Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra afhendir Sigurbergi
Sveinssyni, verslunareiganda Fjarðarkaupa, og Ragnheiði Pétursdótt-
ur Melsteð, eiginkonu Magnúsar Scheving, viðurkenningarnar.
Viðurkenningar á
Tannverndardegi
Rætt um að fjölga borgarráðs-
fulltrúum úr fímm í sjö
Vísað til ann-
arrar umræðu
í borgarstjórn
Prófkjör á Suðurlandi
Tíu bjóða
sig fram
TÍU bjóða sig fram í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins á Suðurlandi en það
fer fram í dag, laugardag. Kjörstöð-
um verður lokað klukkan 20 í kvöld
og atkvæði talin á Selfossi þegar öll
kjörgögn hafa borist þangað. Jón
Örn Arnarson, formaður yfírkjör-
stjórnar, vonast til að unnt verði að
byrja talningu upp úr miðnætti og að
úrslit liggi fyrir um klukkan hálftvö
um nóttina.
Eftirtaldh' frambjóðendur eru í
kjöri, í sömu röð og á prófkjörsseðli:
Þórunn Drífa Oddsdóttir, Stein-
grímsstöð, Grímsnes- og Grafnings-
hreppi; Kjartan Þ. Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri, Hlöðutúni, Ölfusi;
Arni Johnsen, alþingismaður, Vest-
mannaeyjum; Kjartan Bjömsson,
rakari, Selfossi; Kristín S. Þórarins-
dóttir, hjúkrunarforstjóri, Þorláks-
höfn; Ólafur Björnsson, lögfræðing-
ur, Selfossi; Víglundur Kristjánsson,
hleðslumeistari og vektaki, Hellu;
Óli Rúnar Ástþórsson, fram-
kvæmdastjóri, Selfossi; Drífa Hjart-
ardóttir, bóndi, Keldum, Rangár-
vallahreppi, og Jón Hólm Stefáns-
son, bóndi, Gljúfri, Ölfusi.
Atkvæðisrétt eiga allir félags-
bundnir sjálfstæðismenn í Suður-
landskjördæmi, sem þar eru búsettir
og hafa náð 16 ára aldri á prófkjörs-
daginn. Einnig þeir, sem skrá sig í
Sjálfstæðisflokkinn á prófkjörsdag-
inn, en þeir þurfa að hafa náð 18 ára
aldri við alþingiskosningamar í vor.
Auk þess þeir stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem eiga munu
kosningarétt í kjördæminu við kosn-
ingarnar og undirrita stuðningsyfir-
lýsingu við Sjálfstæðisflokkinn sam-
hliða þátttöku í prófkjörinu.
Kjörstaðir verða um allt Suður-
landskjördæmi. A öllum stærri stöð-
unum eru þeir opnir frá 10 til 20 en á
minni stöðunum er opnað síðar.
MAGNÚSI Scheving og Fjarðar-
kaupum voru í gær veittar viður-
kenningar fyrir að hafa stuðlað
að bættri tannheilsu þjóðarinnar.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra,
afhenti viðurkenningarnar fyrir
hönd Tannverndarráðs í tilefni
af Tannverndardeginum í Fjarð-
arkaupum í gær.
Fjarðarkaup hlutu viðurkenn-
inguna fyrir að hafa ekki sælgæti
við kassana, en þá reglu hefur
verslunin haft í 25 ár. í fréttatil-
kynningu segir að sælgæti við
búðarkassa geti vakið upp vonir
og freistingar barna og unglinga,
sem bíða eftir að foreldrar þeirra
fái afgreiðslu.
Magnús fékk viðurkenninguna
fyrir að hafa verið góð fyrir-
mynd barna og unglinga. Fyrir-
lestrar hans, leikritið Latibær og
fjölskylduspilið Latador hafa
haft það meginmarkmið að
stuðla að heilnæmu líferni barna
og unglinga.
