Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNB LAÐIÐ
Mamma og
pabbieru
aldrei heima
ÉG MINNIST vart
annars en að hafa frá
unga aldri litið upp til
Alþingis íslendinga og
oftar en ekki tekið að
mér að verja þá stofn-
un þegar hnjóðað hefur
verið í hana, ekki hafa
allir verið lítilla sanda
og sæva sem það hafa
gert. Ég hef þó hin
allra síðustu ár staðið
mig að því að fylla
flokk hinna gagnrýnu
afla einkum þegar
vanda barna og ung-
menna hefur þar borið
á góma. Þá hefur mér
oftar en ekki fundist
eins og þetta blessaða fólk hafi dott-
ið þarna inn langt utan úr geimnum.
Nokkru fyrir jól þótti ástæða til að
geta þess að einn þriðji hluti þing-
manna hefði tekið til máls á Alþingi
þegar til umræðu var vímuefna-
neysla ungmenna hér á landi, voru
fram í dagsljósið dregin mörg ófög-
ur og átakanleg dæmi um hve illa er
komið fyrir alltof stórum hluta, ekki
síst ungs fólks. En ráðin sem ræðu-
menn voru að gefa voru flest hefð-
bundin. Meira fjármagn þurfi að
koma frá opinberum aðilum til að
skapa fleiri meðferðarúrræði, reisa
byggingar, koma á fót fleiri stofn-
unum, mennta fleiri sérfræðinga. A
hátíðar- og tyllistundum hafa verið
nefnd ártöl þegar hægt verður að
tala um vímuefnalaust Island, hafa
alþingismenn verið þar framarlega í
flokki, við höfum heyrt ártölin 2000
og 2002 í því sambandi og varla
verður þess langt að bíða að ártalið
2010 verður nefnt þegar þetta á að
takast. En skyldi ég vera einn um
að telja að vita tilgangslaust og inn-
antómt er að nefna ártöl þegar fáir
virðast átta sig á eða vilja nefna
ástæður þær sem vandanum helst
veldur. En vandanum veldur ekki
að áfengi er selt á íslandi. Vandan-
um veldur heldur ekki að víða í
heiminum er framleitt ógrynni af
svonefndum eiturefnum, tóbak þar
meðtalið eða að flutningaleiðir eru
greiðar til og frá landinu og því síð-
ur að einhver sé í óreglu af því að
hann eða hún sé „fæddur dópisti“
eins og stundum er sagt. Vandanum
veldur aftur á móti ístöðuleysi, upp-
lausn og ringulreið í lífi fjölda fólks
sem leiðir af sér rangt gildismat.
Heimilin eru ekki þeir hornsteinar í
uppeldinu sem þau voru og verða að
vera eigi böm að búa við öryggi.
Flestir fullorðnir eiga að vita, að
þar sem öryggið og festuna skortir
verður manngerðin veiklynd og
brotnar við minnsta mótlæti en líf
án mótlætis verður aldrei tíl. Upp-
eldið þar sem festa er ekki til, engar
lágmarksreglur eru settar eða ekki
eftir þeim farið, agi þekkist ekki og
fólk veit ekki muninn á valdbeitingu
og aga, umhyggja og kærleikur í
samskiptum foreldra og barna eru
afgangsstærð og íyrirbænum fyrir
sínum nánustu og sjálfum sér hefur
verið kastað út í ystu myrkur, þar
verður til orsök þess mikla vanda,
'slim-line"
dömubuxur frá
gardeur
Uáuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
sem leiðir af sér böl og
þjáningar og tætir í
sundur heilu þjóðfélög-
in, líka okkar fyrrum
eiturefnalitla samfélag.
Heimili þar sem móðir-
in hefur ekki að jafnaði
sólarhringsviðveru
með barni sínu eða
börnum og afi, sem
ætíð hafði nægan tíma,
og amma, sem allt vissi
og skyldi betur en aðr-
ir, eru víðsfjarri eru
ekki líkleg til að skapa
sterka einstaklinga. Ef
sú hugarfarsbreyting
yrði að mæður tækju
böm sín fram yfir allt
annað fyrstu æviárin og réttur
barnanna til samvista við móður
sína yrði virtur og þau nytu þeirrar
Heimilin eru ekki þeir
hornsteinar í uppeldinu
sem þau voru og verða
að vera, segir Guðfínn-
ur S. Finnbogason, eigi
börn að búa við öryggi.
