Morgunblaðið - 08.01.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 08.01.1999, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KIRKJUSTARF Jörgína Dóróthea Jóns- dóttir (Dóra) fædd- ist á Höskuldsstöð- um í Reykjadal 27. september 1906. Hún lést á sjúkra- húsinu á Húsavík 29. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Olgeirsson bóndi og Kristín Sigríður Kristjáns- dóttir húsmóðir. Systkini Dóru eru öll látin en þau voru Björg, f. 31. janúar 1890 í Valla- koti, Anna, f. l 5. janúar 1891 á Breiðumýri, Asgeir, f. 17. mars 1893 í Laugaseli, Elín Petrína, f. 27. júlí 1895 í Laugaseli, Hermína, f. á Stóru-Laugum 18. aprfl 1897, Asrún, f. 3. mars 1900 á Höskuldsstöðum, Olgeir Hinriksson, f. 5. maí 1902 á Höskuldsstöðum, Sigfríður, f. Enn þá gefst oss árið nýtt út hið garala er runnið. Nú skal þakka og þakka hlýtt þeim sem vel hafa unnið. Þannig var ort í „pósíbók" Dóru, móðursystur okkar, af einhverjum sem hún hafði liðsinnt þegar veik- indi steðjuðu að heimili hans. Dóra var næstyngst tíu systkina á Höskuldsstöðum. Hún ólst þar upp og átti þar heima fram yfir þrí- tugt. Hún lærði snemma að lesa og skrifa og eflaust hefur hún notið eir.hverrar farskólakennslu, en einkum voru það þó eldri systkini hennar, Asgeir og Hei-mína, og faðir hennar, Jón, sem kenndu henni. Uppvöxturinn var að mörgu leyti erfiður, móðir hennar heilsu- lítil og heimilið fátækt. Með spar- semi og aðgát björguðust búrekst- urinn og heimilishaldið. Maturinn var hollur og góður og börnin sultu alc’.rei. Silungurinn í Vestmanns- vatni átti sinn þátt í því auk þess sem hann hefur eflaust stuðlað að langlífi þeiiTa systkinanna sem flest náðu því að komast á ní- eða 10. júlí 1904 á Höskuldsstöðum, og Jakobína, f. 26. september 1908 á Höskuldsstöðum. Dóra ólst upp á Höskuldsstöðum og átti heima þar fram yfir þrítugt. Arið 1940 flutti hún í Lyngbrekku til syst- ur sinnar, Hermínu, sem þá var orðin ekkja, og bjó þar að mestu leyti næstu sex árin en flutti sfðan til Húsavíkur, þá gift Helga Björnssyni. Þau eignuðust dreng sem dó í fæð- ingu. Dóra bjó síðan alla tíð á Húsavík. Hún flutti í dvalar- heimilið Hvamm um leið og það tók til starfa árið 1981. Þá var Helgi látinn. Dóra verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tíræðisaldur. Á heimilinu var mikið sungið, bæði af sálmum og verald- legum lögum. Dóra tók mikinn þátt í þessum söng, sísyngjandi og síraulandi, og kunni mikil býsn af sálmum og ljóðum. Meðan Dóra átti heima á Höskuldsstöðum voru ekki sjúkra- hús eða heimilishjálp. Dóra fór mikið á milli þeirra heimila þar sem mest var hjálpar þörf og vann þar sem var fársjúkt fólk og sæng- urkonur sem þá fæddu auðvitað bömin heima og oft við afar erfíðar aðstæður. Hún þvoði þvotta, hjúkraði og sá um heimilin meðan nauðsyn krafði. Hvergi var raf- magn á þessum árum, jafnvel tak- markað af vatni innanhúss, og erfítt fyrir nútímafólk að gera sér grein fyrir aðstæðunum. Launin voru stundum ekki síður þakklæti og ævilöng vinátta heldur en pen- ingar eða annað sem metið verður til fjár með auðveldum hætti. Um það vitnar vísan að ofan. Árið 1940 fluttist Dóra í Lyng- brekku þar sem hún bjó að mestu leyti næstu sex árin. Hermína syst- ir hennar hafði þá misst eiginmann sinn og tók Dóra að sér að sjá um heimilið, börnin og búið með Hermínu. Börn