Morgunblaðið - 11.11.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998
V------------------------------
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Sauðburður
og sláturtíð
Innlenda dagskráin hefst loks þegar við
bændurnir erum sestir fyrir til hefð-
bundinnar vetursetu við tóskap
og sjónvarpsgláp.
Amiðju sumri tók ég
upp á þeim óskunda
að skoða dagskrá
þeirra sjónvarps-
stöðva sem eiga það
sammerkt að senda út efni með
íslenskum texta og teljast fyrir
vikið íslenskar sjónvarpsstöðv-
ar. Þessi óformlega og sjálfsagt
mjög svo óvísindalega könnun
leiddi í ljós að hlutur íslensks
efnis var hverfandi þegar best
lét og nákvæmlega enginn þeg-
ar verst lét. Einhverjar athuga-
semdir féllu í kjölfarið um að
ósanngjarnt væri að velja
þennan árstíma til skoðunar,
hásumarið
ViÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
væri sá tími
sem fæstir
horfðu á sjón-
varp. Þeir fáu
sem komast af
einhverjum ástæðum ekki frá
sjónvarpstækinu verða bara að
gera sér að góðu ruslið sem
fram er borið.
Sumarleti sjónvarpsins er
eitt dæmið um að enn eimir eft-
ir af árstíðabundnum hugsun-
arhætti landbúnaðarsamfélags-
ins. A vorin hleypur t.d. alltaf
eins konar sauðburðar- og
sveitadvalarkapp í allt skóla-
starf landsins. Hvaða sauð-
burður? Hvaða sveit? Þau eru
teljandi á fíngrum annarrar
handar börnin sem í sveit hafa
dvalið og enn færri vita hvað
sauðburður er. Sauðburður; sú
athöfn þegar bændur bera
sauði til fjalla til að naga þann
gi'óður sem ekki hefur enn lent
undir miðlunarlónum.
Yfir sumarið fer sjónvarpið í
lággír af tillitssemi við slátt og
heyskap. Fram eftir hausti er
svo stöðugur ófriður vegna
gangna og rétta og sláturtíðar-
innar beint í kjölfarið. Það er
svo ekki fyrr en seint í október
sem hægt er að slaka á og
hefja eiginlega innlenda dag-
skrá ríkissjónvarpsins þegar
bændasamfélagið er loks sest
fyrir til hefðbundinnar vetur-
setu við tóskap og sjónvarps-
gláp.
Hvort aðrar forsendur en
dagatal bændasamfélagsins
ráða ferðinni við dagskrár-
skipulag Ríkissjónvarpsins er
erfitt að segja til um, en núver-
andi skipulag með skiptingu í
vetrardagskrá (lesist innlend
dagskrárgerð í hámarki frá því
í lok sláturtíðar og fram að far-
dögum) og sumardagskrá (les-
ist erlent rusl í hámarki frá því
í byrjun sauðburðar og fram í
lok sláturtíðar) vekur óneitan-
lega vissar grunsemdir um
íhaldssama landbúnaðarstefnu
dagskrárstjórnenda og lítt
dulda löngun til að hverfa aftur
til fornra lífshátta. Okkur hin-
um er haldið í landbúnaðar-
rammanum löngu eftir að inni-
hald hans er orðið algjörlega
merkingarlaust fyrir stærstan
hluta tveggja síðustu kynslóða
þjóðarinnar.
Sjálfsagt er þó skýringanna
að leita annars staðar og er hin
úrelta en augljósa skipting
milli innlendrar vetrardagskrár
og erlendrar sumardagskrár
Ríkissjónvarpsins líklega frem-
ur sprottin af takmörkuðum
fjármunum til innlendrar dag-
skrárgerðar heldur en ósk um
afturhvarf til fyrri tíðar. Yfir-
lýst hugsunin að baki stefnunni
er að spara á öllum póstum yfir
sumartímann svo hægt sé að
framleiða meira af innlendu
efni yfir veturinn. Hér þarf að
hafa í huga gömlu tugguna um
að innlent efni kostar meira en
erlent. Odýrast er auðvitað að
vera ekki einu sinni með til-
burði í þá átt að halda úti ís-
lensku sjónvarpi. Gott og vel.