hlýju sem þau þarfnast yrði mörgu
bölinu og margri þjáningunni í
blessun breytt og mæður myndu
losna við sjálfsásakanir og sektar-
kennd síðar á ævinni og í stað
stöðugrar útgjaldaaukningar vegna
ungs fólks og fullorðinna með veika
sjálfsímynd, og því haldin margs-
konar vanlíðan, myndi þjóðfélagið
spara miljarða ár hvert. Ástandið
sannar að uppeldi stofnana eins og
dagheimila og leikskóla er nánast
handónýtt við þetta mikilvæga
verkefni, því gamla máltækið „fáir
sem faðir enginn sem móðir“ felur í
sér fyllsta sannleika. Skilnaðir eru
ein afleiðing þess að brotalöm er í
uppeldinu, en þeir eru flestum
börnum erfiðir og sumum hrein
martröð og nokkrum svo afdrifarík
að viðkomandi ber af varanlegan
skaða. Heimili þar sem hluti barna
elst ekki upp hjá báðum foreldrum
eru verr í stakk búin til að skapa
kynslóð sterkra einstaklinga. Um
vanhæfni margra uppalenda og
rangt gildismat í þjóðfélaginu læt
ég nægja að nefna tvö dæmi. Kona
sem er menntuð í uppeldisfræðum
leit inn til föður síns, ekkjumanns
sem bjó einn. Hann var nýkominn
heim eftir hjartaaðgerð. Með henni
var 10-12 ára gamall sonur hennar
og gera átti stuttan stans af tillits-
semi við hinn aldraða. Drengurinn
bað um að ákveðin spóla yrði sett í
myndbandstækið, afinn og móðirin
leyfðu að hann fengi aðeins að horfa
á lítinn hluta í þetta skiptið. Eftir
180 mínútur var drengurinn tilbú-
inn að fara heim með móður sinni.
Um miðjan síðasta áratug dvaldi ég
nokkra daga við sjúkrabeð stúlku-
barns mér nákomið á Landspítalan-
um. Þá var komið þar inn með telpu
á fermingaraldri, sem var heldur
illa á sig komin. Hún hafði verið
„hirt upp af götunni“ eins og sagt
var. Hún var ekki margorð um hagi
sína eða um ástæður komu sinnar
en sagði þó að faðir hennar kenndi
við æðstu menntastofnun þjóðarinn-
ar og móðir hennar ræki lítið fyrir-
tæki úti í bæ. Hún sagði frá systkini
sínu sem ætti í erfiðleikum ekki
ólíkum hennar. Eina setningu sem
hún sagði hefi ég varðveitt:
„Mamma og pabbi eru aldrei
heima.“ Þurfum við frekari vitna
við. Segir þetta ekki allt sem segja
þarf um ástæður erfiðleika fjölda
barna og ungmenna í Islandi.
Höfundur er bóndi í Miðhúsum
{ Strandasýslu.
Guðfínnur S.
Finnbogason
Fræðigreinin
og atferlið
NEMENDUR í öfl-
ugum menntaskólum
eins og Menntaskólan-
um við Hamrahlíð læra
býsna margt, sumt af
því utan kennslustunda
og í félagslífi. Þeir sem
hafa áhuga á mælsku-
list og ræðumennsku
kynnast til að mynda
leikreglum í siðaðri
umræðu. Þeir læra til
dæmis muninn á því að
beina spjótum sínum
að andstæðingnum sem
persónu, sem kallað
hefur verið „ad
hominem" á latínu, og
að ræða málflutning
hans og rök.
Fyrir 8-10 árum lenti ég sem þá-
verandi formaður kennslumála-
nefndar Háskóla Islands í nokkrum
útistöðum við forystu Menntaskól-
ans við Hamrahlíð út af tilteknum
skipulagsbreytingum sem skólinn
vildi gera á námi.
Kennslumálanefnd var skipuð
mönnum úr sex ólíkum deildum Há-
skólans og mitt hlutverk var að
fylgja fram sjónarmiðum sem hún
var einhuga um, sem og mikill hluti
háskólasamfélagsins. Þessi mál
voru til lykta leidd á árinu 1991 en
þó eimdi eftir af þeim í nokkur ár á
eftir í blaðaskrifum.
Ég tók þessar deilur nærri mér
ekki síst vegna þess að mér hefur
alltaf verið hlýtt til Hamrahlíðar-
skólans af ýmsum ástæðum. Til
dæmis hafa öll börn mín lokið
stúdentsprófi við skójann, það síð-
asta nú í desember. Ég var satt að
segja farinn að vona að gamlar
deilur væru gleymdar og grafnar
enda komin sjö ár síðan ég lauk
störfum í kennslu-
málanefnd.