Hermínu voru þá einsB, átta og tíu ára gömul. Á Lyngbrekkuárunum kynntist Dóra eiginmanni sínum, Helga Björnssyni, sem þar var vinnumað- ur. Þau giftust og eignuðust dreng sem dó í fæðingu. Dóra saknaði hans afar sárt. Nokkru eftir það fluttu þau Helgi til Húsavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Dóra vann þar ýmis störf, t.d. við þvotta og heimilishjálp, en einnig starfaði hún víða við heyskap á sumrurn. Þá prjónaði Dóra mikið, t.d. leista og vettlinga sem sjómenn á Húsavík gátu keypt hjá henni hvenær sem þá vantaði. Höskuldsstaðasystkinin héldu alltaf miklu og góðu sambandi hvert við annað. Dóra heimsótti því oft systkini sín hvort sem bjuggu í Reykjadal eða Mývatnssveit eða á Akureyri, og allir hlökkuðu mikið til. Hún var því góður gestur á heimilum okkar þar sem henni fylgdi mikil gleði sem bæði við og börn okkar nutu til fulls og reynd- ar öll önnur böm sem henni kynnt- ust. Við erum Dóru afar þakklátar fyrir þau hollu uppeldisáhrif sem hún hafði með nærveru sinni og virðingu sem hún bar fyrir öllum í kringum sig. Hinn 2. maí 1981 flutti Dóra í dvalarheimili aldraðra á Húsavík, Hvamm, þar sem hún deildi íbúð með Sigfríði systur sinni, enda var Helgi þá látinn, og í febrúar 1994 hafði heilsu hennar hrakað svo mikið að hún dvaldi eftir það í sjúkrahúsinu þar sem hún lést. Eftir að minnið fór að hverfa var Dóra alltaf á leiðinni heim í Höskuldsstaði. Síðustu árin var hún þó örugglega oft að húgsa um einhverja aðra heima en þann, sem við lifum í, því að hún talaði um stað þar sem hún vildi hitta vini sem farnir voru á undan henni. Hún lýsti því jafnvel vandlega hverja hún ætti von á að hitta og við hvaða aðstæður. Dóra var fyrir löngu búin að ákveða að við jarðarför sína ætti að syngja mikið og hafa mikið af blómum og væri nóg að lesa ritn- ingargrein sem hefst svona: „Drottinn er minn hirðir.“ Gerður, Stefán, Svan- hildur og Þórey. JÖRGÍNA DÓRÓTHEA JÓNSDÓTTIR GUÐMUNDUR M. KRISTINSSON Guðmundur Magnús Krist- insson var fæddur í Reykjavík 8. janúar 1928. Hann lést á Landspítalanum 24. maí sl. Foreldrar hans voru Kristinn Hróbjartsson frá Eyrarbakka og Kristín Guðmunds- dóttir frá Reykja- vík. Bróðir hans er Jönmdur, fæddur 1930. Eiginkona hans er Auður Waagfjörd, eiga þau sex börn. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ingu Sig- urjónsdóttur, hinn 5. septem- ber 1953. Eignuðust þau tvö börn. 1) Garðar, læknir, fædd- ur 1954. Kvæntur Guðrúnu Helgadóttur. Börn þeirra eru Fífa, Hugi og Arnar Helgi. 2) Sigrún Kristín, leikskóla- stjóri, fædd 1957. Eiginmaður hennar er Jón Sveinn Gíslason. Dætur þeirra eru Tinna Björg og Inga Hrönn. Fyrri eigin- maður Sigrúnar er Lúðvík Július Jóns- son, eiga þau tvo drengi, Guðinund Brynjar og Magnús Má. Guðmundur útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum 1951. Stundaði hann sjómennsku alla sína ævi. Útfór Guðmundar fór fram frá Fossvogskapellu 3. júní. Afmæliskveðja til föður míns á himnum Elsku pabbi. Fyrir ári varðst þú sjötugur. Þú hugðist halda upp á afmælið með myndarskap er sól hækkaði á lofti, en þess í stað fylgdum við þér til grafar. Það var með ólíkindum hvernig þú, svona stór og sterkur maður, varðst að lúta í lægra haldi á svona skömm- um tíma. Það má segja að það hafí verið í takt við þig að taka það með „stæl“ eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Til