í ESB-um- hverfinu. í mínum huga er það því ekki sjálfgefið að Islendingar þurfi að hugleiða ESB-aðild og þá EMU- aðild þótt þrjú helstu viðskiptalönd okkar, Danmörk, Svíþjóð og Bret- land, verði aðilar að EMU.“ Geir segir það athyglisvert að eft- ir dvínandi samstarf norrænna efna- hags- og fjármálaráðherra hafi EMU greinilega hleypt krafti í sam- starfið. „Fundir ráðhen’anna eru vettvangur til að miðla upplýsingum á þessu sviðj,“ bendir fjármál- aráðherra á. „I þessum hópi höfum við íslendingar tækifæri til að koma okkar spurningum að og hugmynd- um og sama á við um Norðmenn. Fundir norrænu ráðherranna eru kjörinn. vettvangur til að fylgjast með þróun mála frá fyrstu hendi." Næst hittast fjármálaráðherrarn- ir á íslandi í júní, þar sem Islending- ar fara með formennskuna í Norður- landasamstarfinu á komandi ári. Grikkir hóta ESB vegna Kýpur Aþenu. Reuters. GRÍSKA ríkisstjórnin hótaði í gær hinum ríkjunum í Evrópu- sambandinu að hún myndi beita neitunarvaldi gegn inngöngu eins einasta nýs aðildarríkis ef horfíð yrði frá aðildarviðræðum við Kýpur. I fyrradag lýstu ráðamenn nokkurra þungavigtarríkja í ESB efasemdum um að ráðlegt væri að leyfa aðild Kýpur að sam- bandinu, og í kjölfar þess endur- nýjaði gríska stjórnin hótanir um að hindra með öllu fjölgun aðild- arríkja, eins og stefnt er að, ef umsókn Kýpur skyldi vísað frá. „Það getur ekki orðið af því að öðrum löndum verði hleypt inn í ESB ef rökin fyrir því að halda Kýpur utan garðs séu pólitísk vandamál eyjarinnar," sagði Nikos Aþanasakis, talsmaður sljórnarinnar í Aþenu. Grikkir hafa staðið í svipuðum hótunum fyrr, en hafa nú greini- lega auknar áhyggjur af þvf að ráðamenn annarra ESB-ríkja setji það fyrir sig að hleypa Kýp- ur inn f sambandið þar sem að óbreyttu flytjist við það hin erf- iðu pólitísku vandamál eyjarinn- ar inn í ESB. Kýpur gísl Tyrkja? Grikkir hafa lengi haldið fram þeim rökum, að með því að halda Kýpur úti á þeim forsendum að eyjan sé skipt yrði Tyrkjum launað fyrir að hafa gert innrás á eyna árið 1974 og haldið norð- urhluta hennar, þriðjung landsvæðisins, hersetnum allar götur síðan. „Það kemur ekki til greina að gera Kýpur að gísl Tyrkja. ESB getur ekki sætt sig við að Tyrkir beiti neitunai-valdi gegn ESB- aðild Kýpur,“ sagði Aþanasakis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.