Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 50

Morgunblaðið - 06.02.1999, Side 50
50 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýting auðlindar FYRIR rúmri viku birtust tvær svargrein- ar við grein minni 21. jan. sl. Þar gagnrýndi ég Sverri Hermanns- son fv. bankastjóra og Hrólf Gunnarsson skip- stjóra og fv. útgerðar- mann fyrir fullyrðingar þeirra um að sjómenn og útvegsmenn hentu 200.000 tonnum af þorski á hverju ári. Taldi ég að slíkar full- yrðingar væru byggðar á kjaftasögum og væru ekkert annað en ósmekklegar árásir á sjómenn og útvegs- menn meðan þeir gætu ekki fundið þeim stað í raunveruleikanum. I svargrein sinni 28 janúar sl. reynir Hrólfur Gunnarsson ekki einu sinni að fjalla málefnalega um efnið. Hann nefnir engin dæmi til stuðnings fullyrðingum sínum, heldur fer útí persónulegt skítkast, ýjar að því að undirritaður sé nú sá seki um allt þetta úr- kast, hann og hans líkir skipi sjómönnum fyrir um að henda öllu þessu magni í sjóinn og þeir hlýði eins og lúbarðir hundar. Slík- ur er málflutningur Hrólfs og trúi honum hver sem vill, en langt er seilst í gagnrýni á fískveiðistj órnunar- kerfið og slíkur mál- flutningur ekki svara verður. Síðari svargreinin Sigurbjörn birtist 29. janúar sl. Svavarsson eftir Jón Sigurðsson fv. framkvæmda- stjóra. Jón telur að brottkast afla í hafí sé einn af höfuðágöllum núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfis og nefnir þrjú dæmi um slíkt. Hann gefur sér síðan að þessi dæmi megi undantekningarlaust reikna á allan fiskveiðiflotann og fær þannig út að 60.000 til 120.000 tonnum af þorski sé hent árlega. Þessi nálg- Góð vísa FYRIR nokkrum árum leiddu fáir hug- ann að sjúkdómnum beinþynningu, orsök- um hans og afleiðing- um. Nú er öldin önnur, sem betur fer, þekking og tækni hefur aukist og kappkostað er að fræða almenning. Með hækkandi aldri verður beinþynningin algeng- ari, en hún er að mestu háð erfðum. Þeir sem vita af bein- þynningu í ættinni ættu því að vera sér- Anna staklega á verði. Pálsdóttir Hvað er til ráða? Nú geta allir látið mæla hjá sér beinþéttnina til að sjá hvemig ástandið er. Til að koma í veg fyrir beinþynn- ingu er nauðsynlegt að neyta kalks sem helst er að fá úr mjólkurvör- um. Einnig er D vítamín nauðsyn- legt til að binda kalkið en við fáum D vítamín einkum með sólarljósinu og úr lýsi. Þeir sem geta hreyft sig eiga að gera það, því að það hefur sýnt sig svo ekki verður um villst að hæfileg hreyfing heldur mörg- um sjúkdómum í skefjum. Samtök stofnuð Samtökin Beinvernd á Islandi voru stofnuð árið 1997 og nokkru síðar svæðafélög um landið. Sam- tökin hafa staðið að útgáfu bæk- linga og fræðslufundir hafa verið haldnir bæði fyrir fagfólk og al- menning. Á næstunni kemur út bæklingur á vegum samtakanna um hormóna og beinþynningu. Svæðafélögunum er ætlað að halda uppi merki samtakannna út um landið og hefur Beinvemd á Suður- landi haldið nokkra fræðslufundi frá stofnun í des. ‘98 og er ætlunin Beinþynning Framkvæmdastj órn árs aldraðra vill leggja áherslu á forvarnir, segir Anna Pálsdóttir, og mun áhersla verða lögð á beinþynningu á fundum sem haldnir Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Fiskveiðistjórnun Flestir