En nú bregður svo
við að tveir íslensku-
kennarar við skólann,
Bjami Ólafsson og
Ragnhildur Richter,
taka ummæli eftír mér
í nýlegu blaðaviðtali,
rangfæra þau og gera
úr þeim ný deiluefni.
Ummælin eru þau að
„fólk telur sig geta lært
gegnum húðina sem ég
kalla svo, líkt og við
læram móðurmálið, og
ef til vill önnur mál.“
Þessi ummæli kjósa
þau Bjarni og Ragn-
hildur að túlka svo að þarna sé átt
við fræðigreinina íslensku og telja
mig „rugla saman fræðigrein og
Vegna þessa útúrsnún-
ings missir grein þeirra
marks, segir Þorsteinn
Vilhjálmsson, og er að
öðru leyti því miður
ekki svara verð.
sjálfstæðu atferli." En ég er einmitt
ekki að tala um fræðigreinina held-
ur atferlið. Þau hafa því valið að
lesa þessi ummæli eins og skrattinn
biblíuna. Vegna þessa útúrsnúnings
missir grein þeirra marks og er að
öðru leyti því miður ekki svara
verð.
Hitt hlýt ég að nefna að ég leyfi
mér að telja sjálfan mig til skelegg-
ari baráttumanna fyrir bættri
kennslu í íslensku í skólum landsins.
Ég hef margsinnis fjallað um þau
mál í ræðu og riti auk þess sem ég
hef beitt mér fyrir málrækt í raun-
greinum. ^ Og ágreiningurinn milli
Háskóla íslands og Menntaskólans
við Hamrahlíð sem áður var nefnd-
ur stóð einmitt meðal annars um
það að Háskólinn lagðist gegn því
að dregið yrði úr lágmarkskennslu í
íslensku til stúdentsprófs.
Ég held líka að fáir sem þekkja
mig og störf mín telji mig einhvern
sérstakan talsmann „raungreina-
monts“ ef talað er í alvöru. Ég hef
þvert á móti mikinn áhuga á öllum
vísindum og fræðum og framgangi
þeirra. Sú spurning vaknar því
hvort Bjarni og Ragnhildur hafí
þama fallið í þá gryfju sem í eina tíð
var kennd við Albaníu: að ráðast á
Albaníu þegar þau meina Kína, það
er að segja eitthvað sem tekur í
rauninni meira rúm í huga þeirra og
er nær þeim í tíma og rúmi en ég.
Ég ýjaði að því í upphafí að þau
Bjarni og Ragnhildur hafa kosið að
beina spjótum sínum að mér per-
sónulega jafnframt nokkun-i um-
ræðu um misskilin ummæli. Ég hef
mestu skömm á slíkum aðferðum í
opinberri umræðu og mun því
hvorki blanda fortíð þeirra sem ein-
staklinga eða fyrri störfum inn í
þetta mál, né heldur setja lýsingar á
störfum þeirra í gæsalappir. Ég
held að þau séu bæði mætir ís-
lenskufræðingar og kennarar, án
gæsalappa, og vinni störf sín af
samviskusemi. En þau hafa því mið-
ur ekki borið gæfu til að þekkja
bandamenn sína því að í þessari
grein þeiiTa heggur sá er hlífa
skyldi.
Höfundur er prófessor í eðlisfræði
og vísindnsögu við Háskóla Islnnds.
Þorsteinn
Vilhjálmsson
Stigahækkun íslensku
keppendanna
SKAK
Norræna VISA-
bikarkeppnin
RILTON-MÓTIÐ í
STOKKHÓLMI
Þeir Hannes Hlífar og Helgi Áss
gerðu báðir jafntefli í tveimur
síðustu umferðunum á mótinu í
Stokkhólmi. 27. des. til 6. jan.
BÆÐI Helgi Áss Grétarsson
og sérstaklega Hannes Hlífar
Stefánsson náðu góðum árangri á
Rilton-skákmótinu sem lauk í
Stokkhólmi á miðvikudaginn.
