Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 1
5. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Söguleg réttarhöld hefjast í öldungadeild yfír Bandaríkjaforseta Hvfta húsið mótmælir Ófriður í Kosovo-héraði Serbar setja upp vegatálma Pristina. Reuters. VOPNAÐIR serbneskii- borgarar hafa komið upp vegatálmum á nær öllum vegum sem liggja að Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Að sögn vitna og alþjóðlegra eftirlitsmanna vilja Serbar með þessu mótmæla morði á serbneskum öryggisverði á miðvikudag, sem var aðfangadagur jóla samkvæmt tímatali rétttrúnað- arkirkjunnar. Vitni sem reyndu að komast frá Pristina sögðu að Serbarnir hefðu verið vopnaðir hálfsjálfvirkum byss- um og vélbyssum og að engum hefði verið hleypt í gegn. Serbamir kröfðust þess að fá að ræða við Slobodan Milosevic og hót- uðu að flýja héraðið, þai’ sem 90% íbúa eru af albönskum ættum, yrði öryggi þeirra ekki tryggt. ■ Varað við borgarastríði/20 -------------- Flugfélög safni erfða- efni áhafna TVEIR fremstu meinafræðingar Kanada hafa hvatt til þess að flug- félögum um heim allan verði gert að safna erfðaefni flugáhafna, sem nota mætti til að bera kennsl á lík- amsleifar þeirra í kjölfar flugslysa. Meinafræðingamir stýrðu rann- sókninni á þeim sem fórust með þotu Swissair er fórst undan Nova Scotia 2. september sl. en tekist hefur að bera kennsl á öll fórnar- lömbin 229 í slysinu. Þeir segja að upplýsingar um erfðaefni flug- áhafna á sérstökum gagnabanka myndu spara þeim sem rannsök- uðu flugslys geysilega fyrirhöfn og mikla (jármuni við að bera kennsl á lík fórnarlamba flugslysa. óvissu við upphaf réttar Washington. Reuters. HINN 96 ára gamli Strom Thurmond, settur þingforseti, t.v., lætur William Rehnquist, forseta hæstaréttar, sverja eiðstaf við upphaf réttarhaldanna í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. RETTUR var settur í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær í máli full- trúadeildar þingsins gegn Bill Clint- on Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir meinsæri og að vinna gegn framgangi réttvísinnar. Er þetta í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem efnt er til slíkra réttarhalda en forsetinn var ekki viðstaddur upphaf þeirra. Atkvæðagreiðslu um hvaða háttur yrði hafður á réttarhaldinu var frestað þar sem reyna átti til þrautar að ná samkomulagi um það. Bjuggust leiðtogar þingflokkana jafnvel við því að gi’eidd yrðu at- kvæði um væntanlegar tillögur kl. 18 í kvöld að ísl. tíma. Talsmaður Hvíta hússins mótmælti því harðlega í gær að ekki skyldi liggja fyrir við upphaf réttarhaldanna hvernig málinu yrði fram haldið og sagði slíka málsmeð- ferð „augljóslega óréttláta". Ekki væri hægt að rétta í máli og semja reglurnar eftir því sem málið þokað- ist áfram. Bein útsending var frá upphafí réttarhaldanna í öldungadeildinni í gær, auk þess sem fjöldi fólks kom saman við þinghúsið. Fylgdust sjón- varpsáhorfendur með því er Henry Hyde fór fyrir þrettán saksóknurum fulltrúadeildarinnar úr þingsal henn- ar og yfír í öldungadeildina, þar sem hann las upp ákærui-nar á hendur forsetanum. Skömmu síðar gekk William Rehnquist, forseti hæsta- réttar, í þingsalinn og sór eið. Að því búnu fóru allir öldungadeildarþing- mennirnir, 100 að tölu, með eiðstaf kviðdómara. Reynt að hindra vitnaleiðslur I kjölfarið var rétti frestað en reynt var í gær og væntanlega áfram í dag að komast að samkomulagi um tilhögun réttarhaldanna. Sögðu Trent Lott, leiðtogi repúblikana, og Tom Daschle, leiðtogi demókrata, að flokkarnir kynnu að vera nær sam- komulagi en þingmenn hygðu. Kváð- ust þeir ekki útiloka neina möguleika hvað varðaði samkomulagið. Fyrir lá tillaga repúblikana um að réttur verði settur að nýju nk. fimmtudag og honum ljúki þremur vikum síðar, 5. febrúar, eða í síðasta lagi 12. febrúar. Vilja repúblikanar kalla um tíu vitni fyrir. Demókratar hafa reynt að koma í veg fyrir að vitni verði kölluð fyrir og lögðu til að báðir aðilar málsins, saksóknarai- fulltrúadeildarinnar og lögmenn Clintons, fengju að flytja mál sitt og að því búnu yrðu greidd atkvæði