Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 06.02.1999, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 ... ............... Svíinn „Strindberg var ekki einungis mikill rithöf- undur, listmálari og Ijósmyndari heldur fékkst hann við margt annað. Sagt er að hann hafi í fullri alvöru lýst því yfir að Nóbelsverðlaun ætti hann að fá í að minnsta kosti þremur greinum. “ A u A í il. ugust Strindberg er án efa kunnasti sænski rithöfundur- inn fyiT og síðar og r frægð hans jafnvel meiri utan heimalandsins. Hund- rað og fimmtíu ár voru liðin frá fæðingu hans 22. janúar sl. Mik- ið verður um að vera í Svíþjóð í tilefni afmælisins, en ekki þarf að kvarta yfir því að Strindberg gleymist. Hann er sífelldlega í umræðunni, verk hans lesin og leikin og ráðgátan, maðurinn sjálfur, viðfangsefni fræðimanna á ýmsum sviðum, ekki bara bók- mennta- og leikhúsfræðinga. Strindberg var ekki einungis mikill rithöf- VIÐHORF un^ur> listmál- _____ ari og ljós- Eftir Jóhann myndari heldur Hjálmarsson fékkst hann við margt annað. Sagt er að hann hafi í fullri al- vöru lýst því yfir að Nóbelsverð- laun ætti hann að fá í að minnsta kosti þremur greinum: verðlaun í efnafræði, friðarverðlaun og bókmenntaverðlaun. Nóbels- verðlaun fékk hann þó aldrei. Aðrir hirtu þau. Geðræn vandamál Strind- bergs leiddu til erfiðra tímabila í lífi hans og höfðu einkum áhrif á samskipti hans við konur. Hann var þríkvæntur og valdi sér ekki alltaf auðveldustu kvenkostina eða þær hann, að auki var hann ástfanginn af fleiri konum, að lokum ungri stúlku sem hann hugðist kvænast en þær ráða- gerðir fóru út um þúfur. Sænski leikstjórinn Staffan Valdemar Holm, sem hefur stjórnað mörgum Strind- berguppsetningum, er meðal þeirra (sennilega fáu) sem hafa þreyst á Strindberg. Holm setti Dauðadansinn upp í Santiago í Chile og líkaði það svo vel að hann kveðst reiðubúinn til að gera aðra slíka tilraun utan heimalandsins. I Chile segir hann að unnt sé að setja Strind- berg upp hreint og beint, en á Norðurlöndum þurfi að gera breytingar, þar sé krafist nýrra túlkunarleiða. A Norðurlöndum segir Holm að menn séu bundnir við ævisögulega leiktúlkun þar sem persóna Strindbergs sé í öndvegi, leikritin fjalli fyrst og síðast um Strindberg sjálfan: „Við vitum vel að Strindberg gróf sína eigin gröf, að hann kvæntist Siri von Essen og Fri- du Uhl og Harriet Bosse og skildi og kynntist nýjum konum og drakk sig fullan í Berlín... En það vekur alls ekki áhuga því að hver hefur ekki drukkið sig full- an í Beriín? Hver hefur ekki verið í ýmsum samböndum? Fj- andinn hafi það, svo merkilegt var það ekki, en engu að síður hefur það haft gildi að uppsetn- ingin gat stuðst við persónur sem voru til og féllu inn í sjálfs- mynd Strindbergs sem hafði það í för með sér að leikarinn var settur í gervi sem var ná- kvæmlega Strindbergs. Þessu hef ég aldrei haft neitt á móti og ef einhver til dæmis fullyrðir að Strindberg hafi sagt að konan sé ekki meðvituð um þorpara- eðli sitt, þá segi ég sem leikhús- maður að það hafi Stindberg aldrei sagt heldur höfuðsmaður- inn í Föðurnum og á því sé munur!