Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 54

Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 54
'54 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Trausta konu í tryggt sæti Hilmar Ingólfsson skólastjóri skrifar: Birna Sigurjóns- dóttir býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar sem fer fram dagana 5.-6. febrúar. Birna hefur mikla reynslu af menntamálum, bæði úr áratuga starfi sínu sem kennari og aðstoðar- skólastjóri í Kópavogi, sem og úr starfi sínu fyrir Kennarasamband Islands. Hún hefur verið trúnaðar- maður kennara og setið í stjórn og •' fjölmörgum nefndum Kennarasam- bandsins, auk þess sem hún hefur setið í stjórn Námsgagnastofnunar. Birna hefur starfað með Kvenna- listanum frá upphafi og tekið sæti á Alþingi sem varaþingkona hans. Hún hefur beitt sér fyrir samein- ingu félagshyggjuflokkanna og tók meðal annars þátt í stofnun Kópa- vogslistans, en hún er varabæjar- fulltrúi. Eg vil hvetja kjósendur í Reykja- nesi til að velja Birnu Sigurjóns- dóttur í 3.-4. sæti á lista Samfylk- ingarinnar. Tryggjum traustri og harðduglegri konu sæti á Alþingi. Guðmundur Árni styrkir Guðrún Guðmundsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, skrifar: í bæjarstjóratíð Guðmundar Árna Stefánssonar sann- aðist það að treysta má ungu fólki fyrir málefn- um aldraðra. Þ.e. ef það býr yfir réttu hugarfari samkenndar og bræðralags. Hinn ungi bæjarstjóri stóð fyrir gríðar- legri uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða í sinni tíð í Hafnarfirði. Hvort tveggja beint og með stuðn- ingi við félagasamtök. Reyndar svo að þeir sem nú hafa tekið við leyfa sér opinberlega að kveinka sér und- an því að þurfa að viðhalda því sem Guðmundur Ami Stefánsson byggði upp frá grunni. Guðmundur hefur einnig sýnt það á þingi að hann ber enn hag okkar fyrir brjósti. Þar sem hann hefur hvort tveggja staðið vörð almennt um málefni aldraðra sem og heilsugæslumál sem varða okkur miklu. Með því að styrkja stöðu Guðmundar Arna og skipa honum í 1. sæti styrkjum við stöðu aldraðra í Reykjaneskjördæmi. Hilmar Ingólfsson Guðrún Guðmundsdóttir Fjölbreyttur listi Flosi Eiríksson, bæjarfulltníi íKópa- vogi, skrifar: Eftir nokkuð erfíðar fæðingar- hríðir erum við samfylkingarsinn- ar búnir að koma okkur saman um framboð um land allt. Það er mikil- vægt að á listunum séu öflugir fulltrú- ar allra þeirra hópa sem að samfylkingunni standa. Þórunn Sveinbjarnardóttir býður sig fram á vegum Kvennalist- ans í prófkjörinu hér í Reykjanesi. Hún hefur löngum unnið að sam- vinnu vinstri manna allt frá því að hún var fyrsti formaður Röskvu fyr- ir rúmum 10 árum. Þórunn er vinnusamur og kraftmikill dugnað- arforkur sem er góður liðsmaður á samfylkingarskútuna. I prófkjörinu liggur sú skylda á okkur að velja góðan fjölbreyttan lista og ég vil skora á ykkur Reyknesinga að fykjósa Þórunni Sveinbjarnardóttur í 4. sæti samfylkingarlistans. Flosi Ein’ksson Davíð er Golí- at okkar tima Guðfinna Emma Sveinsdóttir Guðfinna Emma Sveinsdóttir, kennari, skrifar: Eg treysti Sam- fylkinginunni til að sigra Davíð. Eg treysti Samfylk- ingunni fyrir fram- tíð sona minna og annarra íslenskra bama. Ég treysti Sámfylkingunni fyrir umönnun for- eldra minna og annarra aldraðra sem hafa byggt upp þjóðfélag okkar. Ég treysti Samfylkingunni til að leiða mig og þjóðina inn í nýja öld uppfulla af tækifærum fyiir alla, ekki eingöngu fyrir útvalda. Ég treysti Samfylk- ingunni fyrir sameignum þjóðarinn- ar og til að tryggja að fiskurinn í sjónum, hálendi landsins og upplýs- ingar um sjúkdóma mína, kosti og galla verði ekki eign