Morgunblaðið - 08.01.1999, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
i
KRISTÍN MARGRÉT
HELGADÓTTIR
+ Kristín Margrét
Helgadóttir
fæddist í Bolungar-
vík 26. apríl 1915.
Hún lést á Hrafn-
istu, Reykjavík, 28.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
Kristínar voru
Helgi Einarsson,
formaður í Bolung-
arvík, f. 9.7. 1889 í
Miðhúsum, Garði í
Gerðahreppi, d.
31.11. 1947 á ísa-
firði og Guðbjörg
Sigurðardóttir,
húsmóðir í Bolungarvik, f.
18.7. 1891 í Geiradalshreppi í
Austur-Barðastrandarsýslu, d.
16.1. 1928. Börn Helga og Guð-
bjargar auk Kristínar voru
Einarína, f. 13.6. 1911, d. 4.11.
1914; Magnús Ellert Kristján,
sjómaður í Bolungarvík, f. 14.2.
1913, d. 26.5. 1948, kona hans
var Jónína Líneik Jónsdóttir, f.
24.8. 1918, d. 22.5. 1947. Systk-
ini Kristínar samfeðra eru
Bragi, f. 12.6. 1933, Helga
Svandís, f. 11.10. 1935, Einar
Kristinn, f. 27.1. 1937, Gísli, f.
23.7. 1938, Ágúst Guðjón, f.
20.8. 1939 og Guðbjörg, f. 21.1.
1941. Móðir þeirra
er Anna Svandís
Gísladóttir, f. 31.7.
1908, á Breiðabóli í
Skálavík, Hóls-
hreppi, Norður-Isa-
fjarðarsýslu. Hún
dvelur nú á Sjúkra-
húsi Bolungarvík-
ur.
Kristín giftist
25.10. 1947 Bernód-
usi Ö.G. Finnboga-
syni, f. 11.4. 1911, á
SnæfjöIIum á
Snæfjallaströnd, d.
4.7. 1998. Sonur
þeirra er Grétar Guðbjörn, f.
17.7.1947, kona hans er Guðrún
Eyjólfsdóttir, f. 18.1. 1949.
Þeirra börn eru 1) Kristín
Benný, f. 15.8. 1969, maður
hennar er Davíð Héðinsson,
synir þeirra eru Grétar Atli, f.
7.1. 1993, og Gunnar Atli, f.
20.4. 1994. 2) Óskar Eyjólfur, f.
22.9. 1976. Kristín og Bernódus
bjuggu í Bolungarvík til ársins
1953, fluttu þá til Reykjavíkur
og áttu heimili að Laugar-
nestanga 60.
Utför Kristínar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Aftur á skömmum tíma fer hugur
okkar að leita í minningasafninu.
Nú hefur hún amma okkar kvatt
þennan heim og haldið til hans afa á
ný sem kvaddi okkur skömmu á
undan henni. Minningasafnið er
stórt og þegar flett er í því birtast
■^pkkur ýmsar myndir sem Ijúft er að
minnast. Nokkur brot eru okkur þó
minnisstæðari en önnur, kleinu-
bakstur, fjöruferðir í Laugamesinu,
bæjarferðir, prjónaskapur, en ullar-
sokkarnir hennar ömmu munu
minna okkur á hana um leið og þeir
ylja okkur á tánum. Okkur systkin-
um er það báðum í fersku minni
þegar við fórum með ömmu og afa í
þeirra fyrstu flugferð til útlanda.
Haldið var til Amsterdam þar sem
foreldrar okkar voru og tóku á móti
okkur. Þetta fannst okkur mikið
ævintýri því báðum fannst okkur
við bera nokkra ábyrgð á ömmu og
afa. Öll komumst við á áfangastað
og áttum skemmtilegt sumarfrí
saman. Ömmu var alltaf gott að
heimsækja og vera hjá, hún var ljúf
kona með afar létta lund og gott er
að geta í huganum heyrt hana hlæja
og syngja. Amma sagði okkur sög-
ur, bæði af lífinu fyrr á öldinni í Bol-
ungarvík og Reykjavík, og svo líka
sögur sem hún bara bjó til. Uppá-
haldssagan okkar var sagan af
stráknum sem fauk. Ofarlega er
okkur einnig í huga draumur sem
amma sagði okkur frá sem hana
dreymdi unga, draumurinn um
himnastigann sem nú hefur verið
genginn á enda.
