Morgunblaðið - 08.01.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 08.01.1999, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að hengja nytja- stefnu fyrir smið NOKKUÐ hefur borið á því upp á síðkastið í umræðum um virkj- anaáform á miðhálendinu að and- stæðingar slíkra virkjana hafí bölsótast út í þá „nytjastefnu“ sem virkjanasinnar fylgi. Þeir sem ein- hverja þekkingu hafa á hugmynda- sögu og vita, eða ættu að vita, að hér er hallað réttu máli hafa hingað til ekki blandað sér í umræðuna. Það hef ég einnig stillt mig um þar til nú er ég sé sömu villu bergmála hjá hinum ágæta blaðamanni Krist- jáni G. Amgrímssyni í hugvekju hans í Morgunblaðinu 19. desember síðastliðinn. Kristján segist að vísu ekki vilja veitast að nytjastefnu (eða „nytjahyggju" eins og hann kallar hana) sem siðfræðikenningu. En mér vitandi er ekki til nema ein nytjastefna í hugmyndasögunni; stefna sem ljær okkur almennt leið- arhnoða við mannlegar ákvarðanir, jafnt á Alþingi sem við eldhúsborð, í stjómmálum sem siðferði. Þar sem Kristján G. vitnar orðrétt í lýs- ingu mína á hróðri hennar í upphafi hugvekju sinnar hlýt ég að álykta að það sé hin eina og sanna nytja- stefna sem talin er brjóstvöm virkjunarsinna. Og það skil ég ekki. Hvað er nytjastefna? Nytjastefnan („utilitarianism") er venjulega rakin til tveggja breskra heimspekinga á síðustu öld, þeirra Jeremys Bentham og Johns Stuart Mill, þó að hún sé sumpart af eldra bergi brotin. Kjami hennar er sá að við allar ákvarðanir hugum við að því hvað auki (eða öllu heldur hvað telja má að auki) sem mest heildarham- ingju heimsins þegar til lengri tíma er litið. Hamingjuna skil- greindi Mill sem ánægju og gerði um leið gi-einarmun á æðri og lægri stigum ánægjunnar: æðri væri sú djúpa og var- anlega ánægja er reyndir og dómbærir menn þekktu, þ.e. þeir menn sem prófað hefðu ýmsa lífskosti, og sprytti einkum af því að fullgera þroska- kosti sína. Heimspekingur, þótt hryggur væri, kynni t.d. að njóta meiri ánægju en sælt svín. „Nytja- stefna" er því í raun fremur óheppilegt orð um kenninguna: „farsældarhyggja" eða einfaldlega „sældarhyggja“ væri betra. Nytjastefna hefur orðið geysi- vinsæl meðal lærðra sem leikra en jafnframt fjarskalega umdeild, einkum á síðari árum. Nytjastefnu- mönnum er brugðið um að eyða of miklum tíma í útreikninga á kost- um og göllum og koma aldrei neinu í verk, um að verða reiðubúnir að fóma hagsmunum saklausra ein- staklinga til að þjóna heildinni og um að granda eigin heilindum með því að að meta allar hugsjónir og einstak- linga á sama kvarða og geta t.d. ekki hyglað ástvinum sínum á neinn hátt. Eg hygg að svör séu til við öllum þessum ágöllum innan vébanda nytjastefn- unnar sjálfrar og hef haldið uppi vömum fyrir hana á öðrum vettvangi. En það era ekki þessi vandamál sem borið hefur á góma í umræðunni um virkjanamálin heldur furðuleg mistúlkun á inntaki nytjastefnunn- ar sjálfrar. Er grátlegt að það skuli gerast á sömu vikum og sjálft höf- uðrit stefnunnar, Nytjastefnan eft- ir Mill, er loks að koma út í ís- lenskri þýðingu. Nytjastefna og virkjanir Huga nytjastefnumenn einungis að því sem hefur efnahagslegt notagildi, eins og skilja má á grein Ki’istjáns G. Amgrímssonar? Að sjálfsögðu ekki. Sjálfur kjarni kenningarinnar er einmitt sá að það sem á endanum skipti máli í mannlífinu sé djúp og varanleg ánægja og gildir þá fræðilega séð einu máli hvort ánægjan sprettur af því að fá vaxtavexti á höfuðstól, borða hangikjöt á jólum eða njóta hrjósturvíddar og feigðarfegurðar Kristján Kristjánsson öræfanna. í umræðum erlendis um forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu hefur nytjastefnunni einmitt helst verið fundið til foráttu að vilja taka aðra þætti með í reikninginn en þá sem mæla má á kalda talna- kvarða; því hafa menn hyllst til að taka fremur upp „meðfærilegri" kvarða svo sem gæðaárakvarðann margumrædda í Oregon í Banda- ríkjunum sem nytjastefnumenn kenna við „dólganytjastefnu". Munu virkjanir á miðhálendi Is- lands leiða til dýpri og varanlegri ánægju hjá landsmönnum (og ef til Munu virkjanir á mið- * hálendi Islands leiða til