Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.01.1999, Blaðsíða 42
"42 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANDRES BJÖRNSSON foreldrar mínir áttu að, Andrés frændi og Björn frændi Gunnlaugs- son föðurbróðir, sem var læknirinn okkar. Þessir tveir hámenntuðu öðlingar voru hjálparhellur og jafn- vel átrúnaðargoð mín og fleiri á óvenju annasömu, margmennu heimili. Andrés var heimsmaður, sannar- lega fágaður, ekki bara yfirborðið, heldur var hann gegnheill sjentil- maður frá innstu hjartarótum. Það var ekki vandi fyrir barn að finna 'N það. Hann var fjölhæfur og skarp- skyggn og ýmis úrlausnarefni voru borin undir hann til að skilja og skýra. Ég man eftir Andrési þegar hann kom fyrst með Margréti, unga unn- ustu sína, að heilsa upp á pabba og mömmu. Gleðin fyllti hversdagslegt eldhúsið á bóndabænum. Ég var lít- ið stelpukorn, en sá í rómantísku ljósi, að þau voru geislandi falleg og ég fann hvað mamma mín var ánægð með konuefnið hans bróður síns. Hann kom oft og hjálpaði pabba með bókhald og bréfaskriftir. Þá átti hann líka að skrifa eitthvað fyr- ir mig, kannski nafnið mitt í bók, Styví hann skrifaði svo vel. Hann bauð mér á jólaböllin í útvarpinu, þær ógleymanlegu barnaskemmt- anir. Þrátt fyrir krefjandi starf gaf Andrés frændi sér tíma til að sinna okkur, fólkinu sínu í Eskihlíð, og átti þó sjálfsagt ekki of margar frí- stundir. Hann kenndi pabba ensku. Alla- vega nóg til að hann gæti bjargað sér á því máli. Og þá bað ég Andrés að lesa útlensk nöfn á ~ jmyndabókum sem ég átti, eins og þeirri sem Shirley Temple, stjörnu minnar kynslóðar. En mér brá við að heyra nafnið eins og hann las það rétt á ensku. Það var alltof skrýtið. Ég var svo feimin, að ég treysti mér ekki til að nota þessa nýfengnu þekkingu. Við vinkon- urnar í hverfinu héldum áfram að bera útlenskuna fram eins og við stautuðum hana sjálfar uppá ís- lensku, þótt við vissum nú að það væri ekki rétt. Ekki svo mörgum árum síðar kom það fyrir að sömu vinkonur sögðu við mig: „Ég hitti hann Andrés frænda þinn á götu og hann þekkti mig og heilsaði mér svo . Jiuggulega og tók ofan fyrir mér." 'Þannig virðingarvottur jók sjálfs- traust kornungrar stúlku og mitt um leið, ekki veitti nú af. Frændi minn kunni sig sannarlega. Tilver- an varð betri og bærilegri, því hann Andres frændi minn brást aldrei. Andrés og Margrét gáfu mér gjafir, bestu myndina og bestu bók- ina sem hafa fylgt mér gegnum líf- ið, þakkirnar hef ég kannski ekki tjáð eins og vert var. Við trúum því gjarna, eins og ósjálfrátt í önnum daganna, að enn muni gefast tæki- færi til að hitta fjólskyldu og vini. En tíminn flýgur með okkur í átt að skilnaðarstund sem er óumflýjan- leg og leið er lokað til ástvina sem -.Jiugurinn tregar siðan. Við Kristínar- og Geirsbörn, og fjölskyldur, okkar þökkum Andrési frænda fyrir trausta, kærleiksríka vináttu og biðjum ástvinum hans huggunar og blessunar. Friðrika. Andrés Björnsson tók við starfi útvarpsstjóra annan janúar 1968. Sama dag andaðist Jón Magnússon fréttastjóri. Fyrsta erindi mitt við nýskipaðan útvarpsstjóra, og hið þungbærasta, var að segja honum íát Jóns. Andrés setti hljóðan við þá harmafregn. Ég man að hann gekk að glugganum á skrifstofu sinni á fjórðu hæðinni og horfði lengi þög- ull út í sortann á úfið hafið og sæ- barða Skúlagötuna þennan grimma frostkalda dag. Sagði svo: Og ég sem ætlaði ekki síst að njóta Jóns, iekkingar hans og reynslu og tuðnings. Með Andrési er raunar horfinn ^ einn síðasti lærimeistaranna sem maður naut í útvarpsmennsku. Hann var dagskrárstjóri út- varpsins og stefnumótandi í fjölda ára, þekkti stofnunina frá öndverðu í bak og fyrir. Honum þótti raunar svo vænt um útvarpið að hann tók við embætti útvarpsstjóra fyrir þrábeiðni enda þótt hann vissi vel hvílíkur Úríasarpóstur það væri. Hann