Til ömmu:
Við upphaf lífs
er himnastiginn reistur.
Fyrstu skerfin
tekin með styrkri hjálparhönd.
+
Ástkær unnusta mín, móðir, dóttir, systir, mág-
kona og tengdadóttir,
KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR,
Áshamri 63,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 9. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam-
legast bent á að opnuð hefur verið spari-
sjóðsbók við Sparisjóð Vestmannaeyja og Is-
landsbanka (1167-26-3015 og 582-26-3015).
Arnar Richardsson,
Bertha María Arnarsdóttir, Óskírð Arnarsdóttir,
Þórsteina Pálsdóttir, Þórður Karlsson,
Sigurbjörn Árnason, Edda Daníelsdóttir,
Þórdís Þórðardóttir,
Eyþór Þórðarson,
Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna
fráfalls eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNSJÓNSSONAR
fyrrv. framkvæmdastjóra,
Goðalandi 1,
Reykjavík.
Hólmfríður Einarsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir,
Ásbjörn Jónsson, Sif Thorlacius,
Gylfi Jón Ásbjörnsson,
Ragnhildur Kristjana Ásbjörnsdóttir.
Þegar hendinni sleppir
skeflur stiginn ofúrlítið,
áfram er haldið
á eigin vegum
og þrepin eru stigin,
eitt og eitt.
Sum er erfitt að stíga,
í öðrum brestur,
önnur stigin létt.
í sumum er löngun til að staldra við
en gangan verður að halda áfram,
meðan tímahjólið snýst.
Þegar ofar dregur
eru skrefin erfiðari
en samt svo létt
því framundan er
dásamleg birta
í heimi þar sem hamingja og kærleikur
ráða ríkjum.
í hinu efsta þrepi
er maðurinn umvafinn hlýju
ættingjar og vinir breiða út arma sína,
vellíðanfæristyfir
lífsgöngunni lokið
eilífðinni er náð.
(K.B.G.)
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Við kveðjum þig með
söknuði en hjá okkur höfum við dýr-
mætar minningar um þig sem við
varðveitum í hjarta okkar. Guð
geymi þig.
Kristín Benný og Óskar Eyjólfur.
Að morgni 28. desember barst
okkur sú fregn að Kristín systir
okkar hefði látist þá um nóttina.
Okkur langar til að minnast hennar
með fáeinum fátæklegum orðum.
Stína eins og hún var oftast kölluð,
var hálfsystir okkar, áttum sama
föður. Þegar hún var þrettán ára
missti hún móður sína eftir erfið
veikindi og varð því fljótt að taka
til hendi og hjálpa til við heimilis-
störfin, hún byrjaði líka snemma að
fara í vist og aðra þá vinnu sem til
féll.
Við yngri systkinin hennar mun-
um hana best eftir að hún var orðin
fullorðin og þau Benni höfðu stofn-
að heimili í Bolungarvík og nefndu
húsið sitt Arnarhól við Bakkastíg
nr. 10. Þegar við vorum börn hlökk-
uðum við alltaf til að heimsækja þau
enda stutt að fara og gott að eiga
stórusystur svo nærri. Þau rifjast
oft upp fyrir okkur jólin heima á
Holtastíg 10 í Bolungarvík þegar
Stína og Benni komu á hverju að-
fangadagskvöldi og gengu með okk-
ur kringum jólatréð og sungu jóla-
sálma og jólasöngva, bæði höfðu
þau mjög gaman af söng og Benni
var í karlakómum, ekki vora jóla-
pakkarnir opnaðir fyrr en þau
komu. Árið 1953 fluttu þau til
Reykjavíkur og reistu fljótlega hús
á góðum friðsælum stað á Laugar-
nestanganum nr. 60. í ferðum okkar
til Reykjavíkur var fyrsti viðkomu-
staðurinn oftast hjá Stínu og Benna,
þaðan lá svo vegurinn heim að lok-
inni dvöl, vel útbúin af nesti sem
hún hafði tekið til handa okkur.