dýpri og varanlegri ánægju hjá landsmönn- um, spyr Kristján Kri- stjánsson, en ákvörðun um að virkja ekki? vill jarðarbúum öllum) en ákvörðun um að virkja ekki? Þetta er sú spurning sem nytjastefnan krefur okkur svars við, eftir því sem okk- ur er framast unnt. Nytjastefnu- menn hlytu að vara náttúravernd- arsinna við því að þrengja sjónar- hom sitt með því að einbíína á efnahagsleg rök, eins og þau hvort virkjanir fældu ferðamenn frá há- lendinu; þvert á móti ættu þeir og aðrir deiíuaðilar að huga að öllum þeim afleiðingum virkjanafram- kvæmdanna sem orðið gætu til ánægjuskerðingar eða -auka. Það merkilega er að hér hygg ég að við nafnarnir séum öldungis sammála, því það sem Kristján G. Amgríms- son virðist vdja segja er einmitt að við eigum ekki að einskorða okkur við efnahagsleg rök heldur huga að nytjarökum í víðustu merkingu. Við þurfum á meiri nytjastefnu að halda í umræðunni, ekki minni! En þetta sjónaiTnið hefur snúist á ein- hvern hugmyndasögulegan haus í skrifum nafna míns eins og fleiri góðra manna. Enn undarlegi-a er þegar hinn gamli og úrelti greinarmunur á rökum og tilfinningum blandast inn í virkjanaþvargið, eins og raun hefur borið vitni um og Kristján G. víkur að í framhjáhlaupi. Flestir sálfræðingar og heimspekingar sem ritað hafa um mannlegar til- finningar síðasta aldarfjórðunginn hafa verið sammála um að geðs- munirnir séu þrungnii- af vitsmun- um og tilfinningarök rök alveg í sama skilningi og önnur. Það kæmi að minnsta kosti úr hörðustu átt ef nytjastefnumenn, sem viðurkenna ekki aðrar haldbærar ástæður fyr- ir breytni en tilfinningaástæður, gerðu þennan gi-einarmun að ein- hverju lykilatriði í máli sínu. Ekki má skilja mál mitt svo að ég sé að lýsa yfirvegaðri andstöðu við virkjanir á miðhálendi Islands. Ef til vill er svo mikill hamingjuauki í því fólgin að tryggja byggð í land- inu að hann vegi þyngra en það að nokkram meintum náttúraperlum sé sökkt í vatn; og byggðin verði ekki tryggð^ nema með þessum virkjunum. Eg hef einfaldlega ekki haft tóm til að kynna mér rök og gagnrök þessa tiltekna máls nógu ítarlega til að geta fellt nokkum dóm um það á þessu stigi. En eitt er víst: Það er alls ekki í anda nytjastefnunnar að dæma sum ánægjuefni fyrirfram úr leik vegna þess eins að þau gleðji augað meir en þau þyngja pyngjuna. Höfundur er prófessor 1' heimspeki við Háskóhinn á Akureyri. Hvernig má virkja öðru vísi? í ALLRI þeirri um- ræðu, sem fram hefur farið undanfarið um virkjanir á hálendinu og þau umhverfis- spjöll, sem þeim fylgja, hefur sáralítið verið rætt um aðra valkosti í virkjunar- málum, sem era mun umhverfisvænni. Gufuaflsvirkjanir valkostur Þar er átt við gufu- aflsvirkjanir á borð við Alfreð Nesjavallavirkjun, Þorsteinsson sem Reykjavíkurborg reisti og tekin var í notkun nýlega. Sömuleiðis virkjun Hitaveitu Suð- umesja í Svartsengi og Kröflu- virkjun á vegum Landsvirkjunar. Samtals er afl þessara virlgana til raforku um 130-140 MW, sem er nokkra meira en aflgeta Vatns- fellsvirkjunar í Þjórsá, sem nú er á dagskrá. Með tiltölulega litlum kostnaði má síðan auka og stækka þessar virkjanir og auka afl þeirra til muna. Raunar era fleiri aðilar að huga að gufuaflsvirkjunum og era Húsvíkingar þar fremstir í flokki. Því hefur verið hald- ið fram, að fara yrði gætilega við nýtingu jarðhitans, þar sem ekki væri um að ræða endurnýjanlegar auð- lindir. Við rannsóknir á Nesjavöllum hefur hið gagnstæða komið í ljós, en engu að síður er ástæða til að gæta fyllsta aðhalds í þess- um efnum, eins og habíba raunar gert hefur verið til þessa. Kaupin á Hellisheiði Nýlega festi Reykjavíkurborg kaup á landi á Hellisheiði og Henglinum til að tryggja framtíð- arhagsmuni Reykvíkinga í orku- málum. Rannsóknir hafa einnig staðið yfir á Ölkelduhálsi, en víða annars staðar er að finna jarðhita í nýjum löndum Reykvíkinga. Þau auðævi, sem fólgin era í iðram jarðar, ber að nýta til atvinnuupp- byggingar á höfuðborgarsvæðinu, því að sú mikla byggðaröskun, sem átt hefur sér stað, kallar á ný at- vinnutækifæri á þessu svæði. Nýtt orkufýrirtæki Reykvíkinga - Orkuveita Reykjavíkur - mun beita sér