hafði áður um sinn sinnt starfi lektors við Háskóla íslands og unað þvi vel. Ég kynntist Andrési fyrst á ung- lingsárum mínum þegar ég heim- sótti Sólveigu vinkonu mína, syst- urdóttur hans, að Hofi á Höfða- strönd, en þar ólst Andrés upp í skjóli Stefaníu móður sinnar og annarra ættmenna. Föður sinn missti hann barn að aldri. Hann átti einn hálfbróður, Andrés Björnsson skáld, eina hálfsystur og sex alsyst- ur og sagði stundum í gríni: Við systurnar og ég. Andrés Björnsson var eftirsókn- arverður húsbóndi og fyrirmynd. Honum var ljóst að útvarpið er starfsfólkið hverju sinni og heiður þess. Fréttastofur og fréttatengdir þættir eru lífsakkeri hverrar út- varps- og sjónvarpsstöðvar. það eru viðkvæmustu deildirnar, þar er gusturinn mestur. Starf okkar á Fréttastofu útvarps þau sautján ár sem Andrés var útvarpsstjóri hefði verið nánast óvinnandi án hollustu hans og trausts. Enda fer ævinlega illa standi skipstjórinn ekki með áhöfhinni. Maður ólst upp við það frá fyrstu tíð að útvarpið væri þjónustufyrir- tæki, agað af tilteknum starfsregl- um um óhlutdrægni og heiðarleika. Hlustendur, raunverulegir hús- bændur okkar, áttu rétt á að eiga sjálfir metnaðarfulla útvarpsstöð sem þeir gátu treyst. Glataðist traustið var útvarpið ekki lengur nýtilegt. Hver treysti útvarpsstöðv- um Hitlers, Stalíns eða Rauðu kmeranna nema hinir heilaþvegnu? Andrés Björnsson lét aldrei ann- arleg öfl stjórna sér. Hann lét ekki stjórnast af þrælsótta. Hann átti sjálfsvirðingu sem ekki fer eftir veraldlegum auði manneskjunnar heldur innri styrk, siðferðisþreki. Sannfæring hans og samviska voru ekki söluvara. íslensk tunga var Andrési Björnssyni hjartans mál og það var okkur fyrirmynd. Ef við glötum tungunni týnum við samhenginu í lífi þjóðarinnar og menningu. Við verðum fortíðarlaus. Við verðum heimilislaus í veröldinni. Við starfs- menn útvarps reyndum að rækja þá skyldu þess að gæta tungunnar. I útvarpi hefur manneskjan aðeins röddina. Kannski myndar útvarpið röddina einsog ljósmyndari munn- inn. Þá hefur Andrés myndast manna best, í áratugi var hann með ástsælustu útvarpsmönnum. Hug- vekjur hans um áramót báru vitni visku hans, réttlætiskennd, mann- gildishugsjónum, verðmætamati. Stundum var Andrés þreyttur á argaþrasinu sem fylgdi starfinu. Margan misjafnan sauðinn hafa stjórnmálaflokkarnir talið brýnt að setja í útvarpsráð. Stjórnmálamenn eiga stundum bágt með að þola lýð- ræði í verki, málfrelsi annarra. Einu sinni kvað svo rammt að frekju og yfirgangi fulltrúa í Út- varpsráði að Andrés neitaði að sitja þar fundi. þessi prúði og skyldu- rækni maður! Dagsdaglega var Andrés kyrrlát- ur maður. Hann hafði orðlausa að- ferð við að láta í ljós andúð eða vandlætingu með hreyfingum augna og vara. Hann gat verið allra manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, þá runnu upp úr honum kynstrin öll af ljóðum og bögum og meinfyndnum sögum og skarplegum athugasemdum um menn og málefni. Hann var afburða minnugur og hafsjór af fróðleik. Fyrir mér var Andrés Björnsson maður ljóða og fræða, hljóðlátra iðkana andans, fínlegur og dálítið viðkvæmur. Hann skilaði með sóma einni mikilvægustu menningar- stofnun þjóðarinnar í hendur nýrr- ar kynslóðar. Hún hefur vonandi áfram það markmið að helst engum hlustanda standi á sama um hvað sést eða heyrist í Ríkisútvarpinu, allir láti sig það einhverju skipta. Andrés Björnsson var heiðarleg- ur maður og prjállaus. Megi hann hvíla í ró. Og óskandi væri að þessi orð Gríms Thomsen verði að áhrínsorðum: Enginn hugsí' að annað líf sé iðjuleysi tómt; þótt ei þar finnist agg né kíf, en ástarþelið frómt, í aldingarðinum ærið starf ætlað er lýðum þó, erííði mannsins andi þarf innan um frið og ró. Margrét Indriðadóttir Aðrir munu verða til að rekja merkan starfsferil Andrésar Björnssonar í nærri