Árið 1993 fluttu þau úr Laugar-
nesinu til Grétars sonar síns og
Guðrúnar komu hans að Fljótaseli
14 og þaðan á Hrafnistu í Reykja-
vík, Benni árið 1995 og Stína í júní
1997. Margs er að minnast þótt hér
verði staðar numið, við færum þér
þakkir aldraðrar móður okkar,
Onnu Svandísar Gísladóttur, sem
dvelur nú á Sjúkrahúsi Bolungar-
víkur, fyrir alla þína tryggð og vin-
áttu í hennar garð.
Einnig færum við innilegar
kveðjur og þakklæti frá tengda-
sysystkinum og systkinabörnum.
Elsku systir, það er komið að
kveðjustund, við vitum að þú
kveiðst ekki þeirri ferð sem við öll
fórum að lokinni tilvist okkar hér á
jörð, þú varst sannfærð um að ást-
vinirnir sem á undan fóru yrðu til-
búnir á ströndinni hinumegin til að
taka á móti þér, við biðjum góðan
guð að geyma þig í náðarfaðmi sín-
um.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við Grétari og fjölskyldu
hans.
Kveðja frá systkinum.
Nú þegar ég kveð kæra mágkonu
mína Kristínu Helgadóttur - kveð
ég góða konu og einlæga vinkonu.
Minningin um allt það góða sem
hún gerði fyrir mig, allt frá æskuár-
um mínum rennur eins og myndir á
tjaldi í gegnum hugann. Og hjart-
ans þakklæti fyrir að hafa átt hana
að vini. Ung að árum hóf hún bú-
skap með elsta bróður mínum,
Bernódusi.
Heimili þeirra var fljótt eins og
annað heimili okkar systkinanna.
Stína, eins og hún var jafnan nefnd,
var reynd stúlka þótt ung væri.
Hún missti móður sína í bernsku
og tilfinning mín er sú að móður-
missirinn hafi valdið straumhvörf-
um í lífi hennar.
Lífsbaráttan var hörð, á ung-
lingsaldri réðst hún til mjög
strangrar vinnu, og aftur vinnu.
Laun hennar og kjör ræði ég ekki.
Hún var ein þeirra mörgu ung-
menna þess tíma sem hafði ekkert
svigrúm til menntunar eða að rækta
þá hæfileika sem þau fengu í vöggu-
gjöf.
Stína hafði einkar fallega söng-
rödd, en hugleiddi það ekki neitt
sjálf fyrr en á vegi hennar varð
merkur söngstjóri þegar hún var í
vist í Reykjavík. Hann heyrði rödd
hennar og fann að hún var söng-
næm.
Hann kom sérstaklega á tal við
hana og hvatti hana til þess að beita
öllum ráðum til að hefja söngnám.
Auðvitað var þetta ljósblik fyrir
unga og djarfa stúlku - en það ljós-
blik féll jafnskjótt til jarðar - hún
eygði enga möguleika til þess að
gefa þessum hæfileikum sínum
menntun og fyllra líf - nei - á þeim
tíma í einangruðu sjávarþorpi - gat
ungt fólk sem aðeins studdist við
vinnu sína ekki farið í söngnám.
Nei - hún fékk ekki að læra söng
- en fallega söngröddin var ekki
tekin frá henni. Stína átti glaða
lund, gleðin og söngurinn hafa löng-
um átt samleið. Að vera glaður og
skemmtilegur kallar á það, að allir
vilja vera í samfélagi við þá sem lífs-
gleðina eiga.
Hún Stína átti hana svo sannar-
lega. Öllum leið vel í návist hennar
og vildu eiga gleðina með henni.