innlendra eða erlendra áhættufjárfesta. Síðast en ekki síst treysti ég Rannveigu Guð- mundsdóttur til að veita lista Sam- fylkingarinnar á Reykjanesi forystu og vera í forystusveit Samfylkingar- innar í komandi kosningum. Ég kýs Rannveigu í 1. sætið. Kjósum Birnu! Kristín Jónsdóttir, arkitekt og bæjar- fulltrúi, skrifar: í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjaneskjör- dæmi á föstudag og laugardag er hægt að velja úr stórum hópi mætra manna og kvenna. Ég vil nota tækifærið og minna á Birnu Sig- urjónsdóttur, aðstoðarskólastjóra og varabæjarfulltrúa í Kópavogi, en hún býður sig fram í 3.-4. sæti list- ans. Kynni okkar Birnu hófust þeg- ar samstarf Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista fór af stað hér í Kópavogi, og höfum við unnið saman innan Kópavogslist- ans. Birna er ákveðin og skoðana- föst og fylgir góðum málum vel eft- ir, en auk þess að vera varabæjar- fulltrúi er hún fulltrúi Kópavogslist- ans í húsnæðisnefnd. Birna hóf l störf við Snælandsskóla í Kópavogi strax að loknu kennaranámi, og hef- ur hún verið aðstoðarskólastjóri þar frá 1984. Einnig hefur hún starfað mikið innan kennarasambandsins og setið í stjórn Námsgagnastofn- unar. Ég tel að nú á upplýsingaöld eigi Bima, með sína reynslu, þekk- ingu og menntun erindi inn á Al- ^þingi íslendinga. Guðmundur Árni, okkar fulltrúi Steinunn Guðmundsdóttir, húsmóðir og skrifstofumaður, skrifar: Ungt fólk og barnafólk, áhugamál þess og vandamál eiga kraftmikinn málsvara þar sem Guðmundur Árni er. f hans tíð tók t.d. Hafnarfjörður forystu hvað varðar æskulýðsstarf. Svo mörgu nýju var komið á legg að of langt mál væri að telja hér. Enn eru aðrir langt að baki, en líta til Hafnarfjarðar um fyrinnyndir. Samtímis þessu stóð Guðmundur fyi-ir byltingu í byggingu leikskóla og margfaldaði aðstöðu íþróttafélaganna. Á Alþingi hefur hann beitt sér í húsnæðismálum. Ég er af þeirri kynslóð sem þurft hefur að greiða öll sín lán í topp með hávöxtum og verðtryggingu. Guðmundur Ámi er líka af þeirri kynslóð, öfugt við helstu keppinauta hans. Við eigum að fela þeim forystu sem þekkja vel vandamál nútíma barnafólks og velja Guðmund Árna í fyrsta sæti. Kristm Jónsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir Kjósum Sigriði í prófkjörinu Eggert Gautur Gunnarsson Eggert Gautur Gunnarsson, tækni- fræðingur, Kópavogi, skrifar: Ég vil eindregið hvetja fólk til að styðja Sigríði Jó- hannesdóttur í prófkjörinu í Reykjaneskjör- dæmi en hún sæk- ist eftir öðru sæti. Sigríður er mjög góður þingmaður og hefur sýnt það og sannað þau þrjú ár sem hún hef- ur verið þingmaður að hún er mjög verðugur fulltrúi kjördæmisins. Hún sýndi mjög gott fordæmi þegar hún ákvað að sækjast eftir öðru sætinu í stað þess fyrsta þar sem Alþýðuflokksmenn hefðu jafn- an verið sterkari í kjördæminu. Það er mjög biýnt í samfylkingarmálum að fólk gæti þess að halda jafnvægi milli fulltrúa flokkanna svo að list- inn verði trúverðugur sem samfylk- ing og laði að sér breiðan hóp kjós- enda. Það er einnig nauðsynlegt að við uppröðun á framboðslista ríki jafnvægi milli byggðarlaga í kjör- dæminu og Sigríður er eini fulltrúi Suðurnesja sem á möguleika á að vera í efstu sætum listans. Það er því góður kostur að velja Sign'ði í annað sæti og tryggja Alþýðu- bandalaginu verðugt þingsæti, Suð- urnesjunum þingmann og öllu kjör- dæminu góðan fulltrúa sem hefur reynslu, hugsjónir, dug og heiðar- leika að leiðarljósi en allt þetta er nauðsynlegt veganesti fyrir Sam- fylkinguna inn í kosningarnar í vor. Fleiri konur á þing Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi f Kópavogi, skrifar: Á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík verða fimm af átta efstu sætum listans skipuð konum. Það eru gleðileg tíðindi fyrir alla sem barist hafa fyrir að fjölga konum á Al- þingi. I prófkjörinu á Reykjanesi bjóða átta frambæri- legar konur sig fram. Tvær þeirra, Birna Sigurjónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, stefna á 3.