“ Að mati Holms á leikstjórinn að nýta sér vitfirringuna sem felst í leikritum Strindbergs til þess að geta sagt áhorfandanum að þannig sé heimurinn, þannig hann sjálfur. Aftur á móti á heimur persónunnar Strind- bergs ekki að vera allsráðandi. Kunnir sænskir rithöfundar hafa svarað spurningum blaða- manna um Strindberg. Lars Norén, sem sumir telja helsta leikritaskáld Norðurlanda nú, er ekki sérlega hrifinn af Strind- berg, einkum vegna formrænna galla leikverka hans, og telur Ib- sen honum fremri að þessu leyti og að hann hafi sjálfur lært meira af þeim síðamefnda. Norén er hrifnastur af bréfum Strindbergs enda af nógu að taka í þeim efnum. Per Olov Enquist er í mun að benda á prósaistann Strindberg sem að hans dómi var brautryðj- andi, ekki síst í skáldsögunni Rauða herberginu. Hann vill líka minnast samfélagsgagnrýnand- ans Strindbergs. Þótt Strindberg gnæfi upp úr í leikritun sinni eru leikrit hans síður en svo gallalaus, telur Enquist. Bestu leikritin segir hann Föðurinn, Dauðadansinn og Fröken Júlíu. Hvað varðar vísindastörf hans misheppnaðist honum gjörsamlega í efnafræð- inni. Það er einmitt efnafræðin sem bók Strindbergs, Infemo, snýst að nokkm um. Einhverjir myndu þó segja að í þessari tímamóta- bók næðu geðrænu vandamálin yfirtökum. Bókin er nú fáanleg í þýðingu Þórarins Eldjárns frá í fyrra, þeirri fyrstu á íslensku. Inferno þekkjum við einkum úr minningabókum Halldórs Lax- ness, en Strindberg og einkum Infemo hafði gríðarleg áhrif á Laxness. Það er fyrst og fremst stíllinn í Infemo sem gerir hana skemmtilega aflestrar en hug- renningar höfundarins em geig- vænlegar og á köflum sogast les- andinn inn í heim óranna og á erftitt með að komast þaðan aft- ur. Þá er maður staddur í veröld geggjaðasta Svíans, mannsins sem Svíar fyrirlitu uns þeir gátu fylgt honum til grafar. Þá fylltu þeir syrgjandi götur Stokk- hólmsborgar. Hvílíkur léttir fyr- ir þá! I Infemo stendur m.a.: „Það var fyrir tíu ámm, á mesta óróa- skeiði ritferils míns meðan ég hamaðist gegn kvennahreyfing- unni, sem allir á Norðurlöndum studdu nema ég. Ég lét berast með í hita stríðsins og fór svo langt yfir velsæmismörkin að landar mínir héldu að ég væri brjálaður." Staffan Valdemar Holm finnur myrkar pólitískar hliðar hjá Strindberg, rithöfundurinn er jafnvel verri en fyrirmyndin Friedrich Nietzsche. Hann segir að ekki sé mögulegt að hafa uppi á listamanni í samtímanum sem sé jafn skyni skroppinn og Strindberg í pólitískum efnum. LISTIR Markviss og vönduð vinna PORTRETTMYND Guðmundar Odds af Birgi Andréssyni í Akureyrarkirkju. MYJVDLIST Stöðlakot LJÓSMYNDIR OG GRAFÍSK HÖNNUN GUÐMUNDURODDUR Opið frá 14-18. Sýningin stendur til 14. febrúar. SÝNING Guðmundar Odds í Stöðlakoti er þrískipt, en allir hlut- arnir þrír lúta þó sömu hugsun og tengjast að ýmsu leyti. Meginuppi- staða sýningarinnar er röð tíu por- trettljósmynda, þá er á lofti Stöðla- kots að finna ýmis dæmi um graf- íska hönnun Guðmundar Odds og loks eru á sýningunni þrjár húsa- myndir frá Akureyri, teknar með svokallaðri Lomo-myndavél. Ljós- myndirnar vinnur Guðmundur Odd- ur þannig að hann rífur þær í sund- ur og endurraðar brotunum til að umbreyta sjónarhornum og jafnvel til að bæta í og auka við myndirnar. Þær eru síðan skannaðar og unnar áfram í tölvu, og loks prentaðar út úr litaprentara. Veggspjöldin og annað á efri hæðinni er unnið út frá