Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 33 BORÐNAUTAR (hluti), 1988, eftir Katharinu Fritsch. Málað pólýester, tré og bómull, 140 x 1600 x 175 cm.S MEIRA AF VALKYRJUM COGITO, ergo sum, 1988, eftir Rosemarie Trockel. Ullarvefur, 220 x 150 cm. MYNDLIST Gallerf BLÖNDUÐ TÆKNI Rosemarie Trockel, Katharina Fritsch og Maria Eichhorn. REBECCA Horn - sem um var fjallað í greininni „Valkyrja eða nú- tímanorn" - sker sig frá yngri starfssystrum sínum í Þýskalandi sökum þess tilfmningahita sem ein- kennir skipanir - installasjónir - hennar. Þessi ástríða sem á sér hlið- stæðu í expressjónískri listtjáningu starfsbræðra hennar af stríðsára- kynslóðinni er mjög ólík þeim út- reiknaða svala sem einkennir list Rosemarie Trockel (f. 1952), Kat- harinu Fritsch (f. 1956) og Mariu Eichhorn (f. 1962). Ef til vill á þessi greinilegi kynslóðamunur rætur að rekja til gjörbreytts efnahags Þýskalands eftir 1960, en Berlínar- múrinn var staðfesting þess gífur- lega uppgangs í Vestur-Þýskalandi sem austur-þýsk yfirvöld töldu verstu ógnun við kerfi sitt. Rosmarie Trockel má þakka þá íronísku kvennalist sem gefur kon- um tilefni til að nota fullkomlega kvenlega tjáningarmiðla til að skerpa á mismun kynjanna, án þess að útkoman sé væmin eða tilfinn- ingaleg. Svo ólík eru verk Trockel innbyrðis að milli þeirra eru á tíðum engin bein tengsl. Þá nýtir hún sér alla miðla, málaralist, veflist, járn og stál, tilbúna hlut.i, eða ready- made og myndbandagerð. Undir- staða allra verka hennar er teikn- Á VEGUM verkefnisins Tónlist íyrir alla, samstarfsverkefnis sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins, hafa Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari k.ynnt fjölbreytta tónlist grunnskólabörnum í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, í Vestmannaeyjum og í Mýrdals- og Skaftárhrepps. Dagski-áin er sniðin að þeim áheyrendahópi sem sækir tónleikana hverju sinni. Almennh’ tónleikar verða í tengsl- um við tónlistarheimsóknir í skólana og verða tónleikar í Tónlistai-skóla ingin, en fyrir Trockel er enginn dagur án línu. Eitt af þeim verkum sem feyktu henni upp á stjörnuhimininn var Cogito, ergo sum, frá 1988 - ofið ull- arteppi með hinum fleygu orðum franska 17. aldar heimspekingsins René Descartes: „Eg hugsa, þess vegna er ég.“ Engum þykir undar- legt að sjá þessa fullyrðingu heim- spekingsins skrifaða á blað; en ofin í teppi kemur hún áhorfandanum spánskt fyrir sjónir. Ekkert er fjær hefðbundnum kvenlegum hannyrð- um á borð við vefnað en djúp, heim- spekileg hugsun um vitundina; eða hvað? Sama ár sýndi hún Ónefnt (6 rétt- ir), óborganlega höggmynd úr ema- léruðu eldavélajárni með sex eldun- arhellum. Form höggmyndarinnar var í fullkomnu samræmi við hvíta teninginn, hugmynd mínimalismans eða naumhyggjunnar um fullkomið listrænt látleysi án allra ónauðsyn- legra útúrdúra. En eldunarhellurn- ar sneru þessari hreinstefnu í form- gerð upp í fullkomna háðsglósu. Naumhyggjan, þessi spartanska hugsjón um endalok allrar listrænn- ar óreiðu, steytti óvart á „ómerki- legum“ táknheimi „skynlausrar eld- húsmellunnar". Katharina Fritsch heggur engu óvægilegar að kerfisbindingu nú- tímans og ískyggilegri þróun allrar stjórnunar til sviplausrar samsemd- ar. í hinu sláandi verki sínu Tisch- gesellschaft, eða „Borðnautar", einnig frá 1988, sitja 32 sviplausar og einsleitar pólýester-styttur á tré- bekkjum við tréborð með tölvuofnu mynstri. Það er varla hending að Rangæinga á Hvolsvelli miðvikudag- inn 11. nóvember kl. 20.30. í safnað- arheimili Landakirkju, Vestmanna- eyjum, fóstudaginn 13. nóvember kl. 20.40. Á efnisskrá kvöldtónleikanna eru sónötur íyiir selló og píanó, nr. 5 í e- moll eftir Vivaldi og op. 69 í A-dúr eftir Beethoven, Fantasiestúcke op. 73 eftir Schumann auk vel þekktra smáverka fyrir selló og píanó. Dag- skrána hafa þau Gunnar og Selma flutt áður fyrir nemendur á Suður- nesjum og í Kópavogi. stytturnar skuli vera í karlmanns- líki. Alltént bendir það til þess að Fritsch telji kassalaga ofurskipu- lagningu og vélrænan fábreytileik öðru fremur sök karlaveldisins. „Rottukóngur" hennar, eða Rat- King, frá 1993, er óbeint og snöggt- um óhugnanlegra framhald af sömu hugmynd. Sextán, tæplega þriggja metra háar, svartar pólýester-rott- ur mynduðu hring í miðju stórs sal- ar í húsnæði Dia Foundation i New York, þar sem skipanin var fyrst sýnd. Rotturnar hringa saman hal- ana og bíða átekta í árásarstöðu svo sýningargestir stóðu sem höggdofa í allri sinni smæð. Listakonan gefur ekkert uppi um inntak verksins, en lætur áhorfendum eftir að geta í eyðurnar. Eru þetta meindýr hnatt- væðingarinnar; rússneska mafían eða risasamsteypan ósigrandi? Verk Mariu Eichhorn geta einnig fengið hjörtu sýningargesta til að slá örar, eða stöðvast endanlega, eins og sannaðist á Ljóni í tómu íými, frá 1990, sem hún sýndi á sýn- ingunni „Metropolis" í Berlín, 1991. Undirritaður var lengi að ná sér eft- ir að mæta óvænt þessu uppstopp- aða óargadýri. Þannig sanna þýskar listakonur að þær láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Síst af öllu láta þær um sig spyrjast að þær standi starfsbræðrum sínum að baki hvað snerpu, frumleik og áræði varðar. Einar Áskell í Hellubíói MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barna- leikritið Góðan dag Einar Áskell! eftir Guniilu Bergström í Hellubíói fimmtudaignn 12. nóvember kl. 17 sem byggt er á bókum um Einar Áskel. Leikgerð er eftir Pétur Eg- gerz sem jafnframt er leikstjóri og er unnið í samráði við höfundinn. Tónlistin í sýninguni er eftir Georg Riedel. Leikmynd gerir Bjarni Ingvarsson og Katrín Þorvaldsdótt- ir sér um búninga og brúðugerð. Þýðing söngtexta er eftir Þórarin Hjartarson, en að öðru leyti er leik- gerðin byggð á þýðingum Sigrúnar Ái’nadóttur. Leikarar eru Skúli Gautason og Pétur Eggerz. PALLALVFTUR ÞÓR HF rsdF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sfmi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 SúrefiiLsvörur Karin Herzog • vinna gegn öldrunareinkennnm • enduruppbyggja húðina • vinna á appelsínukúð og sliti • vinna á ungiingabólum • viðhalda ferskleika luiðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Laugarnes Apóteki, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ Laugavegi 24 101 Reykjavík Sími 552 0624 Halldór Björn Runólfsson Nýr valkostur kjósenda, veljum Hólmfríði Skarphéðinsdóttur í 5. sæti. Stuðningsmenn Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi 14. nóv. 1998 Tónlist fyrir alla Tónleikar á Hvolsvelli og í V estmamiaeyjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.