sem í greininni starfa hafa gengið í gegnum fjórar gerðir fískveiðistj órnunar- kerfa á sl. 20 árum, segir Sigurbjörn Svavarsson, og geta því borið þau saman af eigin reynslu. að halda einn slíkan á næstunni. Félagar í Beinvernd á Suður- landi era 80 og er fé- lagið hið fjölmennasta innan landssamtak- anna. Samstarf á ári aldraðra Framkvæmdastjórn árs aldraðra vill leggja áherslu á forvamir og mun áhersla verða lögð á beinþynningu á fundum sem haldnir verða um allt land. Bók um líkamsrækt fyrir aldraða verður gefin út og leitast verður við að vekja athygli starfsfólks dvalar- og unaraðferð Jóns er álíka röng og ef ég fullyrti að allir framteljendur svikju undan skatti af því að ein- hverjir gerðu það. Mér dettur ekki í hug að fullyrða að engum fiski sé hent í þessu fiskveiðikerfi, en leiða má líkur að því, að úrkastið yrði síst minna í öðru kerfi. Alltaf ónýt- ist eitthvað af fiski eða er þeirrar gerðar að teljast ekki verðmæti, t.d. fiskur sem festist í möskvum trollveiðarfæra, fiskur sem eyði- leggst í netum og á línu sem ekki hefur náðst að draga tímanlega vegna óveðurs, fiskikóðum, sem oft koma á línu og handfæri, er hent. Annað dæmi má nefna, sem var sá siður um áratugi við karfaveiðar er skip sigldu með afla til Þýskalands, að henda öllum smákarfa. Allt eru þetta dæmi um fisk sem kemur um borð og er og hefur ávallt verið hent vegna þess að hann verður ekki að verðmæti. Slíkt úrkast má áætla 1-3% af afla. Fullyrðing Jóns um að hegðun manna og umgengni við auðlindina sé með öðrum hætti í þessu stjómunarkerfi en í annars- konar fiskveiðistjórnunarkerfum er einnig röksemdalaus. Flestir sem í greininni starfa hafa gengið í gegnum fjórar gerðir fiskveiðistjórnunarkerfa á síðast- liðnum 20 áram og geta því borið þau saman af eigin reynslu. Frjáls- ar veiðar fyrir 1983, síðan svokall- að skrapdagakerfi þar sem reynt var að draga úr sókn í þorskinn, síðar sóknarmark með dagatak- mörkunum og nú síðast aflamarks- kerfið. I öllum þessum kerfúm eru dæmi um illa umgengni um afla án þess að það sé tíundað hér. Þegar samdrátturinn í þorskvæiðum var sem mestur 1989-1990 og fiski- skipaflotinn þar af leiðandi of af- kastamikill við þær aðstæður, var Ijóst að sameina yrði veiðiheimildir skipa til þess að útgerðin í landinu yrði arðbær. Orfáar útgerðir áttu fleiri en eitt skip og því voru að- stæður fyrir einstaklinga í útgerð ekki hagstæðar til hagræðingar, annaðhvort hættu menn rekstri og seldu skip og veiðiheimildir eða þeir sameinuðust í stærri einingar til að komast af. Við þessar aðstæð- ur féllst útgerðin, í samráði við stjórnvöld, á frjálst framsal veiði- heimilda. Framferði og afstaða einstak- linga er gjarnan háð afkomumögu- leikum þeirra og tekur ekki endi- lega tillit til sameiginlegra hags- muna í greininni eða þjóðarinnar. Með tilkomu laganna um framselj- anlegar aflaheimildir hafa þeir sem nú era í útgerð keypt fjölda fyrr- verandi samherja sinna útúr grein- inni og sameinað aflaheimildir á fæiri skip, það var tilgangur Al- þingis með lögunum árið 1990. Ein afleiðingin, sem þetta hafði og hef- ur skapað veralegt vandamál í greininni, er að mikill fjöldi báta, sem seldu frá sér aflaheimildir, var ekki úreltur heldur héldust