ævilangri þjón- ustu hans við Ríkisútvarpið, fyrst í starfi dagskrárfulltrúa, síðar skrif- stofustjóra útvarpsráðs og dag- skrárstjóra og loks í embætti út- varpsstjóra full sautján ár, auk annarra trúnaðarstarfa, að ógleymdum bókmenntastörfum hans. Mig langar fyrst og fremst að rifja upp persónuleg kynni okkar og vináttu, ekki síst frá æskuárum. Fundum okkar bar fyrst saman í Menntaskólanum á Akureyri snemma árs 1933, þegar ég fékk að setjast þar óreglulegur nemandi í annan bekk. Við vorum þá báðir á sextánda ári, hann aðeins nokkrum mánuðum eldri í árinu. Það fór þeg- ar í stað vel á með okkur. Næsta vetur urðum við bekkjarbræður í 3. bekk A og herbergisfélagar í heimavistinni sem þá var enn í gamla skólahúsinu, raunar við þriðja mann í herbergi sem nú mundi líklega vera talið þröngt fyr- ir tvo. Andrés var Skagfirðingur al- inn upp í sveit, ég Austfirðingur að mestu alinn upp í borgaralegu um- hverfi í kaupstað, en þriðji maður- inn var Þóroddur Oddsson, þremur árum eldri en við, kominn af sjó- sóknurum og hákarlaformönnum í Hrísey, síðar lengi kennari við Menntaskólann í Reykjavík. I nán- asta kunningjahópnum voru svo nemendur af ýmsum landshornum, sprottnir úr ólíku umhverfi og með mismunandi lífsreynslu að baki. Miseldri nemenda var á þessum ár- um miklu meira en síðar varð. Það má því fullyrða að umgengni nem- enda innbyrðis hafi orðið okkur mörgum, ekki síst þeim sem yngst- ir voru, dýrmætur „félagsmála- skóli" til viðbótar hinu eiginlega skólanámi. Það fór ekki hjá því að í slíku þröngbýli sem var í heimavist- inni kynntust menn náið. Þennan vetur mátti heita að við Andrés værum samvistum allan sólarhring- inn. Við sóttum sömu kennslu- stundir, snæddum saman í mötu- neyti heimavistarinnar, lásum ým- ist saman eða hvor í sínu lagi í sama herbergi þar sem við áttum líka náttstað, hvor á sínum rúmbálki, og við skemmtum okkur saman. Víst er um það að við áttum ekki mörg leyndarmál hvor fyrir öðrum. Þó að sambýlinu lyki eftir þennan vetur, þegar ég fluttist „í bæinn" sem kallað var, hélst náin vinátta okkar og samgangur öll skólaárin og raunar enn þann tíma sem við vorum samtímis hér í Reykjavík eftir stúdentsprófið 1937. Andrés var mjög vinsæll meðal skólasystkina sinna og annarra sem þekktu hann best, hæglátur hvers- dagslega og hafði sig ekki mjög í frammi, en var skemmtilegur í um- gengni, kom stundum á óvart með skrýtnar hugmyndir og uppátæki, og bar hlýjan persónuleika þótt hlé- drægur væri að jafnaði. Enginn kunni betur að gleðjast á góðri stund. Að loknu kandidatsprófi í ís- lenskum fræðum 1943 fór Andrés til Lundúna og starfaði þar fram á næsta ár við íslenskar fréttasend- ingar hjá BBC á vegum breska upplýsingaráðuneytisins. London lá á þessum tíma undir leiftursókn Þjóðverja með sleitulausum loft- árásum og þeim ógurlegu hörm- ungum sem þeim fylgdu. Ekki kann ég skýringu á því hvers vegna Andrés brá á þetta ófýsilega ráð, en kunnugum duldist ekki eftir á að þessi lífsreynsla hafði fengið mjög á hann, og hygg ég að hann hafi lengi borið hennar merki innra með sér. Þegar Andrés kom aftur heim var ég farinn til náms í Bandaríkjunum og bar nú ekki fundum okkar sam- an fyrr en haustið 1947, en löng og góð bréf á ég frá honum, bæði frá Lundúnum og Reykjavík. Við urð- um nú samstarfsmenn hjá Rikisút- varpinu, þar sem ég hafði starfað áður, en atvikin höguðu því svo að þar lentum við með vissum hætti hvor sínum megin borðsins. Á næstu árum var oft tekist hart á í útvarpsráði um frumkvæði Ríkisút- varpsins að stofnun Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. I raun má segja að átökin stæðu fyrst og fremst um skiptingu naumlega skammtaðs dagskrárfjár milli talaðs orðs og tónlistar. Við sátum báðir fundi út- varpsráðs og höfðum þar málfrelsi sem ég notaði eftir megni til að tala