Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 1
STOFNAÐ 1913 30. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Beðið var eftir tilkynningu um andlát Husseins, konungs Jórdaníu .. Reuters FJOLDI manna safnaðist saman í gær við sjúkrahúsið þar sem Hussein liggur og bað fyrir honum. herra ísraels, sagði í gær, að allir ísraelar bæðu fyrir honum. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, sagði hann „mikinn leiðtoga, sem áunnið hefði sér virðingu alls heimsins". Pótt Hussein væri orðinn mjög sjúkur, rétti hann Bill Clinton hjálparhönd við Wye-samningana milli Israela og Palestínumanna í október sl. en síðan hafa Israelar frestað framkvæmd þeirra. Mun dauði Husseins auka enn á óviss- una um framtíð samkomulagsins og raunar um þróunina í Miðaust- urlöndum. Vandfyllt skarð Shimon Peres, sem var utanríkis- ráðherra Israels er hann undirritaði ásamt Hussein friðarsamninga milli landanna 1994, sagði í gær, að hann byggist við, að Abdullah myndi feta í fótspor foður síns sem baráttumaður fyrir friði. Hann sagði þó, að erfitt yrði að fylla það skarð, sem Hussein léti eftir sig. „Hann hefur ekki að- eins verið þjóð sinni eins konar foð- urímynd, heldur okkur öllum.“ Fjöldi manna beið fyrir utan sjúla-ahúsið í Amman í gær og bað fyrir Hussein. „Við getum ekki ver- ið heima þegar hann er sjúkur og hjörtum okkar blæðir," sagði einn þeirra. „Ef gráturinn gæti hjálpað myndum við breyta strætunum í ólgandi fljót.“ Búist er við, að allt að 40 þjóðar- leiðtogar muni fylgja Hussein til grafar. ■ Reyndasti leiðtogi/42 Meðvitundar- laus og ekki hugað líf Amman. Reuters. FJÖLSKYLDA Husseins, kon- ungs Jórdaníu, var við sjúkrabeð hans í gærkvöld en þá hafði hann verið úrskurðaður „læknisfræði- lega látinn“. Er hjarta hans haldið gangandi með tækjum en haft er eftir heimildum, að fjölskylda hans hafi tekið ákvörðun um að taka þau ekki úr sambandi. Margir þjóðhöfðingjar og aðrir frammá- menn víða um heim vottuðu í gær fjölskyldu hans og jórdönsku þjóð- inni samúð sína vegna yfirvofandi andláts þessa friðflytjanda eins og hann hefur verið kallaðurj jafnt meðal gyðinga sem araba. I 47 ár hefur hann verið tákn festu og stöðugleika í því umróti, sem ein- kennt hefur arabaríkin, og mun dauði hans ekki aðeins valda óvissu í landi hans, heldur einnig í öllum þessum heimshluta. Fjölskylda Husseins, þar á meðal Noor drottning og synir hans, var á sjúkrahúsinu en samkvæmt heim- ildum var ágreiningur um siðferði- legar hliðar þess að taka úr sam- bandi tækin, sem héldu við hjartslættinum. Vegna þess hefði verið ákveðið að gera ekkert og bíða heldur hins óhjákvæmilega. Hussein hefur barist við krabba- mein um sjö mánaða skeið og hefur verið reglulega til meðferðar í Bandaríkjunum. Gekkst hann þar undir beinmergskipti fyrr í vikunni en þegar ljóst var, að þau myndu ekki bera árangur var hann fluttur heim í gær að eigin ósk til að deyja. Jórdanskir stjórnmálamenn og yf- irmenn öryggismála komu saman í gær til að skipuleggja útförina en einnig hefur öryggisgæsla í landinu verið hert til að tryggja, að valda- skiptin fari vel fram. Við af Hussein tekur sonur hans, Abdullah, 37 ára gamall. „Dásamlegur maður“ Þjóðarleiðtogar víða um heim fóru í gær fógrum orðum um Hussein, sem lifað hefur af 12 banatilræði, stríð og valdaránstil- raunir og ávallt verið sem klettur í hafínu þótt hann hafi ekki alltaf verið í náðinni, hvorki hjá sinni eig- in þjóð, öðrum arabaríkjum né á Vesturlöndum. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kallaði Hussein „dásamlegan mann, baráttumann fyrir friði“ og Benjamin Netanyahu, forsætisráð- Viðræður um Kosovo eiga að hefjast í Frakklandi í dag Illa horfir með friðarferlið á N-írlandi Serbar neita að ræða við fulltrúa KLA París. Reuters. Reuters ÞÚSUNDIR Albana gengu um götur Tirana, höfuðborgar Albaníu, í gær til að Iýsa yfir stuðningi við þjóðbræður sína í Kosovo. Skoraði fólkið á NATO að tryggja réttindi þeirra með vopnavaldi. Ofgahópar sagðir undirbúa ódæðisverk London. Reuters. VIÐRÆÐUR serbneskra embætt- ismanna og fulltrúa albanska meiri- hlutans í Kosovo eiga að hefjast í dag í kastala skammt fyrir utan París en aðalsamningamaður Serba sagði í gær, að ekki yrði rætt við fulltrúa KLA, Frelsishers Kosovo, sem hann kallaði „hryðjuverka- menn“. Ratko Markovic, aðalsamninga- maður Serba, sagði í gær í París, að þeir myndu ekki ræða við „hiyðju- verkamenn“, hvorki beint né með milligöngu sáttasemjara. Kvaðst hann þá eiga við fulltrúa KLA. „Vesturlönd geta ekki neytt neitt ríki til að semja við hryðjuverka- menn og við erum reiðubúnir að taka afleiðingunum," sagði Markovic. Viðræður í uppnámi? Serbar neituðu í gær fulltrúum KLA um að fara með öðrum í nefndinni frá Kosovo til Parísar og báru því við, að þeir hefðu ekki skil- ríki. Akváðu þá aðrir í nefndinni að vera um kyrrt í Pristina, höfuðstað Kosovo. Christopher Hill, fulltrúi Bandaríkjastjómar, og aðrir full- trúar vestrænna ríkja hafa mót- mælt þessu harðlega og fáir vilja trúa því enn, að Serbar ætli sér að spilla viðræðunum áður en þær hefjast. Samkvæmt tillögu stórveldanna munu Kosovo-Albanir fá sjálfstjórn í þrjú ár en ekki fullt sjálfstæði eins og þeir hafa krafist. Serbar hafa hins vegar vísað á bug tillögu um að 30.000 manna herafli NATO- ríkjanna gæti friðarins í þennan tíma. Viðræðumar í Rambouillet verða fyrir luktum dyrum og með líku sniði og viðræðumar í Dayton í Ohio, sem bundu enda á Bosníustríðið. Hafa deiluaðilar fengið tveggja vikna frest til að komast að samkomulagi. BRESKIR ijölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglulið á megin- landi Bretlands væri í viðbragðs- stöðu vegna hættunnar á því að öfgahópar kaþólikka á Norður-ír- landi efndu til ódæðisverka þar á nýjan leik, jaftivel í miðborg London. Var því haldið fram að yfir- lýsing Irska lýðveldishersins (IRA) í fyn-adag, um að klofningshópar hefðu stolið vopnum frá IRA, merkti í raun að IRA reiknaði með að þessum vopnum yrði beitt á allra næstu dögum eða vikum. Mikil undiralda er nú í friðar- ferlinu á N-írlandi og hefur fjöldi ódæðisverka síðustu vikurnar ver- ið til marks um það. Nokkur minniháttar sprengjutilræði hafa verið framin, án þess þó að nokkur hafi særst alvarlega, svokallaðar „refsibarsmíðar" hafa aukist og jafnframt vakti morðið á IRA- uppljóstraranum Eamon Collins í síðustu viku menn til vitundar um að friður væri langt frá því að vera í höfn á N-írlandi. Var jafnvel haft eftir ónefndum fulltrúa bresku leyniþjónustunnar að ekki væri útilokað að IRA myndi binda enda á vopnahlé sitt, sem varað hefur frá því í júlí 1997. Martin McGuinness svartsýnn Afvopnun öfgahópanna er sem fyrr það vandamál sem helst gerir lýðveldissinnum erfitt fyrir en sambandssinnar vilja ekki hleypa Sinn Féin, stjómmálaanni IRA, í heimastjómina fyrr en IRA byrjar afvopnun. Sagðist Martin McGu- inness, aðalsamningamaður Sinn Féin, í viðtali við The Guardian í gær alls ekki getað beðið IRA um að afvopnast, allra síst nú þegar blikur væm á lofti. Munu öfgahópar sambandssinna einnig hafa verið á ferli að undan- fömu og sagðist David Ervine, leiðtogi PUP-flokksins, stjórn- málaarms UVF-samtakanna, við- búinn hinu versta. „Næstu sjö dag- ar gætu orðið afar örlagaríkir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.