- 4. sæti. Þær hafa báðar starfað lengi í Kvennalistanum, báðar eru vara- þingkonur og hafa unnið ötullega að framgangi Samfylkingarinnar. Þór- unn er stjórnmálafræðingur að mennt. Hún var fyrsti formaður Röskvu og hefur m.a. unnið við hjálparstörf erlendis. Birna er að- stoðarskólastjóri og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Kennarasam- bandið. Báðar eru öflugar talskonur kvenfrelsis, jöfnuðar og félags- hyggju sem ég vil hvetja kjósendur til að styðja í prófkjörinu um næstu helgi. ►Meira á Netinu Sigrún Jónsdóttir Guðmund Árna á íhaldið Ingvar Sigurðsson lögfræðingur, skrifar: Við erum svo lánsöm hér á Reykjanesi að fjöl- margir frambæri- legir einstaklingar gefa kost á sér til framboðs í próf- kjöri Samfylking- arinnar. Það er þó ekki nóg þegar í baráttuna er kom- ið, jafnaðarmenn á öðrum vængn- um, og íhald og auðvald hins vegar. Þá þurfum við öflugan og kjark- mikinn einstakling. Þar er Guð- mundur Árni bestur. Það er auðvelt að vera pólitíkus í framvarðasveit meðan hvergi reynir á, en þegar lín- ur skerpast tekur alvaran við. Hann hræðist ekki gagnrýni en er trúr sinni sannfæringu og styrkir hvern Ingvar Sigurðsson þann málstað sem snýr að réttinda- málum alþýðufólksins. Að mínu mati skilur fyrst á milli góðra stjórnmálamanna og aumra, þegar aðstæður krefjast kjarks og heilinda, við mótlæti og róg. Guð- mundur Árni hefur alla tíð starfað í þágu jafnaðarmanna. í starfi jafnt sem tómstundum í sviðsljósinu og í kyrrþey. Hann er okkar maður í fyrsta sæti. Kjósum Jón Gunnarsson hafði lítið verið framkvæmt í sveit- arfélaginu undangengin ár, en samt var fjárhagurinn bágborinn. Undir styrkri stjórn Jóns tókst að snúa þessu við og síðan þá hefur m.a. verið byggt íþróttahús og sundlaug, nýr leikskóli og giunnskólinn stækkaður um helming. Á sama tíma varð viðsnúningur í fjármálum hreppsins og er hann í góðu lagi í dag. Jón nær árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þannig menn þurfum við á Alþingi. Ég vil hvetja ykkur til að setja Jón í 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í komandi prófkjöri. Kristinn G. Þormar, varaformaður sjómannadeildar VSFK. Jón Gunnarsson hefur vakið athygli í Alþýðuflokknum fyrir einarða and- stöðu sína við kvótakerfið í sjáv- arútvegi. Hann hefur stýrt mál- efnahópum á fiokksþingum flokksins í sjávar- útvegsmálum og það hefur verið oftar en ekki fyrir hans framlag að sátt hefur náðst um stefnu og áherslur í þessum mikilvæga mála- flokki. Við þurfum menn eins og Jón Gunnarsson á Alþingi, menn sem eru frjóir í hugsun og tilbúnir að standa og falla með skoðunum sínum. Ég er í engum vafa um, að inni á Aiþingi mun Jón halda áfram baráttu sinni gegn séreignarkerfi á kvótum og ekki unna sér hvíldar fyrr en fullur sigur hefur náðst og auðlindin komin í hendur réttmætra eigenda. Með því að kjósa Jón Gunnarsson í 2. sæti á lista Sam- fylkingar í Reykjaneskjördæmi í prófkjörinu um helgina, tryggjum við okkur duglegan og einarðan baráttumann á Alþingi, mann sem hefur lifað og hrærst í sjávarútvegi. Dugleg hug- sjónakona Heiðrún Sverrisdóttir leikskóla- kennari skrifar: Dagana 5. og 6. febrúar fer fram opið prókjör Sam- fylkingarinnar í Reykjanesi, eiga kjósendur þá möguleika