máli hljómsveitarinnar. Andrés hafði sig ekki í frammi, enda átti orðsins list sér nóga talsmenn í þessum hópi, en auðvitað gat ekki dulist í hvorn flokkinn hann hlaut að skipa sér. En ekki varð okkur þetta að vinslitum, og áttum við oft góðar stundir milli stríða. Þegar hljómsveitin var síðan skilin frá út- varpinu 1956 fylgdi ég henni þaðan, og upp úr því urðu fundir okkar Andrésar færri og strjálli. En svo undarlega fléttast stundum örlaga- þræðir að það átti fyrir Andrési að liggja að verða stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitarinnar nærri öll útvarpsstjóraár sín, þar til lög voru sett um hljómsveitina 1982, og mestallan þann tíma, eða frá 1968-79, var hann líka yfirmaður minn er ég var dagskrárstjóri Sjón- varpsins. En af því er ekki mikil saga og verður ekki rakin hér. Við sem ólumst upp í starfi í Rík- isútvarpinu á fjórða og fimmta ára- tug aldarinnar urðum að sjálfsögðu allir útvarpsmenn „af gamla skól- anum" og gekk sjálfsagt misvel að laga okkur að þeirri fjölmiðlabylt- ingu sem hófst með tilkomu sjón- varpsins 1966, síðar rásar tvö í Ríkisútvarpinu og loks afnámi einkaréttar Ríkisútvarpsins og stofnun „frjálsra" sjónvarps- og út- varpsstöðva fleiri en tölu verði á komið. Sú viðhorfsbreyting sem hér lá að baki var í gerjun á út- varpsstjóraárum Andrésar, og hlaut hann stöðu sinnar vegna að eiga þar hlut að máli. Mig grunar að hann hafi ekki alltaf gengið glaður til þess leiks. Hann var í eðli sínu varðveislumaður góðra gilda en ekki ginnkeyptur fyrir nýjung- um eða breytingum. í huga mínum var Andrés alltaf bókmenntamaður fyrst og fremst, og tel ég mikinn skaða að hann skyldi ekki helga sig ritstörfum meir en raun varð á. Eftir hann liggja meðal annars ágætar ritgerð- ir um ævi og skáldskap Gríms Thomsens og styttri greinar um mörg skáld önnur, auk margra frá- bærra þýðinga. Og eru þá ónefnd áramótaávörp útvarpsstjórans sem líklega fóru fram hjá flestum þegar flutt voru en hafa að geyma marga fagra, djúpa og spaklega hugsun. Þau eru sem betur fer varðveitt í bókinni Töluð orð. Eg kveð góðan og kæran vin frá æskuárum. Minningarnar eru margar, það er bjart yfir þeim öll- um, og Andrés er þar aldrei fjarri. Ég færi konu hans, Margréti Vil- hjálmsdóttur, og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur á sakn- aðarstund. Jón Þórarinsson. Við Hannes Pétursson ráðgerð- um á haustdögum að hitta vin okk- ar, Andrés, í góðu tómi, eins og við höfðum gert reglubundið mörg undanfarin ár. Við hlökkuðum enn sem fyrr til samfunda við þennan gáfaða, skemmtilega og margfróða mann, til að ræða við hann um landsins gagn og nauðsynjar, rifja upp sagnir um horfnar kynslóðir, og ekki sízt land og fólk á þeirri öld, sem okkur öllum hefur verið sér- lega hugstæð, 19. öldinni, - öld Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Sigurðssonar, auk Jóns Guðmunds- sonar og Gríms Thomsens, sem voru auðvitað okkar menn. Hér við má bæta öllum gömlu og góðu Skagfirðingunum, sem þeir Andrés og Hannes kunnu betri skil á en flestir aðrir. Og ekki skorti sögur um eftirminnilega menn og kynlega kvisti, sagðar oft af miklum, en græskulausum húmor, sem Andrés átti nóg af. Þá var ekki sízt unun að ræða við Andrés um fornan og nýjan kveð- skap, og heyra vel flutta haglega kveðna stöku af hans munni, enda hann samgróinn því bezta í slíkum kveðskap. Þó að maður vissi, að hann væri vel skáldmæltur, þá var hann af meðfæddri hlédrægni frá- bitinn því að flytja okkur eigin ljóð. Því hugstæðari voru honum snilld- arljóð Andrésar, eldri bróður síns og alnafna, sem úti varð aðfaranótt 16. marz 1916, réttu ári upp á dag fyrir fæðingu yngri bróður síns. Þó að þeir hefðu aldrei þekkzt, voru bróðurböndin greinilega traustum þáttum reyrð, og Andrési eðlilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.