svipuðum forsendum, en þar bætist við letur og annað eftir því sem við á. Portrettljósmyndimar eru hluti af myndröð sem tengist íslenskri lista- sögu undanfarinna ára, einkum þeirri sögu sem Guðmundur Oddur hefur sjálfur verið vitni að og tekið þátt í. Þar má meðal annarra sjá þá Dieter Roth og Hörð Agústsson, en einnig Bh’gi Andrésson og Bjarna H. Þórarinsson. Viðleitni Guðmundar Odds til að skrásetja þannig söguna takmarkast reyndar ekki einungis við ljósmyndir, því þær eru liður í stærra heimilda- og sagnasöfnunar- verkefni sem hann hefur lengi unnið að og mun vonandi síðar koma út á einhverju formi. Á vissan hátt má segja að í húsa- myndunum kristallist hugmynda- fræði sýningarinnar, þótt þær séu aðeins þrjár. Þær sýna allar hús á Akureyri sem skreytt hafa verið á frumlegan hátt fyrir jólin, og eins og fyrr segir eru þær teknar með Lomo-myndavél. Lomo-vélin er kennd við verksmiðjurnar í Péturs- borg þar sem hún var hönnuð og framleidd - Leningrádskoje optiko mechanitschéskoje objediniénie - og er á ýmsan hátt sérstök. Það sem laðar fólk einkum að þessari mynda- vél er að hún er léleg ef tekið er mið af hátækniframleiðslu annarra myndavélaframleiðenda. Erfitt er að stjóma því hvernig vélin tekur myndir og linsan afbakar myndefnið á undarlegan hátt svo ljósmyndarinn veit aldrei nákvæmlega hvað hann hefur í raun fest á filmuna fyrr hún hefur verið framkölluð. Þá hefur myndavélin tilhneigingu til að detta í sundur svo framleiðendur láta skrúf- járn fylgja henni svo notendur geti hert upp skrúfur eftir því sem þörf gerist á. Þrátt fyrir allt þetta tekst fólki að taka á vélina skemmtilegar myndir sem sameina undarleg áhrif af linsunni og hið tilviljunarkennda sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að nota hana. Hér er því um eins konar „lág-tækni“ að ræða sem hefur óneitanlega mikið aðdráttarafl í heimi fmpússaðrar og stafrænnar hátækni. Lomo-myndavélin og sá menningarkimi sem myndast hefur kringum notkun hennar um allan heim veitir skemmtun og óheftum sköpunarkrafti inn í líf fólks sem annars finnst hátæknin hafa flatt allt út í sama dauðhreinsaða yfirborðið. Þeir sem vilja kynnast Lomo-hreyf- ingunni frekar geta gert það á slóð- inni www.lomo.com. Sýning Guðmundar Odds er um- fram allt byggð á skýrri hugsun og sterkri afstöðu til lista og lífs, þótt vinnubrögðin og öll framsetning séu líka ákaflega markviss og vönduð eins og von var á. Hún er því vel til þess fallin að stappa stálinu í þá sem farnir eru að efast um að listin hafi okkur nokkuð að færa lengur. Jón Proppé Barnabæk- ur á uppleið RITHÖFUNDURINN Louis Sachar hefur hlotið Newbery- barnabókaverðlaunin fyrir bók sína „Holes“ en samtök bókasafna í Bandaríkjunum standa fyrir þessum verðlaunum. Hafði bókin áður hlotið bandarísku bók- menntaverðlaunin í flokki barna- bóka fyrir árið 1998. Fjallar „Holes“ um dreng sem dæmdur er fyrir glæp sem hann ekki framdi og sendur er í sér- stakar búðir fyrir unga glæpa- menn, sem eru í Texas, en reynast síðan hinn undarlegasti staður. Þótt lítill vafi léki á að bókin hlyti verðlaunin var það samdóma álit manna að mikið úrval góðra barnabóka hefði komið út á síð- asta ári. Bækur sem ritaðar hafa verið fyrir yngri lesendur hafa átt