inni í kerfinu, með veiðileyfi en litlar sem engar veiðiheimildir. Síðustu árin hafa þessir bátar stundað það að fiska fyrir aðrar útgerðir til að drýgja aflaheimildir sínar svo og leigt þorsk dýra verði í takmörk- uðu framboði. Þetta hefur leitt til gífurlegrar hækkunar á leiguverði þorsks. Það er við slíkar aðstæður sem tilhneiging verður hjá einstak- lingum, sem hafa úr litlu að spila, að velja úr aflanum og koma með að landi verðmætasta fiskinn. Þessir einstaklingar, sem höfðu sömu möguleika og aðrir í upphafi en seldu frá sér aflaheimildir, kenna síðan kei*finu um aðstæður sínar nú. Þeir útgerðarmenn, sem ganga illa um auðlindina í eigin- hagsmunaskyni og fá sjómenn til þátttöku í kvótakaupum og til að henda fiski, era svartur blettur á greininni, þeir era undantekning og framferði þeirra er ekki hægt að reikna á alla útgerðarmenn. Það sem samdrátturinn í aflaheimildum hefur kennt mönnum sl. 15 ár er að fara betur með það sem dregið er úr sjó og auka verðmæti tegunda sem lítt vora nýttar. Með því hug- arfari hafa flestir útvegsmenn starfað. Þetta hefur meðal annars gerst fyrir tilstuðlan núverandi stjórnkerfis fiskveiða. Þeir sem örlátastir eru á ráð og fyrirmæli um hvemig hlutunum skuli fyi-irkomið í sjávarútvegi í dag era gjarnan þeir sem engan áhuga höfðu á þessum atvinnuvegi, fyrr en hann tók að rétta við eftir gífurlega erfiðleika í heilan áratug eða frá 1983-1993. Margir þeirra hafa sýnt það í skrifum sínum að þeir hafa litla innsýn í atvinnu- greinina en telja sig engu að síður hafa íhlutunarrétt um málefni hennar. Umræðan verður einhliða af þeirra hálfu ef þeir sýna sjálfum sér og öðram ekki meiri virðingu í þeim umræðu. Höfundur er formaður Utvegs- mannafélags Reykjavíkur og út- gerðarstjóri Granda hf. verða um allt land. hjúkrunarheimila enn frekar á gildi forvarna. Dýr sjúkdómur Áætlaður kostnaður heilbrigðis- kerfisins vegna beinbrota af völd- um beinþynningar skiptir hund- raðum milljóna. Það er því brýnt að fólk sé vakandi fyrir því sem hægt er að gera í forvarnarskyni og að ríkisvaldið greiði niður þær aðgerðir sem Ijóst er að geta leitt til lækkunar sjúkrahússkostnaðar vegna sjúkdómsins. Á undanförn- um áram hefur mikið verið skrifað um nauðsyn fyrirbyggjandi að- gerða, en betur má ef duga skal. Aldrei verður góð vísa of oft kveðin! Höfundur er formaður Beinvemdar á Suðurlandi. Heldur þú að Kalk sé nóg ? NATEN Skólavörðustíg 21, Reykjavík, eími 551 4050 - er nóg l ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 991. þáttur JÓN Magnússon í Stykkis- hólmi skrifar mér athyglisvert bréf sem ég birti hér á eftir með athugasemd í hornklofum og litlum eftirmála: „Oft taka menn ástfóstri við einstök orð og orðasambönd, og nota þau í tíma og ótíma. Orðið „fjármagn" hefur notið þessarar upphefðar. Það er algengt í dag- legu tali fólks, einnig í viðtals- þáttum og rabbþáttum útvarps og sjónvarps. Orðin fé, íjármun- ir, fjárstuðningur, fjárstyrkur og peningar virðast vera á und- anhaldi fyrir þessu magnaða orði. Mér finnst að oft ætti eitt- hvert þessara orða betur við í samhenginu. Þá finnst mér hvimleið notkun orðsins pening- ur í eintölu þar sem fleirtala ætti betur við. Dæmi: áttu pening?; ég á engan