Morgunblaðið - 11.11.1998, Side 63

Morgunblaðið - 11.11.1998, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ _______________________________MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 63 FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Liibeck Börnin völdu Stikkfrí STIKKFRÍ, mynd Ai-a Kj-istins- sonar, vann til enn einna verðlaun- anna, þegar barnadómnefnd Kvik- myndahátíðarinnar í Liibeck, Þýskalandi, sem er skipuð fjórum börnum, valdi Stikkfrí bestu kvik- mynd hátíðarinnar. Ari segir að keppt sé í sjö flokk- um á hátíðinni og að verðlaunin hafí skipst niður á Stikkfrí, dönsku myndina Festen eftir Thomas Vinterberg, og norsku barna- myndina Bare skyer bevæger stjernene eftir Torun Lian, sem sigraði á Norrænu barnamyndahá- tíðinni sem nýlega var haldin í Reykjavík. - Hvað íékkstu í verðluun? „Fimm þúsund þýsk mörk sem eru um 200 þúsund krónur. - Va, hvað ætlarðu að gera við allaþessa peninga? „Eg verð ekki í vandræðum með að eyða þeim. Annars eru stelp- urnar á skrifstofunni að stríða mér, og segja að þetta verði til þess að ég fái ekki útborguð launin mín, þannig að það kemur í sama stað niður.“ Allir skilja Stikkfrí - Hvað gleður þig mest við vel- gengni myndarinnar Stikkfrí? „Að hún sé að fara í sýningar alls staðar sem er ekki sjálfgefíð með evrópskar myndir. Einungis tíu á ári fara yfír iandamærin og fá góða dreifíngu. Við erum búin að selja Stikkfrí til Norður-Nor- egs og alla leið til Kýpur og alls staðar fær hún góðar viðtökur. Það er einfaldlega skemmtileg- ast að fólk sé að horfa á myndina, því sá er tilgangurinn með kvik- myndum. Alls staðar virðast bæði börn og foreldrar skilja myndina. I Frankfurt vann hún sem besta barnamyndin og fékk áhorfenda- verðlaunin eins og í Amsterdam. Það er því greinilegt að fólk hefur gaman af Stikkfrí. Mér fínnst þetta líka sérlega ánægjulegt því ég hef alltaf haft þá kenningu að það eigi að byrja á því að sýna evrópskum börnum góðar evrópskar myndir í stað banda- rískra. Börnin eru rétti vettvang- urinn því þau hafa enga fordóma gagnvari evrópskum myndum sem sumir unglingar hafa, og taka jafn opnum örmum mynd frá íslandi og Bandaríkjunum. “ Bandarisk endurgerð? - Hver er lykillinn að velgengni myndarinnar Stikkfrí? „Eg er að eiga við mannlega hluti sem finnast alls staðar í heim- inum. Myndin fjallar um samband bai-na og foreldra, og fjöl- skyldumunstrin eru að breytast í fleiri löndum, þar sem böm em að eignast fleiri en einn pabba. I Stikkfrí er tekið á þessum málum á gamansaman hátt sem gerir það auðveldara að horfast í augu við þau.“ - Eriu búinn að selja myndina til Bandaríkjanna? „Nei, málið er í biðstöðu, því viss aðili í Bandaríkjunum hefur áhuga á endurgerð, og hefur beðið um að myndin verði ekki seld þangað fyiT en hann hefur ákveðið sig. Á með- an Þjóðverjar skipta um tal skipta Bandaríkjamenn líka um mynd. í stað þess að eyða tíu milljónum dala í að auglýsa myndina borgar sig að endurgera hana fyrir þrjár milljónir með einhverjum stjöm- um,“ sagði Ari Kristinsson sem hlýtur hver verðlaunin á eftir öðr- um fyrir kvikmyndina sína Stikk- frí. BERGÞÓRA, Bryndís og Preydís eru stjörnur myndarinnar Stikkfrí. i_m »11 ii ■ 11 ii! imiiiuii mli ■ i ■ ... VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDIKV Nr.; var ; vikur Mynd Froml./Dreifing ; Sýningarstaður 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Ný ; Ný Ný ; Ný (1) i 3 (2) i 2 (3) i 3 (7) ; 4 (5) ; 3 (10) i 5 (6) i 2 (11) i 10 There's Somelhing About Mory (ÞoS«eitthvaS vií Mory) Antz (Maurar) The Truman Show (Trumon-þótturinn) Snake Eyes (Snóksnugu) The Porent Trap (Foreldrogildran) Wrongfully Accused (Kærður soklaus) Halloween H20 (Hrekkjavokan H20) A Perfect Murder (Fullkomið morð) Popp i Reykjavik 20th Century Fox Dreamworks SKG Paromount Buena Vista Buena Vista Morgan Creek Miramax Warner Bros. 101 ehf Warner Bros. : Regnboginn, Bíóhöllin, Borgarbíó 1 Hóskólobíó i , j Laugarósbíó, Hóskólobíó j Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubió ; Bíóhöllin, Kringlubíó ; Bíóhöllin, Kringlubíó, Regnb ; Regnboginn ; Bíóhöllin, Bíóborgin ; Bíóborgin 11. (4) ; 6 Dr.DolÍttle (Dogfinnur dýralæknir) Fox Reqnboqinn 12. (8) : 5 Small Soldiers (Smdir hermenn) Dreamworks SKG Hóskólabíó 13. (9) j 9 Saving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryan) Dreamworks SKG Hóskólabíó 14. (12) j 7 Dansinn ísfilm Hóskólabíó 15. (16) j 8 The Mask of Zorro (Grímo Zorrós) Sony Pidures Bíóhöllin 16. (13) j 4 Primary Colors (Valdamesti maður heims) Mutual Films Hóskólabíó 17. (14); 4 Les Miserobles (Vesalingornir) Sony Pidures i 18. (21); 12 Godzilla Sony Pictures Stjörnubíó 19. (15): 7 Horse Whisperer (Hestahvíslarinn) Buena Vista Bíóborgin 20. (19)j 37 Skógardýrið Húgó 2 Per Holst Hóskólabíó t Mary með fullri reisn ÞAÐ ER eitthvað við Mary. Að minnsta kosti rauk hún í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans frumsýningarlielgina og ef marka má velgengni hennar vestanhafs er ekkert víst að hún gefi það eftir á næstunni. „Við vorum með mjög um- fangsmikla forsýningardagskrá og myndin spyrst gríðarlega vel út þannig að þetta kom okkur ekki á óvart,“ segir Björn Sig- urðsson í kvikmyndadeild Skíf- unnar. „Þetta er með fullri reisn þessa árs.“ „Við forsýndum myndina í nokkrar vikur og reyndum að höfða til menntaskólanna í sam- vinnu við Undirtóna. Ástæðan var sú að ef einn sér myndina mælir hann með henni við tíu aðra. Myndir eru ekki forsýndar með þessum hætti nema menn séu 100% vissir og við höfðum Bandarfkin fyrir okkur þar sem hún fór í efsta sæti eftir átta vikur.“ Höfuðmaurinn Woody Allen fær nýjan vettvang fyrir heim- spekilegar hugleiðingar sínar um lífið og tilveruna í teikni- myndinni Antz eða Maurum frá Draumasmiðjunni. Útlitið hefur svo sem aldrei verið hans sterka hlið og íjarvera eigin líkama virðist ekki há honum verulega. Sambýlismaurar hans eru heldur engir aukvisar eða Dan Aykroyd, Anne Bancroft, Danny Glover, Gene Hackman, Jenni- fer Lopez, Sylvester Stallone, Sharon Stone og Christopher Walken svo aðeins nokkrir séu nefndir. Og maður fínnur sterk- lega fyrir nærveru Walken sem er hreint út sagt skelfílega góð- ur. BEN Stiller kemst oft í hann krappan þegar hann eltist við Cameron Diaz í myndinni Það er eitthvað við Mary. WOODY Allen í nýju gervi í Maurum. Armljcindsúr d Islcindi stcmdcist ^ scimcinteurö við verð erlendis. Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi 3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavik • Gubmundur B. Hannah, Akranesi Gilbert, Grindavik • Karl R. Guðmundsson, Selfossi • Kornelius, Skólavörðustíg 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 • Klukkan, Hamraborg Hjct tfa'smr&nuffl Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.