Þetta vitum við og erum af-
skaplega þakklát fyrir íslenska
dagskrárgerð, það sem hún þó
er. Þakklæti mitt ristir samt
ekki dýpra en svo að þegar litið
er yfir hlutfall íslensks efnis í
Ríkissjónvarpinu nú þegar
vetrardagskráin stendur sem
hæst og framboð á íslensku
efni í sögulegu hámarki þá er
hlutfallið þegar best lætur
sæmilega viðunandi. Ríkissjón-
varpið er samt sem áður eina
sjónvarpsstöðin sem veitir
grundvöll til umræðu um inn-
lenda dagskrárgerð; tilburðir
annarra sjónvarpsstöðva „ís-
lenskra" eru svo lítilfjörlegir að
ekki tekur því að tala um þá.
Það er efni í langa tölu að
velta því fyrir sér hvers vegna
við eigum yfirhöfuð að halda
úti íslenskri dagskrárgerð í
sjónvarpi. Það vekur þó furðu
mína að opinber umræða og
óskir um metnaðarfulla inn-
lenda sjónvarpsdagskrá skuli
ekki vera meiri en raun ber
vitni. Getur verið að stjórn-
málamenn hafi almennt ekki
skoðun á því til hvers verið er
að reka íslenskt sjónvarp eða
hvaða hlutverki það gegnir og
ekki síður hvaða hlutverki það
ætti að gegna. Upplýsa má að
sjónvarp er áhrifamest fjöl-
miðla í að móta þjóðmenningar-
lega vitund almennings og að
sú mótun á sér stöðugt stað,
hvort sem sýnt er innlent efni
eða erlent. Spurningin er hvort
við viljum ráða einhverju um
hvernig mynd við höfum af
okkur sem íslendingum og
menningarverum.
Ríkissjónvarpið sýnir það á
þessu hausti að þar á bæ eru
margir hlutir vel gerðir og fjöl-
breytni er töluverð í innlendri
dagskrárgerð. Sunnudagsleik-
húsið hefur farið vel af stað og
skemmtiþættir, umræðuþættir
og heimildaþættir bera vitni
um fagmennsku og kunnáttu.
Þannig á íslenskt sjónvarp
auðvitað að vera og fáránlegt
að eftir áratuga rekstur ríkis-
sjónvarps skuli staðan vera
þannig að ekki er hægt að
framleiða lágmarkshlutfall ís-
lensks efnis nema átta mánuði
á ári. Áherslur á innihald dag-
skrárefnis geta að einhverju
leyti tekið mið af árstíma en
hlutfall innlendrar dagskrár á
ekki að breytast. Þarna þurfa
stjórnvöld að styðja við Ríkis-
sjónvarpið með raunhæfum
hætti í stað þess að krefja það
stöðugt um nýjar naglasúpu-
uppskriftir.
Málefni íbúða-
lánasjóðs
SVO sem kunnugt
er hefur orðið nokkur
umræða um hinn nýja
Ibúðalánasjóð undan-
farna daga, en Ibúða-
lánasjóður tekur við
verkefnum Húsnæðis-
stofnunar um næstu
áramót. Ríkisendur-
skoðun gerði stjórn-
sýsluúttekt á Húsnæð-
isstofnun. Þar var m.a.
gagnrýndur samning-
ur Húsnæðisstofnunar
við Veðdeild Lands-
banka Islands.
Fyrir 18 mánuðum
síðan sagði Húsnæðis-
stofnun upp þessum
samningi með bréfi, dags. 14. aprfl
1997, undirrituðu af Sigurði E.
Guðmundssyni. Ekki komu fram
viðbrögð frá Landsbankanum en
24. júní sl. óskaði Landsbankinn
eftir að fá til vörslu eignir hins
nýja Ibúðalánasjóðs samkvæmt
11. gi'. laga um húsnæðismál. Þ.e.
taka að sér verkefni sem Seðla-
bankinn hefur sinnt fyrir Húsnæð-
isstofnun. Þessu erindi verður
svarað af stjórn Ibúðalánasjóðs
sem tekur til starfa um áramót.
