Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nýr leikskóli byggður á Grenivík Giýtubakkahrepp. Morgrunblaðið. SAMÞYKKT hefur verið að hefja byggingu nýs leikskóla á Grenivík í Grýtubakkahreppi og verður hann fyrir 18 til 20 börn. Samkvæmt að- alskipulagi fyrir Grenivík er leik- skóla ætlaður staður við Lækjar- velli, í námunda við olíuskála Esso. Kostnaður við bygginguna er áætlaður um 20 milljónir króna og kemur helmingur fjárhæðarinnar úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en ákvörðun um á hvern hátt Grýtu- bakkahreppur fjármagnar sinn helmingshlut liggur ekki fyrir. Að likindum verður það gert með sölu eigna. Stefnt er að því að hinn nýi leik- skóli verði tekinn í notkun í byrjun næsta árs. Síðustu 15 ár hefur leikskólinn verið rekinn í húsnæði í eigu Kaup- félags Eyfirðinga, en þar var áður rekin verslun félagsins á Grenivík. Ingibjörg Hreinsdóttir veitir leik- skólanum forstöðu, en þar eru nú 13 börn. Fyrir ligggur að þeim muni fjölga með haustinu. Óvissa í atvinnumálum í hreppnum sem og fækkun barna urðu til þess að verkefnið hefur setið á hakanum, en nú eru teikn á lofti um breyting- ar í sveitarfélaginu, barnsfæðingar eru fleiri en áður og þá hefur orðið vart áhuga ungs fólks að flytja á staðinn. Því hefur verið ákveðið að ráðast í að byggja nýjan leikskóla. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudag, kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 í umsjá sr. Svavars A. Jónssonar og sr. Birgis Snæbjörnssonar. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Tekið á móti fram- lögum til Biblíufélagsins, að þessu sinni verður safnað til að kaupa Nýja testamenti fyrir Konsó. Messukaffí í Safnaðarheimili eftir guðsþjónustu í umsjá Kvenfélags Akureyrarkh-kju. Bfll fer frá Víði- lundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð á leiðinni til kirkjunnar. Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17. Guðs- þjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheim- ili kl. 20.30 á mánudagskvöld í um- sjá sr. Guðmundar Guðmundsson- ar. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimili frá kl. 10 til 12 á miðviku- dag. Þorbjörg og Ragna koma og ræða um reykingar í kringum böm. GLERÁRKIRKJA: Bamasam- vera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Æðm- leysisguðsþjónusta kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 á miðviku- dag, orgelleikur, altarissaki-amenti og fyrirbænir, léttur hádegisverð- ur á eftir. Fjölskyldusamvera kl. 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könn- unni og safí fyrir bömin. HJÁPLRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20. Heimila- samband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á miðvikudag. Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudagskvöld, farið út að borða. Flóamarkaður á föstudög- um frá 10 til 17. 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára börn kl. 17 á föstudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dagskvöld, opið hús frá kl. 21. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. .11.30 á morgun, sunnudag, biblíukennsla fyrir alla aldurs- hópa, Reynir Valdimarsson kenn- ir um verk Heilags anda. Léttur hádegisverður á vægu verði. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30, G. Theódór Birgisson predikar, fjölbreyttur söngur, barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, sími 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Messa kl. 14 sama dag. Safnað fyrir Biblíum fyrir kristni- boðsstöðvarnar í Konsó. Kirkju- kaffi. Mömmumorgun kl. 10 til 12 á miðvikudag í safnaðarheimilinu. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akureyri Sjálfstæðisfélagið á Akureyri, Sleipnir og Vörn halda félagsfundi í Kaupangi v/Mýrarveg þriðju- daginn 9. febrúar nk. kl. 20. Efni fundanna er kosning fulltrúa á landsfund. Fulltrúaráðsfundur verður haldinn á sama stað og hefst hann kl. 20:30 þriðjudaginn 9. febrúar nk. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. 2. Halldór Blöndal samgönguráðherra ræðir um landsmálin. 