Morgunblaðið - 11.03.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samkomulag milli íslendinga, Rússa og Norðmanna um veiðar f Barentshafi
//II
AEG
UPPÞVOTTAVÉL - FAVORR 3430 W
” Fristandandi H-85, B-45, D-60
Ryöfrí. Fjórfalt vatnsöryggiskerfi o. fl.
49.900 kr.
Verð áður 59.900 kr.
AEG
ELDAVÉL - COMPETENCE 5012 V-W
Frístandandi H-85, B-60, D60
Keramik-helluborð, auðvelt að þrifa
Ofn 51 litra, blástur og grill,
ofninn er mjög auðvelt að þrifa
Husqvama
HELLUBORÐ - P04R2
Keramikborð með
snerti takkar
VEGGOFN - QCE 351
Undir og yfirhiti, grill, blástur.
Grill með blæstri o. fl.
#indesíl
Þvottavél WG 935
Tekur 5,0 kg., 15 þvottakerfi, stiglaus hitastillir,
500 - 900 sn/mín vinduhraði, ryðfri tromla o. fl.
Mál: H-85 B-60 D-60 sm
39.900
kr.
© Husqvamá
BRÆÐURNIR
(©) ORMSSQN
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Bókasafn við MHI í 25 ár
Myndgögn
jafn mikilvæg
þeim rituðu
Bókasafnsþjónusta
hefur nú verið starf-
rækt við Myndlista-
og handíðaskóla Islands í
25 ár en hún hófst 21. mars
1974.
Að sögn Amdísar S.
Ámadóttur, deildarstjóra
Bóka- og myndasafns
MHÍ, vom tildrögin þau
að i nóvember 1973 kom
stjórn nýstofnaðs Félags
bókasafnsfræðinga að máli
við Gísla B. Bjömsson, þá-
verandi skólastjóra Mynd-
lista- og handíðaskóla ís-
lands, og bauð fram þjón-
ustu sína við að flokka og
skrá bækur skólans og
skipuleggja bókasafns-
þjónustu.
„Gegnum vinnu þeirra
samdist svo um að í aug-
lýsingadeild skólans skyldi
teiknað auglýsingaefni,
sem m.a. skyldi nota til að efla al-
mennan áhuga og sMlning á gildi
bóka og bókasafna í landinu.“
Amdís segir að í kjölfarið hafi
nemendur í auglýsingadeild hann-
að sex veggspjöld, sem vom síðan
prentuð. Þau vora lengi þekkt í
flestum bókasöfnum landsins.
- Hverjir unnu að skráningu?
„Vinnan við skráningu safn-
kostsins og skipulagningu safn-
þjónustunnar var að mestu leyti í
höndum stofnfélaga Félags bóka-
safnsfræðinga sem voru fimmtán
að tölu. Fyrsti formaður hins ný-
stofnaða félags var Kristín H.
Pétursdóttir. Safnið hóf starfsemi
í 12 fermetra rými og þá voru 120
nemendur í skólanum. A þessum
25 áram hefur nemendafjöldi
skólans auMst um 93%, en nem-
endur era nú um 230.“
- Bókatitlum hefur líklega
fjölgað að sama skapi?
„Bókakosturinn var upphaflega
um 1.100 bindi, örfá tímarit bár-
ust þangað í áskrift og fátt var um
myndefni. Nú er ritakostur safns-
ins tæplega 7.000 rit, 76 tímarit
berast reglulega í áskrift og í
myndasafninu er að finna margs
konar form myndheimilda s.s
rúmlega 20 þúsund skyggnur, 170
myndbönd, ljósmyndir, vegg-
spjöld og í vaxandi mæli myndefni
á geisladiskum. Þar fyrir utan
hefur safnið stækkað „ósýnilega“
með tilkomu Netsins og nýverið
hefur verið opnuð heimasíða
Bókasafns MHÍ á vefnum
http://www.mhi.is/bokasafn/.“
Arndís bendir á að Bókasafn
MHI sé nú stærsta sérsafn á sviði
myndlistar í landinu og eitt af að-
ildarsöfnum Gegnis, tölvukerfís
Landsbókasafns íslands og Há-
skólabókasafns, og því hlekkur í
bókasafnakerfi landsins.