Arangurslausar
viðræður
Undirbúningsnefnd íbúðalána-
sjóðs óskaði eftir viðræðum við
Landsbankann um hugsanlega
verktöku Veðdeildar hjá íbúða-
lánasjóði. Fundir voru haldnir með
Birni Líndal framkvæmdastjóra í
Landsbankanum þar sem óskað
var eftir samningi með minni
kostnaði en Húsnæðisstofnun
hafði greitt fyrir þjónustuna. Loks
sló Landsbankinn botninn í við-
ræðurnar með bréfi, dags. 28.
október 1998. Þar var einungis
boðið upp á óbreyttan samning
Húsnæðisstofnunar til eins árs, en
gefið til kynna að til greina kæmi
að breyta kostnaðartölum að ári
liðnu.
29. október hafnaði formaður
undirbúningsnefndar, Gunnar S.
Björnsson, bréflega tillögu Björns
Líndal að framlengja samninginn
um 12 mánuði.
I kjölfarið sagði Landsbankinn
upp starfsfólki sínu hjá Veðdeild-
inni. Þar var um að ræða starfs-
menn Landsbankans og ber hann
alla ábyrgð á þeim.
Það er markmið
Ibúðalánasjóðs að
veita ódýrari, skilvirk-
ari og betri þjónustu
en unnt er að veita
samkvæmt núgildandi
lögum um Húsnæðis-
stofnun ríkisins. Liður
í þvf er að endurskipu-
leggja verkefni sem
Veðdeild hafði áður
sinnt sem verktaki.
I september óskaði
bæjarstjórn Húsavík-
ur eftir því að aðsetur
Ibúðalánasjóðs yrði á
Húsavík. Við því var
því miður ekki hægt
að verða enda hafði
starfsfólk Húsnæðisstofnunar
fengið loforð um að það sæti að
öðru jöfnu fyrii' störfum hjá Ibúða-
lánasjóði og því ekki unnt að gera
því að flytja til Húsavíkur.
Þessi afstaða kom fram í svari
mínu við fyrirspurn á Alþingi í
október. Jafnframt gat ég þess að
unnt væri að færa verkefni sem
Það er markmið íbúða-
lánasjóðs, segir Páll
Pétursson, að veita
ódýrari, skilvirkari
og betri þjónustu en
unnt er að veita sam-
kvæmt núgildandi lög-
um um Húsnæðis-
stofnun ríkisins.
Veðdeild hefði sinnt fyrir Húsnæð-
isstofnun út á land, svo og önnur
verkefni sem Ibúðalánasjóður
þyrfti að láta vinna.
I kjölfar þessa gáfu sig fram
menn á Sauðárkróki og bentu á að
þar væri góð aðstaða til að taka við
verkefninu frá Veðdeildinni.
Niðurstaðan varð að stofnsetja
undirdeild Innheimtusviðs íbúða-
lánasjóðs á Sauðárkróki.
Með bréfi 7. október hafði undh'-
búningsnefndin óskað eftir því við
Reiknistofu bankanna að fá að
njóta þjónustu hennar hliðstætt og
Veðdeildin hafði fengið gegnum
Landsbankann. Þessu var svarað
neitandi af Reiknistofu með bréfi 2.
nóvember, enda vinnur Reiknistof-
an eingöngu fyrir eigendur sína.“
Því var nauðugur einn kostur að
semja við Búnaðarbankann á
Sauðárkróki til þess að njóta þjón-
ustu Reiknistofu bankanna.
Þessi lausn sparar árlega milli
20-30 milljónir króna fyrir við-
skiptamenn Ibúðalánasjóðs.
Gengið hefur verið frá samning-
um við Búnaðarbankann, svo og
um þjónustu og húsnæði á Sauðár-
króki.
Of síðbúin
sinnaskipti
Þegar stjórnendur Landsbank-
ans sáu að þeir höfðu misst af við-
skiptum gi’ipu þeir til undarlegra
ráða.
Með bréfi 5. nóvember er boðið
upp á viðræður um breyttan samn-
ing en það kom ekki til tals af
bankans hálfu viku fyrr.
í minnisblaði frá bankastjóra,
dags. 6. nóvember, sem afhent var
formanni undh’búningsnefndar er
bankinn skyndilega tilbúinn að
lækka Veðdeildarsamninginn um
27 milljónir króna. Þessi sinna-
skipti Landsbankans komu því
miður of seint. Búið er að ganga
frá samningum um starfsemina á
Sauðárkróki.