í fréttatilkynningu segir:
„Tannskemmdir eru enn al-
gengari hér en í nágrannalönd-
unum. Það hve erfiðlega geng-
ur að fækka tannskemmdum
hefur eflaust fleiri en eina skýr-
ingu. Neysla sætinda skiptir án
efa mestu máli, en hver Islend-
ingur borðar að jafnaði um
16 kg af sælgæti og drekkur
um 131 lítra af gosdrykkjum á
ári enda eru víða úti á landi
einn söluturn á hverja 200 íbúa
og í Reykjavík er hlutfallið einn
á móti 500.“
SAMÞYKKT var í borgarstjórn á
fimmtudag að vísa til annarrar um-
ræðu tillögu borgarfulltrúa
Reykjavíkurlistans þess efnis að
fjölgað verði um tvo fulltrúa í borg-
arráði. Við fyrri umræðuna lýstu
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins sig mótfallna þessari fjölgun.
Síðari umræða fer fram á næsta
borgarstj órnarfundi.
Helgi Hjörvar, borgarfulltmi
Reykjavíkurlistans, mælti fyrir
tillögunni en hún er til komin
vegna úrskurðar félagsmálaráðu-
neytisins þess efnis að það sé hlut-
verk formanns borgarráðs að
stjórna fundum. Hugmynd borg-
arfulltrúa Reykjavíkurlistans er
að kjörnir verði sjö menn í borgar-
ráð í stað fimm eins og nú er. Það
myndi þýða að borgarstjóri yrði
einnig kjörin í borgarráð sem
fjórði maður Reykjavíkurlistans.
Sjálfstæðismenn myndu fá einn
fulltrúa til viðbótar við þá tvo sem
fyrir eru.
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
lýsti andstöðu sinni við tillöguna og
lagði fram bókun þar sem segir
m.a. að tillaga meirihlutans séu
viðbrögð við úrskurð félagsmála-
ráðuneytis um fundarstjóm borg-
arstjóra í borgarráði. „Meirihlut-
inn velur þann kost að fjölga borg-
arráðsfulltrúum til að kjósa borg-
arstjóra inn í borgarráð í stað þess
að hann taki sæti eins hinna
þriggja núverandi fulltrúa Reykja-
víkurlistans. I þessum efnum eins
og öðrum er niðurstaðan sú sama,
að þenja út báknið. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins eru mótfallnir
fjölgun fulltrúa í borgarráði."
Til að koma í veg fyrir argaþras
og málavafstur
í bókun sem Ingibjörg Sólrán
Gísladóttir borgarstjóri lagði fram
um málið segir meðal annars: „Ur-
skurðurinn var þeim annmarka
háður að hann tók ekki á því efnis-
atriði sem um var deilt. Til að
koma í veg fyrir frekara argaþras
og málavafstur kýs meirihlutinn að
taka af öll tvímæli um rétt borgar-
stjóra til að stjóma fundum borg-
arráðs.
Samhliða hefur þess verið farið á
leit við félagsmálaráðuneytið að
það beiti sér fyrir breytingu á
fjórðu málsgrein 38. greinar sveit-
arstjómarlaganna svo ekki þurfi að
deila um túlkun hennar. Það er
hins vegar afar athyglisvert að
sjálfstæðismenn skuli telja að
fjölgun í borgamáði um einn full-
tráa úr þeirra hópi feli í sér sér-
staka og ógnvekjandi útþenslu á
bákninu."
Jón Ólafsson um uppbyggingu nýrra íbúða- og atvinnusvæða í Arnarneslandi
Mikil eftirspurn, en
óljóst verð á lóðum
Nýtt hverfí á að rísa á
austanverðu Arnarnesi
á næstu árum. Spurn-
ing er hvað lóðir þar
munu kosta og veltir
Jóhannes Tómasson
fyrir sér verði og
hvernig uppbyggingu á
svæðinu verður háttað.