- Hvert er markmiðið með list-
bókasafnsþjón ustu?
„Safnið á fyrst og fremst að
styðja og styrkja markmið Mynd-
lista- og handíðaskóla --------
Islands sem er mið-
stöð æðri myndlistar-
menntunar í landinu.
Lögð er áhersla á að
útvega efni til kennslu
og rannsókna, efla
safnkost í samræmi
við eftirspurn, nýja strauma og
sjónarmið í myndlist og að not-
endur geti sjálfir aflað sér upplýs-
inga. Ein leið til að stuðla að notk-
un nýrrar tækni við upplýsinga-
leit er að leita í tölvum og nota
gagnasöfn á geisladiskum eða á
Netinu og skrá myndgögn safns-
ins á þann hátt að þau verði í
framtíðinni aðgengileg sem staf-
rænt myndasafn. í listbókasafni
Arndís S. Árnadóttir
►Amdís S. Ámadóttir er fædd í
Reykjavík árið 1940. Hún lauk
prófi í innanhússhönnun frá
Maryland Institute College of
Art í Baltimore árið 1973 og BA-
prófi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði frá Háskóla Islands
árið 1980.
Arndís lauk MA-prófi í lista-
sögu frá DeMontfort háskólan-
um í Leicester á Bretlandi árið
1996.
Hún hefur sótt Qölmörg nám-
skeið og ráðstefnur um stafræn
myndasöfn. Amdís er deildar-
sljóri Bóka- og myndasafns
Myndlista- og handiðaskóla ís-
lands.
Eiginmaður hennar er Jón E.
Böðvarsson verkfræðingur og
eiga þau þrjú böm.
eru myndgögn talin jafn mikilvæg
þeim rituðu.“
-Nota margir þjónustu bóka-
safnsins?
„Notendahópurinn er um
400-500 manns, fyrst og fremst
sérfræðingar og kennarai- við
skólann svo og myndlistarnemai'.
Jafnframt era fastir gestir starf-
andi myndlistarmenn og aðrir
þeir sem stunda rannsóknir og
nýsköpun á sviði sjónlista. Skap-
andi, sjálfstæð hugsun hlýtur að
vera grandvöllur myndlistamáms
og nemendur nota bókasafnið
bæði til að skoða, til hugljómunar
og til heimildavinnu við námið,
sem er bæði bóklegt og verklegt."
- Hver verður staða bókasafns-
ins við stofnun Listaháskóla ís-
lands?
„Til athugunar er á hvem hátt
25 ára reynsla af bókasafnsþjón-
ustu við Myndlista- og handíða-
skóla ísland getur komið að not-
um við sMpulagningu slíkrar
starfsemi við Listaháskóla ís-
lands. I því samhengi þarf jafn-
framt að taka mið af tveimur öðr-
um listgreinum, tónlist og leik-
--------- list.“
I tilefni tímamót-
anna er efnt til hátíð-
arfundar í skólanum
laugardaginn. 13.
mars. Dr. Sigrún Kl-
ara Hannesdóttir,
...... framkvæmdastjóri
Nordinfo, flytur hátíðarræðu en
hún opnaði einmitt formlega þjón-
ustu bókasafnsins f.h. Félags
bókasafnsfræðinga í mars 1974.
Myndlista- og handíðaskóli fs-
lands vill sérstaklega þakka
fyrstu stjórn Félags bókasafns-
fræðinga og stofnfélögunum fyrir
þetta merka framtak. Allir vel-
unnarar safnsins eru velkomnir
og hefst fundurinn M. 14.
Nota bóka-
safnið til að
skoða, til hug-
Ijómunar og til
heimildavinnu