Það auðgaði samfélagið með
henni að hún var einkar gestrisin og
gjalfmild, það var eins og hún væri
alltaf viðbúin ef gest bar að garði,
með veitingar og vinarþel.
Góða manngerðin hennar Stínu
bjó yfir því að vera vinur í raun. Ég
var á fermingaraldri er við systkin-
in misstum móður okkar, sem var
bæði ljúf og sterk, barn sem á við-
kvæmum aldri missir móður sína
gengur í gegnum það sem það skil-
ur ekki, en missir, saknar og finnur
sárt til, spyr - hvers vegna - en
ekkert svar.
Sterkur og góður faðir okkar gaf
okkur allt sem hann frekast gat
með kærleika sínum og greind.
En heimili bróður míns og Stínu
mágkonu minnar, góðvild þeirra og
rausn við fóður okkar og okkur
systkinin varð okkur ljós á dimmum
vegi sem gleymist eigi.
Bernódus bróðir minn var sterk-
ur og traustur maður, hann var eins
og akkeri okkar systkinanna, hjá
honum var leitað ráða - hann var
okkar Njáll og Stína var hans Berg-
þóra, þessa er ljúft að minnast.
Þau fluttu til Reykjavíkur árið
1953 og bjuggu þar síðan. Það
breytti ekki því að góðvinafjöldinn
sótti þau heim sem áður, og síst
vantaði börn í hópinn, enda dvöldu
mörg börn á heimili þeirra oft um
langan tíma, þar sem þau nutu
góðrar umhyggju og hlýju.
Þau nutu þess hvað Stína var
óvenju baragóð og glöð. Bróðir
minn lék á hljóðfæri en Stína söng,
já allir sækja í söng og gleði ekki
síður börn, og margir minnast þess-
ara góðu og glöðu stunda.
I löngum og erfiðum veikindum
bróður míns reyndist Stína honum
umhyggjusöm svo af bar - æðraðist
ekki, leysti hvern vanda eins og
henni var frekast unnt.
Hjálp í veikindum og á erfiðum
stundum er eitt af því sem ekki er
hægt að meta né mæla, en aðeins
þakka af einlægu hjarta. Það er
Guðs gjöf.
Guðsgjöfin til þeirra var sonurinn
Grétar, sem var þeirra ljósgeisli,
styrkm- og stoð sem aldrei brást.
Hann átti góða foreldra og ber þeim
fagurt vitni.
Veikindi bróður míns höfðu varað
lengi, en heilsa mágkonu minnar lét
einnig undan og síðustu árin dvöldu
þau bæði á Hrafnistu í Reykjavík og
nutu þar góðrar umönnunar sem við
ástvinir þeirra erum þakklát fyrir.
Þau létust bæði á Hrafnistu með
fáira mánaða millibili.
Kæra mágkonu kveð ég með
hjartans þakklæti fyrir öll gæðin og
gleðina sem hún gaf svo ríkulega.
Grétar minn, þér og allri fjöl-
skyldunni og ástvinum öllum sendi
ég mínar einlægustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning góðrar konu.
Ég bið Guð að styrkja ykkur öll.
Steinunn Finnbogadóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og
tengdamóðir,
FJÓLA RAGNHILDUR HÓLM
SVEINSDÓTTIR,
Bárustíg 4,
Sauðárkróki,
er lést föstudaginn 1. janúar, verður jarð-
sungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
9. janúar kl. 14.00.
Gísli Gunnarsson,
Sigríður Gísladóttir, Björn Ottósson,
Sveinn Gíslason, Jónína Þorvaldsdóttir,
Pálmey Gísladóttir, Rúnar Ingólfsson,
Haraldur Gíslason,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
KARLS B. JÓNSSONAR,
Bólstaðarhlíð 42,
Reykjavík.
Erna Karlsdóttir, Bjarni Jónsson,
Jón Stefán Karlsson, Hafdís Ólafsdóttir,
Marteinn Karlsson, Sigurbjörg Jónsdóttir,
Birgir Karlsson, Halldóra Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.