UPPBYGGING á nýju hverfi á aust-
ari hluta Amarness í Garðabæ, þ.e.
bæði sunnan og norðan hæðarinnar,
stendur nú fyrir dyrum eftir að Jón
Olafsson keypti landið. Skipulag á
syðri hluta svæðisins gerir ráð fyrir
384 íbúðum í fjölbýli og einbýli og á
nyrðri hlutanum er einkum gert ráð
fyrir þjónustu og léttum iðnaði en
nokkrum íbúðum einnig.
Kaupverð á Amarneslandi hefur
ekki verið gefið upp og er samkomu-
lag um það milli seljenda og Jóns
Olafssonar, eiganda Skífunnar, að
láta það liggja í þagnargildi. Varpað
hefur verið fram tölunni 700 milljón-
ir króna fyrir þá 44 hektara sem um
ræðir. Suðursvæðið er um 34 hekt-
arar og út frá 700 milljóna króna
kaupverði má gera ráð fyrir að það
hafí kostað um 540 milljónir. Sé því
deilt á 384 íbúðir koma um 1.400
þúsund krónur á íbúð en gera verð-
ur ráð fyrir að einbýlishúsalóðir
yrðu seldar á talsvert hærra verði,
jafnvel tvöföldu. Sé bætt við um 2,9
milljónum í gatnagerðargjald er
heildarverð einbýlishúsalóðar farið
að halla í 6 milljónir króna. Það er
nærri tvöfalt hærra lóðaverð en
lengstum hefur tíðkast í Garðabæ.
Sé kaupverð landsins hins vegar
umtalsvert lægra verður minni verð-
munur á lóðum sem bærinn hefur til
ráðstöfunar og lóðum úr Arnames-
landi.
í framhaldi af þessu má velta fyr-
ir sér hvort mikil hækkun á lóða-
verði muni ekki hafa einhverjar af-
leiðingar fyrir samfélagið til fram-
búðar. Hvað með bygginga- og
framfærsluvísitölur og áhrif þeirra
á fjölmargt í verðlaginu? Verða
þessi heildaráhrif jákvæð eða nei-
kvæð? Enn má varpa fram þeirri
spurningu hvort og hvernig fast-
eignamat landsins breytist nú þegar
nýting þess er framundan.
Þegar hafa 70 aðilar
lýst áhuga
Jón Ólafsson sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hann óttaðist
ekki að geta ekki selt lóðirnar þótt
þær yrðu hugsanlega eitthvað dýr-
ari en lóðir sem bærinn býður fram
miðað við þær undirtektir sem hann
hefur fengið. Kringum 70 manns
hafa haft samband við hann síðustu
daga, einstaklingar og fulltráar
verktaka og fyrirtækja sern lýst
hafa áhuga á lóðakaupum. „Eg ótt-
ast ekki undirtektirnar því ef ég
vildi hefja sölu lóðanna strax sýnist
mér ég geta lokið henni á nokkrum
vikum,“ sagði Jón.
Hann sagði næstu vikur fara í það
að ræða nánar við bæjaryfirvöld,
setja fram áætlun um uppbygging-
una og leggja hana formlega fyrir
yfirvöld. Kvaðst hann búast við
góðri samvinnu við bæjaryfirvöld og
ekki eiga von á neinum vandamál-
um. Hraði uppbyggingarinnar
myndi ráðast af sölu einstakra lóða
en hann kvaðst ekki geta sagt á
þessari stundu hvort hverfið myndi
byggjast hratt upp, kannski á næstu
tveimur eða þremur árum eða á ára-
tug eða lengri tíma. '
Þá sagði Jón Ólafsson einnig
óráðið hvort þess yrði freistað að ná
fram fleiri íbúðum en 384 á suður-
svæði Ai-nameslands sem þegar
hefur verið gert ráð fyrir í skipulagi
svæðisins. Hann sagði norðurhlut-
ann enn óskipulagðan og því óráðið
hversu margar lóðir yrðu þar og
hvernig þær skiptust.
Ibúar Garðabæjar eru nú tæplega
7.900 og má gera ráð fyrir um 1.300
nýjum íbúum í hinu nýja Arnarnes-
hverfi þegar suðurhluti þess verður
fullbyggður. Það þýðir 16% aukn-
ingu en spurning er á hversu löng-
um tíma það gerist.
Bæjaryfírvöld Garðabæjar hafa
síðasta áratuginn stýrt uppbyggingu
bæjarins þannig að til úthlutunar
hafa verið kringum 50 íbúðir á ári og
nægt framboð er framundan. Eirík-
ur Bjarnason bæjai’verkfræðingur
segir það þægilegan hraða, þá geti
bæjaryfírvöld fylgt jafnt og þétt eft-
ir með uppbyggingu á nauðsynlegri
þjónustu. Hægt er að ímynda sér að
bæði bærinn og fjárfestar Arnarnes-
lands bjóði fram lóðir á næstu árum
og er hugsanlegt að samkomulag
takist um að bærinn bjóði fram
20-30 lóðir og að annar eins fjöldi
verði boðinn í Arnarneslandi. Það
myndi þýða að það tæki um 15 ár að
úthluta þeim 384 íbúðum sem þar
eru. Bæjaryfirvöld vilja bjóða fram
lóðir sem valkost á móti Arnarnes-
landinu, lóðir sem trálega yi’ðu
ódýrari en þar bjóðast.
Trálegt er að fjárfestar í Arnar-
neslandi vilji fá fjárfestingu sína til
baka á skemmri tíma en 15 árum og
að því megi búast við mun hraðara
framboði en bæjaryfirvöld kjósa.
Áhrif af hraðari fjölgun íbúa yrðu
einkum skarpari toppar í leikskólum
og skólum bæjarins. Skólar í Garða-
bæ eru þegar einsetnir og ætla bæj-
aryfirvöld sér að vera búin að út-
rýma biðlistum leikskóla í síðasta
lagi á næsta ári. Ekki þarf að reisa
nýjan skóla fyrir væntanleg böm í
Árnarneslandinu, þau myndu sækja
Hofsstaðaskóla.
Samvinna bæjaryfirvalda
og fjárfesta
Eiríkur Bjarnason segir nauðsyn-
legt að ná samvinnu milli bæjaryfir-
valda og þeirra sem komi til með að
byggja upp Arnarneslandið og
myndu aðilar ræða saman á næst-
unni með opnum huga. Gera megi
ráð fyrir að landið yrði byggt upp í
þremur áfóngum, að íbúðum yrði út-
hlutað í samræmi við það og götur
lagðar í samhengi við greiðslu
gatnagerðargjalda. Benti Eiríkur á
að óhentugt væri fyrir bæinn að
leggja í fjárfestingu í nýjum hverf-
um áður en lóðum væri úthlutað og
gatnagerðargjöld fengjust greidd.
Nefndi hann sem dæmi að enn væri
óráðstafað um 10% lóða á vestari
hluta Arnarness en fasteignagjöld af
húsum sem þar gætu átt eftir að rísa
yrðu kringum fjórar milljónir króna
á ári.
Sé málið skoðað í víðu samhengi
má telja það kost að hefja nú upp-
byggingu og nýtingu á þessu svæði
sem skipulagt hefur verið sem
íbúða-, þjónustu- og að nokkru sem
atvinunnusvæði. Það er vel í sveit
sett hvað varðar samgöngur um allt
höfuðborgarsvæðið þjóðfélagslega
hagkvæmara og kostnaðarminna að
nýta svæði sem þetta í stað þess að
þurfa að dreifa byggðinni enn meira.
Má því vænta þess að framundan sé
röskleg uppbygging á landi sem
vaxið hefur að verðmæti nú þegar
hreyfing er komin á nýja nýtingu
þess.