Ennfremur virðast Landsbank-
anum hafa verið eitthvað mislagð-
ar hendur í samskiptum við starfs-
fólk bankans i Veðdeildinni en það
segist, a.m.k. sumt, fyi’st hafa frétt
af uppsögnum sínum í fjölmiðlum.
Þrátt fyrir nokkuð mislukkaða
framgöngu Landsbankamanna
varðandi Veðdeildina vona ég að
Ibúðalánasjóður og félagsmála-
ráðuneytið geti áfram átt góð við-
skipti við Landsbankann. Samn-
ingar standa yfir við Samband
banka og sparisjóða um að færa
afgreiðslu húsbréfa, greiðslumat
og veðmat til lánastofnana. Takist
þeir samningar ekki verður sú
þjónusta boðin út eða færð inn í
starfsemi Ibúðalánasjóðs og þar á
Landsbankinn hugsanlega tæki-
færi. Komi hins vegar ekki ásætt-
anleg tilboð í þá þjónustu er hægt
að veita hana hjá Ibúðalánasjóði.
Loks ber að nefna að Lands-
bankinn sýslar með fjármuni Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga í umboði
félagsmálaráðuneytis.
Höfundur er félagsmálnráðherra.
Páll
Pétursson
Mismunun milli
_>
eigenda BI
Hvað fá eigendur fé-
lagsins, fyrrum trygg-
ingatakar hjá Bruna-
bótafélagi Islands? Sv-
ar: ekkert!
Hér er hrein mis-
munun á milli eigenda
BI. Samkvæmt lögum
er ekki hægt að greiða
út arð til sumra eig-
enda en ekki annarra.
Undirrituð er ein af
fyrrum tryggingatök-
um hjá Brunabótafé-
lagi Islands og beinh'
þeim tilmælum til al-
þingismanna að þeir
sjái sóma sinn í því að
samþykkja frumvarp
nokkurra þingmanna sem leggja til
að Brunabótafélaginu verði þegar
slitið.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
þess efnis að Eignarhaldsfélagi
Brunabótafélagsins verði slitið og
eignir þess greiddar út til eigend-
anna. Ágreiningur er
um hverjum ber að
greiða féð. Sveitarfé-
lögin hafa gert kröfu
til fjárins.
Upplýsingar um ein-
staka eigendur og fjár-
hæð eignarhluta
þeirra liggja fyrir.
Hlutur Eyjamanna er
t.d. ca. 140 millj., bæj-
arfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins hafa lagt til
í bæjarráði Vest-
mannaeyja að Eignar-
haldsfélagi Brunabóta-
félagsins verði slitið og
eignum þess ráðstafað
til tryggingataka og
sveitarfélaganna, eins og lög þess
gera ráð fyrir.
En hvað vill Hilmar, forstjóri
Eignarhaldsfélagsins? Hann vill
vera í verðbréfaleik með Vilhjálmi.
Síðasti gjörningur þeirra félaga er
fyrir neðan allar hellur. Það er
Ásgerður
Halldórsdóttir
Sveitarfélögin fá 110
milljónir króna, segir
Ásgerður Halldórs-
dóttir, en aðrir
eigendur, fyrrverandi
tryggingatakar, ekkert.
ekkert kerfí öruggt gegn þeim sem
ætla sér að hafa rangt við. Það er
nú að koma í Ijós sem margir ótt-
uðust á sínum tíma að Brunabóta-
félagið, sem er eignarupptökufélag
á eignum sem sköpuðust í vátrygg-
ingarekstri á löngum tíma í skjóli
sérlaga, ætlar sér stór hlutverk í
fyrirtækjum landsins í gegnum
verðbréfamiðlara með saklaust yf-
irbragð.
Eftir þennan gjörning hlýtur
þetta frumvarp að ná fram að
ganga, annað er hreinn þjófnaður á
því fé sem ég og aðrir fyrrum
tryggingatakar hjá BI eigum.
Hver er rekstrarkostnaður
Eignarhaldsfélagsins? Hve há um-
boðslaun greiðir Eignarhaldsfélag-
ið verðbréfamiðlurum?
Höfundur er viðskiptafræðingur.