á að velja hóp öflugra fulltrúa í forystu- sveit sem móta munu nýtt stjórn- málaafl. Margt úrvalsfólk býður þar fram krafta sína og þeirra á meðal er Sigríður Jóhannesdóttir alþingis- maður. Ekki fer á milli mála að þar fer dugleg hugsjónakona, sem situr á Alþingi til að þjóna alþýðu þessa lands. Sigríður hefur verið ötull talsmaður þeirra sem eilíft þurfa að berjast fyrir rétti sínum i þjóðfélag- inu. Hún hefur einnig verið ötull talsmaður í mennta- og menningar- málum inni á Alþingi. Það þarf að auka hlut kvenna á Alþingi, en nú eru konur einungis 25% þeirra sem þar sitja. Ég vil hvetja Reyknesinga til að taka þátt í prófkjörinu um næstu helgi og tryggja Sigríði Jó- hannesdóttur þar öruggt sæti. Hciðrún Sverrisdóttir Jón Gunnars- son í 2. sætið Þóra Bragadóttir, oddviti Vatnsleysu- strandarhrepps, skrifar: Ég starfaði með Jóni Gunnarssyni í hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhreþps í tvö kjörtímabil og tók síðan við af honum sem oddviti hreppsins við síð- ustu kosningar eft- ir að hann hafði ákveðið að hætta, eftir 12 ár í sveit- arsjórn. Það var ákaflega gaman að starfa með Jóni og lærði ég mikið á þeim tíma um hvernig hægt er að reka lítið sveitarfélag með jafn öfl- ugum hætti og raun ber vitni. Þegar við tókum við stjórnartaumunum Þóra Bragadóttir Nýtum þekkinguna - kjósum Skúla Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, ski-ifar: Neyslusjúkdóm- ar eru vandi nútíð- ar og framtíðar, samfara breyttum samfélagsháttum. Fíkniefnaneysla og önnur ofneysla er þar veigamikill þáttur. Skúh Thoroddsen lög- fræðingur hefur aflað sér menntunar á því sviði og er nafnkunnur erlendis af störfum sínum þar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Hann hefur og rekið sjúkrastöðvar í þrem löndum og átti sæti í stjórn Sjúkrasamlags Reykja- víkur og í stjórn Borgarspítalans. Skúli er einnig nákunnugur bar- áttumálum verkafólks og var lög- fræðingur verkamannafélagsins Dagsbrúnar um árabil. Þeir sem hafa áhuga á því að leiða þekkingu og reynslu til vegs í prófkjöri Sam- fylkingarinnar næstkomandi laug- ardag hafa því góðan kost þar sem Skúli er. Stuðlum að framgangi hans í prófkjörinu. Veitum Birnu brautargengi G. Elsa Einarsdóttir, formaður for- eldrafélags Snælandsskóla, skrifar: Birna Sigurjóns- dóttir, aðstoðar- skólastjóri Snælandsskóla, býður sig fram í 3.^4. sæti Samfylk- ingarinnar í Reykjanesi. Kynni mín af Bimu gegn- um starf foreldra- félagsins í Snælandsskóla sannfæra mig um að reynsla hennar og viðhorf nýttust vel á Alþingi. Birna kynnir sér málin vel, er málefnaieg og setur mál fram af metnaði en ekki með ofstopa eða yf- irgangi. Slíku er því miður of sjald- an til að dreifa í pólitískri umræðu og ekki vanþörf á að á því verði breyting. Birna hefur yfirgrips- mikla þekkingu á skólamálum í gegnum starf sitt og fjölmörg trún- aðarstörf á þeim vettvangi. Hún hefur tekið virkan þátt í stjórnmál- um og er því vel undir það búin að vera öflugur málsvari sinna stefnu- mála. Ég hvet Reyknesinga til að veita Birnu stuðning í 3.^. sæti Samfylk- ingarinnar. Jón Gunnars- son á þing Vigdfs Siguijónsdóttir, verkakona og ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, skrifar: Baráttan í prófkjöri Samfylking- arinnar stendur nú sem hæst í Reykjaneskjördæmi. Ibúamir eru nú að gera upp við sig hvemig raða skuli á listann og er ég ein af þeim og úr vöndu er að ráða, þar sem fjöl- margir hæfir einstaklingar hafa gef- ið kost á sér í prófkjörið. Einn af þeim sem gefið hafa kost á sér er Jón Gunnarsson, ungur maður af G. Elsa Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.