3. Tómas Ingi Olrich ræðir um ferðamál. Stjórnir félaganna Samkeppni um gerð viðskiptaáætlana Landsbyggðarfólk getur leit- að til atvinnuþróunarfélaga NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins í samvinnu við Morgunblaðið, Viðskiptaháskólann í Reykjavík og KPMG Endurskoðun stendur fyrir samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana og hefur verið leitað til atvinnu- þróunarfélaga úti um land til að taka þátt í verkefninu, m.a. að kynna það hvert á sínu svæði. Hólmar Svansson, framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar, og Arnar Árnason, fram- kvæmdastjóri KPGM Endurskoð- unar á Akureyri, kynntu verkefnið á fundi í gær og á hvern hátt staðið verður að því á landsbyggðinni. „Við teljum að jafngóðar hugmynd- ir leynist hér eins og annars staðar og vonum að fólk á svæðinu taki þátt,“ sagði Hólmar. Þeir sem áhuga hafa á að vera með þurfa að skrá þátttöku sína fyrir 9. febrúar næstkomandi, en skilafrestur á verkefninu er til 25. mars næstkom- andi. Fyrstu verðlaun eru ein millj- ón króna. Markmiðið með samkeppninni er að kenna þátttakendum verklag við gerð viðskiptaáætlana og með- an á henni stendur verður boðið upp á námskeið í Viðskiptaháskól- anum í Reykjavík. Þau verða send út um fjarfundarkerfi Byggða- stofnunar þannig að þátttakendur á Akureyri og nágrenni geta tekið þátt í þeim. „Þetta er grundvallar- atriði í því að landsbyggðarfólk geti tekið þátt í samkeppninni, námskeiðin eru veigamikill þSátt- ur í verkefninu en með þessum hætti tekst að jafna aðstöðu manna,“ sagði Arnar. Stendur þátttakendum til boða að leita til starfsfólks Atvinnuþró- unarfélags Eyjafjarðar og KPMG Endurskoðunar á Akureyri og fá þar leiðsögn og aðstoð við gerð áætlunarinnar, en formaður fé- lagsins vonar að einhverjar þær hugmyndir sem fram koma fái frekari framgang og verði að veru- leika. Morgunblaðið/Kristján ARNAR Árnason frá KPGM Endurskoðun á Akureyri og Hólmar Svansson hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjaíjarðar kynna samkeppni um gerð viðskiptaáæflana. Morgunblaðið/Jónas Baldursson Þórdís í List- fléttunni ÞÓRDÍS Elín Jóelsdóttir er myndlistarmaður mánaðarins í Listfléttunni í Hafnarstræti á Akureyri. Hún sýnir grafíkmyndir í versluninni þennan mánuð. Þórdís Elín er fædd í Reykjavík árið 1948 og stundaði nám við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, listasviði, og Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, grafík- deild. Þórdís rekur opið graf- íkverkstæði ásamt fleiri grafík- listakonum á Laugavegi 1 undir nafninu Grafíkfélagið Afram veg- inn. Listfléttan er opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 11 til 18 og á laugardögum frá kl. 11 til 14, en fyrsta laugardag í hverjum mánuði er opið til kl. 16. Opið hiís í háskólanum HÁSKÓLINN á Akureyri kynnir starfsemi sína á opnu húsi á Sólborg í dag, laugardag- inn 6. febrúar frá kl. 11 til 17. Allar deildir háskólans, heil- brigðis-, kennara-, rekstrar- og sjávarútvegsdeild kynna náms- framboð sitt. Einnig munu sam- starfsstofnanir háskólans, Rannsóknastofnun landbúnað- arins, Orkustofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, og Hafrannsóknastofnun auk Stofnunar Vilhjálms Stefáns- sonar kynna starfsemi sína. Bókasafn háskólans verður op- ið og þar gefst gestum kostur á að kynna sér Netið og verður boðið upp á kennslu í leit í ýms- um gagnasöfnum sem háskóla- nemar nota. Að auki verður kynning á Rannsóknastofnun háskólans og alþjóðastarfi há- skólans. Hæfileikakeppni nokkurra framhaldsskóla á Norður- og Austuriandi hefst í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 11 í dag, en að henni lokinni verða ókeypis ferðir að Sólborg. „Við ákváðum að brydda upp á þessari nýjung að þessu sinni,“ sagði Dögg Matthíasdóttir, nemi í rekstrardeild Háskólans á Akureyri, en þess er vænst að sem flestir nemendur fram- haldsskólanna komi og kynni sér hvað Háskólinn á Akureyri hefur upp á að bjóða. Hljómsveitin 200.000 naglbít- ar leikur í sundlauginni á Sól- borg kl. 12 og 15 og hljómsveit- in Bang Gang kl. 12,13, og 16. Um eitt þúsund gestir lögðu leið sína á opið hús í háskólan- um í fyrra og er þess vænst að þeir verði ekki færri nú. „Það er virkilega gaman að fá tæki- færi til að opna hús háskólans og gefa almenningi færi á að sjá það öfluga starf sem þar fer fram,“ sagði Dögg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.