Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 11.11.1998, Qupperneq 72
e -■ flir Verzlunarmannafélag Reykjavikur Drögum næst 24. nóvember HAPPDRÆTTI j^-Jíf HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjármálaráðuneytið um framkvæmd fjármagnstekjuskatts Hagnaður af sölu hlutabréfa jókst um 2,4 milljarða SKATTSKYLDUR hagnaður ein- staklinga af sölu hlutabréfa jókst ura 352% á milli áranna 1996 og 1997, úr 962 milljónum í 3.383 eða um rúmlega 2,4 milljarða kr. Þá hefur framtalinn arður einstak- linga af hlutabréfum og stofnsjóðs- eign á skattframtölum aukist úr 1.399 millj. kr. árið 1996 í 4.224 millj. kr. í fyrra eða um rúma 2,8 milljarða kr. Fjármálaráðuneytið áætlar að fjármagnstekjuskattur af söluhagnaði af hlutabréfum við álagningu á árinu nemi 318 millj. kr. og að skatttekjur af arði og stofnsjóðseign nemi 397 millj. kr. Samtals er talið að fjár- magnstekjuskattur skili ríkissjóði 1.315 millj. kr. í ár vegna tekna á síðasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur —■ -alþingismanns um framkvæmd fjármagnstekjuskatts. Jóhanna og Sighvatur Björg- vinsson, formaður Alþýðuflokksins, boðuðu til fréttamannafundar í gær og héldu því fram að ríkissjóð- ur og sveitarfélög hefðu tapað sam- tals 1.500 milljónum króna vegna lægra skatthlutfalls á arði og sölu- hagnaði með upptöku fjár- magnstekjuskatts. Alls hafi 2.600 sjálfstæðir atvinnurekendur frá ár- inu 1996 breytt rekstri sínum yfíi' í einkahlutafélög og þannig getað tekið út laun sín í arði og greitt af honum 10% fjármagnstekjuskatt í stað 40% af reiknuðu endurgjaldi skv. þeim reglum sem giltu fyrir upptöku fjármagnstekjuskattsins. Sighvatur og Jóhanna bentu á að í svari ráðuneytisins kæmi fram að ríki og sveitarfélög hefðu 578 millj. kr. minna í tekjur vegna arðgreiðslna af sölu hlutabréfa eft- ir upptöku fjármagnstekjuskatts- ins en verið hefði samkvæmt eldri reglum, þar sem nú er aðeins greiddur 10% skattur af arði í stað 40% áður. ■ Telja hið opinbera/10 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir BLONDALSHUS á Siglufirði varð alelda á skammri stundu og um tíma voru nálæg hús í hættu. Hús eyðilagðist í eldi irrliifírili m'rmnhl n ðið Siglufirði. Morgunblaðið. UM klukkan 18 í gær kviknaði í svokölluðu Blöndalshúsi á Siglufirði og er það gjörónýtt eftir eldinn. Húsið sem stóð í miðbæ Siglufjarðar hefur undanfai-in ár staðið autt en á árum áður var þar rekin saumastofa í kjall- ara en íbúðir voru á tveimur efri hæð- um. Allt tiltækt slökkvilið staðarins var kallað út og þrátt fyrir að eldurinn magnaðist fljótt tókst slökkviliðinu að mestu að ráða niðurlögum eldsins á tveimur klukkustundum. Um tíma voru nálæg hús í hættu og sprungu ytri rúður í íbúðarhúsi á móti, Lækjargötu 6, og talsverður reykur fór þangað inn. Sunnan hvass- viðri var á Siglufirði í gærkvöldi og skapaðist því einnig hætta af þakplöt- um og öðru lauslegu, sem fauk af hús- inu. Því hófust slökkviliðsmenn ásamt starfsmönnum bæjarins þegar handa við að rífa það sem eftir stóð af húsinu þegar hefðbundnum slökkvistörfum lauk, enda húsið gjörónýtt og hættu- ástand ríkjandi vegna foks. Eldsupptök eru enn ókunn. Að sögn Helga Magnússonar varaslökkviliðsstjóra, sem stjómaði aðgerðum gekk slökkvistarfið í heild vel og voru menn ánægðir með að tek- ist hafði að bjarga húsum í kring en um tíma stóð það mjög tæpt. Hlaut aivarlega höfuðáverka í árás í Bremerhaven BIRGIR Magnús Sveinsson ásamt unnustu sinni, Eyju Bryngeirsdóttur, og syni þeirra, Bryngeiri Birgissyni, á heimili þeirra í Eyjum í gær. Heppinn að lenda hjá færustu sérfræðingum BIRGIR Magnús Sveinsson, há- —íseti af togaranuin Breka VE, sem varð fyrir hrottafenginni árás í Bremerhaven í Þýskalandi í lok ágúst er kominn heim til Vest- mannaeyja. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka í árásinni og er með 35 sentimetra langan skurð á höfði, frá enni aftur á hvirfil og niður fyrir hægra eyra, eftir að- ~ ~gerðir sem hann gekkst undir. Birgir segist hafa verið hepp- inn að hafa lent í höndunum á færustu sérfræðingum á þessu sviði og það hafi örugglega bjargað lífi sínu. Jafnframt segir hann að skjót viðbrögð strax eft- ir árásina hafi skipt sköpum. Birgir var þegar fluttur á gjörgæslu á sjúkrahúsi í Bremer- haven og gekkst strax undir mikla höfuðaðgerð. Hann á enn talsvert í land með að ná fullri heilsu en hann útskrifaðist af sjúkrahúsi í Bremerhaven sl. fimmtudag. Talið er að árásarmaðurinn hafi barið Birgi í höfuðið með sverum rafmagnsstreng en árás- arvopnið hefur ekki fundist. Skjót viðbrögð/10 Dómstóll Evrópusambandsins í Lúxemborg Fulltrúi Islands leggur orð í belg MARTIN Eyjólfsson, lögfræðingur í sendiráði íslands 1 Brussel, kemur fyrir dómstól Evrópusambandsins í Lúxemborg í dag og reifar sjónar- mið Islands í máli sem þar er til forúrskurðar. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenska ríkið lætur til sín taka mál sem er fyrir dómstólnum og eins og vænta má í fyrsta skipti sem ís- lenskur lögfræðingur flytur þar mál. Málið sem hér um ræðir er sænskt að uppruna og er rekið fyrir héraðs- dómi Stokkhólms. Snýst það um rétt málshöfðenda til launa vegna gjaldþrots fyrirtækis í eigu tengdra aðila. Atvik í málinu gerðust áður en Svíar gengu í Evrópusambandið en eftir að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tók gildi. Telja máls- höfðendur sig eiga rétt til vangold- inna launa úr hendi ríkisins á grund- velli tilskipunar 80/987/EBE um rétt launþega við gjaldþrot en sú tilskip- un var tekin upp í EES-samninginn á sínum tíma. Sænsk lög voru hins vegar ekki samræmd tilskipuninni fyllilega fyrr en í ársbyrjun 1997. Oskaði héraðsdómurinn eftir forúr- skurði ESB-dómstólsins um það meðal annars hvort túlka bæri 6. gr. EES-samningsins svo, að fordæmi þess sama dómstóls frá árinu 1990 um skaðabótaskyldu aðildarríkja, sem ekki lögleiddu réttilega tilskip- anir ESB (Francovich-málið), gilti á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Þau ríki sem hafa látið málið til sín taka auk Svíþjóðar og framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins eru Frakkland, Noregur og Island. Er það meginafstaða Svía, Norðmanna og Islendinga að ESB-dómstóllinn sé ekki bær til að fjalla um málið og því beri að vísa því frá. Tilviljunin hagar því svo, að mjög svipað mál er nú rekið fyrir EFTA- dómstólnum í Lúxemborg. Þar leitaði Héraðsdómur Reykjavíkur ráðgefandi álits í máli gegn íslenska ríkinu á því hvort ákvæði í íslenskum gjaldþrotalögum væri í samræmi við fyrrgreinda tilskipun og ef svo teld- ist ekki vera hvort það varðaði þá ís- lenska ríkið skaðabótaábyrgð, að hafa ekki lögleitt tilskipunina rétti- lega. Vonir um lausn í deilu meinatækna SAMNINGALOTA í meinatækna- deilunni stóð fram á tólfta tímann í gærkvöldi. Að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar, stjórnarformanns Ríkisspítala, eru líkur á því að nokkur fjöldi meinatækna undirriti ráðningarsamning eftir hádegi í dag. Guðmundur sagði að samninga- lotan í gær hefði gengið út á að skýra ýmis atriði tilboðsins til meinatækna sem fyi'ir hafi legið. „Uppsagnir meinatækna eru ein- staklingsbundnar og það er okkar mat að þessu hafi lokið þannig að þó nokkrar muni undirrita ráðningar- samning, væntanlega eftir hádeg- ið,“ sagði Guðmundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.