und- ir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarin ár, eins og annars staðar. Teikn virðast hins vegar á lofti um að bókaútgefendur séu farnir að sýna þessum lesendum meiri áhuga en áður, að sögn blaðsins The New York Times. Dónadansinn LEIKLIST Verslunarskúlinn íslenska Óperan DIRTY DANCING Dans- og söngleikur eftir samnefndri bandariskri kvikmynd í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Leik- stjdrn: Jóhann G. Jóhannsson. Tón- listarstjórn: Jón Ólafsson. Danshöf- undar: Selma og Birna Björnsdætur. Hljóð: Sveinn Ómar Grótarsson. Ljds: Sigurður Kaiser. Aðalleikendur: Bjartmar Þórðarson, María Þórðar- dóttir, Hildur Hallgrímsddttir, Kári Guðlaugsson, Ólafur Þorvaldz, Jó- hannes Asbjörnsson, Védís Árnadótt- ir, Rebekka Árnadóttir, Börkur Bjarnason, Kjartan Gunnarsson. Söngkonur: Aðalheiður Ólafsdóttir, Katrín Halldórsdóttir, Bryndís Ýr Pétursddttir, Guðrún Birna Injgi- mundardóttir. Búningastýra: Iris Hrönn Andrésdóttir. Förðunarstýra: Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Dóra Sif Sigurð- ardóttir. VERSLÓ hefur undanfarin ár sett upp hvern söng- og dansleikinn af öðrum við fádæma góðar undir- tektir áhorfenda, enda ekki nema von, því skólinn hefur á að skipa efnilegum söngvurum, leikurum og hreint frábærum dönsurum. Það er því vel við hæfi íyrir skólann að setja upp Dónadansinn að þessu sinni, því þar fá dansarar skólans gott tækifæri til að sýna það sem í þeim býr. Og sannast sagna voru það dansatriðin sem báru þessa sýningu uppi og gerðu hana að hinni bestu skemmtan. Söguþráðurinn í Dónadansi er ekki upp á marga fiska og í þessari sýningu er það svo, að áhorfandinn bíður einfaldlega eftir næsta söng- og dansatriði því sjálf sagan skiptir harla litlu máli nema sem stund milli stríða. Dansarnir voru mjög vel útfærðir og sumir hverjir erfiðir, en vel samæfður, þróttmikill og þokkafull- ur hópur karl- og kvendansara skil- aði hlutverki sínu mjög vel. Þessi dansarahópur hefði að ósekju mátt dansa lögin til enda. Bjartmar Þórðarson sýndi einnig mikla leikni, en lagði kannski full- mikla áherslu á snerpu og færni á kostnað þokkans sem einkenndi hina dansarana. María Þórðardóttir dunar leikur annað aðalhlutverkanna á móti Bjartmari. Það fer ekki milli mála, að María býr yfir miklum hæfileikum, þrátt fyrir ungan aldur. Þau Védís Árnadóttir, Kári Guð- laugsson og Olafur Þorvaldz sýndu skemmtilega takta og gott skop- skyn í leik sínum og einnig stóðu söngkonurnar sig vel, þótt segja megi að ætíð sé hollt að „keyra“ ekki of skart inn í lögin. Búningar, förðun og lýsing eru einkar vel unn- in í þessari sýningu og hjálpa til þess að gefa henni markvisst og vandað yfirbragð og gleðja um leið augað. Magnea J. Matthíasdóttir heldur uppteknum hætti og skilar textan- um á þjála og látlausa íslensku. Jóhann G. Jóhannsson þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri. Honum tekst að gefa sýningunni góða heildaráferð, og þótt sum leikatriðanna dragi hana nokkuð niður, er heildarniðurstaðan sú, að hér er á ferðinni létt og frískleg sýning. Það vakti athygli mína, að leikendur fóru vel og skýrlega með textann, svo og að leikmyndin er fallega gerð og vel nýtt. Guðbrandur Gíslason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.