fyrir rannsóknum og markaðsmálum í því skyni að nýta jarðhitann á sem hagkvæmastan hátt. Jafnframt mun Orkuveita Reykjavíkur leggja áherzlu á um- hverfismál á þeim landsvæðum, sem hún ræður yfir, með sama hætti og Hitaveita og Rafmagns- veita Reykjavíkur hafa gert í tugi ára og opna þessi svæði enn frekar útivistarfólki. M.a. verða þau fram- vegis opin fyrir skotveiðimenn, sem era fjölmennir í hópi útivistarfólks. Tími stórra vatnsafls- virkjana er liðinn Það er mjög brýnt, að sátt náist um virkjunarmál á Islandi. Það er deginum ljósara, að tími hinna stóra vatnsaflsvirkjana, þar sem fórna verður stóram landsvæðum á Það er mjög brýnt, seg- ir Alfreð Þorsteinsson, að sátt náist um virkj- -------------------------------- unarmál á Islandi. viðkvæmum stöðum undir lón heyra sögunni til, hvort sem mönn- um líkar betur eða verr. Það væri þó mikil skammsýni að loka á alla slíka möguleika ef umhverfismat reynist jákvætt. Þarna koma einnig til aðrir hagsmunir, eins og byggða- og atvinnumál, sem varða alla landsmenn. Spyija má hvort tími gufuafls- virkjana sé ranninn upp með sama hætti og vatnsaflsviranir vora lausnarorð fyrr á öldinni. Astæða er til að hagsmunaaðilar, þ.e. virkj- unaraðilar og umhverfísfólk, fari yfír þessi mál til að leita lausna. Orkuveita Reykjavíkur er reiðubú- in til að leggja sitt af mörkum í því sambandi. Höfundur er horgarfulltrúi og form. Veitustofiíana Reykjavíkur. G U C C ||l BJARG v/Suðurgötu 100, R.vík. S. 893-7710/893-7080 Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, s. 551 0081. Svik á svik ofan NÚ HEFUR R-list- inn sýnt sitt rétta and- lit. Skattahækkanir og hækkun ýmissa „smá- gjalda“ hafa dunið á borgarbúum undan- farið. Svo virðist sem R-listinn treysti sér illa til þess að koma með raunhæfar tillög- ur sem gætu falið í sér að ekki þyrfti að hækka útsvar eða finna upp nýja skatta og gjöld. Þess í stað ákveður R-listinnn að fara þá leið sem vinstrimönnum er svo töm, þ.e. hækka bara skatta og gjöld. R-listanum nægir ekki að búa til nýja skatta eða beita bókhaldsblekkingum né ganga á eignir Reykvíkinga. Eftir að R-list- inn lauk fyrra kjörtímabili sínu hefur mönnum þar á bæ verið ljóst að aðgerðaleysi síðustu fjögurra ára myndi sennilega ekki ganga lengur í kjósendur og þörf væri á aðgerðum. Þær aðgerðir hafa nú komið fram og ekki er fullreynt hvað R-listanum dettur í hug til að auka álögur á borgarbúa. Helgi heiðarlegi Öllu verri er sú staðreynd að oddviti R-listans hefur verið stað- inn að ósannsögli. Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið staðinn að slíkum ósannindum sem Helgi Hjörvar hefur orðið uppvís að. I viðtali í sjónvarpi skömmu fyrir kosningar í vor lýsti Helgi því yfir að álögur og gjöld á borgarbúa myndu lækka! Skoplegt var að fylgjast með því í sjónvarpi þegar fyrmefnt viðtal var spilað aftur og aftur og borgarbúar fengu að sjá Heldur þú að | C-vítamín sé nóg ? - NATEN í ______- er nóg /_$ með eigin augum odd- vita R-listans ljúga að þeim. Litlu breytir þótt Helgi Hjörvar reyni að snúa út úr eigin ummælum, sú stað- reynd að álögur á borgarbúa hafa hækk- að en ekki lækkað breytist ekki. Frjálsar innáskiptingar Einkennileg er sú túlkun R-listans að hann geti skipt mönn- um inn í borgarstjórn að vild og hunsað gild- andi reglur og kjósendur sína. Sá gjörningur R-listans að skipta Pétri Jónssyni inn sem varamanni í Skoplegt var að fylgj- ast með því í sjónvarpi þegar viðtalið var spil- að aftur og aftur, segir Steinþór Jdnsson, og borgarbúar fengu að sjá oddvita R-Iistans ljúga að þeim. stað Hrannars B. Arnai'ssonar en ekki Önnu Geirsdóttur sýnir glöggt þá virðingu sem R-listinn ber fyrir borgarbúum. R-listinn bar því við að hann væri ekki stjómmálaflokkur! Samt er ekki annað að skilja en R-listinn sé einmitt það vegna þess að þeir flokkar sem að honum standa bjóða ekki fram undir eigin nöfn- um. Valdahroki R-listans er óþol- andi og sjálfsagt era margir kjós- endur sem óska þess, í ljósi undan- genginna atburða, að þeir hefðu varið atkvæði sínu á annan hátt. Höfundur er bakari. Steinþór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.