Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Nýr leikskóli
byggður á
Grenivík
Giýtubakkahrepp. Morgrunblaðið.
SAMÞYKKT hefur verið að hefja
byggingu nýs leikskóla á Grenivík í
Grýtubakkahreppi og verður hann
fyrir 18 til 20 börn. Samkvæmt að-
alskipulagi fyrir Grenivík er leik-
skóla ætlaður staður við Lækjar-
velli, í námunda við olíuskála Esso.
Kostnaður við bygginguna er
áætlaður um 20 milljónir króna og
kemur helmingur fjárhæðarinnar
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en
ákvörðun um á hvern hátt Grýtu-
bakkahreppur fjármagnar sinn
helmingshlut liggur ekki fyrir. Að
likindum verður það gert með sölu
eigna.
Stefnt er að því að hinn nýi leik-
skóli verði tekinn í notkun í byrjun
næsta árs.
Síðustu 15 ár hefur leikskólinn
verið rekinn í húsnæði í eigu Kaup-
félags Eyfirðinga, en þar var áður
rekin verslun félagsins á Grenivík.
Ingibjörg Hreinsdóttir veitir leik-
skólanum forstöðu, en þar eru nú
13 börn. Fyrir ligggur að þeim
muni fjölga með haustinu. Óvissa í
atvinnumálum í hreppnum sem og
fækkun barna urðu til þess að
verkefnið hefur setið á hakanum,
en nú eru teikn á lofti um breyting-
ar í sveitarfélaginu, barnsfæðingar
eru fleiri en áður og þá hefur orðið
vart áhuga ungs fólks að flytja á
staðinn. Því hefur verið ákveðið að
ráðast í að byggja nýjan leikskóla.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli á morgun, sunnudag, kl.
11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 í
umsjá sr. Svavars A. Jónssonar og
sr. Birgis Snæbjörnssonar. Vænst
er þátttöku fermingarbarna og
foreldra þeirra. Tekið á móti fram-
lögum til Biblíufélagsins, að þessu
sinni verður safnað til að kaupa
Nýja testamenti fyrir Konsó.
Messukaffí í Safnaðarheimili eftir
guðsþjónustu í umsjá Kvenfélags
Akureyrarkh-kju. Bfll fer frá Víði-
lundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð
á leiðinni til kirkjunnar. Fundur
Æskulýðsfélagsins kl. 17. Guðs-
þjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu
kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheim-
ili kl. 20.30 á mánudagskvöld í um-
sjá sr. Guðmundar Guðmundsson-
ar. Mömmumorgunn í Safnaðar-
heimili frá kl. 10 til 12 á miðviku-
dag. Þorbjörg og Ragna koma og
ræða um reykingar í kringum
böm.
GLERÁRKIRKJA: Bamasam-
vera og guðsþjónusta kl. 11 á
morgun, sunnudag, sameiginlegt
upphaf, foreldrar hvattir til að
mæta með börnum sínum. Æðm-
leysisguðsþjónusta kl. 20.30 á
sunnudagskvöld. Kyrrðar- og til-
beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag.
Hádegissamvera kl. 12 á miðviku-
dag, orgelleikur, altarissaki-amenti
og fyrirbænir, léttur hádegisverð-
ur á eftir. Fjölskyldusamvera kl.
10 til 12 á fimmtudag, heitt á könn-
unni og safí fyrir bömin.
HJÁPLRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun,
almenn samkoma kl. 17 og ung-
lingasamkoma kl. 20. Heimila-
samband kl. 15 á mánudag.
Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á
miðvikudag. Hjálparflokkur kl. 20
á miðvikudagskvöld, farið út að
borða. Flóamarkaður á föstudög-
um frá 10 til 17. 11 plús mínus
fyrir 10 til 12 ára börn kl. 17 á
föstudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar-
dagskvöld, opið hús frá kl. 21.
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar
kl. .11.30 á morgun, sunnudag,
biblíukennsla fyrir alla aldurs-
hópa, Reynir Valdimarsson kenn-
ir um verk Heilags anda. Léttur
hádegisverður á vægu verði.
Vakningasamkoma sama dag kl.
16.30, G. Theódór Birgisson
predikar, fjölbreyttur söngur,
barnapössun fyrir börn yngri en 6
ára. Vonarlínan, sími 462-1210.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18 í dag, laugardag, og
kl. 11 á morgun, sunnudag.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun,
sunnudag. Messa kl. 14 sama dag.
Safnað fyrir Biblíum fyrir kristni-
boðsstöðvarnar í Konsó. Kirkju-
kaffi. Mömmumorgun kl. 10 til 12
á miðvikudag í safnaðarheimilinu.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
á Akureyri
Sjálfstæðisfélagið á Akureyri, Sleipnir og Vörn
halda félagsfundi í Kaupangi v/Mýrarveg þriðju-
daginn 9. febrúar nk. kl. 20. Efni fundanna er
kosning fulltrúa á landsfund.
Fulltrúaráðsfundur verður haldinn á sama stað
og hefst hann kl. 20:30 þriðjudaginn 9. febrúar nk.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsfund
Sjálfstæðisflokksins.
2. Halldór Blöndal samgönguráðherra
ræðir um landsmálin.