pening; Alli, lánaðu mér pening. Islendingar era fámenn þjóð. Samt hafa þeir nokkur tilbrigði í málfari og orðavali, þó ekki sé beinlínis hægt að tala um mál- lýskur. Viss einkenni í máli tengjast þó ákveðnum land- svæðum: Harðmæli Norðlend- inga, flámæli Austfirðinga, lin- mæli Sunnlendinga, merking orða, sérkenni í orðavali og harðmæli Vestfirðinga. Ekki er ástæða til þess að uppræta eða amast við slíkum blæbrigðum málsins. Þau gefa málinu fjöl- breytileika og stíl. Því síður er ástæða fyrir menn að vilja troða sínum mállýskum uppá aðra, eða telja sínar málkenjar þær einu réttu. Svo er til dæmis með klukkuna. Engan nauður ber til þess, að allir landsmenn taki upp málvenju á tilteknum svæð- um á Norðurlandi um fjórðung og þriðjung (hvað um fimmtung eða sjöttung). [Umsjónarmaður tekur þetta ekki illa upp. Hann hefur jafnan mælt gegn einhæfni í orðavali og oft lofað skaparann fyrir að ekki hafa allir sama smekk. Hitt er annað, að honum þykir ijórð- ungur (sem amma hans kenndi honum) miklu fallegra og ís- lenskulegra en „korter/kortér“. Kvartil, sem Jón nefnir, er auð- vitað miklu snotrara tökuorð en kortér sem því miður er þáttar- heiti á sjónvarpsstöð á Norður- landi. Umsjónarmaður hefði viljað að J.M. héldi áfram a.m.k. upp í áttung sem er heiti á íláti sem tók 1/8 úr tunnu, sbr. hið frá- bæra kvæði Skipafregn eftir sr. Gunnlaug Snorrason. af áttungnum allt hripar niður, í þrautunum það er plagsiður. Hér er rétt að loka hornklofa og leyfa J.M. að hafa orðið.] Gamla mínútan er enn í fullu gildi. Orðið korter fellur mér ekki í geð, og hefur aldrei gert, og heldur ekki fjórðungur eða þriðjungur. En ef um 45 mín- útna tímabil er að ræða finnst mér eðlilegra og einfaldara að segja þrjú korter heldur en þrír (stundar)fjórðungar. Og ef litið er á tunglið, þá er það ýmist á fyrsta, öðra, þriðja eða fjórða kvartili. Ég býst við því að flest- um þætti skrítið, ef þar yrði far- ið að tala um fjórðunga. Korter (15 mínútur) finnst mér ekki verra afbakað tökuorð en mörg önnur. En áfram með smjörið. Það er þetta sífellda síendurtekna „í gegnum tíðina“. Með allri virð- ingu fyrir nóbelsskáldinu, Hall- dóri Kiljan Laxness, sem vand- aði mál sitt mjög, var snillingur í beitingu íslenzkrar tungu og amaðist við erlendum málslett- um, þá hafði hann ekki fyrr látið þessa ambögu út úr sér, en allur landslýður var með hana á vör- unum. Hversvegna segja menn ekki beint út: i gennem tiden? Og hvað með orðatiltækið „fyrir margt löngu“. Það er einnig frá nóbelsskáldinu komið. Ég er hræddur um að Snorra hefði ekki líkað svona meðferð á tung- unni. Ævinlega blessaður." EftÚTnáli umsjónarmanns: Kjarni máls okkar Jóns Magn- ússonar er þá sá, að við eram á móti fátækt og einhæfni í orða- vali og viljum sýna mismunandi smekk ákveðið umburðarlyndi. Hlymrekur handan kvað: í Miðbæ var mörgum að þakka að Málhildur eignaðist krakka: lífsreyndri Ijósmóður og lækni er var jóðfróður og svo bræðrunum báðum á Slakka. tír bréfí frá málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins: ,,“Bréfasími“ er þýðing á er- lenda orðinu „fax“. Bréfið sem sent er með tækinu er kallað „símbréf‘. Þessu á ekki að ragla saman.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.