að mynda lífsstarf þitt, sjómennsk- an. Þú sigldir á stærstu olíuskip- um heims. Þegar þeim kafla lauk og þið mamma sneruð heim réðir þú þig sem skipstjóra á eitt minnsta olíuskipið í flotanum, m/t Bláfell, sem þú sigldir með þar til heilsan brást og starfsævi lauk. Það er sárt til þess að hugsa, að þér skyldi ekki auðnast líf til að vera í sveitinni. Rækta og rótast í moldinni, sem átti nánast hug þinn allan. Þegar þið mamma keyptuð sumarbústaðarlandið fyr- ir tíu árum grunaði ekki nokkurn mann að hægt væri að breyta stórgrýttu mýrarfeni í lystigarð. En einhvern veginn tókst þér að fylla landið af trjám úr græðling- um og kræklóttum „vesalingum" sem aðrir höfðu gefist upp á. Einn og óstuddur girtir þú með handafli hektara lands með trönu- efni. Byggðir hús og gróðurhús með öllu tilheyrandi. Hlóðst stein- garða og hellulagðir. Þú skilur eftir þig minnisvarða, þennan un- aðsreit. Einnig margar fallegar minningar. Ein er sú er ætíð kem- ur upp í huga mér, þar sem þú ert í bláa vinnugallanum keyrandi dætur mínar tístandi í hjólbörun- um í þínu sæluríki. Eg kveð að sinni elsku pabbi með bæn er fannst í fórum þínum eftir að þú kvaddir, sem sýnir að þú vissir betur en við hvað klukk- an sló. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með tárum og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt, sem lífið gefur, og þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Ég veit við hittumst aftur, þótt síðar verði. Þín Sigrún. Dóra ömmusystir okkar er dáin, síðust í röðinni af tíu systkinum til að hverfa frá okkur. Þegar við vor- um lítil vöndumst við því að ömmu- systur okkar kæmu reglulega í heimsókn til ömmu. Þessar heim- sóknir voru sérstakt tilhlökkunar- efni og þannig kynntumst við þeim vel. Systurnar skröfuðu mikið en aldrei vorum við þeim samtölum til trafala, heldur fylgdumst með ef við vildum. Kannski kom Dóra oft- ast - við eiginlega munum það ekki - og við komum oft til hennar á Húsavík. Oft færði hún okkur eitt- hvert sælgæti og á sjöunda áratug aldarinnar var sælgæti ekki jafnal- gengt og það er nú. En hið stærsta og mikilvægasta sem Dóra kom með var sú gleði sem fylgdi heim- sóknum hennar. Dóra hafði ein- staka hæfileika til að láta okkur líða vel án þess að skipta sér mikið af okkur með öðru en nærvera sinni á heimilinu. Hún var reyndar alltaf til í að spila við okkur á spil og hafði af því mikið yndi. Hið eina sem við vorum óánægð með í fari Dóru er að hún fór alltaf aftur heim til sín eftir fárra daga dvöl. Systkinin á Skútustöðum, Ingólfur Ásgeir, Arnfríður Anna og Þorlákur Páll. Formáli minn- ingar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. „Orgelandakt" kl. 12.15-12.30. Orgelleikur, ritn- ingalestur og bæn. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. Eftir stundina verður boðið upp á súpu, brauð og salat. Laugarneskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12 byrja að nýju að loknu jólaleyfi. Konur, komið og njótið skemmtilegrar sainvein. Börnin fá söng og sögur og þið fáið kaffi- spjall. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra á morgun, laugardaginn 9. janúar, kl. 15. Dr. Sigurður Árni Þórðar- son kemur í heimsókn og sér um dagskrá. Kaffiveitingar. AUir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Bænastund í neðri sal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Is- landi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Krist- ján Friðbergsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Einar V. Arason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Samkoma kl. 11. Ræðu- maður Björgvin Snorrason. INGIMAR INGIMARSSON + Ingimar Ingi- marsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1925. Hann lést á heimili sínu 16. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 29. desember. Ingimar vinur minn er dáinn. Við hittumst fyrst á haustmánuðum 1965 er ég hóf störf í flugum- sjónardeild Loftleiða h/f á Keflavíkurflugvelli. Ingimar var þar vaktstjóri og tókust með okkur strax góð kynni sem síðar þróuðust í vináttu sem aldrei bar skugga á. Ingimar var framúrskar- andi fagmaður, frábær yfirmaður og leiðbeinandi. Hann var einstak- lega samviskusamur og ósérhlífinn og beið aldrei með að framkvæma þau verk sem fyrir lágu. Öll hans vinnubrögð einkenndust af skipu- lagi og snyrtimennsku. Auk þess að starfa saman hér heima í mörg ár, störfuðum við einnig saman erlend- is bæði í Alsír og Saudi-Arabíu við pílagríma- og vöruflug. 1 slikum rekstri er vinnudagurinn oft á tíð- um nokkuð langur og skapast ýmis vandamál erfið og viðkvæm sem þarfnast skjótrar úrlausnar. Við slíkar aðstæður var Ingimar jafnan í essinu sínu, gekk ft’am sem ber- serkur ef svo bar undir, ráðagóður og unni sér aldrei hvíldar fyrr en mál voru í höfn. Starfsorka Ingi- mai's var með ólíkindum og virtist sem honum liði ekki vel nema verk- efnin væru yfirþyrmandi. Ingimar tók virkan þátt í félags- málum flugumsjónannanna, var einn af stofnendum Félags flugum- sjónarmanna, sat í stjórn þess fé- lags um árabil og var formaður um skeið. Eftir að Ingimar hafði látið af störfum fyrir aldurs sakir leitaði Félag flugumsjónarmanna aftur til hans um for- mennsku í félaginu og gegndi hann for- mennsku aftur um nokkurt skeið. Fyrir nokkrum árum síðan gekkst Félag flugum- sjónarmanna fyrir kaupum á húseign í Orlando. Var tilgang- urinn með kaupunum að auðvelda félags- mönnum og fjölskyld- um þeirra að dvelja þar. Svo sem búast mátti við stóð Ingimar þar fremstur í flokki og má segja að umsjá og eftirlit þessarar eignar hafi alla tíð verið í hans höndum. Fyrir skömmu var ákveðið að selja þessa eign og var þá auðvitað leitað til Ingimars um að sjá um þá fram- kvæmd. Þótt fársjúkur væri gekk Ingimar fram í þessu máli sem öðr- um af fullum krafti og kom sölunni í höfn aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt. Ekki er hægt að kveðja vin sinn Ingimar án þess að geta hans góðu konu, Sólveigar. Hjóna- band þeirra var farsælt og heimili þeirra í alla staði til fyrirmyndar. Þau eignuðust þrjú börn sem for- eldrar geta verið stoltir af. I veik- indum Ingimars stóð Sólveig sem klettur við hlið hans yfirveguð, ró- leg og æðrulaus sem fyrr. Ég dáð- ist að styrk hennar síðustu dagana þegar Ijóst var í hvað stefndi. Ég sendi Sólveigu, börnum og aðstandendum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Drottinn blessi minningu um góðan dreng. Oss hefur látist eitt hið besta sverð írarn og stríð, - í dagsins storm og vanda. Eg kalla til þín kæri: Góða ferð í könnun annars heims og nýrra landa. (Friðrik Hansen) Leifur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.