3. Tómas Ingi Olrich ræðir um ferðamál.
Stjórnir félaganna
Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana
Landsbyggðarfólk getur leit-
að til atvinnuþróunarfélaga
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu-
lífsins í samvinnu við Morgunblaðið,
Viðskiptaháskólann í Reykjavík og
KPMG Endurskoðun stendur fyrir
samkeppni um gerð viðskiptaáætl-
ana og hefur verið leitað til atvinnu-
þróunarfélaga úti um land til að
taka þátt í verkefninu, m.a. að
kynna það hvert á sínu svæði.
Hólmar Svansson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar, og Arnar Árnason, fram-
kvæmdastjóri KPGM Endurskoð-
unar á Akureyri, kynntu verkefnið á
fundi í gær og á hvern hátt staðið
verður að því á landsbyggðinni.
„Við teljum að jafngóðar hugmynd-
ir leynist hér eins og annars staðar
og vonum að fólk á svæðinu taki
þátt,“ sagði Hólmar. Þeir sem
áhuga hafa á að vera með þurfa að
skrá þátttöku sína fyrir 9. febrúar
næstkomandi, en skilafrestur á
verkefninu er til 25. mars næstkom-
andi. Fyrstu verðlaun eru ein millj-
ón króna.
Markmiðið með samkeppninni
er að kenna þátttakendum verklag
við gerð viðskiptaáætlana og með-
an á henni stendur verður boðið
upp á námskeið í Viðskiptaháskól-
anum í Reykjavík. Þau verða send
út um fjarfundarkerfi Byggða-
stofnunar þannig að þátttakendur
á Akureyri og nágrenni geta tekið
þátt í þeim. „Þetta er grundvallar-
atriði í því að landsbyggðarfólk
geti tekið þátt í samkeppninni,
námskeiðin eru veigamikill þSátt-
ur í verkefninu en með þessum
hætti tekst að jafna aðstöðu
manna,“ sagði Arnar.
Stendur þátttakendum til boða
að leita til starfsfólks Atvinnuþró-
unarfélags Eyjafjarðar og KPMG
Endurskoðunar á Akureyri og fá
þar leiðsögn og aðstoð við gerð
áætlunarinnar, en formaður fé-
lagsins vonar að einhverjar þær
hugmyndir sem fram koma fái
frekari framgang og verði að veru-
leika.
Morgunblaðið/Kristján
ARNAR Árnason frá KPGM Endurskoðun á Akureyri og Hólmar
Svansson hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjaíjarðar kynna samkeppni um
gerð viðskiptaáæflana.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Þórdís í
List-
fléttunni
ÞÓRDÍS Elín Jóelsdóttir er
myndlistarmaður mánaðarins í
Listfléttunni í Hafnarstræti á
Akureyri. Hún sýnir grafíkmyndir
í versluninni þennan mánuð.
Þórdís Elín er
fædd í Reykjavík
árið 1948 og
stundaði nám við
Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti,
listasviði, og
Myndlista- og
handíðaskóla Is-
lands, grafík-
deild. Þórdís
rekur opið graf-
íkverkstæði ásamt fleiri grafík-
listakonum á Laugavegi 1 undir
nafninu Grafíkfélagið Afram veg-
inn.
Listfléttan er opin frá mánudegi
til föstudags frá kl. 11 til 18 og á
laugardögum frá kl. 11 til 14, en
fyrsta laugardag í hverjum mánuði
er opið til kl. 16.
Opið hiís í
háskólanum
HÁSKÓLINN á Akureyri
kynnir starfsemi sína á opnu
húsi á Sólborg í dag, laugardag-
inn 6. febrúar frá kl. 11 til 17.
Allar deildir háskólans, heil-
brigðis-, kennara-, rekstrar- og
sjávarútvegsdeild kynna náms-
framboð sitt. Einnig munu sam-
starfsstofnanir háskólans,
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, Orkustofnun, Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins, og
Hafrannsóknastofnun auk
Stofnunar Vilhjálms Stefáns-
sonar kynna starfsemi sína.
Bókasafn háskólans verður op-
ið og þar gefst gestum kostur á
að kynna sér Netið og verður
boðið upp á kennslu í leit í ýms-
um gagnasöfnum sem háskóla-
nemar nota. Að auki verður
kynning á Rannsóknastofnun
háskólans og alþjóðastarfi há-
skólans.
Hæfileikakeppni nokkurra
framhaldsskóla á Norður- og
Austuriandi hefst í Kvosinni í
Menntaskólanum á Akureyri kl.
11 í dag, en að henni lokinni
verða ókeypis ferðir að Sólborg.
„Við ákváðum að brydda upp á
þessari nýjung að þessu sinni,“
sagði Dögg Matthíasdóttir,
nemi í rekstrardeild Háskólans
á Akureyri, en þess er vænst að
sem flestir nemendur fram-
haldsskólanna komi og kynni
sér hvað Háskólinn á Akureyri
hefur upp á að bjóða.
Hljómsveitin 200.000 naglbít-
ar leikur í sundlauginni á Sól-
borg kl. 12 og 15 og hljómsveit-
in Bang Gang kl. 12,13, og 16.
Um eitt þúsund gestir lögðu
leið sína á opið hús í háskólan-
um í fyrra og er þess vænst að
þeir verði ekki færri nú. „Það
er virkilega gaman að fá tæki-
færi til að opna hús háskólans
og gefa almenningi færi á að sjá
það öfluga starf sem þar fer
fram,“ sagði Dögg.