um hvort halda ætti réttar- höldunum áfram eða samþykkja vít- ur á forsetann. Til að koma í veg fyrir vitnaleiðsl- ur buðust fulltrúar forsetans til að fallast á að málið yrði byggt á 7.000 síðna skýrslu Kenneths Starrs, sér- skipaðs saksóknara í málum forset- ans, þrátt fyrir að hún væri „hlut- drægasta skýrsla sem gæti hugsan- lega verið til“, að sögn Joe Lock- harts, talsmanns Clintons. Lockhart sagði að yrði tilboðinu ekki tekið, væru lögfræðingar forsetans reiðu- búnir til að yfirheyra vitni saksókn- ara og kalla fyrir vitni og því gætu réttarhöldin dregist fram úr hófí. Ákæra um ljúgvitni Kenneth Starr, sem rannsakað hefur ásakanir á hendur Clinton m.a. um framhjáhald og kynferðislega áreitni, ákærði í gær Julie Hyatt Steele fyrir að Ijúga eiðsvarin. Hún lýsti því yfír að Kathleen Willey, starfsmaður í Hvíta húsinu, hefði sagt sér að forsetinn hefði leitað á hana. Steele bar frásögn sína síðar til baka við vitnaleiðslur og sagði Willey hafa beðið sig að segja ósatt. Er Steele ákærð fyrir meinsæri. Enn skerst í odda á flugbannsvæðinu yfír írak Bandarísk herþota skýtur á ratsjárstöð Ankara, Washington, París, Kaíró. Reuters. Grannir á sífelldu iði Washington. Reuters. SÍFELLT ið kann að vera ástæða þess að sumir eru grannir þótt þeir raði í sig sæl- gæti og skyndifæði, að mati bandarískra vísindamanna, sem starfa við Mayo-rannsóknastöð- ina í Minnesota. Vísindamennirnir gerðu rann- sókn á sextán konum og körlum í meðalholdum, sem voru látin neyta 1.000 hitaeininga til við- bótar við venjulegan dag- skammt í tvo mánuði. Fólkið þyngdist mismikið og í beinum tengslum við það hversu mikið það hreyfði sig. Er þá ekki átt við líkamsrækt, heldur teygjur og aðra óreglulega hreyfingu. Þeir sem hreyfðu sig mest, voru á sífelldu iði, þyngdust síður en þeh’ sem héldu kyrru fyrir. Segja sérfræðingarnir að svo virðist sem sumir hreyfi sig ósjálfrátt meira en venjulega þegar þeir borði of mikið og þeir eigi síst á hættu að þyngjast. Reuters 3.000 ára lífsganga EGYPSKUR forvörður lagfærir um 3.000 ára gamlar tréstyttur, sem fundust fyrir skömmu við Saqqara-píramítana. Þijár styttur fundust en talið er að þær séu af embættismönnum faraós og eigi að tákna lífsgöngu þeirra. BANDARISK F-16 herþota skaut flugskeyti á ratsjárstöð tuttugu og fimm kílómetra norðvestur af Mos- ul í Norður-írak um hádegisbilið í gær eftir að flugmenn urðu varir við að ratsjárstöðin, sem er vopnuð flugskeytum í varnarskyni, hafði fest nokkrar af þotunum í skotmiði sínu. Herþoturnar bandarísku voru á eftirlitsflugi um ílugbannsvæði í norðurhluta landsins. Þetta er í fjórða skipti, eftir að árásum Breta og Bandaríkjamanna á írak lauk í desember, sem skerst í odda á flugbannsvæðinu, en Irakar segjast ekki lengur viðurkenna það bann sem er í gildi á öllu flugi yfir meirihluta Iraks. Að sögn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins skaut flugmaður her- þotunnar í sjálfsvörn en engar upp- lýsingar voru íyrirliggjandi um skemmdir eða mannfall í írösku ratsjárstöðinni. Munu allar þoturn- ar hafa snúið heilu og höldnu aftur til bækistöðva sinna í Incirlik í Tyrklandi. Chirac gagnrýnir Bandaríkj amenn Jaques Chirac, forseti Frakk- lands, gagm-ýndi í gær stefnu Bandaríkjanna í málefnum íraks þegar hann sagði að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að stýra tilraunum til að leysa Iraksdeiluna. „Arásir Breta og Bandaríkjamanna á írak leystu ekki deiluna og örygg- isráð SÞ ætti á nýjan leik að taka upp forystuhlutverk sitt í málinu. Lærdómurinn af þessari kreppu er sá að enginn ætti að grafa undan áhrifum öryggisráðsins af því að ekkert getur komið í stað þess.“ Haft var eftir hópi íraskra stjórn- arandstæðinga í gær, sem eru í út- legð í Kaíró, að áttatíu og einn Iraki, þ.m.t. átján foringjar í hern- um, hefðu verið teknir af lífi meðan á ái’ásum Breta og Bandaríkja- manna stóð í síðasta mánuði. Voru mennirnir dæmdir samkvæmt grein 223 í refsilögunum en í henni segir að dæma eigi hvern þann til dauða sem reyni að myrða forseta Iraks. ■ Færir írökum/22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.