Hannes Hlífar fékk 6í4 vinning
og lenti í 5.-11. sæti. Hannes
tefldi við hinn kunna eistneska
stórmeistara Jann Ehlvest (2620)
í síðustu umferð og gerði jafn-
tefli. Hannes var taplaus á mót-
inu, vann 4 skákir og gerði 5 jafn-
tefli. Þar sem mótið hófst fyrir
áramótin gilda skákstigin frá því
í júlí á síðasta ári. Hannes reikn-
ast því með 2.535 stig, en
frammistaða hans á mótinu svar-
ar til 2.627 stiga. Hannes hækkar
um 10 stig fyrir þessa frammi-
stöðu. Þegar þetta leggst við
hækkun sem hann á inni eftir frá-
bæran árangur undanfarna mán-
uði fer að styttast í 2.600 stigin
með sama áframhaldi. Einnig
færir þessi árangur Hannes nær
efsta sætinu í VISA-bikarkeppn-
inni, en Rilton-mótið var fjórða
mótið í þeirri keppni. Hannes var
í fjórða sæti í bikarkeppninni fyr-
ir þetta mót, en náði nú betri ár-
angri en þeir sem eru í þremur
efstu sætunum.
Helgi Áss gerði jafntefli við
finnska stórmeistarann Jouni
Yrjola í síðustu umferð. Hann
fékk 6 vinninga, eða hálfum vinn-
ingi minna en Hannes, og lenti í
12.-27. sæti. Þess má geta að á
mótinu tefldu 22 stórmeistarar
og 20 alþjóðlegir meistarar.
Helgi Áss tapaði einungis einni
skák á mótinu, en vann 4 skákir
og gerði 4 jafntefli. Helgi Áss
hækkar um 5 stig fyrir þessa
frammistöðu.
Það var rússneski stórmeistar-
inn Mikhail Ulibin sem sigraði á
mótinu, hlaut 714 vinning. Þetta
var fengsælt mót fyrir rússnesku
stórmeistarana, því þeir Evgenij
Agrest og Yuri Yakovich urðu í
2.-4. sæti með 7 vinninga ásamt
franska stórmeistaranum Igor-
Alexandre Nataf. Reyndar er
Agi-est nú fluttur frá Rússlandi
til Sviþjóðar og teflir fyrir Svía.
Röð efstu manna varð annars
þessi:
1 Mikhail Ulibin 7 14 v.
2-4 Evgenij Agrest, Igor-Alexandre
Nataf, Yuri Yakovich 7 v.
5.-11 Hannes Hlífar Stefánsson, Yuri
Shulman, Andrei Y. Kharitonov, Jaan
Ehlvest, Miroslav Markovic, Jonny
Hector, Robert Bator 6 14 v.
12-27 Helgi Áss Grétarsson, Pia Cram-
ling, Björn Ahlander, Ralf Ákesson,
Stuart Conquest, Igor Khenkin, Jesper
Hall, Lars Schandorff, Stellan Bi-ynell,
Peter Heine Nielsen, Kalle Kiik, Mark
E. Taimanov, .Jonas Barkhagen, Axel
Ornstein, Jouni Yrjola, Olli Salmensuu
6 v.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fékk 114
vinning.
Arnar Gunnarsson
sigrar á atkvöldi
Fyrsta atkvöld ársins fór fram
4. janúar hjá Taflfélaginu Helli.
Mótíð var bæði fjölmennt og
sterkt. Sigurvegari varð Arnar
E. Gunnarsson sem fékk 514
vinning af 6 mögulegum eftir
harða baráttu. Arnar gerði jafn-
tefli við Guðna Stefán Pétursson
en vann aðra. I 2.-3. sæti urðu
Róbert Harðarson og Óskar
Bjarnason með 5 vinninga. Ró-
bert tapaði fyrir Arnari í næst-
síðustu umferð en sigi’aði aðra.
Óskar, sem er búsettur í Frakk-
landi, tapaði í fyrstu umferð fyrir
Páli Agnari Þórarinssyni en vann
allar skákirnar eftir það. Úrslit
urðu annars sem hér segir:
1 Amar E. Gunnarsson 514 v.
2-3 Róbert Harðarson og Óskar
Bjarnason 5 v.
4 Guðni Stefán Pétursson 414 v.
5-9 Páll Agnar Þórarinsson, Stefán
Ingi Aðalbjörnsson, Gunnar Björnsson,
Örn Ragnarsson og Vigfús Óðinn Vig-
fússon 4 v.
10-12 Grímur Ársælsson, Benedikt
Egilsson og Þröstur Þráinsson 314 v.
13-18 Jóhann Valdimarsson, Ásgeir
Tryggvason, Torfi Leósson, Konráð
Davíð Þorvaldsson, Kristján Órn Elías-
son og Kristján Halldórsson 3 v.
o.s.frv.
Mótið var haldið í Hellisheimil-
inu, Þönglabakka 1. Skákstjórar
voru Gunnar Björnsson og Vig-
fús Óðinn Vigfússon.
Næsta atkvöld verður haldið
mánudaginn 8. febrúar.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson