Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KONUR OG STJÓRNMÁL
íslenskar konur vilja auka
hlut sinn í stjórnmálum
Fullur
helming-
ur lands-
manna
íslenskar stjórnmálakonur vilja rjúfa gler-
þakið, sem hefur valdið því að þær eru enn
minna en 30% þingmanna, eftir að þeim
fjölgaði hratt á tímabili. Ragnhildur Sverr-
isdóttir ræddi við konur, sem hafa sjálfar
staðið í eldlínu stjórnmálanna og fjallar um
aukinn hlut kvenna í stjórnmálum.
VÉR konur erum fullur
helmingur lands-
manna. Vér erum full-
ur helmingur kjós-
enda. Það erum vér,
sem berum undir brjósti og ölum
upp kynslóðina, sem taka skal arf-
inn að oss látnum. Vér getum því
eigi verið skeytingarlausar um það,
hvemig sá arfur verður. Hvemig
landi voru og þjóð verður skilað í
hendur þeima, er koma eftir vom
dag.“
Með þessum orðum hvöttu kon-
ur kynsystur sínar til að styðja sér-
stakan kvennalista við alþingis-
kosningar árið 1922. Nógu margar
konur svömðu kallinu til að koma
efsta frambjóðanda listans, Ingi-
björgu H. Bjarnason, inn á Alþingi,
fyrstri kvenna. A því sama þingi
eru konur nú, 77 ámm síðar, rúm-
ur fjórðungur þingmanna. Þeim
fjölgaði umtalsvert í kjölfar fram-
boðs sérstaks kvennalista, annars í
röðinni, árið 1983, eða úr 5% þing-
manna í 15% og nú leggja allir
stjórnmálaflokkar aukna áherslu á
hlut kvenna í stjómmálum.
Fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar sl. vor var hmndið af stað
þverpólitísku verkefni að fram-
kvæði Jafnréttisráðs undir kjör-
orðinu „Sterkari saman“. Eftir
kosningamar 1994 vora konur
25% fulltrúa í sveitarstjórnum, en
eftir síðustu kosningar er sú tala
komin í 29%. Átakið leið þó fyrir
að ekki vora háar fjárhæðir til ráð-
stöfunar. Elín R. Líndal, formaður
Jafnréttisráðs, lýsti því yfír að
þörf væri á enn sterkara og víð-
tækara átaki.
I nóvember sl. var skipuð nefnd
sem ætlað er að auka hlut kvenna í
stjórnmálum. Allir flokkar standa
að nefndinni, auk fulltrúa Jafnrétt-
isráðs og Kvenréttindafélags Is-
lands. í gi-einargerð með þings-
ályktunartillögunni um skipan
nefndarinnar er vísað til þess, að
stjórnmálakonur annars staðar á
Norðurlöndum telji að þverpóli-
tískar aðgerðir, sem skipulagðar
voru þar upp úr áttunda áratugn-
um til að benda á mikilvægi þátt-
töku kvenna í stjómmálum, hafí
haft afgerandi áhrif á hve hlutur
kvenna í stjómmálum lagaðist á
þessum áram.
Nefndin vakti strax athygli með
auglýsingaátaki, þar sem leiðtogar
stjórnmálaflokka vora sýndir í
óvenjulegu ljósi; forsætisráðherra
með háhælaða kvenskó, fulltrúi
Kvennalistans á karlaklósetti
o.s.frv. Skoðanir vora skiptar um
auglýsingaherferðina, en hún náði
tvímælalaust augum landans og
vakti athygli á störfum nefndar-
innar, auk þess sem hún undii'-
strikaði að allir forystumenn
flokkanna styddu átakið. Undan-
farið hefur nefndin birt sjónvarps-
auglýsingar, þar sem lögð er
áhersla á slagorðið: „Ef þú velur
ekki fulltráa þinn mun einhver
annar velja fulltráa sinn sem full-
tráa þinn.“
Þær konur, sem staðið hafa í eld-
línu stjómmálanna undanfarin ár,
eru sammála um að umtalsverð
viðhorfsbreyting hafi átt sér stað.
Nú heyra þær ekki lengur raddir
um að konur eigi ekki erindi í
stjórnmál. Þær segja hins vegar að
langur vegur sé þar til konur
standa þar jafnfætis körlum og að
það gerist ekki af sjálfu sér. Ef
hugur fylgi máli hjá flokkunum
hljóti staðan þó að batna. Þær era
ekki sammála um hvort ástæða sé
til að setja „kvóta“ á konur í störf-
um innan flokkanna og á framboðs-
listum og þær era ósáttar við að oft
sé litið á konur sem „fulltráa
kvenna“ á framboðslistum, þar
sem nægilegt sé að hafa eina til
tvær til að hlýða kalli tímans, á
meðan karlar á sömu listum fái óá-
reittir að njóta sín sem fulltráar
sjómanna, bænda, verslunai-manna
o.s.frv. Þó telja þær að breytingar
á þessu sé helst að sjá í sveitar-
stjórnum, þar sem konur séu í æ
ríkari mæli fulltrúar í krafti þátt-
töku sinnar í félagsmálum og at-
vinnumálum staðarins, en ekki
vegna langra starfa innan flokk-
anna. Þær fari því inn á sömu for-
sendum og karlarnir, sem veki oft
fyrst athygli fyrir störf sín og hafí í
framhaldi af þeim afskipti af mál-
efnum sveitarfélagsins.
Jöfn þátttaka er lýðræðismál
Nefndin, sem hefur það hlutverk
að auka hlut kvenna í stjórnmálum,
hefur gert víðreist undanfarið og
blásið til funda í flestum kjördæm-
um og mun funda í þeim öllum fyr-
ir kosningar í vor. Konur hafa tekið
starfi nefndarinnar vel og margir
karlar líka. Það styrkir tvímæla-
laust störf nefndarinnar að allir
flokkar stóðu að samþykkt þingsá-
lyktunartillögunnar um stofnun
hennar, sem Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Framsóknarflokksins
og formaður nefndarinnar, mælti
fyrir. Siv segir enda ljóst að al-
menningur skynji að jöfn þátttaka
karla og kvenna í stjórnmálum sé
lýðræðismál. Það hafi komið skýrt
fram í skoðanakönnun, sem unnin
var á vegum skrifstofu jafnréttis-
mála í samvinnu við Gallup á síð-
asta ári, þar sem 80% aðspurðra
sögðust vilja auka hlut kvenna í
stjórnmálum, eða 92,5% þeirra sem
afstöðu tóku. Meirihlutinn, 53%,
lýsti sig fylgjandi sérstöku átaki
stjómmálaflokkanna til að ná því
markmiði.
„Flokkarnir bera mikla ábyrgð í
þessu máli, því þeir hafa verið
tregir til að taka það föstum tök-
um,“ segir Siv Friðleifsdóttir.
„Stjómmálastarfið miðast við karla
og kjördæmaskipanin hefur gert
konum erfíðara að komast að. Fáir
komast inn af hverjum lista og þeir
sem hafa þegar markað sér sess
standa sterkar að vígi. Það era oft-
ast karlmenn. Konur hafa frekar
komist inn af listum í Reykjavík og
Reykjanesi. Ef landið væri eitt
kjördæmi, þá væri staðan allt önn-
ur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk síð-
ast 25 þingmenn, 21 karl og 4 kon-
ur. Flokkurinn myndi aldrei bjóða
upp á lista, þar sem konur væra
aðeins í fjóram sætum af 25 og
Framsóknarflokkurinn myndi
setja fleiri konur en 3 í 15 manna
hóp. Þetta á við um alla flokkana."
Valgerður Sverrisdóttir, sem
leiðir lista Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra í
næstu kosningum og er formaður
þingflokksins, segir einnig að við
væntanlega breytingu á kjör-
dæmaskipan, sem áformað er að
taki gildi fyi'ir þingkosningar árið
2003, opnist fleiri möguleikar fyrir
konur. „Ef staðan verður sú, að
flokkar sjá fram á að fá fjóra menn
kjörna af lista, þá er af og frá að
þeir stilli honum þannig upp að
fjórir karlar skipi efstu sætin.“
í skýrslu nefndar forsætisráð-
hen-a, sem fjallaði um breytingar á
kjördæmaskipun og tilhögun kosn-
inga til Alþingis, var sérstaklega
fjallað um hlut kvenna og lögð
áhersla á mikilvægi þess að breyt-
ingar á kjördæmaskipun og kosn-
ingafyrirkomulagi torveldi ekki þá
þróun í átt til aukinnar stjómmála-
þátttöku kvenna sem orðið hafí á
undanfömum áram og áratugum,
heldur þvert á móti stuðli frekar að
því að konur taki sæti á Alþingi.
Nefndin bendir á, að rannsóknir
sýni talsverða jákvæða fylgni milli
ákveðinna þátta kosningaskipulags
og fjölda kvenna á þingi. „Ér þar
aðallega um að ræða hlutfallskosn-
ingar og stór kjördæmi," segir í
skýrslunni.
Kvennalistinn fjölgaði
konum á öðrum listum
Konur, hvar í flokki sem þær
standa, eru sammála um að fram-
boð Samtaka um kvennalista í
sveitarstjórnarkosningum og í
þingkosningum árið 1983 hafi haft
mikil áhrif til að fjölga konum í
stjórnmálum. Áður en Kvennalist-
inn kom til sögunnar höfðu konm'
verið 5% þingmanna fjögur síðustu
kjörtímabil og þar áður 2-3%.
Kvennalistinn hækkaði þetta hlut-
fall í 15% í einum kosningum, með
því að fá þrjá þingmenn kjörna og
flokkarnir, sem fyrir vora, sáu að
þeir þurftu að auka hlut kvenna, þó
ekki væri nema til að halda sjálfír
fylgi sem ella rynni til Kvennalist-
ans. Eftir næstu kosningar, 1987,
vora konur 21% þingmanna, enda
Kvennalistinn þá með 6 þingmenn,
þá 24% og loks 25%, þrátt fyrir
þverrandi fylgi Kvennalistans, sem
fékk þrjár konur kjörnar. Á yfir-
standandi kjörtímabili hefur þessi
tala lítillega hnikast til, fór mest í
28,6%, þegar konur komu inn á
þing í stað karla, en konur hafa
einnig horfið af vettvangi og karlai'
komið í þein-a stað. „Kvennalistinn
gerði vissulega ákveðið gagn í
þessum málum og fjölgaði konum á
listum hinna flokkanna," segir
Arnbjörg Sveinsdóttir, sem leiðir
lista Sjálfstæðisflokksins í Austur-
landskjördæmi eftir afgerandi sig-
ur í prófkjöri.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, tekur
undir að tilvera Kvennalistans, og
þær konur sem talað hafl máli
hans, hafí haft mikil áhrif í íslensk-
um stjórnmálum. „Um það leyti
sem Kvennalistinn kom fram á
sjónarsviðið var sterk kvenna-
hreyflng innan Alþýðubandalags-
ins, en af einhverjum ástæðum
skilaði hún ekki sama árangri og
sérframboð kvenna."
Konur benda einnig á að eftir
tímabil, þar sem allir flokkar bættu
stöðu kvenna, virðist sem stöðnun
hafi færst yfir. Stökkin urðu a.m.k.
ekki eins stór og í byrjun.
Litill stuðningur
við kynjakvóta
Þrátt fyrir að konur í stjórnmál-
um tali margar um að illt skuli
með illu út reka era þær almennt
ekki fylgjandi hugmyndum um að
settar verði reglur um fjölda
kvenna á framboðslistum, eða að
listar verði „fléttaðir", þ.e. kona í
einu sæti, karl í því næsta og svo
koll af kolli. Slíkt yrði án efa erfitt
í framkvæmd hjá flokkum, þar
sem starfið er fastmótað og
„goggunarröðin“ ljós, þ.e. karlar
og konur bíða eftir að röðin komi
að þeim eftir áralangt starf innan
flokkanna. Flokkarnir hafa þó
margir sett ákveðna kvóta innan
flokksstarfsins. Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag hafa sett sér þær
reglur að hlutfall annars kynsins
skuli ekki vera minna en 40% við
val á stjórnum og nefndum á veg-
um flokksins. Framsóknarflokkur-
inn hefur sett fram jafnréttisáætl-
un sem beinist að því að 40%
markmiðinu skuli náð árið 2000 og
innan Sjálfstæðisflokksins hefur
Landssamband sjálfstæðiskvenna
þrýst á um aukinn hlut kvenna,
m.a. með stuðningsyfirlýsingu við
konu í embætti varaformanns
flokksins. Af nýjum framboðum er